Morgunblaðið - 19.02.2020, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS
Þorgerður AnnaGunnarsd.
thorgerdur@mbl.is
Engin þjóð í heiminum ermeð fullnægjandi hættiað verja heilsu, um-hverfi og framtíð barna
samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu
UNICEF, WHO og The Lancet.
Ísland er eitt besta land í veröld-
inni fyrir börn en mikil losun gróð-
urhúsalofttegunda dregur okkur
niður listann.
Skýrslan ber yfirskriftina „A
Future for the World’s Children?“
og er afrakstur tveggja ára vinnu
nefndar skipaðri 40 sérfræðingum
í málefnum barna og unglinga um
allan heim.
Skýrslan er sú fyrsta sinnar
tegundar sem skoðar stöðu, heilsu
og velferð barna í löndum heims-
ins, meðal annars með tilliti til
loftslagsbreytinga og annarra
utanaðkomandi þátta sem nútíma-
börnum stafar ógn af.
Níðst á börnum með
skaðlegri markaðssetningu
Í tilkynningu frá UNICEF á
Íslandi segir að skýrslan sé því
býsna svört, en samkvæmt niður-
stöðum hennar er heilsu og framtíð
allra barna og ungmenna ógnað af
vistfræðilegri ósjálfbærni, lofts-
lagsbreytingum og óheiðarlegri
markaðssetningu stórfyrirtækja
sem halda óhollu skyndibitafæði,
sykruðum drykkjum, áfengi og
tóbaki að börnum heimsins.
„Þrátt fyrir framfarir í heilsu-
vernd barna og unglinga síðustu 20
ár er okkur hætt að miða áfram í
þessum efnum og erum komin í
bakkgír,“ segir Helen Clark, fyrr-
verandi forsætisráðherra Nýja-
Sjálands og annar formanna nefnd-
arinnar.
Í skýrslunni er að finna nýja
alþjóðlega vísitölu 180 þjóða þar
sem bornir eru saman mælikvarðar
á hvernig börn dafna út frá lífs-
líkum, velferð, heilsu, menntun,
næringu, sjálfbærni og yfirliti yfir
losun gróðurhúsalofttegunda.
Þegar einungis er litið til hefð-
bundinna velferðarviðmiða eins og
heilsu, menntunar, næringar og
barnadauða trónir Noregur í efsta
sæti, Suður-Kórea í öðru, Holland í
þriðja sæti og Ísland í níunda sæti.
Þegar losun gróðurhúsaloft-
tegunda miðað við höfðatölu í
hverju þessara topplanda er tekin
með í reikninginn yfir sjálfbærni
hrapa þessi lönd hins vegar niður
listann. Noregur fer sem dæmi úr
fyrsta sæti í það 156., Suður-Kórea
úr öðru sæti í í það 166., Holland
úr því þriðja niður í 160. sæti og
Ísland úr því níunda í 163. sæti.
Skelfilegar afleiðingar á
allt líf á jörðunni
Skýrslan bendir á að þótt fá-
tækari lönd þurfi vissulega að gera
meira til að bæta lífslíkur og
heilsuvernd barna sinna sé það
staðbundnari vandi; óhófleg losun
gróðurhúsalofttegunda meðal rík-
ari þjóða sé ógn við framtíð barna
um allan heim. Miðað við núver-
andi spár fer hnattræn hlýnun yfir
4°C árið 2100, sem myndi hafa
skelfilegar afleiðingar fyrir allt líf
á jörðu.
Til að verja börn kalla
skýrsluhöfundar eftir nýrri al-
þjóðlegri hreyfingu sem drifin
verði áfram fyrir börn og leggja
m.a. áherslu á að stöðva verði los-
un koltvísýrings, að leyfa þurfi
röddum barna að heyrast og að
stjórnvöld taki fastar á skaðlegri
markaðssetningu.
