Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 56

Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 56
Tónlistarhópurinn Corpo di Stru- menti og altsöng- konan Hildigunn- ur Einarsdóttir flytja Myrkralexí- ur eftir Charpen- tier og fleiri verk í Hallgrímskirkju í dag kl. 16. „Harm- ljóð Jeremía urðu kveikja að sér- stöku tónlistarformi í Frakklandi á 17. öld sem nefnt var „leçons de ténèbres“ eða „myrkralexíur“. Þær voru í senn meinlætalegar og fág- aðar og sungnar í dymbilviku,“ seg- ir í tilkynningu og að Corpo di Stru- menti og Hildigunnur muni spinna efnisskrána utan um Myrkralexíur eftir Marc-Antoine Charpentier en einnig eldri harmljóðatónlist. Harmljóðatónlist í Hallgrímskirkju LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Miðað við efnahag félagsins reikna ég með því að allir leik- mennirnir hafi verið meira og minna til sölu. Ég fékk hins vegar aldrei nein skilaboð um að það stæði til að selja mig og ég heyrði að það væri alls ekki víst að þessar fregnir hefðu komið frá félaginu,“ segir Hjörtur Hermannsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, m.a. í blaðinu. »49 Allir gætu hafa verið til sölu hjá Bröndby Ný sýning hefur göngu sína á Sögu- lofti Landnámsset- urs í Borgarnesi í kvöld kl. 20 en þá mun Auður Jóns- dóttir rithöfundur tala við Auði Lax- ness, ömmu sína, og segja söguna Ósjálfrátt, „nú á annan hátt en áður því skáldskap- urinn í lífinu breytir því hvernig við skynjum skáldskap“, eins og segir í tilkynningu. Auður segir söguna af nöfnu sinni en líka sögur um sögur, sögur um lífið á Gljúfrasteini, snjó- flóð á Flateyri, skrifandi konur og konur drifnar áfram af Breiða- fjarðarillsku og ástríkri útsjónar- semi. Um leið mun hún miðla að- ferðum til að fanga sögurnar í lífinu. Auður og Auður og Ósjálfrátt á Sögulofti ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skúli Már Gunnarsson hefur fundið fjölina eða öllu heldur mölina sína eftir að hafa reynt fyrir sér á ýmsum sviðum. Hann er lærður hár- greiðslumeistari og vann lengi við iðnina, var til sjós í áratug en hefur helgað líf sitt ferðaþjónustu undan- farin ár. „Ég hef fundið rétta farveg- inn fyrir mig og uni mér ansi vel,“ segir hann. Æskufélagarnir Skúli og Ólafur Veturliði Björnsson hafa rekið ferðaþjónustufyrirtækið Ride with Locals síðan í september 2016 og bjóða upp á þriggja til sjö daga mót- orhjólaferðir. Skúli hefur auk þess verið með eigið fyrirtæki frá 2018, iguide, þar sem hann fer með fáa ferðamenn í einu í bæði fyrirfram ákveðnar ferðir og ferðir lagaðar að þörfum hvers og eins. Félagarnir eru með níu mótorhjól, skipuleggja ferðirnar eins og hesta- ferðir, eru með trússbíl, gista í fjalla- kofum og miða þær eingöngu við vant fólk. „Við auglýsum mikið á samfélagsmiðlum og erum eingöngu með erlenda ferðamenn,“ segir Skúli. Selfyssingarnir hafa að mörgu leyti farið ótroðnar slóðir. „Við höf- um svolítið plægt akurinn í mótor- hjólaferðum og einbeitt okkur að af- mörkuðum hópi sem engu að síður er fjölmennur,“ segir Skúli. „Það hefur tekið okkur tíma að gera okk- ur sýnilega en trúverðugleikinn er dýrmætur og við höfum vaxið jafnt og þétt.“ Hann bætir við að jákvæð umfjöllun á samfélagsmiðlum og ekki síst í virtum mótorhjólablöðum hafi haft mikið að segja. „Mótor- hjólafólk fylgist vel með því sem ger- ist og mikil og góð umfjöllun skilar sér.“ Ævintýramennska Tap á hlutabréfamarkaði varð til þess að Skúli hætti að starfa sem hárskeri. „Ég taldi að ég yrði lengi að vinna upp tapið sem rakari og fór því á sjóinn, var á Hugin VE í tíu ár.“ Á þeim tíma stofnuðu félagarnir mótorhjólafyrirtækið og heimabær- inn togaði í hjónin. „Vestmannaeyjar eru frábærar en ævintýramennskan blundaði í mér,“ segir Skúli um nýja starfsvettvanginn. Viðtökurnar hafa verið góðar og Skúli segist hafa nóg að gera. Hann segir að eini rólegi tíminn sé á tíma- bili strax eftir páska. „Þeir sem eru í ferðaþjónustu fara gjarnan á taug- um, þegar viðskiptin dragast saman um stund, en svona hefur þetta verið undanfarin ár og ég veit ekki hvers vegna, en tek því með jafnaðargeði.“ Skúli segir að hann hafi stofnað iguide til að tryggja sér vinnu allt árið. „Ég keypti mér Landcruiser og kerru, setti upp heimasíðuna, hef verið duglegur á samfélagsmiðlum og hef fengið viðurnefnið „herra internet“. Ég er ófeiminn við það enda veit ég að ég er að gera rétt. Þeir sem eru duglegir og kunna til verka hafa nóg að gera.“ Sérsniðnar ferðir fyrir færri eru dýrari en hefðbundnar ferðir fyrir fjöldann. Skúli segir að engu að síð- ur verði alltaf markaður fyrir dýrari ferðir og það óvenjulega sitji frekar eftir. „Það er erfiðara að fara ótroðnar slóðir en það skilur meira eftir og fólk er ánægðara.“ Ótroðnar slóðir erf- iðari en ánægjulegri Á Skælingum Skúli setur eldsneyti á hjólin við skála Útivistar í Stóragili.  Skúli Már Gunnarsson hárgreiðslumeistari fann fjölina í náttúrunni Á Öldufellsleið Skúli fer yfir leiðarlýsingu skammt frá Mýrdalsjökli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.