Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
✝ Eyrún Péturs-dóttir fæddist á
Siglufirði 17. apríl
1952. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 25.
janúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Halldóra
María Þorvalds-
dóttir húsmóðir frá
Vatnsenda í Héð-
insfirði, f. 20.októ-
ber 1925, d. 23. júlí 1982, og
Pétur Þorsteinsson verkamað-
ur frá Gilhaga í Lýtingsstaða-
hreppi, f. 13. maí 1922, d. 27.
mars 1995. Bróðir Eyrúnar
var Kristinn Ásgrímur, f. 7.
maí 1956, d. 20.10. 2015.
Eiginmaður Eyrúnar var
Þormóður Birgisson stýrimað-
ur, f. 8. ágúst 1951, d. 22. júlí
2005. Þau gengu í hjónaband
26. október 1974. Foreldrar
Þormóðs voru Margrét Hjör-
dís Pálsdóttir húsfreyja frá
Ölduhrygg, Svarfaðardals-
hreppi, Eyjafirði, f. 5. mars
1919, d. 9. júlí 1998, og Birgir
Runólfsson vöruflutninga-
bifreiðastjóri frá Kornsá í
Ásahreppi, A-Húnavatnssýslu,
f. 2. janúar 1917, d. 5. maí
Gunnar Steinn og Nóel Gunn-
ar.
Eyrún eignaðist sitt fyrsta
barn snemma eða rétt tæplega
16 ára. Fór síðan í húsmæðra-
skólann á Laugalandi í Eyja-
firði. Eftir dvöl sína þar fór
hún vestur á land á vertíð. Ey-
rún og Þormóður hófu síðan
búskap með smáhléum í byrjun
og giftu sig í október 1974. Ey-
rún starfaði fyrst um sinn mik-
ið við almenn fiskvinnslustörf
á Siglufirði. Síðar var hún við
verslunarstörf hjá Gesti Fann-
dal, Verslunarfélaginu og í
verslun Guðrúnar Rögnvalds
allt þar til Elín Gestsdóttir
keypti verslunina. Eyrún
fylgdi með í kaupunum og
starfaði hún fyrir hana í tíu ár.
Einnig rak Eyrún Söluturninn
um nokkurra ára skeið ásamt
Þormóði eiginmanni sínum.
Árið 2002 hóf hún störf sem
skólaliði og starfaði þar til
2018 er hún lét af störfum
vegna veikinda. Eyrún starfaði
einnig mikið við afleysingar á
sambýlinu við Lindargötu.
Útför Eyrúnar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 8.
febrúar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 14.
1970. Börn Ey-
rúnar og Þor-
móðs eru: 1) Þor-
steinn, f. 12.
mars 1968. Bú-
settur á Ak-
ureyri. Börn hans
eru: Brynjar Ingi,
Hólmfríður Dúna
og Steinunn Ósk
og Elín Margrét.
Barnabörnin eru
fimm; Benoný
Ingi, Eiður Vopni, Andrea
Pálrún, Aron Ernir og Brynja
Dögg. 2) Halldóra María, f. 1.
maí 1975, maki Valdimar L.
Birgisson, þau eru búsett á
Siglufirði. Börn þeirra eru
Eyrún Brynja, Þormóður
Birgis og Þorsteinn Birgis.
Barnabarn er Sólveig María.
3) Pétur, f. 26. ágúst 1985,
maki Hildur Björk Mar-
grétardóttir, þau eru búsett í
Reykjavík. Börn þeirra eru
Linda Roberts, Óskar Þór, Ró-
bert Þór og Matthías Þór. 4)
Þorsteinn Þórsteinsson, f. 1.
feb. 1971, maki Una Marsibil
Lárusdóttir. Þau eru búsett í
Reykjavík. Börn þeirra eru
Aleksandra Dís og Bergrós
Lilja. Barnabörnin eru tvö;
Elskuleg móðir okkar hefur
kvatt þessa jarðvist eftir erfið
veikindi. Það hefur verið okkur
þungur harmur jafnvel þótt við
vissum öll í hvað stefndi. Sérstak-
lega þar sem hún var okkur ekki
bara frábær móðir heldur líka
okkar besti vinur. Það er óhætt að
segja að hún hafi vaðið eld og
brennistein fyrir okkur því hún
setti okkur alltaf í fyrsta sæti.
