Morgunblaðið - 19.02.2020, Page 16

Morgunblaðið - 19.02.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020 Ármúla 24 • S. 585 2800 Hinn 18. febrúar 1885 gerðist sá skelfi- legi atburður að snjó- flóð féll úr Bjólfstindi við Seyðisfjörð, sópaði brott og að mestu á sjó út 14 íbúðarhúsum á Seyðisfjarðaröldu og varð 24 mönnum að bana. Í íbúðarhúsum þessum bjuggu alls á að giska 85 manns. Hafa margir þeirra sem lifa af slasast meira og minna. Frá Seyðisfirði skrifar sjón- arvottur að slysinu stutta frásögn og er efni hennar á þessa leið: Öskudagurinn 18. febrúar Eins og kunnugt er hefur fann- kyngi verið gífurlegt í vetur á Norður- og Austurlandi. Hafa víða orðið snjóflóð, einkum á Austur- landi, er stafa af hinni áköfu fann- fergju. Snjóflóðið á Seyðisfirði kom klukkan rúmlega átta um morg- uninn hinn 18. febrúar, á öskudeg- inum. Kom það úr Bjólfinum, snar- bröttu fjalli fyrir ofan kaupstaðinn, um 3.000 feta háu. Hryllileg aðkoma Þegar atburðurinn varð voru menn almennt ekki risnir úr rekkju. Um leið og snjóflóðið féll dimmdi svo yfir að sýnilegur mun- ur varð á birtu í kaupstaðnum. Flóðið féll yfir miðja Ölduna, það er kaupstaðinn við Seyðisfjarð- arhöfn. Ég var með þeim fyrstu sem komu þar að og þvílíka sjón hef ég aldrei séð á ævi minni. Fjórtán íbúðarhús hafði flóðið hrif- ið með sér og ýmist sópað þeim gersamlega út á sjó eða fram í flæðarmálið þar sem þau lágu möl- brotin. Einnig var margvíslegt brak úr íbúðarhúsum og fjölda úti- húsa víðs vegar á grundinni milli fjalls og fjöru. Var hryllilegt að koma þarna að. Úr öllum áttum heyrðust óp og vein þeirra sem fyrir snjóflóðinu höfðu orðið. Marg- ir voru særðir og slasaðir. Menn komu naktir hvaðan- æva, vaðandi gegnum snjó og ís. Björgun erfið Þegar hinn sama dag og snjóflóðið féll var unnið að því af kappi að grafa eftir fólki og heppnaðist að ná nokkrum með lífi úr snjóskriðunni. Barn eitt sem náðist var að sjá andvana, kalt og hálfstirðnað, en lifnaði við lífg- unartilraunir læknisins. Síðan hef- ur verið haldið áfram að grafa í snjónum og rústunum dag eftir dag þegar fært hefur verið, fyrir illviðri sem staðið hefur nú í þrjár vikur með hinni mestu fannkomu sem ég hefi séð um mína daga. Tíu lík eru fundin, en alls hafa farist í þessu ægilega snjóflóði 24 mann- eskjur, þar af átta börn. Ekki veit ég tölu þeirra sem særðir voru og slasaðir meira og minna en þeir voru mjög margir. Alls bjuggu í húsum þeim sem flóðið tók um 85 manns. Hefur læknir staðarins, kandídat Bjarni Jensson, haft ærið að vinna. Kunnastur þeirra manna sem fórust var cand.pharm. Mark- ús lyfsali Ásmundsson Johnsen frá Odda. Hann hafði fengið konungs- leyfi 1883 til að koma á fót lyfja- búð á Seyðisfirði og hafði nýlokið því er slysið varð, en hún fór með öllu er í var. Sólarkaffi Seyðfirðinga Það má því nefna það „kald- hæðni örlaganna“ að 18. febrúar ár hvert er Sólardagurinn á Seyð- isfirði. Þá sést sólin fyrst færast yfir stærstan hluta kaupstaðarins eftir að hafa verið hulin íbúum frá því í októbermánuði. Bæjarbúar gleðjast og Sólarkaffi er á flestum heimilum. Svo var þó alls ekki á öskudeginum 18. febrúar 1885 fyr- ir 135 árum. Ofanflóðavarnir Á Seyðisfirði er talin mikil áhætta í byggð varðandi snjóflóð og aurskriður. Sagan segir sína sögu. Árið 2005 var lokið við varn- argarða uppi á brún Bjólfsins til varnar íbúðarhúsum á Bökkum og Fjarðaröldu. Reynslan hefur sýnt að þær