Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 33
skammvinn veikindi, veikindi
sem komu okkur öllum ástvinum
hennar í opna skjöldu. Amma var
auðvitað mögnuð kona sem hafði
áður lifað af ótrúlega hluti og það
sást svo bersýnilega hve sterk
hún var síðustu vikurnar þrátt
fyrir alvarleg veikindi. Þótt við
hér á jörðu niðri söknum ömmu
heil ósköp hefur afi Gunnar loks-
ins fengið hana til sín og getum
við huggað okkur við þá góðu
endurfundi.
Foreldrar mínir voru ungir
þegar þau áttu mig og var ég því
svo heppinn að verða fastagestur
hjá ömmu Guggu og afa Gunnari
allt frá fyrsta degi. Það mynd-
uðust sterk og einstök tengsl á
milli okkar ömmu og var heimili
þeirra afa mitt annað heimili - og
amma svo gott sem önnur
mamma mín. Amma spilaði stórt
hlutverk í mínu lífi og kenndi
mér svo margt sem hefur mótað
mig.
Það eru ótal minningar sem
koma upp í hugann þegar ég
hugsa til allra góðu stundanna
sem við áttum saman og fyrir
þær er ég endalaust þakklátur.
Mér þykir ómetanlegt að synir
mínir hafi fengið að kynnast
langömmu sinni og hún kallað þá
„himneskur“ eins og hún kallaði
mig þegar ég var lítill. Að hún
hafi kynnst Maríu minni, heim-
sótt okkur á ný heimili og fengið
að umgangast strákana okkar
þegar hún var í bænum.
Mér eru minnisstæð samtölin
við ömmu um hversu þakklát hún
var fyrir að hafa fengið að hitta
svona marga afkomendur sína,
öll barnabörnin og barnabarna-
börn – nokkuð sem hefði svo auð-
veldlega getað verið hrifsað af
henni í slysinu í Skálavík. Í veik-
indum hennar kom það svo vel í
ljós hversu elskuð, dýrkuð og dáð
hún var af fólkinu sínu og vinum.
Gestagangurinn stoppaði ekki
meðan hún lá inni á spítalanum,
það var alltaf einhver hjá elsku
ömmu. Þarna sá maður bersýni-
lega hversu rík hún var og hvern-
ig hún hafði uppskorið þá ást,
umhyggju og alúð sem hún hafði
gefið frá sér alla tíð.
Við María og strákarnir erum
svo þakklát fyrir að hafa heim-
sótt ömmu vestur í Bolungarvík
síðastliðið sumar, þar sem við
dvöldum hjá henni á Hlíðar-
strætinu. Strákarnir okkar fengu
að kynnast langömmu sinni enn
betur og nutum við samveru
hvert við annað til hins ýtrasta.
Við eigum margar góðar minn-
ingar frá heimsókninni en eina
sérstaklega ljúfa frá því þegar
amma gekk með okkur „niður á
malir“, fræddi okkur um staði og
fólk og sagði okkur sögur. Og
hún lét það ekki stoppa sig að
þurfa að drösla göngugrindinni á
undan sér, frekar en annað.
Ég hugsa til ömmu með hlýju,
ást og söknuði. Hún hafði ein-
stakt hjartalag og ég verð henni
ævinlega þakklátur fyrir allt það
sem hún hefur kennt og gefið
mér.
„Ég elska þig amma Gugga og
vona að afi Gunnar taki vel á móti
þér og að þú fallir vel í hópinn hjá
Guði.“
– Jóhann Gunnar Benedikts-
son, sex ára.
Hvíldu í friði elsku amma,
langamma og tengdaamma.
Benedikt Eggert
Pálsson (Benni) og
fjölskylda.
Elsku besta amma mín Gugga.
Tómarúmið sem er komið í lífið
vegna fráfalls þíns er svo mikið
og svo óendanlega stórt. Sárs-
aukinn hefur verið svo mikill
undanfarið að ég hef átt erfitt
með að anda. Ég er að æfa mig að
fylla tómarúmið af minningum af
þér og okkur. Ég hef alltaf frá
því ég man eftir mér haft annan
fótinn hjá þér á hlýja og fallega
heimili þínu á Hlíðarstræti 15 og
átt þar öruggt skjól. Það er svo
dýrmætt til þess að hugsa hve
stór partur af lífi mínu og allrar
minnar fjölskyldu þú hefur verið.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guði þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Minningar um mig þegar ég
var lítil stelpa að leika í garðinum
á Hlíðarstræti 15 eru töfrum lík-
astar. Garðurinn þinn er svo fal-
legur enda hefur þú hugsað vel
um hann. Ef veðrið var til friðs
þá varstu í garðinum á öllum tím-
um sólarhringsins. Ég hef fengið
skilaboð seint á kvöldin þess efn-
is að þú sért að veltast um í garð-
inum. Ein skilaboðin fékk ég
þegar klukkan var að ganga eitt.
