Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
Útstilling Vissara er að vanda til verka þegar stilla á vörum út í búðar-
glugga. Ljósmyndarinn fékk þó athygli vegfaranda í þetta sinn.
Kristinn Magnússon
Samfélög fara í
gegnum ákveðin
þroskaskeið, alveg eins
og mannfólkið. Við Ís-
lendingar höfum fram
til þessa verið hálf-
gerðir unglingar í sam-
félagi vestrænna þjóða.
Verið ung þjóð í ýms-
um skilningi, með
margar vinnandi hend-
ur og átt mikla mögu-
leika á því að vaxa.
Þetta er að breytast hratt. Fallandi
fæðingartíðni og hár lífaldur hefur
áhrif á samsetningu þjóðarinnar og
því fylgja ýmsar áskoranir sem við
þurfum að takast á við.
Samfélagið er líka að breytast með
opnari vinnumarkaði og þeim liðs-
auka sem okkur hefur borist með er-
lendu vinnuafli. Lífsgæði hér eru
mikil, laun einhver þau hæstu í
heimi, hvort sem litið er til lægstu
launa eða meðaltals og launajöfn-
uður mikill. Við höfum lagt áherslu á
að búa í haginn fyrir framtíðina með
því að greiða niður skuldir og
tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins
um leið og við leggjum áherslu á að
styrkja ýmsa innviði í landinu.
En áskoranirnar eru til staðar,
sumir myndu jafnvel kalla þær
ógnir. Ég lít á þær sem hvatningu til
að hugsa hluti upp á nýtt og taka
þessari áskorun framtíðarinnar sem
nálgast hratt. Til að einfalda málið
langar mig að brjóta viðfangsefnið
niður í fjóra þætti: Öldrun, innflytj-
endur, samkeppnishæfni og innviði.
Öldrun
Það styttist í að stórir árgangar
sem fæddir eru fyrir 1960 hverfi af
vinnumarkaði. Á næstu fimm árum
mun þeim sem eru 67 ára og eldri
fjölga um fjórðung, eða nærri 10.000
manns. Það fjölgar einnig hratt í
elsta hópnum. Til ársins 2025 er gert
ráð fyrir að 85 ára og eldri fjölgi um
nærri 500 manns eða 10%.
Þetta kallar á nýja nálgun í þjón-
ustu við þennan aldurshóp. Við þurf-
um líka að bregðast við núna sem
samfélag og einstaklingar til að
tryggja okkur sem besta heilsu og
lífsgæði á eldri árum. Fyrir þá sem
þegar eru komnir á
þennan aldur eða nálg-
ast hann er heilsuefl-
andi þjónusta mikil-
væg, en einnig aukin
virkni, hvort sem er í
einkalífi eða á vinnu-
markaði. Þannig þurf-
um við að skoða af fullri
alvöru sveigjanleg
starfslok, sem þýðir
ekki einungis mögu-
leikann á að hætta fyrr,
heldur einnig til að
vinna lengur ef heilsan
leyfir og viljinn er fyrir
hendi.
Við þurfum að gefa fleirum tæki-
færi til þess að búa lengur heima. Við
eigum að vera í fararbroddi við að
nýta okkur nýja tækni sem gerir
fjarþjónustu raunverulegan kost.
Hvort sem það er með tölvunni, sím-
anum eða snjallúrum, sem margir
ganga með, eða sérhæfðari lausnum,
eins og víða er verið að þróa, til
dæmis til að fylgjast með fólki með
hjartavandamál.
Þrátt fyrir þessa breyttu nálgun
verður ekki hjá því komist að öldrun
þjóðarinnar leiði til aukins kostn-
aðar. Útreikningar fjármála- og
efnahagsráðuneytisins benda til þess
að heildarútgjöld vegna heilbrigðis-
mála vaxi úr 8% af VLF í 11% árið
2050 þegar aðeins er horft til áhrifa
af hærra hlutfalli aldraðra. Með öðr-
um orðum, ef aldurssamsetning
þjóðarinnar væri í dag eins og hún
verður þá, má áætla að heilbrigðis-
kerfið kostaði okkur um 100 millj-
örðum meira á ári, að öðru óbreyttu.