Sama hvert vandamálið var, alltaf
var hún til staðar, jafnvel þótt við
byggjum ekki öll á svæðinu.
Mamma var búin að ganga í gegn-
um erfiðleika og sorg í lífinu.
Missti móður sína snemma, síðan
föður okkar og bróður sinn. Öll
fóru þau úr sama sjúkdómi.
Mömmu var einnig mjög annt um
bróður sinn Ása. Ási var ekki allra
og var oft mömmu erfiður en hún
reyndi ávallt að gera gott úr öllu
og hún sagði alltaf að hann væri
bróðir sinn og yrði það alltaf og
þótti ákaflega vænt um hann,
jafnvel þótt hún fengi það ekki
alltaf endurgoldið. En þegar Ási
veiktist breyttist allt til hins betra
og sennilega hafa þau aldrei átt
eins gott samband og undir það
síðasta. Með þessum fátæklegu
orðum langar okkur systkinin að
þakka þér móðir góð fyrir að hafa
verið til fyrir okkur. Söknuðurinn
er óbærilegur, en það veitir okkur
huggun að nú ert þú komin í faðm
pabba, ömmu Dúnu og afa Péturs.
Þú varst alltaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undurvænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þorsteinn, Halldóra María
og Pétur.
Eyrún Pétursdóttir var mikill
persónuleiki og hjartahlý mann-
eskja sem reyndist sínum nán-
ustu afar vel.
Hún var stór partur af lífi
minnar fjölskyldu í 53 ár.
Hún var fyrsta kærasta tví-
burabróður míns Þorra Birgis allt
frá 15 ára aldri og eftir smá hvíld
hvort frá öðru í nokkur ár tóku
þau saman á ný og giftu sig í októ-
ber 1974 og náðu að vera gift í 30
ár. Þorri lést eftir löng og erfið
veikindi 22. júlí 2005, tæplega 54
ára gamall. Fráfall Þorra var
henni og fjölskyldu hennar mikið
áfall sem og mér og minni fjöl-
skyldu. Eyrún sýndi mikið æðru-
leysi og styrk meðan á veikindum
Þorra stóð. Einnig var það ein-
staklega aðdáunarvert hvernig
hún sinnti bróður sínum Ása en
hann lést aðeins 59 ára gamall ár-
ið 2015 eftir baráttu við löng veik-
indi.
Innst inni var Eyrún hlédræg
og oft mannfælin, en við sem
þekktum hennar bestu takta viss-
um hvað bjó með henni. Hún var
oft hrókur alls fagnaðar þegar sá
gállinn var á henni, þvílíkur orða-
forði og „menningartengt“ rugl
sem kom frá henni. Hún gerði mig
meira að segja oft orðlausan, því-
lík skemmtum. Hún var uppi-
standari af bestu gerð.
Eyrún var mér afar kær, enda
stelpan sem giftist tvíburabróður
mínum. Þau eignuðust sitt fyrsta
barn mjög ung að aldri, strákinn
hann Steina. Á kaupstaðarafmæli
Siglufjarðar í júlí 1968 var son-
urinn skírður í hátíðarmessu í
Siglufjarðarkirkju. Ég, sem þá
var 16 ára strákur, mætti auðvit-
að til messu. Ástæðan var að for-
vitnast um hvernig unglingunum
Þorra og Eyrúnu gengi að gefa
frumburðinum nafn með yfirfulla
kirkju af prúðbúnu fólki sem
fylgdist með hverri hreyfingu
þeirra. Hvað skyldi litli frændi
svo heita? Það kom mér mikið á
óvart þegar ég heyrði svo nafnið
Þorsteinn nefnt, en það nafn
þekkti bróðir minn best af öllum
nöfnum, sem sagt nafnið mitt. Ég
hef verið ákaflega stoltur og
þakklátur fyrir þessa gjöf, þetta
var mín fyrsta og kærleiksríka
stund sem ég upplifði.