Ég fór þá í smá hjólatúr og kom
við hjá þér. Ég spurði hvað þú
værir að gera úti svona seint. Ég
fékk sömu spurningu á móti og
þá horfðumst við í augu og fórum
að hlæja. Þú vissir alveg að ég
var þarna komin til þess að at-
huga með þig. Kyrrðin, birtan og
róin heltóku þig í garðinum þótt
vissulega gæti garðvinnan verið
ógurlegt puð en hún hélt þér við
eins og þú sagðir sjálf. Eftir að
við frændsystkinin öll gáfum þér
bleiku gellutölvuna fékkstu þér
facebookaðgang. Þér fannst svo
gaman að skoða síðuna og þá sér-
staklega þegar afkomendur þínir
settu inn myndir. Þér var svo
umhugað um fjölskylduna þína.
Þú lifðir fyrir okkur öll. Þú vildir
vita af okkur, heilbrigðum og
öruggum. Þú varst elskuð og dáð
af okkur öllum, fólkinu þínu, þess
vegna er fráfall þitt okkur svo
sárt.
Þrátt fyrir sársaukann og
söknuðinn finn ég fyrir þakklæti
fyrir allar minningarnar sem ég
á. Ég er sérstaklega þakklát fyr-
ir að þú skyldir fá að kynnast
börnunum mínum fjórum, him-
nesku manneskjunum þeim Mar-
gréti, Vagnfríði Elsu, Ernu Ósk
og svo loks himnaríkisprinsinum
Hafþóri Nóa. Amma, þú upplifðir
ævintýri, töfra og drauma verða
að veruleika eins og þú sagðir
sjálf á Minni-Bakka í Skálavík í
sumar er við Krissi gengum í
hjónaband og skírðum Hafþór
Nóa. Þér fannst ég aldeilis hafa
dottið í lukkupottinn að hafa
krækt í hann Krissa og þú varst
svo hamingjusöm fyrir okkar
hönd með heimili okkar og fjöl-
skyldu.
Amma, augun þín svo blá, skýr
og fögur, brosið þitt blíða og hlát-
urinn voru einkennandi fyrir þig
litla sjarmabúntið þitt. Ég lýk
þessum skrifum á vísu sem þú
söngst fyrir mig og börnin mín
öll. Vísuna sungum við pabbi
nokkrum sinnum fyrir þig á síð-
ustu vikum.
Brostu amma brostu amma
blítt til mín.
Svo ég sjái svo ég sjái
bláu augun þín.
Í þau vil ég stara
og í þeim vil ég sjá
alla gleði og hamingju sem lífið á.
Elsku amma Gugga, þú varst
svo miklu meira en bara amma
mín og þú vissir það. Guð launi
þér fyrir allt og allt. Ég elska þig.
Guðbjörg Stefanía.
Elsku amma okkar og lang-
amma, Gugga.
Þú hefur alltaf verið og munt
halda áfram að vera stór partur
af lífi okkar.
Allar óteljandi stundirnar sem
við vorum svo heppin að eiga með
þér.
Minningarnar sem við eigum
um þig eru gull sem við munum
varðveita í hjörtum okkar.
Þú kenndir okkur svo ótal
margt og við gátum alltaf treyst
á þig, fyrir það erum við ævin-
lega þakklát.
Það er okkur mikill missir að
hafa þurft að kveðja þig svo
skjótt en við vitum að þú munt
varðveita okkur og vernda.
Guðný, Þórður, Jón Ragnar,
Kolbrún Ýr Sigurgeirsbörn
og Stefanía Guðmundsdóttir.
Með Guðbjörgu Stefánsdóttur
er gengin góð og merk kona.
Gugga hans pabba eða amma
Gugga hefur nú kvatt okkur eftir
stutta en snarpa sjúkrahúslegu.
