Morgunblaðið - 08.02.2020, Síða 23

Morgunblaðið - 08.02.2020, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining áhitabreytist eftir aldri? ThermoScan7eyrnahita- mælirinnminnveit það.“ BraunThermoScan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Reiðibylgja hefur farið um kín- verska samfélagsmiðla í kjölfar frétta af andláti Li Wenliang, kín- verska læknisins sem varaði við kór- ónuveirunni mannskæðu fyrir ára- mót. Þykir fréttaflutningur af andláti Wenliang, sem lést sjálfur af kórónusýkingu samkvæmt tilkynn- ingu Borgarsjúkrahússins í Wuhan, bera öll merki ritskoðunar kín- verskra stjórnvalda. Þannig greindu kínverska ríkis- sjónvarpsstöðin CCTV og Global Times, málgagn kínverska kommún- istaflokksins, frá andláti Wenliang á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo seint á fimmtudaginn. Til- kynningar fjölmiðlanna tveggja voru hins vegar fjarlægðar af Weibo skömmu eftir að þær voru orðnar mest lesna efnið þar og það næsta sem birtist um lækninn var að hann sætti bráðameðhöndlun vegna sýk- ingarinnar. Að lokum voru svo frétt- ir af andláti hans fluttar á nýjan leik um klukkan þrjú aðfaranótt gær- dagsins. Eftir að fyrri dánartilkynningin birtist varð myllumerkið „Dr. Li Wenliang látinn“ það fjölsóttasta á Weibo, yfir milljarður notenda nálg- aðist það gegnum snjalltæki sín og tölvur auk þess sem netverjar skildu eftir sig rúmlega 1,1 milljón athuga- semda við efnið, sem þó var skyndi- lega horfið af listanum yfir 20 vin- sælustu umræðuefnin í gær. Átt var við listann AFP-fréttastofan hefur eftir King-wa Fu, sem rannsakar kín- verskar ritskoðunaraðferðir við há- skólann í Hong Kong, að svo virðist sem átt hafi verið við listann. Fu sagði fréttaflutninginn minna á fréttir í kjölfar andláts Liu Xiaobo árið 2017, andófsmannsins sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010. „Þessi ónákvæmi fréttaflutningur af dauða Li [læknisins] bendir til af- skipta stjórnvalda,“ sagði Fu. Notendur Weibo kvörtuðu yfir því að skrif þeirra og athugasemdir við skrif annarra hefðu verið fjarlægð, hvort tveggja af Weibo og skilaboða- forritinu WeChat, augsýnilega í þeim tilgangi að hafa áhrif á um- ræðu. Leiðbeiningum til blaðamanna var lekið á Weibo þar sem þeim er meðal annars skipað að gera ekki meira úr málinu en efni standi til, algeng rit- skoðunaraðferð að sögn ónafn- greinds blaðamanns við viðskipta- tímaritið Caixin. Auk þess sögðu fimm fréttamenn ríkismiðla við AFP að þeim hefði verið sagt að vinna „sólskinsfréttir“ af málinu, það er fréttir af því sem vel gengi í barátt- unni við kórónuveiruna. Skýr teikn ritskoðunar í Kína  Efni fjarlægt af samfélagsmiðlum og fréttamönnum uppálagt að vinna „sólskinsfréttir“ AFP Sjúkur Tvær myndir sem Li Wenliang setti á samfélagsmiðla af sér eftir að hann veiktist af kórónuveirunni. Stjórnvöld í Hong Kong fyrir- skipuðu í gær að allir sem þang- að kæmu frá Kína skyldu sæta tveggja vikna einangrun sem varúðarráðstöfun gagnvart út- breiðslu kórónuveirunnar. Gestkomandi er gert að sitja í einangrun á hótelherbergjum ellegar gista í einangrunar- miðstöðvum á vegum hins opin- bera, en Hong Kong-búar sem eru að snúa heim eiga að halda til heimilis síns og taka einangr- unarvistina út þar. Við brotum á einangrunarreglunum liggja sektir og allt að hálfs árs fang- elsisvist. Nýju reglurnar tóku gildi á miðnætti í gærkvöld, föstu- dagskvöld, og stóðu tugir þús- unda ferðalanga í röðum í kín- versku landamæraborginni Shenzhen í gær til að freista þess að ná yfir til Hong Kong án þess að þurfa að sitja innilok- aðir í tvær vikur. Í Hong Kong hafa 26 tilfelli kórónuveirunnar greinst og eitt andlát orðið af völdum hennar samkvæmt fréttum í gærkvöld. Fyrirskipa einangrun HONG KONG Ríkisstjórn Noregs hefur sett land- inu það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 50 til 55 prósentum fyrir árið 2030. Þetta tilkynntu þrír ráðherrar á blaðamannafundi í gær en frestur ríkja til að leggja fram áætlun fyrir næstu fimm ár í loftslagsmálum sín- um rennur út á morgun, 9. febrúar, samkvæmt því sem um var samið í Parísarsáttmálanum. Samkvæmt sáttmálanum skulu aðildarríkin, frá og með 2020, leggja slíka áætlun fram fimmta hvert ár. Þrátt fyrir tímafrestinn höfðu aðeins Noregur, Súrínam og Marshall- eyjar birt sínar áætlanir þegar norska ríkisútvarpið NRK fjallaði um málið í gær. Áður höfðu Norð- menn einsett sér að draga úr losun um 40 prósent frá því sem var árið 1990. Sýndarmennska efst á blaði Það voru Sveinung Rotevatn, um- hverfisráðherra Vinstriflokksins, Jan Tore Sanner fjármálaráðherra, Hægriflokknum, og Kjell Ingolf Ropstad, barna- og fjölskyldu- málaráðherra Kristilega þjóðar- flokksins, sem kynntu nýja losunar- markmiðið. Jon Georg Dahle, fyrr- verandi samgönguráðherra, sem hvarf úr ríkisstjórn með Framfara- flokknum þegar stjórnin sprakk í janúar, segir nýja markmiðið sýndarmennsku sem sé greinilega efst á blaði í umhverfisstefnu ríkis- stjórnarinnar. Útspil stjórnarinnar á elleftu stundu kom ýmsum á óvart. Lisa Si- vertsen, talskona Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar, sagði fréttirnar góðar; skjótar ákvarðanir hefðu ver- ið teknar og kæmi útkoman einkum þeim fátækari í heiminum til góða. Vænti útfærslunnar fyrst Steffen Kallbekken, rannsókna- stjóri CICERO, Miðstöðvar al- þjóðlegra loftslags- og umhverfis- rannsókna í Ósló, sagði ríkis- stjórnina nýverið hafa boðað áætlun sína um loftslagsstefnu fram til 2030, en sú áætlun var lögð fram fyr- ir rúmri viku. „Ég og fleiri áttum von á að út- færslu þeirrar áætlunar yrði beðið áður en nýju markmiði væri lýst yfir,“ sagði Kallbekken við NRK. AFP Ný markmið Ríkisstjórn Noregs kynnti í gær áform um losun gróðurhúsalofttegunda. Myndin er frá því í janúar. Norðmenn herða róður- inn í loftslagsmálum  Kynna markmið um 50-55% minni losun fram til 2030

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.