Morgunblaðið - 19.02.2020, Page 26
FÓTBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Liverpool þurfti að sætta sig við
0:1-tap fyrir Atlético Madríd á úti-
velli í Meistaradeild Evrópu í fót-
bolta í gærkvöld. Saúl Niguez
skoraði sigurmarkið strax á fjórðu
mínútu og eftir það var varn-
arleikur spænska liðsins í heimsk-
lassa. Það var sama hvað Liverpool
reyndi, ekki tókst að skapa alvöru-
færi og að lokum átti enska liðið
ekki skot að marki og Jan Oblak í
marki Atlético þurfti ekki að verja
eitt einasta skot. Hinum megin var
Atlético hættulegt í skyndisóknum
og fékk fleiri færi til að bæta við
en Liverpool að jafna.
Pirraðir Liverpool-menn
Liverpool er enn ósigrað í ensku
úrvalsdeildinni eftir 26 leiki, en lið-
ið hefur tapað tveimur leikjum af
sjö í Meistaradeildinni. Jürgen
Klopp tók Sadio Mané út af í hálf-
leik og Mo Salah af velli í seinni
hálfleik. Svo virðist sem enska úr-
valsdeildin sé í forgangi, enda
fyrsti titill Liverpool í 30 ár heima
fyrir í augnsýn.
Unnendur góðrar varnarknatt-
spyrnu hafa væntanlega fylgst vel
með Atlético síðustu ár undir
stjórn Diego Simeone. Argent-
ínumaðurinn fann lausnir við sókn-
arleik Liverpool sem lið á Eng-
landi hafa enn ekki fundið.
Varnarmenn Atlético voru með
svör við öllu sem Liverpool reyndi.
Þá tókst spænska liðinu að pirra
Liverpool-menn, eins og sjá má í
viðtölum leikmanna enska liðsins
eftir leik.
Virgil van Dijk sagði Atlético-
menn heppna og Andrew Robert-
son sagði þá hafa farið auðveldlega
niður og það hafi pirrað leikmenn
Liverpool. Þá skaut hann á mikil
fagnaðarlæti Atlético-manna eftir
leik. Jürgen Klopp fékk svo gult
spjald fyrir hörð mótmæli. Það
verður áhugavert að sjá hvaða ger-
ist þegar liðin mætast á Anfield 11.
mars.
Norðmaður í sögubækurnar
Ef vitað væri fyrir leik Dort-
mund og PSG að lokatölur yrðu
2:1, Dortmund í vil, yrði stuðullinn
hjá veðbönkum á að Erling Braut
Håland myndi skora bæði mörk
Dortmund, eflaust ekki mjög hár.
Það er nákvæmlega það sem hinn
19 ára gamli Norðmaður gerði.
Hann hefur nú skorað ellefu mörk
í sjö leikjum í Meistaradeildinni.
Aldrei hefur leikmaður verið eins
snöggur að skora meira en tíu
mörk í keppninni. Þá varð hann
fyrsti leikmaðurinn í sögu Dort-
mund til að skora í sínum fyrsta
leik í Meistaradeildinni, þýsku
deildinni og í þýska bikarnum.
Neymar skoraði mark PSG, sem
gæti reynst dýrmætt, enda útivall-
armörk gulls ígildi í Meistaradeild-
inni.
Liverpool lenti
á vegg í Madríd
Áttu ekki skot á markið á Spáni
AFP
Mark Leikmenn Atlético fagna sigurmarki Saúl Niguez í Madríd í gær.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Atlético Madrid – Liverpool................... 1:0
Saúl Niguez 4.
Dortmund – París SG.............................. 2:1
Erling Braut Håland 69., 77. – Neymar 75.
Í kvöld mætast Atalanta – Valencia og
Tottenham – RB Leipzig en hinar fjórar
viðureignirnar fara fram í næstu viku.
Frakkland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Toulon – Metz ...................................... 23:33
Mariam Eradze skoraði 2 mörk fyrir
Toulon.
Áskorendabikar karla
Dregið til 8-liða úrslita:
Victor Stavropol – CSM Búkarest
Karviná – Dukla Prag
AEK Aþena – Potaissa Turda
Halden – Valur
Leikið er 21. til 29. mars.
Í undanúrslitum leikur Halden eða Valur
gegn AEK eða Potaissa.