Hún Gugga var ekki að kvarta en
okkur grunar að hún hafi lifað
lengi með verki sem hún talaði
lítið um. Það var ekki fyrr en
undir það síðasta að í ljós kom að
hún var með illvígan sjúkdóm
sem ekkert var hægt að með-
höndla.
Gugga lifði fyrir fjölskylduna,
börnin sín, barnabörn og barna-
barnabörn. Hún hafði stóran
faðm, knúsaði og lagði sig fram
um að fylgjast vel með því hvar
hópurinn hennar var staddur í
lífinu. Það var ekki verra að fá
frá henni vettlinga á litla putta,
sem voru sérstaklega fallegir og
vel gerðir. Síðustu pörin verða
vel geymd.
Það var alltaf gott og gaman
að koma á Hlíðarstrætið, setjast
inn í eldhús og spjalla. Þar var
oft þéttsetinn bekkurinn og
Gugga á þönum við að finna til
bakkelsi, hella upp á kaffi og
gera gestum og gangandi til
góða. Það sem einkenndi Guggu
var hennar góðlegi hlátur, hún
var alltaf til í að tala um gamla
daga og lífið á Vestfjörðum sem
og að uppfræða okkur um forfeð-
urna.
Á meðan pabbi lifði voru þau
samstiga í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur. Þá átti Skálvík og
uppbyggingin þar stóran sess í
hjörtum þeirra. Yfir Skálavík
ríkir ákveðinn ævintýraljómi,
sandvíkin, áin, fjöllin, útsýnið yf-
ir hafið og bústaðirnir mynda
eina fallega heild.
Við eigum fallegar minningar
um ómetanlegar samverustundir
með pabba og Guggu í Skálavík
og þá síðustu með henni og stór-
fjölskyldunni sl. haust. Það sýndi
vel styrk Guggu að hún lét ekki
bugast þegar pabbi lést árið 1994
í hörmulegu vélsleðaslysi á leið-
inni á milli Skálavíkur og Bolung-
arvíkur. Gugga var með pabba í
þeirri ferð og upplifði þar meira
en margur hefði staðið undir, þar
sem hún beið í marga klukkutíma
eftir hjálp. En Gugga hélt áfram
lífsgöngunni, sýndi innri styrk og
þrautseigju og við erum viss um
að pabbi tekur vel á móti henni.
Okkur er ljúft að þakka fyrir
margar góðar stundir, umhyggju
og vináttu. Að leiðarlokum getum
við yljað okkur við ótal góðar
minningar sem samveran með
Guggu gaf okkur. Blessuð sé
minning Guðbjargar Stefáns-
dóttur.
Fanný Gunnarsdóttir,
Hörður Gunnarsson,
Gunnar Harðarson.
Elsku langamma, við systurn-
ar eigum eftir að sakna þín. Það
var svo gott að koma til þín í kaffi
eða bara koma við til að fá knús.
Þú leyfðir okkur næstum allt og
það var svo gaman að lita hjá þér
og fá góða kexið eða muffins.
Vagnfríður Elsa vildi alltaf bara
vatn og þér fannst það agalegt að
geta ekki boðið henni neitt annað
að drekka. Margrét var orðin
hærri en þú og þegar hún faðm-
aði þig þá fórstu oft að hlæja. Við
gleymum aldrei deginum þegar
við fórum með þér á Kolbeinslæk
fyrir utan Súðavík þar sem þú
áttir heima sem stelpa. Þú varst
svo glöð og ánægð að segja okkur
sögur frá því þú varst lítil. Núna
þegar við keyrum framhjá Kol-
beinslæk sjáum við þig fyrir okk-
ur standa með fallega brosið þitt
á stéttinni sem var fyrir framan
útihurðina á Kolbeinslæk. Mar-
grét man nokkuð vel eftir því
þegar hún, þú og mamma voruð
veðurtepptar í Reykjanesi í tvo
daga. Til að stytta okkur stundir
fórum við meðal annars í hár-
greiðsluleik. Þér fannst svo gam-
an að koma með okkur á rúntinn
og bara gera allskonar hluti með
okkur. Okkur fannst það líka
gaman. Þú hafðir smitandi hlát-
ur. Þú varst dugleg að prjóna og
prjónaðir á okkur mörg pör af
vettlingum. Garðurinn þinn er
svo flottur og okkur krökkunum
finnst gaman að fara í eltingar-
leik og feluleik í honum. Oft þeg-
ar við fórum labbandi eða hjól-
andi framhjá húsinu þínu á
sumrin sáum við þig vera að dúlla
þér í garðinum að klippa trén,
vökva blómin, raka grasið og
stundum varstu bara í sólbaði. Á
veturna varstu stundum úti að
moka. Þegar þú varst á sjúkra-
húsinu í Reykjavík þá fóru Vagn-
fríður Elsa, Hafþór afi og hún
Erna Ósk að moka snjóinn fyrir
þig því við vorum alltaf að vona
að þú mundir koma heim og við
söknuðum þín öll, elsku amma.
