Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Mikil sala!
Góður sölutími framundan.
Óskum eftir öllum tegundum
eigna á skrá.
Eigendur slíkra mynda sem vilja leggja þessu verkefni
lið með því að benda á athyglisverðar Þingvallamyndir
eru vinsamlegast beðnir að hafa
samband við ritstjóra bókarinnar,
Aðalstein Ingólfsson,
netfang: adalart@mmedia.is
– við fyrstu hentugleika. HIÐ ÍSLENSKA
BÓKMENNTAFÉLAG
HAGATORGI · SÍMI 588 9060
hib@hib.is · www.hib.is
Hið íslenska bókmenntafélag vinnur nú að útgáfu á
listaverkabók með myndum íslenskra myndlistarmanna
frá Þingvöllum, frá upphafi til okkar daga.
Þingvallamyndir
í íslenskri myndlist
Undanfarið hef ég,
ásamt öllum öðrum,
fylgst náið með þróun
mála vegna lungna-
bólgufaraldursins sem
hefur orsakast af nýja
kórónuvírusnum (2019-
nCoV), og ég er
áhyggjufullur og dapur
vegna þess að stað-
festum tilfellum og
dauðsföllum hefur
fjölgað dag frá degi. Ég hef líka tekið
eftir að samfélagið og fjölmiðlar á Ís-
landi eru einnig áhyggjufullir vegna
faraldursins, sérstaklega vegna nei-
kvæðra áhrifa sem fækkun ferða-
manna frá Kína hefur á íslenska
ferðamannaiðnaðinn.
Kínversk yfirvöld, undir forystu
Xi Jinping, forseta Kína, hafa brugð-
ist við faraldrinum af mikilli ábyrgð
og festu gagnvart bæði eigin íbúum
og íbúum heimsins alls. Það hefur
leitt af sér að 1,4 milljarðar manna í
Kína hafa tekið höndum saman við
að berjast gegn útbreiðslu vírussins
í kapphlaupi við tímann. Í dag hefur
víðtæku og fjölþættu forvarna- og
eftirlitskerfi, sem nær til bæði ríkis-
stjórnar og sveitarstjórna á öllum
stigum, verið komið á. Nokkrar
neyðarráðstafanir hafa verið fram-
kvæmdar og hafa allar almennings-
samgöngur verið stöðvaðar í
Wuhan-borg sem og á öðrum svæð-
um þar sem fjöldi smitaðra er mikill.
Einnig var almenna fríið vegna kín-
versku nýárshátíðarinnar fram-
lengt, skólar hafa frest-
að því að taka til starfa
eftir vetrarfríið, ýms-
um almennum sam-
komustöðum hefur ver-
ið lokað, ferðalög hópa
frá Kína í ferðir bæði
innanlands og utan
hafa verið bönnuð,
einnig var sett í gang
mikið átak í aukinni
dreifingu fræðsluefnis
um vörn gegn smiti,
ásamt því að þróa bólu-
efni og auka upplýs-
ingagjöf með daglegum fjölmiðla-
fundum. Kína hefur fjárfest með yfir
6,7 milljónum bandaríkjadala í for-
vörnum og gegn útbreiðslu farald-
ursins og hefur sent um 10.000 heil-
brigðisstarfsmenn og mikið magn af
hjúkrunarvörum frá öllum lands-
hornum til Wuhan-borgar. Tveir
spítalar með um 2.500 einöngruðum
sjúkrarúmum hafa verið byggðir á
innan við tveimur vikum og þar er
starfsemi hafin við að hjúkra smit-
uðum. Margir heilbrigðisstarfsmenn
hafa tekið mikla áhættu og fórnað
sjálfum sér í baráttunni við að
bjarga mannslífum. Þetta gríðarlega
átak er farið að bera árangur, dánar-
hlutfall 2019-nCoV veirunnar í Kína
er um 2,1%, fjöldi tilfella á alþjóðvísu
er einungis um 1% af þeim tilfellum
sem hafa greinst í Kína og er þetta
mun lægra hlutfall heldur en í
H1N1-faraldrinum í Bandaríkjunum
árið 2009 og í öðrum alþjóðlegum
faröldrum. Þessar staðreyndir sýna
fram á að þessar hörðu aðgerðir sem
kínversk stjórnvöld gripu til hafa
borið árangur við að hefta útbreiðslu
veirunnar og sýna fram á að lungna-
bólgufaraldrinum af völdum nýju
kórónuveirunnar er hægt að halda í
skefjum, meðhöndla og lækna.