Árið 2010 var um það bil einn af
hverjum tíu eldri en 65 ára. Árið
2050 verður þetta hlutfall einn af
hverjum fjórum. Sífellt dýrari tæki
og lyf geta svo leitt til enn meiri
kostnaðar. Við verðum því sem sam-
félag að leita stöðugt betri leiða til
þess að fjármagna og veita heil-
brigðis- og öldrunarþjónustu. Á
mælikvarða gæða og framleiðni
þurfum við einfaldlega að verða
framúrskarandi.
Innflytjendur
Um 1960 eignuðust íslenskar kon-
ur að meðaltali fjögur börn um ævina
en síðan 2012 hefur hlutfallið ekki
farið yfir tvö. Árið 2018 var það 1,7
börn sem þýðir að ef ekkert annað
kæmi til myndi íbúum landsins
fækka. Þeirri þróun hefur verið skot-
ið á frest, þar sem uppgangstímar
hafa laðað að sér tugi þúsunda út-
lendinga. Nú er svo komið að rúm-
lega 20% einstaklinga á vinnumark-
aði eru erlendir ríkisborgarar, sem
svarar til um það bil 15% af öllum
íbúum. Um helmingur þessa stóra
hóps hefur flutt til landsins á ein-
ungis síðustu fjórum árum.
Án þessarar innspýtingar hefði ís-
lenskt atvinnulíf ekki staðið undir
þeim vexti sem við höfum séð und-
anfarin ár, en þegar samdráttur
verður er þetta hópur sem getur átt
undir högg að sækja. Það sést nú
þegar á því að atvinnuleysi meðal er-
lendra ríkisborgara er orðið meira
en hægt er að sætta sig við. Eru er-
lendir ríkisborgarar 40% atvinnu-
lausra, mun meira en hlutdeild
þeirra á vinnumarkaði gefur tilefni
til.
Þær atvinnugreinar sem erlendir
ríkisborgarar eru fjölmennastir í
hafa sætt mestum samdrætti að und-
anförnu sem getur skýrt þetta háa
hlutfall að einhverju leyti en mennt-
un getur líka haft áhrif þar sem vís-
bendingar eru um að í þessum hópi
séu færri með iðn- og háskóla-
menntun en meðal Íslendinga. Ný-
legar rannsóknir OECD gefa einnig
til kynna að menntakerfið sinni ekki
nógu vel þörfum barna sem eiga er-
lenda foreldra. Það er skylda okkar
að sjá til þess að börn erlendra ríkis-
borgara njóti sambærilegra tæki-
færa og börn íslenskra foreldra. Við
þurfum sömuleiðis að fjárfesta í
menntun og endurmenntun fullorð-
inna til að gera þeim kleift að taka
fullan þátt í íslensku samfélagi.
Markmið okkar er að allir geti
blómstrað. Það er til þess sem við
berjumst fyrir opnu, frjálsu og rétt-
látu samfélagi. Að allir geti notið sín.
Það eykur líka líkurnar á því að við
getum sinnt mikilvægum samfélags-
legum verkefnum, því framleiðni
vex. Ef stór hluti íbúa landsins upp-
lifir sig utangátta og án þeirrar
hæfni sem nauðsynleg er í nútíma-
samfélagi er hætt við að samfélaginu
og hagkerfinu hnigni og minna verði
til skiptanna fyrir alla.
Samkeppnishæfni
Erfið samkeppnisstaða hagkerf-
isins er þriðja áskorunin. Laun hafa
hækkað meira hérlendis en víðast
hvar annars staðar. Há laun og mikill
launajöfnuður birtist fyrirtækjum
sem hár launakostnaður og skert
samkeppnishæfni. Þar sem launa-
kostnaður er orðinn mjög hátt hlut-
fall heildarverðmætasköpunarinnar í
nær öllum atvinnugreinum er lítið
svigrúm til frekari launahækkana,
auk þess sem takmörkuð arðsemi
dregur úr getu og vilja til fjárfest-
inga.
Í hagsögu okkar Íslendinga hefur
verið brugðist við slíkum erfiðleikum
með veikingu krónunnar og verð-
bólgu. Það kemur verst niður á þeim
sem hafa minnst milli handanna og
þeim sem hafa verið að koma sér
þaki yfir höfuðið. Ef gengið helst
stöðugt og verðbólgan sér ekki um
að rýra krónuna, eins og venjan var
áður, er fátt sem fyrirtækin geta tek-
ið til bragðs, annað en að hagræða.
