Morgunblaðið - 08.02.2020, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
Í dag, 8. febrúar, eru
liðin 100 ár frá því að
skíðafélag var stofnað á
Siglufirði en stofn-
fundur félagsins var
haldinn þennan dag og
stjórn kosin. Félagið
fékk nafnið Skíðafélag
Siglufjarðar og fyrsti
formaður þess var
Sóphus Árnason og
með honum í stjórninni
voru Andrés Hafliðason og Ole
Tynes. Þess má geta að Ole flutti inn
skíðabúnað og seldi á vægu verði.
Þetta ár dvaldi hjá Ole Tynes norskur
maður að nafni Edvin Johansen sem
kenndi heimamönnum skíðastökk.
Fyrsta skíðamót félagsins var
haldið 29. mars á stofnári þess. Keppt
var í tveimur greinum, annars vegar í
kappgöngu frá Prestssetrinu á
Hvanneyri og fram að Steinaflötum
og til baka, ca. 7 km, og hins vegar í
hindrunarlausu brekkurennsli frá
Hvanneyrardalsbrún og niður á jafn-
sléttu. Greinargerð og úrslit mótsins
voru birt í blaðinu Fram hinn 3. apríl.
Sigurvegarar fengu „ágrafna pen-
inga“ í hverjum aldursflokki, eins og
sagt var frá í blaðinu.
Á fyrstu árum félagsins voru ár-
lega haldin fjölmörg skíðamót og tek-
ið er fram í heimildum að strax á öðru
ári félagsins hafi stúlkur tekið þátt í
skíðamótum.
Sex árum eftir stofnun félagsins
eða árið 1926 dofnaði nokkuð yfir
skíðaíþróttinni en árið 1931 lifnaði yf-
ir henni á ný og þá hófst blómaskeið
sem að mestu má rekja til forgöngu
Guðmundar Skarphéð-
inssonar skólastjóra.
Árið 1932 byggði félagið
skíðaskála sem bætti
aðstöðu skíðaiðkenda.
Félagið fékk til sín
norskan skíðakennara,
Helge Torvö, sem
kenndi bæði drengjum
og stúlkum skíðastökk,
þar á meðal föðursystur
minni Unni Möller sem
vann skíðastökkskeppni
árið 1931. Helge kom
einnig með fyrsta flokks
skíði og skíðaútbúnað. Í framhaldi af
kennslu og þjálfun Helge fóru sigl-
firskir skíðamenn strax að láta til sín
taka og vöktu mikla athygli um land
allt.
Félagið klofnar
Árið 1936 sögðu nokkrir félagar
Skíðafélags Siglufjarðar sig úr hinu
16 ára gamla félagi og stofnuðu nýtt
félag sem hlaut nafnið Skíðafélagið
Siglfirðingur. Félagið byggði sama ár
skíðaskála sem nefndur var Skíða-
borg. Kraftmikið skíðafólk þá strax.
Bæði félögin störfuðu óslitið til árs-
ins 1951. Krafturinn og metnaðurinn
var mikill þessi ár og mikil keppni
milli félaganna tveggja og ekki er
nokkur vafi á að það efldi bæði
keppnisanda og keppnisskap. En á
sama tíma var þetta óheppilegt, til
dæmis þegar verið var að senda
keppendur á mót og sumir kepptu
fyrir Skíðafélag Siglufjarðar og aðrir
fyrir Skíðafélagið Siglfirðing.
Eitt atvik sýnir kriturnar milli fé-
laganna á þessum tíma. Þannig var að
Skíðafélagið Siglfirðingur hélt stökk-
keppni við skíðaskála sinn, en á sama
tíma hélt hitt félagið skíðagöngumót
og lagði brautina m.a. yfir frárennslið
frá skíðastökksbrautinni!
Félögin sameinast á ný
Svona gat þetta ekki gengið til
frambúðar, þ.e. með tvö skíðafélög í
sama firði, og var þetta mál rætt á
ársþingi Íþróttabandalags Siglu-
fjarðar og kosin 9 manna sameining-
arnefnd, Bragi Magnússon, félags-
málafrömuður og lögregluþjónn, bar
upp tillögu um sameiningu félaganna
og að eignir þeirra og sjóðir rynnu til
hins sameinaða félags. Ágreiningur
var um nafnið á félaginu um nokkurn
tíma því bæði félögin vildu halda sínu
nafni. Bragi kom þá með málamiðlun-
artillögu þess efnis að félagið myndi
heita Skíðafélag Siglufjarðar – Skíða-
borg og tók sameiningin gildi 2.
nóvember 1952.