Guð geymi þig, rófan þín og
tófan þín, eins og þú varst vön að
segja við okkur. Við elskum þig.
Þínar
Margrét og
Vagnfríður Elsa.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
Þökkum alla góðvild, vinarhug og auðsýnda
samúð við andlát og útför elsku systur
minnar og frænku okkar,
SIGRÍÐAR HELGU SIGURÐARDÓTTUR
skólaritara,
Borgarnesi.
Sigþrúður Sigurðardóttir
Sigurður Halldórsson Erla Helga Sveinbjörnsdóttir
Brynjúlfur Halldórsson Gunnar Jóhannesson
Elín Eir Jóhannesdóttir
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SÆVAR SIGURSTEINSSON,
Selfossi,
sem lést sunnudaginn 2. febrúar, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudaginn
10. febrúar klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag
hjartveikra barna.
Sigrún Gerður Bogadóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
Sigursteinn G. Sævarsson Nikki Kwan Ledesma
Ragnhildur Sævarsdóttir Daníel Pálsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SALBJÖRG H. NORÐDAHL,
fyrrverandi húsfreyja Hólmi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir 30. janúar,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 10. febrúar klukkan 14.
Karl H. Norðdahl Ásdís B. Ottesen
Þorvaldur S. Norðdahl
Erla Norðdahl
Eggert Norðdahl
Valur Þór Norðdahl Marta K. Halldórsdóttir
Heiða Björk Norðdahl Jón Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON,
Addi prentari,
Skúlagötu 44, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Grund miðvikudaginn 5. febrúar.
Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 14. febrúar
klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknarsjóð Oddfellow, s. 897-9899.
Helga G. Sigurðardóttir Þórður Ingason
Sigríður Lovísa Sigurðard. Pétur Pétursson
Hallveig Sigurðardóttir Sigurður Oddgeir Sigurðsson
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÞÓRUNN ÁRNADÓTTIR,
Tjörn,
Álftanesi,
lést á Litlu-Grund mánudaginn 3. febrúar.
Útförin fer fram frá Bessastaðakirkju
mánudaginn 17. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu
minnast hennar er bent á að láta dvalar-og hjúkrunarheimilið
Grund njóta þess.
Anna Ólafsdóttir Björnsson Ari Sigurðsson
Jóhanna Aradóttir Hörður Bragason
Hörður Bragason Shui Kay Ma
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÚN HERMANNSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur frá Seyðisfirði,
lést 2. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útför fer fram frá Áskirkju í Reykjavík
föstudag 14. febrúar klukkan 15.
Guðný Bjarnadóttir Einar Bjarnason
Stefanía Sigríður Bjarnad. Hermann Bjarnason
Guðríður Bjarnadóttir
Móðir mín,
AMALÍA SVERRISDÓTTIR,
Millý,
Dalbraut 16,
Reykjavík,
sem lést á Vífilsstöðum 1. febrúar, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn
14. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Starfsfólki á
3. hæð Vífilsstaða, HERU og heimahjúkrunar eru færðar
innilegar þakkir fyrir ómetanlega aðhlynningu og umhyggju sem
þau veittu hinni látnu.
Gréta Gunnarsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
EINAR SVERRISSON
viðskiptafræðingur,
Hlíðarhúsum 5, Reykjavík,
lést sunnudaginn 2. febrúar.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju 20. febrúar klukkan 13.
Þorgeir Einarsson Halla Kristín Þorsteinsdóttir
Sverrir Einarsson
Vilborg Rósa Einarsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson
Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir
Sigrún Unnur Einarsdóttir Sigurjón Bragason
og afabörn