Erum að bregðast
börnunum okkar
1. Búrúndí
2. Tjad
3. Sómalía
4. Austur-Kongó
5. Mið-Afríkulýðveldið
6. Malaví
7. Rúanda
8. Malí
9. Níger
10. Madagaskar
1. Noregur
2. Suður-Kórea
3. Holland
4. Frakkland
5. Írland
6. Danmörk
7. Japan
8. Belgía
9. Ísland
10. Bretland
171. Lúxemborg
172. Kasakstan
173. Bandaríkin
174. Ástralía
175. Sádi-Arabía
176. Barein
177. Sam. arabísku furstad.
178. Kúveit
179. Trínidad og Tóbagó
180. Katar
171. Afganistan
172. Síerra Leóne
173. Suður-Súdan
174. Nígería
175. Gínea
176. Malí
177. Níger
178. Sómalía
179. Tjad
180. Mið-Afríkulýðveldið
Vísitala velferðar barna í 180 löndum Heimild: Unicef
Hefðbundin velferðarviðmið. Heilsa,
menntun, næring og barnadauði
Sjálfbær velferðarviðmið. Losun gróður-
húsalofttegunda – ógn við framtíð barna
. . . . . . . . .
163. Ísland
. . . . . . . . .
. . . . . . . . .
. . . . . . . . .
. . . . . . . . .
1 1
9
163
180180
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn ein tíma-mót urðu íleiðangri
Breta út úr Evr-
ópusambandinu í
þessari viku. Þá
mætti samn-
ingamaður Breta
með umboð frá
Boris Johnson um
að ganga frá fyrirkomulagi út-
göngunnar. Sá sami hefur ekki
aðeins í fórum sínum þjóðar-
atkvæðið fræga sem hristi af
sér ósvífinn hræðsluáróðurinn.
Þrátt fyrir það var reynt að
halda því fram á breska
þinginu, því sama og hafði heitið
að virða þjóðaratkvæðið, að það
hefði óskráða heimild til að
eyðileggja áhrif þess, ef ESB
leyfði engan annan kost. Þá
tókst með herkjum að efna til
kosninga og þjóðin átti enn leik
og nýtti hann til að að ýta þess-
um svikahröppum burt af þingi.
Og af því að hún er annarrar
gerðar en þeir þá gerði hún það
svikalaust og með hnykk.
Og nú mætti David Frost
sendur af Boris með bréf frá
honum.
Gunnar Rögnvaldsson pistla-
höfundur með meiru hefur eftir-
farandi endursögn af atburð-
unum: „Svo virðist sem að
kaldur hrollur sé að byrja að
hríslast um skilningsvana ráða-
menn Evrópusambandsins
vegna Brexit. Þeir eru byrjaðir
að gera sér ljóst að skilning-
arvit þeirra hafa aldrei virkað.
Svo er nefnilega í Brexit-
pottinn búið að aðalsamn-
ingamaður Bretlands í útgöngu-
málum, David Frost, kveikti á
einni einfaldri ljósaperu í hinum
lokaða ESB-heimi gær. Það
gerði hann með því að segja efn-
islega að Bretland fór út úr
Evrópusambandinu vegna þess
að það er vont fyrir ríki að vera
þar. Það er vont fyrir ríki að
missa fullveldi sitt og það er
vont fyrir ríki að missa sjálf-
stæðið. En það sem er allra
verst er að þurfa að kyngja lög-
um sem við Bretar sjálfir höfum
ekki að fullu samið sjálfir og
sem gilda bara fyrir okkur í
okkar eigin landi. Það er með
öðrum orðum algerlega óásætt-
anlegt að missa löggjafarvaldið
úr landi.
Við erum að yfirgefa Evrópu-
sambandið til þess að aðeins
okkar eigin lög gildi í okkar eig-
in landi. Við þolum ekki að lög
Evrópusambandsins gildi í
Bretlandi. Við erum því ekki að
fara úr Evrópusambandinu til
að fá neinn „annan samning“ við
það um eitt né neitt. Við erum
að fara þaðan út til þess að við
sjálfir ráðum því hvernig við-
skipti við eigum við önnur lönd.