Það getur leitt til aukins atvinnu-
leysis, a.m.k. tímabundið. Mestu
skiptir að samningar við starfsmenn
hins opinbera verði í samræmi við
lífskjarasamninga og að þeim stöð-
ugleika sem við höfum skapað saman
verði ekki varpað fyrir róða. Einnig
þurfa ríki og sveitarfélög að leita
allra leiða til að liðka til. Endurskoða
alla reglubyrði til einföldunar og
auka kröfur um skilvirkni eftirlits.
Ríkisstjórnin er í miðju átaki við að
einfalda samskipti við hið opinbera
með því að gera þau sem mest sjálf-
virk og stafræn. Það er fyllilega
raunhæft að Ísland sé til fyrir-
myndar meðal þjóða við innleiðingu
tæknilausna svo létta megi fólki og
fyrirtækjum að reka erindi sín við
stjórnvöld.
Að auki þarf að huga að annars
konar samkeppnishæfni íslensks
samfélags sem felst í því að búa þær
kynslóðir sem nú eru að vaxa úr
grasi undir breyttar þarfir vinnu-
markaðarins. Stór hluti starfa mun
breytast mikið eða hverfa en um leið
verða önnur til sem krefjast nýrrar
hæfni. Til þess að geta haldið í og
helst komist fram fyrir þessa þróun
þurfum við að sýna raunverulegt þor
við að endurskoða menntakerfið og
skapa með því nauðsynleg tækifæri í
nýjum veruleika.
Innviðir
Samdráttur í fjárfestingu eftir
hrun og mikil fólksfjölgun undan-
farin ár kalla á fjárfestingu hins op-
inbera. Sú þörf kemur til viðbótar
byggingu nýs Landspítala og því
átaki sem nú stendur yfir í sam-
göngukerfinu.
Við erum í einstakri stöðu til að
hefja uppbyggingarskeið með því að
umbreyta eign ríkisins í Íslands-
banka á næstu árum í innviði og það
er ólíklegt að nokkur önnur þjóð í
Evrópu sé í annarri eins stöðu til að
taka til í efnahagsreikningi sínum og
leggja grunn að aukinni verðmæta-
sköpun til framtíðar.
Eigið fé Íslandsbanka er rúmlega
170 milljarðar króna. Jafnvel þótt
bankinn myndi seljast á lægra verði
en eigið fé hans segir til um, myndi
sala á 25-50% eignarhlut á næstu ár-
um opna stór tækifæri til fjárfest-
inga. Þar má nefna allt frá hefð-
bundnum samgöngufjárfestingum í
vegum, brúm og höfnum yfir í fjar-
skipti, svo sem nýjan gagnastreng og
aðra grunninnviði, meðal annars í
heilbrigðisþjónustu.
Nú er góður tími til að huga að
átaki í þessum efnum, efnahagslífið
er tilbúið fyrir opinberar fram-
kvæmdir og þannig getum við stutt
við hagkerfið á tímum hagræðingar í
einkageiranum og skotið stoðum
undir hagvöxt til frambúðar.
Eftir vel heppnaða endurreisn
efnahagslífsins undanfarin ár er
brýnt að beina sjónum að framtíð-
inni. Markmiðið er einfalt: Ísland
áfram í fremstu röð.
Eftir Bjarna
Benediktsson » Við höfum lagt
áherslu á að búa í
haginn fyrir framtíðina
með því að greiða niður
skuldir og tryggja sjálf-
bærni lífeyriskerfisins
um leið og við leggjum
áherslu á að styrkja
ýmsa innviði í landinu.
Bjarni
Benediktsson
Höfundur er formaður Sjálfstæðis-
flokksins og fjármála- og efnahags-
ráðherra.