1. deild kvenna
Njarðvík – Grindavík b ........................ 90:61
Keflavík b – Hamar .............................. 88:59
Staðan:
Fjölnir 17 13 4 1319:1066 26
Keflavík b 17 12 5 1279:1181 24
ÍR 17 11 6 1144:963 22
Njarðvík 18 11 7 1209:1055 22
Tindastóll 18 8 10 1186:1293 16
Grindavík b 18 4 14 1021:1336 8
Hamar 17 2 15 977:1241 4
Atvinnukylfing-
arnir Guðrún
Brá Björgvins-
dóttir og Valdís
Þóra Jónsdóttir
verða báðar á
meðal þátttak-
enda á Ladies
Classic Bonville-
mótinu sem
fram fer í Ástr-
alíu dagana 20.-
23. febrúar næstkomandi í Evr-
ópumótaröðinni. Mótið er það
fyrsta hjá Guðrúnu í mótaröðinni
eftir að hún tryggði sér þátt-
tökurétt í síðasta mánuði. Valdís
Þóra hefur leikið í mótaröðinni
síðustu ár.
Valdís náði sínum besta ár-
angri í mótaröðinni á sama móti
árið 2018, en hún endaði þá í
þriðja sæti. Hún komst hins veg-
ar ekki í gegnum niðurskurðinn á
mótinu á síðasta ári. Marianne
Skarpnord frá Noregi vann mótið
á síðasta ári og hún er aftur á
meðal kylfinga. Þá verða einnig
sterkir kylfingar á borð við Anne
van Dam, Meghan McLaren og
Laura Davies einnig með á
mótinu.
Skorið verður niður eftir tvo
hringi á mótinu og um það bil 60
efstu kylfingar tryggja sér þátt-
tökurétt fyrir lokadagana tvo.
Valdís og
Guðrún ríða
á vaðið
Guðrún Brá
Björgvinsdóttir
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Origo-höllin: Valur – Fjölnir ............... 20.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Origo-höllin: Valur – Skallagrímur.......... 18
Smárinn: Breiðablik – Grindavík........ 19.15
DHL-höllin: KR – Haukar................... 19.15
1. deild kvenna:
Dalhús: Fjölnir – ÍR............................. 19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Skessan: FH – Grótta ............................... 19
Enski boltinn á Símanum Sport
Manchester City – West Ham............. 19.30
Í KVÖLD!
Knattspyrnudeild KA hefur fengið
stóran og stæðilegan framherja, Ji-
bril Abubakar, að láni frá Midtjyl-
land, toppliði dönsku úrvalsdeild-
arinnar. Gildir lánssamningurinn
út ágústmánuð. Abubakar, sem er
tvítugur Nígeríumaður og 193
sentimetrar á hæð, var undir
smásjá stórliða á síðustu leiktíð og
voru félög á borð við Juventus og
Leicester að fylgjast með honum.
KA þurfti á framherja að halda
þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson
leikur ekki með liðinu á leiktíðinni
vegna krossbandsslita.
Stór og stæðileg-
ur framherji í KA
Ljósmynd/KA
Framherji Jibril Abubakar leikur
með KA út ágústmánuð.
SA tryggði sér deildarmeistaratitil karla í ís-
hokkí með 5:3-sigri á Fjölni í Skautahöll Ak-
ureyrar í gærkvöldi. SA, sem hefur haft yf-
irburði í íshokkí hér á landi í áraraðir, lenti
2:3-undir í fyrstu lotu. Akureyringar skoruðu
hins vegar þrjú síðustu mörkin og tryggðu sér
enn einn sigurinn. SA er með 36 stig eftir 13 leiki
í Herz-deildinni, 15 stigum meira en Fjölnir, sem
á leik til góða. SR er á botninum án stiga. SA og
Fjölnir eigast við í úrslitakeppninni um Íslands-
meistaratitilinn og hefst einvígi þeirra í næsta
mánuði.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Meistari Skautafélag Akureyrar varð enn og aftur deildarmeistari í karlaflokki í íshokkí í Skautahöll Akureyrar í gærkvöldi eftir sigur á Fjölni.
Enn og aftur deildarbikar á loft á Akureyri
Stefán Teitur Þórðarson, knatt-
spyrnumaður frá Akranesi, æfir
þessa dagana með norska úrvals-
deildarfélaginu Sarpsborg sem
dvelur í æfingabúðum í Marbella á
Spáni. Fótbolti.net skýrði frá þessu
í gær. Stefán, sem er 21 árs gamall
miðjumaður, er fastamaður í 21-árs
landsliðinu og á þar tólf leiki að
baki og lék fyrstu tvo A-landsleiki
sína gegn Kanada og El Salvador í
Kaliforníu í janúar. Hann var fyrr í
vetur við æfingar hjá Aalesund í
Noregi. Stefán hefur leikið 40 úr-
valsdeildarleiki með ÍA.
Stefán Teitur
hjá Sarpsborg
Morgunblaðið/Eggert
Sarpsborg Stefán Teitur Þórðarson
æfir með norska liðinu.