Í baráttu sinni við vírusinn hefur
Kína ávallt verið leiðandi í al-
þjóðlegri samvinnu með opnum og
ábyrgum hætti. Okkur tókst að
greina erfðamengi vírussins og
deildum því með WHO, öðrum ríkj-
um og svæðum innan Kína, sem
dæmi Hong Kong, Macao og Taívan
eins fljótt og hægt var. Við buðum
sérfræðingum frá WHO í vettvangs-
ferðir til Wuhan í þeirri viðleitni að
samræma viðbragðsáætlanir allra
aðila. Þessar hörðu aðgerðir sem
Kína greip til voru miklu strangari
heldur en þær sem WHO og IHR
(International Health Regulation)
mæltu fyrir um og hafa hlotið lof
WHO og alþjóðasamfélagsins. Eins
og forstjóri WHO, dr. Tedros, sagði
þá var yfirlýsing WHO, um að lýsa
yfir neyðarástandi á heimsvísu, að-
allega til að hjálpa ríkjum með veik-
ara heilbrigðiskerfi sem eru ekki
eins vel í stakk búin til að takast á við
ástandið. Yfirlýsingin var ekki vegna
lítillar tiltrúar á kínverskum stjórn-
völdum, þvert á móti hefur WHO
fulla trú á að Kína geti náð tökum á
faraldrinum. Það er engin ástæða til
að setja ónauðsynlegar hömlur á al-
þjóðleg viðskipti og ferðalög. Eina
leiðin til að sigrast á faraldrinum er
að öll ríki heimsins taki höndum
saman í sameiningu og samvinnu.
Vírusar virða engin landamæri.
Þegar við stöndum frammi fyrir
skyndilegri ógn við lýðheilsu verða
ríki úr öllum heimshornum að vinna
saman í staðinn fyrir að tala niður
Kína. Kína þakkar fyrir hina skyn-
samlegu nálgun sem Katrín Jakobs-
dóttir, forsætisráðherra Íslands,
sýndi við útbreiðslu faraldursins.
Katrín Jakobsdóttir ritaði bréf til
forsætisráðherra Kína, Li Keqiang,
þar sem hún lýsti stuðningi og sam-
stöðu almennings á Íslandi við hinar
umfangsmiklu aðgerðir Kína til að
stemma stigu við faraldrinum vegna
nýja kórónuvírussins og lýsti jafn-
framt yfir fullu trausti þess efnis að
Kína myndi beita öllum þeim aðferð-
um sem tiltækar væru til að hindra
útbreiðlu sjúkdómsins. Þessi aðgerð
sýnir ennfremur fram á hið góða tví-
hliða samband á milli Kína og Ís-
lands varðandi það að takast á við
áskoranir saman. Margir íslenskir
vinir hafa einnig sýnt kínversku
ríkisstjórninni og almenningi í Kína
stuðning á eigin vegum og fyrir það
er ég djúpt snortinn. Sem sendiherra
Kína á Íslandi hef ég verið í nánu
sambandi við heilbrigðis- og al-
mannavarnayfirvöld á Íslandi og höf-
um við stillt saman strengi okkar til
að takast á við þessa áskorun saman.
Til að hindra hugsanlega út-
breiðslu vírussins hefur Kína hætt
við allar hópferðir Kínverja til út-
landa. Eins og gefur að skilja hefur
þetta leitt til þess að færri kín-
verskir ferðamenn heimsækja Ís-
land. Ég vona að þessar erfiðu
ákvarðanir sem við höfum neyðst til
að taka mæti skilningi hjá íslensk-
um vinum okkar. Ég trúi því að
þessar árangursríku aðferðir til að
ná tökum á faraldrinum muni leiða
til þess innan tíðar muni kínversk
stjórnvöld aflétta þessu ferðabanni.
Við hlökkum til að sjá fleiri kín-
verska ferðamenn heimsækja Ís-
land þegar beint flug mun hefjast
milli landanna á þessu ári. Ég er
sannfærður um að áhrif faraldurs-
ins á íslenskan ferðamannaiðnað
muni einungis vera tímabundin og
að viðskiptatækifærin sem kín-
verskir ferðamenn færa Íslandi
verði mörg og góð.
Í gegnum tíðina hefur mannkynið
margsinnis staðið andspænis erfið-
leikum en ávallt tekist að yfirvinna
þá. Á þessum krefjandi tímum þörfn-
umst við yfirvegunar frekar en ótta,
þörfnumst samstöðu frekar en
eiginhagsmunasemi.
Það er trú mín að með auknum
skilningi og stuðningi alþjóða-
samfélagsins muni kínverska ríkis-
stjórnin og almenningur í Kína öðl-
ast það sjálfsöryggi og nái að nýta
þau úrræði sem nauðsynleg eru til að
vinna þessa baráttu eins fljótt og
auðið er.
Fullviss um fullnaðarsigur í
baráttunni við kórónuvírusinn
Eftir Jin
Zhijian » Vírusar virða engin
landamæri. Þegar
við stöndum frammi fyr-
ir skyndilegri ógn við
lýðheilsu verða ríki úr
öllum heimshornum að
vinna saman.