varnir uppfylla ekki örygg- iskröfur. Nú er beðið eftir fjár- magni svo að hægt verði að hefjast handa við frekari varnir undir Bjólfi. Þær varnir byggjast á tveimur leiðigörðum og einum varnargarði. Enn fremur eru 17 hús á mesta hættusvæði sunnan megin undir neðri Botnum vegna hættu á aurflóðum. Nægjanlegt efni er þar uppi í stórskriður. Jarðsagan segir að árþúsunda flóð hafi fallið á því svæði niður í Fjarðará. Verði ekkert að gert er hætta á að stór aurskriða geti fall- ið á byggð í sunnanverðum Seyð- isfirði. Frekari rannsóknir eru nú í gangi eftir nýtt endurmat. Ofanflóðasjóður Á meðan stór knýjandi verkefni á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, sem ljúka átti 2010, bíða enn og önnur stór hafa bæst við er fullyrt að ríkið blekki hús- eigendur sem greiða lögbundið gjald til ofanflóðavarna. Gjaldið er 0,3% af vátryggingarverðmæti húsa og rennur í ríkissjóð. Aðeins þriðjungur skattsins skilar sér í of- anflóðavarnir. Ljótt ef satt reynist. Hver er ábyrgur? Hefjast verður handa strax. Heimildir: Öldin sem leið. RÚV 29.8. og 25.11. 2019. 135 ár frá mannskæðasta snjóflóði á Íslandi Eftir Þorvald Jóhannsson » Barn eitt sem náðist var að sjá andvana, kalt og hálfstirðnað. Úr öllum áttum heyrðust óp og vein. Menn komu naktir hvaðanæva, vað- andi gegnum snjó og ís. Þorvaldur Jóhannsson Höfundur er fv. bæjarstjóri, nú eldri borgari, á Seyðisfirði. brattahlid10@simnet.is Ég er óþreytandi að ræða um afbökun reglna Frístundakorts- ins og minna aftur á upphaflegan tilgang þess því ég tel að verið sé að brjóta á börnum efnaminni og fátækra foreldra. Á fundi borg- arstjórnar 18. febrúar tengdi ég umræðuna um Frístundakortið við tillögu mína um að fjölga stöðugildum hjá Leikni sem er lítið íþróttafélag í Efra-Breiðholti. Félagið berst í bökkum og er að reyna að halda úti fótboltadeild með aðeins einn starfsmann. Í hverfi 111 býr hæsta hlutfall fjölskyldna með fjárhagsaðstoð og hæsta hlutfall borgara af erlendum uppruna. Þar er einnig lægsta hlutfall barna sem stunda íþróttir en í þessu hverfi er jafnframt Frístundakortið minnst nýtt af öllum hverfum eða innan við 70%. Í sumum öðrum hverfum er notkun kortsins yfir 90%. Ef horft er einungis á íþróttir þá er notkun þess einnig minnst í hverfi 111 í sam- anburði við önnur hverfi (aðeins 21% stúlkna og 43% drengja). Ég tel að ein af ástæðum þess að börnin eru ekki að nota Frí- stundakortið í hverfi 111 sé sú að for- eldrar sem eru í fjárhagserfiðleikum eru tilneyddir til að nota rétt barna sinna til Frístundakortsins til að greiða fyrir frístundaheimilið eða tungumálakennslu. Þess utan þarf að gefa eftir rétt Frístundakortsins til að hægt sé að sækja um fjárhags- aðstoð, skuldaskjól eða afskriftir skulda hjá borginni. Svona er nú komið fyrir Frístundakorti barnanna. Til að setja þetta í tölulegt samhengi þá var Frístundakortið árið 2018 nýtt upp í greiðslu fyrir dvöl 1.503 barna á frístundaheimili eða 23,9% þeirra en alls voru 6.298 börn skráð í 1.