Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 52
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Fögnum öll sem eitt, gleðj-umst yfir því að vetrar-myrkri verður bolað burt,
smátt og smátt, á næstu dögum. Og
hvernig þá? Jú, með gleðiraust og
helgum hljóm, nú eða jafnvel óhelg-
um, því nú erum við að leggja í
Söngvakeppnina, viðburð sem allir
þykjast hata (í fyrstu) en fara svo
að elska undurheitt þegar á líður.
Merkilegur skolli. Munum þá, að
þetta er í eina skiptið sem hægt er
að tala við þjóðina gervalla um tón-
list, þar sem við erum farin að hár-
togast um viðlagið í einhverju lag-
inu við pítsusendilinn úti á gangi.
En nóg um það, hér er mín sýn á
lögin fimm sem verða flutt í kvöld.
ÆVINTÝRI
Höfundar lags: Þormóður Eiríks-
son, Kristinn Óli Haraldsson og
Jóhannes Damian Patreksson.
Höfundar texta: Þormóður Eiríks-
son og Kristinn Óli Haraldsson.
Flytjandi: Kid Isak.
Skemmtilegt lag. Það er gáski
í því sem heillar. Og þegar lagið
heitir „Ævintýri“ og flytjandinn
Kid Isak, já, það er eitthvað tölvu-
leikja- og teiknimyndalegt við
þetta, svei mér þá. Ekki skrítið
kannski þegar JóiPé og Króli,
ásamt hipphopp-hirðskáldinu Þor-
móði Eiríkssyni, koma að sköpun-
„Göngum saman gleðinnar veg“
Klukkan tifar Ísold og Helga.
inni. Aaron Ísak ber lagið vel, gefur
því það stuð sem það kallar á. Lag-
inu vindur fram eins og skoppandi
bolta, taktar drífandi, söngurinn
knýjandi og melódían grípandi.
Flæðið síðan brotið upp með nett-
um rappkafla. Nútíma- og nostur-
samlegt og líklegt til árangurs.
ELTA ÞIG
Höfundar lags: Elísabet Ormslev
og Zoe Ruth Erwin.
Höfundur texta: Daði Freyr.
Flytjandi: Elísabet.
Það er stíll yfir þessu lagi,
söngurinn ákveðinn og kraftmikill
enda umfjöllunarefnið af þeim toga,
uppgjör stúlku við einhvern slóða
sem er nú sem betur fer í fortíðinni.
„Við vorum eitt sinn eitt / Nú erum
við ekkert.“ Lagið er fínt, rafskotið
fönk og hressilegt. Elísabet er frá-
bær söngkona og með mikla út-
geislun en samt, það er eitthvað
sem truflar mig við þetta lag. Eins
og það nái ekki alveg landi, eins og
Elísabet sé ekki með alveg nægi-
lega góðan efnivið fyrir þá óskor-
uðu hæfileika sem hún býr yfir. Mig
grunar samt að hún gæti snúið
þessu sér í hag uppi á sviði.
AUGUN ÞÍN
Höfundar lags: Brynja Mary Sverr-
isdóttir og Lasse Qvist.
Höfundur texta: Kristján Hreins-
son. Flytjandi: Brynja Mary.
Merkilegt hvernig orðin í enda
upphafssetninganna („sjá“, „þrá“,
„blá“ og „frá“) heyrast varla. List-
rænt útspil sem ég fíla dálítið.
Brynja er ekki nema sextán ára,
semur lagið sjálf í samstarfi við
Lasse Qvist og það er prýðilegt, til
þess að gera. Nokkuð hefðbundið
þó, það vantar eitthvað afgerandi
„x“ svo að það sé öruggt alla leið.
Taktar og forritun annars móðins,
þetta er nútímapopp með stóru N-i
og aftur, Brynja gæti vel snúið hlut-
unum sér í hag með flottri fram-
komu.
KLUKKAN TIFAR
Höfundar lags: Birgir Steinn Stef-
ánsson og Ragnar Már Jónsson.
Höfundur texta: Stefán Hilmars-
son. Flytjendur: Ísold og Helga
Þetta lag sker sig rækilega frá
öðrum hér sökum vel orts texta, en
meistari Stefán Hilmarsson sér um
þann þátt. Sonur hans semur lagið
en þær stöllur, Ísold og Helga,
flytja. Lagið er sennilega það hefð-
bundnasta hér, ljúflingsballaða,
hvorki lágstemmd né ofurepísk.
Rúllar rólega af stað, svo er smekk-
lega hraðað á hlutunum og sam-
söngurinn fær að njóta sín. Einkar
júróvisjónlegt í raun og aldrei að
vita nema þau kunnuglegheit muni
heilla alþýðu íslenska.
ALMYRKVI
Höfundur lags: DIMMA.
Höfundur texta: Ingó Geirdal.