Þorsteinn Þormóðsson er mér
afar kær og góður vinur og hefur
verið í 52 ár elskulegur frændi.
Seinna eignuðust ungu hjónin
Halldóru og Pétur sem einnig eru
miklir vinir mínir ásamt fjölskyld-
um þeirra.
Eyrún var börnum sínum og
afkomendum afar góð og gerði
allt sem hún gat til að hjálpa þeim
af miklum kærleika.
Árið 1971 eignaðist Eyrún
dreng sem hún tók ákvörðun um
að fela yndislegum hjónum að ala
upp og gera að manni. Drengur-
inn fékk nafnið Þorsteinn eins og
bróðir hans en þeir kynnast fyrst
mörgum árum seinna. Eyrún og
Þorsteinn Þórsteinsson náðu svo
að tengjast miklum vina- og kær-
leiksböndum fyrir allmörgum ár-
um. Og í veikindum Eyrúnar hef-
ur Þorsteinn yngri verið móður
sinni mikill styrkur, staðið við hlið
systkina sinna og boðið fram
hjálparhönd sem sýnir kærleik til
fjölskyldu sinnar norður á Siglu-
firði. Góður og sterkur drengur
þar á ferð.
Í dag er mikill sorgardagur í lífi
fjölskyldunnar og vottum við
þeim öllum okkar innilegustu
samúð.
Eyrún kvaddi okkur allt of ung
og viljum við þakka henni sam-
fylgdina, lífið verður örugglega
öðruvísi án hennar.
Við kveðjum hana með sökn-
uði.
Þorsteinn Birgisson,
Ragnheiður Stein-
björnsdóttir.
Kær mágkona og vinkona er
fallin frá, allt of snemma. Við
þökkum henni samfylgdina gegn-
um árin og vináttuna, sem ekki
bar skugga á. Hún passaði húsið
okkar og blómin árin sem við vor-
um í burtu, af samviskusemi og al-
úð. Mikill vinargreiði sem hún
gerði og á heiður skilið fyrir það.
Það var engin lognmolla í kring-
um Eyrúnu. Hún var gleðigjafi. Í
gegnum veikindin fór hún æðru-
laus, kvartaði aldrei, gerði grín að
sjálfri sér og sjúkdómnum. Þann-
ig vildi hún hafa það. Það er
margs að minnast en verður ekki
rakið hér. Við sendum börnunum
hennar og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Við söknum Eyrúnar, tileink-
um henni ljóðlínur Stephans G.:
Bognar aldrei – brotnar í bylnum
stóra seinast.
Runólfur og Hólmfríður
(Óli og Fríða).
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Stundum erum við minnt á hve
hverfult lífið getur verið og ósann-
gjarnt, ekki síst þegar komið er
að þeim tímamótum í lífinu sem
enginn fær umflúið. Þegar horfið
er á braut úr jarðnesku lífi fylgir
förin til hins óþekkta og í þá för
lagði Eyrún æskuvinkona mín
hinn 25. janúar sl. Dauðans tími
er alltaf óviss, jafnvel þótt fólk
hafi um hríð staðið við dauðans
dyr. Skilnaðurinn er svo algjör,
umskiptin svo glögg.
Margs er að minnast þegar litið
er til baka og er þakklæti mér efst
í huga fyrir að hafa átt svo langa
samleið með þér í gegnum þykkt
og þunnt í lífi okkar á Sigló uns
leiðir skildi þegar ég fór til
Reykjavíkur í nám. Við héldum þó
ávallt sambandi og alltaf var fjör
og gaman í hvert skipti þegar við
hittumst.