Jin Zhijian
Höfundur er sendiherra
Kína á Íslandi.
Ég fagna! Ég fagna
pistli dómsmálaráð-
herra, Áslaugar Örnu
Sigurbjörnsdóttur,
sem hún skrifaði í
Morgunblaðið 22.1.
2020, undir heitinu
Réttarbót í dóms-
málum.
Pistill ráðherra
fjallar um að fyrir vor-
þingi liggi að setja lög
um endurupptökudóm.
Ráðherra rekur í stuttu máli og skil-
merkilegu lagalega stöðu nú til upp-
töku dómsmáls. Að leita þurfi til úr-
skurðarnefndar á vegum fram-
kvæmdavaldsins til að fá dómsmál
endurflutt fyrir dómi.
Þá tilgreinir ráðherra hvaða skil-
yrði þarf að uppfylla til að endurupp-
tökunefnd heimili að dómsmál sé
endurflutt, en þau eru:
að leiða verði sterkar líkur að
því að málsatvik hafi ekki verið leidd
réttilega í ljós þegar málið var til
meðferðar og aðilanum verði ekki
um það kennt.
að ný gögn muni leiða til
breyttrar niðurstöðu í mikilvægum
atriðum.
að stórfelldir hagsmunir aðilans
séu í húfi.
Í hinu nýja lagafrumvarpi er lagt
til að endurupptökudómur heimili
upptöku dómsmáls ef skilyrðum
ákvæða eitt eða tvö sé fullnægt, enda
hljóti þriðja skilyrðið um hagsmuni
ætíð vera fyrir hendi.
Ég skil fyrrgreint þriðja ákvæði
gildandi laga svo, að hagsmunir
dómþola rangs dóms, um að fá leið-
réttingu á máli sínu, hljóti ávallt að
vera stórfelldir.
Lengi hef ég þekkt þau skilyrði
sem þarf að uppfylla til að dómur sé
upp tekinn. Í meira en áratug hef ég
notað hverja lausa stund til að undir-
búa kröfu mína um
upptöku hæstaréttar-
dóms nr. 610/2007.
Málinu hallaði í dómi
vegna þess að dómarar
þess byggðu úrlausn
sína á tveimur upp-
skriftum, sem höfðu
rangt eftir, þ.e. á
Jarðatali Johnsens
1847 og Jarðabók
Skúla 1760. Jarðatalið
vitnar rangt í frum-
heimildina; Jarðabók-
ina 1803. Á þessari villu
Johnsens byggði
Hæstiréttur, þrátt fyrir að ég legði
heimildina frá 1803 í hendur dóm-
stólsins.
Ég hef í áratugi verið sannfærður
um að uppskriftin Jarðabók Skúla
1760 sé villuheimild um dýrleika
Ytri-Sólheima. Fyrir þremur árum
fann ég frumheimildina, sem Skúli
skráir eftir. Þar sést að Jarðabók
Skúla hefir ekki rétt eftir sinni frum-
heimild.
Upphaf hæstaréttarmáls nr. 610/
2007 eru ólög í eignarrétti land-
skipta; nr. 46/1941. Það eru ólög sem
ganga gegn tvö þúsund ára hefð
vestrænnar siðmenningar. Senni-
lega voru þau sett af fávisku Al-
þingis. Það er á valdi eiganda eignar
að ákveða í hvaða hlutföllum hann
skiptir eigum sínum. Við þau rök
réttra laga verður að búa.
Ég hef nú í þrjú ár unnið að því að
fletta ofan af afleiðingum ólaganna á
landsvísu. Til þess verks rannsakaði
ég meira en 400 landskipti á Íslandi
frá nýliðnum hundrað árum og í kjöl-
farið er ég að rannsaka eignarrétt á
um þrjátíu jarðatorfum.
Ég ætla að höfða mál um endur-
upptöku á hæstaréttarmáli nr. 610/
2007. Ég bið forlögin um að gefa mér
líf og heilsu til að ljúka báðum verk-
unum.
Rétt lög þurfa að byggjast á sann-
leika, jafnræði og rökréttri hugsun.
Það er staðföst sannfæring mín að
þau formlegheit sem fólgin eru í mál-
flutningi fyrir dómi séu það haldreipi
sannleikans, sem aldrei megi víkja
frá. Dómstólar sem byggja á réttum
lögum standa vörð um frelsi manna.
Upptaka dóms
um Ytri-Sólheima
Eftir Tómas
Ísleifsson »Málinu hallaði í dómi
vegna þess að dóm-
arar þess byggðu úr-
lausn sína á tveimur
uppskriftum, sem höfðu
rangt eftir …
Tómas
Ísleifsson
Höfundur er líffræðingur.
linekra@simnet.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?