Það kemur aldrei til greina að
við gerum viðskiptasamning við
Evrópusambandið á þeim for-
sendum að við þurf-
um að samþykkja
lög þess og reglur.
Þeir sem skilja
þetta ekki, skilja
ekki neitt. Við er-
um farin. Og þegar
við erum farin þá
gerum við á ný við-
skiptasamninga við
önnur lönd án þess að gangast
undir lög þeirra og reglur. Við-
skipti eru bara viðskipti. Þeir
sem vilja ekki eiga viðskipti við
okkur á þeim forsendum sem
við viljum semja um, þeir geta
þá gert það undir skilmálum
WTO. Takk fyrir þetta Frost.
Svona frost líkar mér!“
Í framhaldinu gerðist það að
talsmenn búrókratanna í Bruss-
el sögðu að fyrsta verkefnið
væri að semja um það á milli að-
ila í hversu mörg ár þeir vildu
framlengja þann tíma sem veitt
yrði í þessar umfangsmiklu og
flóknu viðræður um lífið eftir
útgöngu. Langflest ríki heims
búa reyndar við þá tilveru að
vera utan þessa sæluríkis Sam-
fylkingar og forystusveita fleiri
flokka, jafnvel þeirra sem síst
skyldi, og þau eiga engin vand-
ræði með að gera viðskipti við
þetta stirðbusalega samband
þrátt fyrir það. Það gæti verið
vegna þess að í því tilfelli hafa
aðilarnir sameiginlega hags-
muni af bærilegu viðskiptaum-
hverfi og þurfa ekki að láta ESB
skaffa sér lög og reglufargan til
að fara eftir, sem þeir munu
ekki hafa neitt um að segja
fremur en Íslendingar um orku-
pakkann, sem svipti íslenskum
raforkumálum burtu úr forsjá
heimamanna eins og hendi væri
veifað, þótt það sé óheimilt sé
horft til stjórnarskrár landsins.
Stjórnarskráin var ekki einu
sinni ómerkt með lögum heldur
með þingsályktun svo öruggt
væri að þjóðin gæti hvergi kom-
ið nálægt málinu.
Frost, fullrúi breska for-
sætisráðherrans, lét þá í Bruss-
el vita af því strax að hann gæti
sparað mönnum drjúgan tíma
því að umbjóðandi hans for-
sætisráðherrann hefði þegar til-
kynnt að væri ekki málum lokið
um næstu áramót gæti Evrópu-
sambandið átt eintal við sjálft
sig um framhaldið og myndi
enginn norðan hinna hvítu
kletta við Dover blanda sér í
það hjal né hlusta eftir því.
Það var á því augnabliki sem
einhver í liðinu sem tók á móti
vakti athygli sinna manna á því
að flest benti nú til þess að The-
resa May væri flutt úr Down-
ingstræti og sennilega fyrir
fullt og allt.
Nú sitja þeir og fást við þess-
ar síðbúnu fréttir og gera fátt
annað á meðan.
Það má orða það svo að þeir
hafi verið settir í frost.
Menn sem búa til
gervivandamál frá
morgni til kvölds
finna „kulnun í
starfi“ þegar þau
leysast upp}
Nýir menn,
annað upplit
F
rá árinu 1995 hefur almenningur
átt þess kost að flytja inn eigið
áfengi til einkaneyslu. Einka-
réttur ÁTVR til innflutnings á
áfengi var með öðrum orðum af-
numinn fyrir 25 árum. Fjölmargir nýta sér
þetta, kaupa áfengi í verslunum erlendis og
láta senda heim til sín á Íslandi.
Samhliða auknu valfrelsi neytenda og al-
þjóðavæðingu hefur ósk almennings um aukið
frjálsræði í áfengislöggjöf farið vaxandi.
Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sem
nú er til kynningar í samráðsgátt Stjórn-
arráðsins, miðar að því að heimila sölu áfengis í
gegnum vefverslanir, innlendar sem erlendar.
Íslendingar kaupa hlutfallslega meira af er-
lendum áfengistegundum en íbúar nágranna-
landa okkar gera. Íslenskir áfengisframleið-
endur hafa staðið höllum fæti gagnvart
erlendri samkeppni, um árabil meðal annars vegna þess
að erlendir áfengisframleiðendur hafa greiðan aðgang að
íslenskum neytendum í gegnum auglýsingar og netversl-
un á meðan íslenskir framleiðendur hafa það ekki. Það er
því fullt tilefni til að endurskoða löggjöf um áfeng-
isauglýsingar í náinni framtíð.
Núverandi lagaumhverfi felur í sér ójafnræði milli inn-
lendrar og erlendrar verslunar, sem er ósanngjarnt og fer
gegn hagsmunum neytenda. Fá, ef einhver dæmi, má
finna í íslenskum lögum þar sem almenningi er heimilt að
kaupa vörur frá erlendum verslunum til innflutnings, en
mega ekki kaupa sömu vöru af íslenskri versl-
un. Innlendir framleiðendur hafa gripið til
þess ráðs að selja afurðir sínar til útlanda, til
sölu í erlendum vefverslunum, oftar en ekki til
íslenskra neytenda. Við getum farið betur
með fjármuni og hugað betur að loftslags-
málum.
Fjöldi sölustaða áfengis hefur margfaldast
frá árinu 1995 í samræmi við áherslur og kröf-
ur neytenda. Frumvarpið hróflar ekki við al-
mennum verslunarrekstri ÁTVR og felur ekki
í sér tillögur um breytingu á áfengisstefnu,
áherslum í lýðheilsumálum eða tekjuöflun rík-
isins á þessu sviði. Með því að heimila sölu
áfengis í gegnum vefverslanir er ekki verið að
auka sýnileika áfengis í íslensku samfélagi. Í
þeim tilvikum þar sem neytendur sækja
áfengið á starfsstöð leyfishafans, þarf leyf-
ishafinn að gæta þess að áfengi sé ekki til sýn-
is á starfsstöðinni.
Sömu almennu skilyrði verða sett fyrir vefversl-
unarleyfi, eins og öðrum leyfum sem fjallað er um í áfeng-
islögum. Einstaklingar og lögaðilar munu almennt geta
fengið slíkt leyfi, hafi þeir náð tilskildum aldri og tilkynnt
ríkisskattstjóra um atvinnustarfsemi sína.
Verði frumvarpið að lögum er stigið mikilvægt skref í
átt að auknu jafnræði, frelsi og samkeppni innlendrar
verslunar við þá erlendu. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Áfengi til útlanda og aftur heim
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
„Samkvæmt öllum hefð-
bundnum mælikvörðum er gott
að vera barn á Íslandi, eins og
niðurstöður skýrslunnar sýna.
Börn hafa hér öll tækifæri til að
blómstra og dafna,“ segir Berg-
steinn Jónsson, framkvæmda-
stjóri UNICEF á Íslandi.
„Þar sem við erum hins vegar
að bregðast börnum, líkt og hin-
ar ríku þjóðirnar, er hversu mik-
ið við mengum miðað við höfða-
tölu. Þar þurfum við að grípa til
tafarlausra aðgerða og gera
meira, enda eigum við langt
með að ná þeim losunarmark-
miðum sem sett hafa verið fyrir
árið 2030. Við þurfum að skuld-
binda okkur til að skapa framtíð
sem hæfir börnum og þar höf-
um við Íslendingar öll tækifæri
til að vera í fararbroddi,“ segir
Bergsteinn ennfremur um
helstu niðurstöður skýrslunnar.
Mengum
of mikið
UNICEF Á ÍSLANDI