Það sem er og hefur lengi ver-
ið, það verður skyndilega hluti af
liðinni tíð. Eftir lifa minningar
sem ég á mikið af og ylja mér við.
Á þessum tímamótum lít ég til
baka og sé í skýrara ljósi en
nokkru sinni fyrr hve mikið er
skilið eftir.
Eyrún var trygg, traust, glað-
vær og fylgin sér enda litríkur
karakter sem varð sjaldan orða-
vant. Hún var ennfremur þekkt
fyrir að nota kjarnyrt íslenskt mál
þegar hún þurfti að leggja áherslu
á mál sitt.
Þú sýndir hetjulega baráttu í
veikindum þínum, Eyrún mín, en
varðst að lokum að játa þig sigr-
aða. Þú tókst á við mótbyr í lífinu
af æðruleysi og sýndir hvernig á
að vinna úr erfiðleikum á jákvæð-
an hátt.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund er erfitt að sætta sig við að
þú sért ekki lengur á meðal okkar.
Ég hugga mig þó við það að Þorri
þinn og aðrir ættingjar munu
taka vel á móti þér í Sumarland-
inu.
Elsku Steini, Þorsteinn, Hall-
dóra, Pétur og aðrir aðstandend-
ur. Ykkar missir er mikill og votta
ég ykkur öllum mína dýpstu sam-
úð á þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði elskuleg.
Anna Björnsdóttir.
Það var bara við lok skólaárs-
ins 2018-2019, í fallegu veðri á
skólaslitum, að við kvöddum hana
Eyrúnu samstarfskonu okkar til
margra ára og þökkuðum henni
vel unnin störf við Grunnskóla
Fjallabyggðar og þar áður
Grunnskóla Siglufjarðar. Eyrún
hafði þurft að hætta störfum
vegna erfiðra veikinda en hafði
fulla trú á að geta komist í gegn-
um þau og tekið lífinu með ró. Ey-
rún vann sem skólaliði í skólahús-
inu á Siglufirði, sá um ræstingar
af miklum dug og kom að umönn-
un barna ásamt því að sinna þörf-
um þeirra á göngum sem og í úti-
veru.
Okkur þótti vænt um Eyrúnu.
Hún var einstakur karakter, grár
húmor og léttleiki einkenndi
hennar framkomu alla jafnan.
Hún kom til dyranna eins og hún
var klædd, átti alltaf svar á
reiðum höndum ef því var að
skipta og var ekkert að erfa hlut-
ina við neinn.
Eyrún hafði kynnst þeim erf-
iðu veikindum sem krabbamein er
og þurft að sjá á eftir ástvinum
sem féllu fyrir þeim illvíga fjanda.
En nú var röðin komin að henni
sjálfri. Hún hefur kvatt þessa
jarðvist eftir stranga baráttu,
siglt inn í sumarlandið.
Elsku Eyrún, við höfum fylgst
með baráttu þinni í gegnum veik-
indin og þú varst dugleg að koma
við í skólahúsinu, aðeins að hrista
upp í liðinu. Við þökkum þér sam-
fylgdina öll þessi ár. Minning þín
lifir.
Aðstandendum vottum við
innilega samúð okkar.
F.h. starfsmanna Grunnskóla
Fjallabyggðar,
Erla Gunnlaugsdóttir
skólastjóri.
Elsku fjölskylda Eyrúnar, við
viljum byrja á því að votta ykkur
innilega samúð vegna fráfalls
þessarar mögnuðu konu. Blendn-
ar tilfinningar voru þegar tilkynnt
var um andlát Eyrúnar; þótt
þakklæti væri efst í huga er alltaf
sárt að kveðja vin. Þakklæti fyrir
allt sem hún gerði fyrir mig og
fjölskyldu mína sem og þakklæti
fyrir að kvölin hafi ekki verið
lengri.