-4. bekk þetta ár. Upphaflegur tilgangur Frí- stundakortsins var að öll börn án til- lits til efnahags foreldra gætu lagt stund á íþróttir. Árið 2009 var að til- stuðlan VG reglum um Frí- stundakortið breytt, fyrst þannig að hægt var að nota það til að greiða fyr- ir frístundaheimili en svo var haldið áfram að gengisfella Frístundakortið með því að tengja það við fjárhags- aðstoð og skuldir foreldra. Þar með var ekki hægt að nota það til að greiða æfingagjöld, t.d. til að leggja stund á fótboltaiðkun hjá Leikni. Það er hægt að fara aðrar leiðir til að hjálpa fólki í fjárhagsvanda en að hrifsa af börnunum rétt þeirra til að nota Frístundakortið. Ég hef bent á styrki á grundvelli 16. gr. a, reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavík- urborg, fyrir greiðslu á frístunda- heimili. Eins og staðan er nú er ekki hægt að sækja um styrk samkvæmt þeirri grein nema uppfylla skilyrði um fjárhagsaðstoð og til að uppfylla skilyrði um fjárhagsaðstoð þarf að gefa eftir rétt barnsins til Frí- stundakortsins. Svona ganga nú kaupin á eyrinni fyrir sig í borginni. Börn eru á frístundaheimili til þess að foreldrar geti unnið úti. Eins og þessum málum er háttað í dag er ver- ið að beita börn efnaminni foreldra órétti. Það er verið að gefa þeim tæki- færi með hægri hendi en hrifsa það til baka með þeirri vinstri. Nánar um íþrótta- félagið Leikni Ef horft er til hags- muna barna í Efra- Breiðholti þá er sér- staða Leiknis mikil. Leiknir er ekki félag sem getur treyst á að æfingagjöld borgi launa- kostnað þjálfara yngri flokka. Hækki gjöldin eru líkur á að færri börn stundi íþróttir í Efra-Breiðholti. Leiknir er einfaldlega í allt öðru umhverfi en önnur félög. Félagsgjöld hjá Leikni eru 50.000 kr. fyrir þau yngstu og upp í 70.000 kr. fyrir þau elstu. Gjöldin eru ekki lotuskipt. Ávallt eru einnig einhver börn sem mæta en geta ekki greitt fé- lagsgjald. Í hverfinu búa mörg börn sem langar að taka þátt í starfi Leiknis en geta það ekki vegna bágs efnahags foreldra. Engum er vísað frá og reynt er að taka alla með í starfið þótt þeir séu ekki formlega skráðir í félagið. Samningur sem nú er í gildi milli Reykjavíkurborgar og Leiknis tók gildi 22. janúar 2008. Drög að nýjum samningi liggja á borðinu frá ÍTR sem býður félaginu hækkun upp á 56.000 kr. á mánuði. Þetta er ekki í samræmi við þær kröfur og lág- marksskyldur sem félaginu er gert að sinna. Í drögum að nýjum samningi eru auk þess gerðar nýjar kröfur til félagsins um kaup á ábyrgðartrygg- ingu. Einnig bættust sorpgjöld á fé- lagið árið 2018. Í raun má því segja að ekki sé verið að hækka þennan samning um 56.000 kr. á mánuði, þar sem skuldbindingar koma á móti. Sjálfsagt er að félög greiði slíkt en það þarf þá að fylgja því fjármagn. Með hagsmuni barna í hverfinu að leiðarljósi sem mörg eru börn efna- minni og fátækra foreldra er mik- ilvægt að styðja og styrkja Leikni sérstaklega. Mest um vert er að fjölga stöðugildum. Með öðrum starfsmanni er ekki öll viðvera á herðum eins starfsmanns og hægt er að skipta með sér þrifum og annarri ábyrgð. Með fleiri stöðugildum er hægt að bjóða upp á meiri sveigj- anleika og vinna markvisst að því að fjölga iðkendum en halda áfram lág- um iðgjöldum. Breyttar reglur um Frístundakortið í samræmi við upp- haflegt markmið myndu einnig hjálpa mikið. Tími er kominn til að gera betur fyrir lítið félag sem er með lægstu æfingagjöldin og er í hverfi þar sem ríkir mest fátækt af öllum hverfum borgarinnar og þar sem hæsta hlutfall erlendra borgara býr. Frístundakortið og íþróttafélagið Leiknir Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Kolbrún Baldursdóttir » Verið er að beita börn efnaminni foreldra órétti með því að gefa þeim tækifæri með hægri hendi en hrifsa það til baka með þeirri vinstri. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.