Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 41

Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 41 Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Fjölbreytt sumarstörf fyrir iðn- og háskólanema Við leitum að snjöllum iðn- og háskólanemum til starfa í margvísleg sumarstörf við spennandi verkefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Starfstímabil háskólanema er 3 mánuðir. Störfin sem við bjóðum tengjast m.a. fjármálum, kerfisstjórnun, upplýsingatækni, kerfisvörnum og verklegum framkvæmdum. Hér er kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja verða sér úti um alvöru reynslu og hafa alvöru áhrif í starfi. Menntunar- og hæfniskröfur: · Að umsækjandi stundi nám á iðn- eða háskólastigi · Nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð · Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar n.k. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á landsnet.is. Spennandi reynsla framundan! Landsnet er þjónustufyrirtæki sem kapp kostar að vinna í takt við samfélagið og hefur það að meginmarkmiði að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðbúnað, góðan starfsanda, frábært mötuneyti, aðgengi að líkamsræktaraðstöðu og stuðning við að viðhalda og sækja sér frekari þekkingu. Landsnet er þátttakandi í fjölmörgum rannsóknar- og samvinnu- verkefnum innan Norðurlandanna og Evrópu. SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI RÍKISINS Tæknimaður – innri þjónusta og vélbúnaður Við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins er laus til umsóknar staða tæknimanns í innri þjónustu og velbúnaði. Helstu verkefni og ábyrgð Í boði eru fjölbreytt verkefni er lúta einkum að innri þjónustu og vélbúnaði. Verkefni snúa m.a. að notendaaðstoð, umsjón og viðhaldi á vél- og hugbúnaði embættisins og starfsmanna þess auk verkefna er lúta að meðhöndlun rafrænna gagna í vörslu embættisins. Í starfinu felast einnig samskipti við aðrar stofnanir og viðskiptavini embættisins varðandi tæknimál og rafræna þjónustu. Þá felst í starfinu þróun rafrænna lausna á verkefnasviðum embættisins í samvinnu við aðra starfsmenn embættisins. Hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt. • Reynsla af kerfisstjórn, netrekstri og notendaaðstoð er nauðsynleg. • Þekking á Microsoftlausnum er nauðsynleg. • Reynsla af samskiptakerfum (s.s. símkerfi og fjarfundabúnaði) er æskileg. • Þekking á miðlægum búnaði er æskileg. • Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er nauðsynleg. • Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og geta til að vinna undir álagi er nauðsynleg. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í margbreytilegu umhverfi. Um verkefni skattrannsóknarstjóra ríkisins vísast nánar til vefsíðu embættisins srs.is Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og við- komandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur fer að öðru leyti eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Starfshlutfall er 100%. Umsóknum skal skila til skattrannsóknarstjóra ríkisins á netfangið srs@srs.is merktar „Umsókn um starf“. Umsókninni skal fylgja greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Með umsókn skal einnig fylgja afrit af viðeigandi prófskírteinum og upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn sem veitt geta upplýsingar um störf eða aðra hæfni umsækjanda. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal hafa borist eigi síðar en 14. febrúar 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sandra Sveinbjörnsdóttir, forstöðumaður fjármálasviðs í síma 550 8800. Ertu að leita að sérfræðingi? hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.