Eyrún átti ansi stóran þátt í lífi
mínu eða okkar fjölskyldunnar í
raun og veru, tryggari og rétt-
sýnni vin er vart hægt að finna.
Ófár kvöldstundir áttum við sam-
an síðustu ár þegar við enduðum í
sambýli nokkru eða bjuggum í
sömu blokk, heimsóknir sem áttu
að vera smá „kíkk“ enduðu oft í
margra klukkustunda spjalli um
allt og ekkert, líf okkar og til-
veruna og jafnvel ekki neitt nema
þögnina … oftar en ekki yfir ís
eða kaffi. Þessar heimsóknir voru
ekki bara heimsóknir heldur ein-
kenndust þær af virðingu, vin-
skap og miklum kærleika og er
því alveg óhætt að segja að aldur
sé algjörlega afstæður þegar vin-
skapur er annars vegar.
Margt var líkt með okkur og
áttum við margt sameiginlegt.
Eyrún mín hafði munninn á rétt-
um stað og notaði hann rétt, því
þrátt fyrir að það væði oft mikið á
henni var hún samt alltaf réttlát
og sanngjörn í því sem hún vildi fá
fram eða var að benda manni
hreint og beint á. Hún gat alveg
sagt manni í hreinskilni ef henni
fannst maður vera að gera bölv-
aða vitleysu eða sá það á manni að
maður var í þann mund að klúðra
algjörlega málunum, því já yfir-
leitt sá hún þessa hluti á okkur áð-
ur en við náðum hausnum sjálf í
kringum þá. Það er því með miklu
þakklæti sem ég eða við fjölskyld-
an sem bjuggum fyrir neðan hana
á Laugarveginum kveðjum þessa
frábæru og skemmtilegu konu,
það er henni að mörgu leyti að
þakka hvar við stöndum í dag og
að við stöndum þar saman.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo gestrisin, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Haukur Orri Kristjánsson
og fjölskylda.
Eyrún Pétursdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Sambýliskona mín og systir,
BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR,
Hringbraut 42, Hafnarfirði,
andaðist á hjúkrunarheimilnu Sólvangi
mánudaginn 3. febrúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 13.
Gunnar G. Guðmundsson
Hallveig Magnúsdóttir
Núna er ein-
manalegt á Kanarí.
Enginn Pétur, eng-
inn Pétur að ná í
mig út á flugvöll, enginn Pétur
að drekka te kl. 15 á Cafe Par-
is, enginn Pétur að horfa á
enska boltann. Við Pétur
kynntumst fyrir 40 árum kring-
um knattspyrnufélagið Val þar
sem hann var foringinn. Í byrj-
un voru samskiptin ekki tíð en
síðustu misseri voru þau mikil.
Pétur kom reglulega til mín í
Fjósið á sumrin í te. Það voru
notalegar stundir. Rætt var um
lífsins gagn og nauðsynjar en
Pétur
Sveinbjarnarson
✝ Pétur Svein-bjarnarson
fæddist í Reykjavík
23. ágúst 1945.
Hann lést 23. des-
ember 2019. Útför
Péturs fór fram 24.
janúar 2020.
ekki síst um mál-
efni Vals og klúbb-
húsið okkar og fé-
lagsheimili Fjósið.
Pétri var mjög
annt um Fjósið og
síðustu skilaboð
frá honum um
miðjan desember
voru: „Ég verð alla
tíð Fjósavinur
Gunni minn.“ Þeg-
ar Pétur hafði orð-
ið hlustuðu allir.
Undirritaður og Þorsteinn
Sívertsen kveiktu á kerti kl.
13.00 föstudaginn síðastliðinn
þegar jarðarförin fór fram. Kl.
15.00 héldum við okkar eigin
erfidrykkju á Cafe Paris ásamt
nokkrum vinum Péturs hér á
Kanarí. Fengum okkur kaffi og
tertu í anda Péturs.
Höfðingi er fallinn frá.
Innilegar samúðarkveðjur.
Gunnar Kristjánsson.