Áfram í fremstu röð
Hinn 5. febrúar fór
fram málflutningur fyr-
ir svonefndri yfirdeild
Mannréttindadómstóls
Evrópu (MDE) í máli
Íslands vegna skipunar
dómara í Landsrétt. Í
fréttum var sagt frá
málflutningi af hálfu Ís-
lands í þessu máli, auk
þess sem birt voru við-
töl við íslenska lögfræð-
inga sem gert höfðu sér
ferð til Strassborgar til að hlusta á
þennan málflutning. Hvort tveggja
vekur undrun og áhyggjur svo ekki
sé meira sagt.
Við Íslendingar erum aðilar að
Mannréttindasáttmála Evrópu
(MSE). Efnisákvæðum sáttmálans
var veitt lagagildi á Íslandi með lög-
um nr. 62/1994.
Í 2. gr. laganna er að finna svofellt
ákvæði: Úrlausnir mannréttinda-
nefndar Evrópu, mannréttinda-
dómstóls Evrópu og ráðherranefndar
Evrópuráðsins eru ekki bindandi að
íslenskum landsrétti.
Í ákvæðum stjórnarskrár okkar
felst að Ísland er fullvalda ríki. Þess
vegna hefði það ekki staðist íslensku
stjórnarskrána að kveða svo á að úr-
lausnir MDE skyldu verða bindandi
hér á landi.
Dómur MDE 12. mars 2019 (sem
skotið var til yfirdeildarinnar) hafði
því ekki réttaráhrif hér
á landi, eins og bent var
á þá þegar. Í framhald-
inu brugðust íslensk
stjórnvöld hins vegar
skyldum sínum. Þau
höguðu sér eins og
bindandi dómur hefði
verið kveðinn upp þar
ytra. Með framgöngu
sinni síðan hafa þau
hagað sér eins og full-
veldi Íslands hafi verið
framselt til dómstólsins,
þrátt fyrir að lögin
kveði skýrt á um að svo
sé ekki, auk þess sem slík afstaða
fékk ekki staðist íslensku stjórnar-
skrána. Dómararnir við Landsrétt
sem um ræddi í málinu voru settir til
hliðar og látnir hætta að dæma, svo
ótrúlegt sem það er. Einhverjir
þeirra hafa svo síðan sótt um stöður,
sem þeir gegna fyrir! Ráðherra
dómsmála vék úr ráðherraembætti
vegna málsins, jafnvel þó að ráð-
herrann hefði ekki einu sinni skipað
dómarana, sem MDE hafði talið skip-
aða án fullnægjandi lagaheimildar.
Þessi atburðarás hefur verið með
miklum ólíkindum.
Í stuttu máli má segja að íslensk
stjórnvöld hafi, með tilstyrk nokk-
urra lögfræðinga, algerlega brugðist
skyldum sínum gagnvart þjóðinni
með viðbrögðum sínum. Og þetta er
núna að endurtaka sig við málflutn-
inginn fyrir yfirdeildinni. Það var
átakanlegt að hlýða á fréttir af mál-
flutningi lögmanns íslenska ríkisins
fyrir yfirdeildinni, þar sem biðlað var
til dómstólsins um að leysa íslenska
dómskerfið úr viðjum. Hvaða viðjum?
Íslensk lög kveða alveg skýrt á um að
dómskerfið hefur ekki verið bundið í
nokkrar viðjar.
Það er eins og Íslendingar missi
stjórn á sér, ef erlendir menn segja
eitthvað um íslensk málefni. Þá hætta
stjórnendur ríkisins að ráða við verk-
efni sín sem stjórnendur fullvalda
ríkis. Þeir drúpa bara höfði í lotningu
yfir löglausum ákvörðunum útlend-
inga, sem alveg er vafalaust að ekki
hafa réttaráhrif hér á landi. Við hljót-
um að verðskulda merkilegri stjórn-
endur en þetta ef við viljum halda
áfram að telja Ísland til fullvalda ríkja.
Menn ættu að skilja að aðild okkar
að MDE hefur fullt leiðbeiningargildi
fyrir íslenska löggjafann þó að full-
veldi ríkisins hafi ekki verið framselt.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Það er eins og Ís-
lendingar missi
stjórn á sér, ef erlendir
menn segja eitthvað um
íslensk málefni. Þá
hætta stjórnendur ríkis-
ins að ráða við verkefni
sín sem stjórnendur
fullvalda ríkis.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögfræðingur.
Er Ísland fullvalda ríki?