Flytjandi: DIMMA.
Þungarokk í Söngvakeppninni
er engin nýlunda og nú er komið að
hinni geipivinsælu DIMMU. Möndl-
að er með flestar brellur hér;
dramatískt upphaf með sönglínum
frá Stefáni söngvara, því næst fín-
asta riffa-trukk en svo er hægt á í
viðlaginu. Laginu jafnframt slaufað
á nokkuð glúrinn hátt. Textinn
fjallar um leið manns úr heljar-
greipum þunglyndis, saga sem end-
ar vel. Þetta er áhlýðilegasta
þungarokkssmíð, fellur smekklega
að þeirri melódíukröfu sem keppn-
inni stýrir og sjáum hvort þunga-
rokkarar alþýðumannsins nái nú
ekki að virkja sitt fólk.
Hér verður settur
undir smásjána fyrri
skammtur þeirra laga
sem keppa um sæti í
Eurovision.
Ævintýri Söngvarinn Kid Isak. Augun þín Hin 16 ára Brynja Mary. Elta þig Söngkonan Elísabet.
DIMMA Þungarokkssveitin kunna flytur lagið Almyrkvi í kvöld.
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
Leyndarmál
Matarkjallarans
Tryggðu þér borð á
www.matarkjallarinn.is
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Stjórnendum kvikmyndahússins Bíós
Paradísar barst í vikunni stuðnings-
yfirlýsing frá samtökum listrænna
kvikmyndahúsa, CICAE, sem um
2.100 manns eiga aðild að í 44 lönd-
um. Í yfirlýsingunni er ótvíræður
stuðningur við menningarhúsið Bíó
Paradís undirstrikaður, eins og segir
í tilkynningu frá Bíó Paradís, og
áhersla lögð á að lausn finnist áður en
til lokunar hússins kemur. Dr.
Christian Bräuer, formaður samtak-
anna, ritar undir bréfið og leggur
m.a. áherslu á þá breidd sem finna
megi í dagskrá bíósins og mikilvægi
kvikmyndamenningar. Bräuer skrif-
ar m.a. að listræn kvikmyndahús eigi
það sameiginlegt að vilja vernda
menningararf kvikmyndalistarinnar
og þjóna sínum samfélögum. Þessi
einstöku hús færi samfélögum sínum
alþjóðlegar, sjálfstæðar og lofsungn-
ar kvikmyndir og séu því nauðsyn-
legar menningarmiðstöðvar sem
kjósi að þjóna sínu samfélagi frekar
en einblína á hagnað. Margir alþjóð-
lega viðurkenndir leikstjórar hefðu
ekki náð flugi án stuðnings þessara
kvikmyndahúsa.
Að leggja niður eina listræna kvik-
myndahús Íslands sé því bæði missir
fyrir kvikmyndagerðarmenn og
áhugafólk um kvikmyndir. „Frá því
Bíó Paradís hóf starfsemi árið 2010
hefur fjöldi kvikmynda annars staðar
frá en Hollywood meira en fjórfald-
ast,“ bendir Bräuer á og segir hann
Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmda-
stjóra Heimilis kvikmyndanna sem
rekur Bíó Paradís, og hennar starfs-
lið, hafa unnið framúrskarandi starf.
Aðsókn hafi aukist með ári hverju og
ólíkum þjóðfélagshópum sinnt, m.a.
börnum með því að halda kvikmynda-
hátíð fyrir þau.
Ákall um stuðning við Bíó Paradís
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ákall Kvikmyndahúsið Bíó Paradís.
Sýning á vatnslitamyndum eftir
Guðrúnu Tryggvadóttur
myndlistarkonu verður opnuð í
Menningarsal Oddasóknar á Hellu í
dag, laugardag, klukkan 14. Um er
að ræða þriðju sýninguna í sýn-
ingaröð samhliða útgáfu bókar
hennar, Lífsverk – Þrettán kirkjur
Ámunda Jónssonar, en önnur sýn-
inganna stendur yfir í fordyri Hall-
grímskirkju.
Við opnun sýningarinnar mun
Guðrún kynna bókina og verkefnið
en á sýningunni má sjá 30 vatns-
litamyndir sem eru í bókinni. Verk-
efnið byggist á rannsókn um lífs-
verk Ámunda
Jónssonar (1738-
1805) smiðs og
listamanns.
Ámundi starfaði
í Árnes- og Rang-
árvallasýslum á
18. öld og byggði
þar þrettán
kirkjur og
skreytti með
verkum sem sum
er enn að finna í sex kirkjum, þ.e.
Keldnakirkju, Krosskirkju, Kálf-
holtskirkju, Oddakirkju, Mosfells-
kirkju og Gaulverjabæjarkirkju.
Lífsverk Guðrúnar um
Ámunda sýnt á Hellu
Guðrún
Tryggvadóttir