Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 27

Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Óskar Bergsson fasteignasali s. 893 2499 Hildur Harðardóttir lögfr. og lgfs. s. 897 1339 Elín G. Alfreðsdóttir nemi til lögg. s. 899 3090 Sveinbjörn Sveinbjörnsson lögmaður s. 892 2804 Vilhjálmur Einarsson fasteignasali s. 864 1190 H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0 ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA www.eignaborg.is Þess var getið í síðastapistli að SigurbjörnBjörnsson hefði tryggtsér sigur á Skákþingi Reykjavíkur 2020. Þar með öðlað- ist hann sæmdarheitið Skákmeist- ari Reykjavíkur í fyrsta sinn. Hann vann skák sína í lokaumferð- inni og sigraði því með fullu húsi, hlaut níu vinninga af níu mögu- legum. Skakhátíð MótX í Stúkunni á Kópavogsvelli hófst um svipað leyti og skákþingið en þar hefur verið teflt einu sinni í viku, sjö umferðir alls, og mun mótinu ljúka þriðjudaginn 18. febrúar nk. Til þessa mótahalds var á sínum tíma stofnað af Jóni Þorvaldssyni og honum tókst að fá til keppni kunna meistara sem höfðu ekki teflt opin- berlega í langan tíma. Nú nýtur Jón dyggrar aðstoðar skákdeildar Breiðabliks og þá einkum Halldórs G. Einarssonar sem einnig hefur verið það sem kallað er teflandi skákdómari. Hann hefur stundum fengið þekkta meistara til að að- stoða við skákstjórnina. Allt hefur þetta gengið prýðilega. Teflt er í tveimur flokkum, A og B, en inn- gönguskilyrðin í stigahærri flokk- inn miðast við 2.220 elo-stig þó að gerðar hafi verið undantekningar. Eins og oft áður hafa óvænt úr- slit sett svip á keppnina. Í fyrstu þremur umferðunum vann stiga- hæsti keppandinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, allar skákir sínar og voru menn farnir að velta því fyrir sér hvort hann næði að endurtaka afrek sitt frá ÍS-Skyr-mótinu á Selfossi á dögunum þegar hann sigraði með fullu húsi vinninga. En í fjórðu umferð tapaði hann fyrir Ingvari Þ. Jóhannessyni og aftur í fimmtu umferð þegar hann mætti Degi Ragnarssyni. Þessir tveir eru efstir ásamt Guðmundi Kjartanssyni, allir með fjóra vinn- inga. Í B-riðli er Arnar Milutin Heiðarsson efstur með 4½ vinning. Það eru heilmikil gæði í tafl- mennskunni. Þegar greinarhöfund bar að garði sl. þriðjudagskvöld sátu þessir tveir yfir athyglis- verðri stöðu: Þröstur Þórhallsson – Guð- mundur Kjartansson Guðmundur hafði gefið skipta- mun á c6, virtist djarft teflt því að drottningin er í skotlínu biskups- ins. Getur hvítur leikið 27. Rg5+ með hugmyndinni 27. … fxg5 28. Dxf8? Guðmundur hafði reiknað dæmið rétt því hann á 28. … De6 eða 28. … Dc3 og framhaldið gæti orðið 29. Df2 Dxb3+ 30. Db2 Dxe3 og biskupar svarts njóta sín vel í opinni stöðu. Þess vegna valdi Þröstur réttilega 27. Hd4! sem Guðmundur svaraði hvergi bang- inn með 27. … Bf5. Aftur gat Þröstur látið reyna á stöðu drottningarinnar á c6 og leikið 28. Dxf5! með hugmyndinni 28. … gxf5 29. Rg5+! Nú eru kost- irnir tveir: a) 29. … fxg5 30. Bxc6 g4 31. Hd7! Hf7 32. He1 og hér eru möguleikar hvíts betri. b) 29. … Bxg5 30. Bxc6 Bxe3 31. Hd7 Bc5 32. Bb7! og svartur á við ramman reip að daga. Sennilega hefur Þröstur verið undir áhrifum fyrra mats á að- stæðum og sleppti því þessu tæki- færi. Hann átti ágæt færi en fékk á sig mikinn hnykk í 32. leik og tapaði. Framhaldið varð: 28. Hc1 De6 29. Ka2 a5 30. Hc5 Hc8 31. Hxc8 Dxc8 32. Dd2? Bxe3! 33. Dxe3 Dc2+ 34. Ka1 Dxg2 35. Rd2 e5 36. Hd8 Dc6! 37. Da7+ Rg7 38. Dg1 Dc7 39. Hd5 Dc3+ 40. Ka2 Dc2+ 41. Ka1 Dc3+ 42. Ka2 Be6! 43. Hd6 Dc7! Hrókurinn á engan góðan reit á d-línunni. 44. Rc4 Bxc4 45. Db6 Bxb3+! 46. Kxb3 Dc3+ 47. Ka2 Dc2+ 48. Ka1 b3 – og hvítur gafst upp. Óvænt úrslit setja svip á Skákhátíð MótX Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Tveir góðir Hjörvar Steinn og Guðmundur Kjartansson tefldu saman í 3. umferð. Nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til Ís- landspósts. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur síðan gengið á með nið- urskurði í fyrirtækinu; dótturfélög seld, dreif- ingu á fjölpósti hætt á SV-horninu og smásölu á ýmsum varningi hætt. Samkvæmt upplýs- ingum sem borist hafa er þetta gert til að straumlínulaga fyrirtækið og sinna eingöngu pósttengdri starf- semi. Íslandspóstur tekur hér allt aðra stefnu en flest póstfyrirtæki í Evrópu hafa valið að láta ráða för. Ný stefna stjórnar, stjórnmálamanna og forstjóra er að keyra Íslandspóst aft- ur til þess er pósturinn var stofnun sem sinnti eingöngu póstþjónustu. Mitt í þessum hremmingum skilar ríkið auðu og leggur ekkert til póst- þjónustunnar eins og gert er víða í hinum siðmenntaða heimi. Þar greið- ir ríkið póstfyrirtækjunum umsamda upphæð fyrir þjónustu á svæðum sem skila ekki hagnaði. Á það hefur ekki mátt minnast á Íslandi og þrátt fyrir áralanga baráttu fyrir að á þetta sé hlustað steinsefur alþingi Íslendinga. Hér á landi þarf að kalla eftir að ríkið geri þjónustusamning við póstinn og greiði umsamda upphæð fyrir þjón- ustuna. Væri gott ef þingmenn legðu sig fram um að skilja hvað er póst- þjónusta og á hvers ábyrgð hún er. Það er væntanlega með þeirra vitund og vilja að ohf-ið er sett í fyrsta sæti og viðskiptavinir og starfsmenn þar á eftir. Fórnarlömb þessarar niðurskurð- arstefnu stjórnvalda og stjórnar fyrirtækisins eru póstnotendur sem fá verri þjónustu, starfsmenn sem eru reknir í tugatali og þeir sem eftir verða sem búa við hræðslustefnu og niðurskurðarhótanir. Nú er mál að linni og kominn tími til að metnaður og framsýni verði í rekstri póstþjón- ustunnar. Póstmenn hafa fengið sig full- sadda. Skilaboð um uppsagir hafa hangið yfir félagsmönnum Póst- mannafélags Íslands mánuðum saman. Það er von okkar póstmanna að þeir sem bera ábyrgð á rekstri póstþjónustunnar hætti niðurrifs- og uppgjaf- artali í garð starfs- manna og fyrirtækis og temji sér þann góða sið að tala upp þjónustuna, fyrirtækið og starfs- menn. Viðskiptablaðið og fleiri hafa verið dugleg að tala niður Íslandspóst og ljóst að þeir hafa séð ofsjónum yfir því að fyrirtæki í eigu ríkisins hefði metnað í samkeppni. Þeim hefur nú tekist að drepa það að miklu leyti, enda var það alltaf mein- ingin. Það er stemning fyrir slíku hjá ríkjandi stjórnvöldum. Leitt að sjá stjórn og forstjóra láta undan þeim þrýstingi. Vona að framtíð póstmanna og póstnotenda verði björt og metnaður einkenni póstþjónustu á Íslandi. Gott væri líka að stjórnmálamenn áttuðu sig á ábyrgð sem er mikil, þótt illa gangi að ná skilningi á því þar á bæ. Póstþjónusta er þjónusta við lands- menn og fyrirtæki en ekki þjónusta við ohf-ið. Stjórn Póstmannafélagsins sendir félagsmönnum sínum kveðjur og sér- staklega þeim sem hafa fengið reislu- passann hjá fyrirtækinu. Að þeim er mikil eftirsjá, mikil þekking, reynsla og kunnátta hverfur út úr póstþjón- ustunni með þeim. Vonandi er fram undan björt framtíð með auknum metnaði og framsýni stjórnar og for- stjóra. Íslandspóstur og niðurskurðurinn Eftir Jón Inga Cæsarsson » Fórnarlömb niður- skurðarstefnu stjórnvalda og stjórnar fyrirtækisins eru póst- notendur sem fá verri þjónustu, og starfsmenn reknir í tugatali. Jón Ingi Cæsarsson Höfundur er formaður Póstmannafélags Íslands. Svend-Aage Malmberg fædd- ist 8. febrúar 1935 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru hjónin Ejner Oluf Malmberg og Ingileif Halldórsdóttir Malmberg. Svend-Aage varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og lauk dokt- orsprófi í haffræðum frá Há- skólanum í Kiel 1961. Hann starfaði við hafrannsóknir hjá fiskideild atvinnudeildar Há- skólans og Hafrannsókna- stofnun frá árinu 1962 og til starfsloka. Svend-Aage ritaði greinar í vísindarit, dagblöð og tímarit innanlands og erlendis um áratuga skeið um haffræði, náttúruvísindi, umhverfismál, trúmál og önnur hugðarefni sín og starfaði í fjölda nefnda tengdra starfi sínu og fræð- um. Hann var einnig ötull í starfi jafnaðarmanna, Al- þýðuflokks og Samfylkingar og sat í sóknarnefnd Hafn- arfjarðarkirkju 1985-1990. Hann hlaut heiðursviður- kenningu Alþjóðahafrann- sóknaráðsins í Edinborg og fálkaorðuna fyrir hafrann- sóknir sínar. Svend-Aage var tvíkvæntur og með fyrri eiginkonu sinni, Elísabeth Pálsdóttur Malm- berg, sem lést 1981, eignaðist hann þrjú börn. Svend-Aage lést 25.6. 2014. Merkir Íslendingar Svend-Aage Malmberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.