Skíðamót Íslands
og Íslandsmeistarar
Siglfirðingar með Guðmund
Skarphéðinsson, skólastjóra og
verkalýðsfrömuð, í broddi fylkingar
áttu hugmyndina að fyrsta lands-
mótinu, sem nefnt var Skíðakappmót
Íslands, og haldið var í apríl 1922.
Keppt var um fagran verðlaunabikar
en þar sem ekki náðist tilskilinn ár-
angur var bikarinn ekki afhentur.
Ekkert slíkt mót var haldið aftur á
Siglufirði fyrr en árið 1938 þegar
keppt var í stökki, göngu, svigi og
norrænni tvíkeppni. Þetta teljum við
Siglfirðingar vera fyrsta Skíðamót Ís-
lands, en aðrir telja að hið svokallaða
Thulemót í Reykjavík sem haldið var
1937 hafi verið það fyrsta. Geta má
þess að þar var aðeins keppt í göngu
og stökki og lagðist það mót af árið
1943, eftir að siglfirsku skíðafélögin
höfðu unnið Thulebikarinn sitt á hvað
öll árin. Skíðamót Íslands, áður
Skíðakappmót Íslands, hélt áfram og
er haldið enn þann dag í dag.
Blómaskeið
siglfirskra skíðamanna
Það má með sanni segja að blóma-
skeið siglfirskra skíðamanna hafi ver-
ið á þessum árum og fram undir 1968
og má sem dæmi nefna að Siglfirðing-
ar unnu alla Íslandsmeistaratitlana
árið 1963. En með hvarfi síldarinnar
1968 og íbúafækkun frá þeim tíma fór
heldur að halla undan fæti hjá sigl-
firskum skíðamönnum. Starfsemi
skíðafélagsins hefur svo hin síðari ár
þróast meira yfir í barna- og ung-
lingastarf, oft á tíðum með góðum ár-
angri siglfirskra unglinga á Ung-
lingameistaramótum, og barna á
Andrésar Andarleikunum.
Siglfirsk skíðamannvirki
Stór og mikill skíðastökkpallur var
byggður upp og tekinn í notkun 1948
og var hann alltaf kallaður Stóri Boli.
Lengsta stökk af þeim palli átti Norð-
maðurinn Dag Jensvoll skíðastökks-
þjálfari árið 1973, en hann stökk 63
metra. Á þessum stökkpalli var oft
keppt á Skíðamóti Íslands.
Eins og áður var greint frá voru
byggðir tveir skíðaskálar á vegum
skíðafélaganna tveggja og meira að
segja var skíðabrekka upplýst. Þar
kom að því að gerðar voru tilraunir
með frumstæðar heimagerðar skíða-
lyftur rétt ofan við bæinn, neðan
Gimbrakletta, og var sú brekka einn-
ig upplýst. Hún var alltaf kölluð
Ljósabrautin og var oft skíðað þar
langt fram eftir kvöldi og allt til mið-
nættis ef svo bar undir. Fyrsta al-
vöruskíðalyftan var reist í Hólshyrn-
unni 1977 en hún skemmdist í
snjóflóði árið 1988 og þá var loksins
farið í að byggja upp skíðaaðstöðu í
Siglufjarðarskarði með fjórum lyft-
um upp á 2,3 km og lengsta samfellda
rennsli um 2,5 km, tveimur snjótroð-
urum og skíðaskála. Svæðið er sann-
kölluð skíðaparadís og sótt af þús-
undum skíðamanna á hverjum skíða-
vetri. Aðsókn er sífellt að aukast, m.a.
vegna tilkomu hins glæsilega Sigló
Hótels.
Saga skíðaíþróttarinnar er merki-
leg saga og samofin lífinu á Siglufirði
síðustu 100 ár eins og ég hef hér rakið
í stuttu máli. Sú saga hefur sveiflast
til og frá eins og saga síldarinnar
gerði líka. Margt margt fleira mætti
skrifa um en það bíður betri tíma.
Afmælisins verður minnst á Siglu-
firði í dag með útgáfu afmælisblaðs
og kaffisamsæti. Síðar í vetur verður
haldin mikil skíðahátíð í bænum.
Ég óska Siglfirðingum til hamingju
með 100 ára afmæli merkrar skíða-
sögu og einnig eru góðar óskir um
áframhaldandi gott starf í Skíðafélagi
Siglufjarðar – Skíðaborg.
Eftir Kristján L.
Möller » Á þessum degi fyrir
100 árum var Skíða-
félagið á Siglufirði
stofnað. Afmælisins
verður minnst á Siglu-
firði í dag með ýmsum
hætti.
Kristján Möller
Höfundur er fyrrverandi
íþróttafulltrúi Siglufjarðar.
Siglufjörður, ekki bara síld
Nú í tannverndar-
viku er gleðilegt að
greina frá því að búið
er að undirrita sam-
komulag milli Tann-
læknafélags Íslands og
Sjúkratrygginga Ís-
lands um framlengingu
á samningi um tann-
lækningar barna til 31.
janúar 2021.
Almenn sátt hefur
ríkt um barnasamninginn. Samning-
urinn var undirritaður árið 2013.
Fram að því höfðu ekki verið beinir
samningar í gildi um tannlækningar
barna heldur ráðherragjaldskrá sem
ákvarðaði endurgreiðsluna. Endur-
greiðsluhlutfallið var orðið mjög lágt
og staðan í tannheilsumálum barna á
Íslandi komin í algjört óefni. Samn-
ingarnir voru innleiddir í skrefum, en
í lok árs 2017 voru öll börn komin inn
á samninginn. Nú í dag er því búið að
byggja upp kerfi sem heilbrigðis-
yfirvöld á Íslandi og tannlæknar geta
verið stolt af og svipar til þeirra kerfa
sem eru í gildi á hinum löndunum á
Norðurlöndum. Mikilvægt er að
standa vörð um þessa samninga því
öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjón-
ustu og tannlæknaþjónusta er þar
ekki undanskilin.
Tannlækningar barna á Íslandi eru
gjaldfrjálsar að undanskildum 2.500
kr. komugjaldi sem greitt er af for-
ráðamönnum á 12 mánaða fresti.
Hvert barn á að vera skráð hjá heim-
ilistannlækni sem er ábyrgur fyrir
því að kalla barnið inn til skoðunar.
Börn eru kölluð til skoðunar á 6-12
mánaða fresti. Ef barn skilar sér ekki
í reglubundið eftirlit hjá tannlækni og
tannlæknir hefur ítrekað reynt að ná
í forráðamenn ber tannlækni skylda
til að tilkynna það til
barnaverndaryfirvalda.
Lengi býr að fyrstu
gerð. Mælt er með að
börn fari að mæta reglu-
lega til tannlæknis um
þriggja ára aldur. Mikil-
vægt er að byrja aðlög-
un snemma til að mynda
gott traust milli tann-
læknis og barns. Það að
mæta reglulega til tann-
læknisins er mikilvæg-
asta forvörnin gegn
tannskemmdum. Þegar
mætt er reglulega er hægt að bregð-
ast við áður en vandamálið verður
stærra og erfiðara viðfangs.
Ef rýnt er í tölur úr ársskýrslu
Sjúkratrygginga Íslands má sjá að
börnum sem mæta reglulega til tann-
læknis hefur fjölgað ár frá ári eftir að
samningar komust á. En síðustu ár
hefur viðgerðum á ári fækkað. Þessar
tölur sýna okkur því að samningarnir
eru að skila okkur í rétta átt að bættri
tannheilsu barna á Íslandi. Því er það
fagnaðarefni að þeir hafi verið fram-
lengdir og unnið verði áfram að því að
tryggja öllum börnum á Íslandi tann-
læknaþjónustu.
Eftir Jóhönnu
Bryndísi
Bjarnadóttur
Jóhanna Bryndís
Bjarnadóttir
» Búið er að byggja
upp kerfi sem heil-
brigðisyfirvöld á Íslandi
og tannlæknar geta ver-
ið stolt af og svipar til
þeirra kerfa sem eru í
gildi hjá hinum Norður-
landaþjóðunum.
Höfundur er formaður
Tannlæknafélags Íslands.
formadur@tannsi.is
Framlenging á
samningi um tann-
lækningar barna
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is
Fasteignin, sem er á tveimur hæðum, er eitt fallegasta veitingahús Reykja-
víkur. Að auki er útiaðstaða fyrir veitingasölu í Hjartagarðinum. Heildarstærð
er 622,9 fm. Einstakt tækifæri til að tengja saman fjárfestingu og rekstur.
Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangur.is eða í síma 820 6355.
Klapparstígur 28 og 30
Til sölu glæsilega
innréttuð fasteign