Morgunblaðið - 19.02.2020, Side 28

Morgunblaðið - 19.02.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020 Við höfum opnað nýjan og endurbættan vef: www.gamafelagid.is Rithöfundarnir Huldar Breiðfjörð og Sverrir Norland verða gestir viðburðaraðar Menningarhússins Gerðubergs í Breiðholti „Húslestur í skammdeginu“ í kvöld, miðviku- dag, kl. 20. Þeir mæta með ýmsa sína eftirlætistexta og munu lesa stutt brot úr textum hvaðanæva og deila með viðstöddum töfrunum sem búa í hinu ritaða orði. „Húslestur í skammdeginu“ er einu sinni í mánuði í Gerðubergi í vetur. Aðgangur er ókeypis, kaffi- hús staðarins opið og gestir hvattir til að slökkva á snjalltækjum og mögulega taka með sér handa- vinnu. Morgunblaðið/Hari Les upp Huldar Breiðfjörð kemur fram ásamt Sverri Norland, kollega sínum. Húslestur Huldars og Sverris í kvöld Einar Falur Ing- ólfsson mun kl. 12.15 í dag, mið- vikudag, fjalla um ferðasögur og dagbók sína í Gerðarsafni í Kópavogi. Einar Falur hefur lengi sinnt listgrein sinni, ljós- myndun, með margvíslegum hætti. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, kennt áfanga í ljósmyndun og haldið fyrirlestra víða, auk þess að starfa sem blaðamaður. Aðgangur er ókeypis en erindið fer fram á sýningunni Afrit sem er liður í Ljósmyndahátíð Íslands 2020. Fjallar um dagbók sína í ljósmyndum Einar Falur Ingólfsson Eftir vel heppnaða tilraun íþátttökuleikhúsi meðgoðsöguverki ÆvarsÞórs Benediktssonar á síðasta leikári var einboðið að halda áfram að nýta fjárfestinguna í tækni- búnaðinum og halda áfram með bókaflokkinn. Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag (hér eftir Tímaferðalag til hægðarauka) er reyndar ákaflega sjálfstætt gagnvart bókinni sem ber hliðstætt nafn. Hér er komin önnur grunnsaga, nýtt verkefni fyrir tíma- ferðalangann að leysa. Og nýr ferðalangur. Anna Hönnu- dóttir er kraftmikil nútímakona, alin upp af móður sinni til að takast á við hvern vanda af hugrekki og ráð- kænsku. Ekki veitir af þegar henni áskotnast tímavél þar sem hún situr á sjúkrahúsi og bíður fregna af líðan fárveikrar mömmu sinnar. Upphefst mikil leit að lækningu, vítt og breitt um rúm og tíma: Og í sönnum ævin- týraanda skilar leitin kannski ekki því sem lagt var upp með, en mögu- lega einhverju sem jafnvel er meira vert: þroska, þekkingu, skilningi og sátt. Allir lifa hamingjusamir til ævi- loka. Ævar snýr skemmtilega og nú- tímalega upp á staðalmyndir ævin- týrisins í upphafi, þar sem farið er yfir prinsessulegar dyggðir á borð við veggjaklifur, bardagalistir og kafsund. Prinsessur verða að kunna að spjara sig, eins og kemur í ljós þegar leiðangurinn hefst. Hvað sem öllum formbrellum og tilraunum líður er það fólk og bjástur þess sem við erum komin til að sjá í leikhúsinu og þessar grunnstoðir eru sterkar í Tímaferðalagi. Bæði Anna og Hanna móðir hennar eru bita- stæðir og áhugaverðir karakterar. Hæfileg blanda af staðalmyndum og andófi gegn þeim. Það sama má líka segja um Radar, persónugerving tímavélarinnar, sem lifir á mörkum mennsku og vélar. Óneitanlega fanga samt bæði brellurnar, að ógleymdum furðum tímaferðalaga, huga og athygli í sýn- ingunni. Ég gæti alveg trúað að þver- stæðurnar í flakki um tímann vefjist fyrir fleirum en okkur hinum full- orðnu í látunum, en sennilega truflar það enga nema þá sem endilega vilja skilja allt. Ungir áhorfendur á frum- sýningu virtust hafa full tök á tækja- búnaðinum sem gerir þeim kleift að hafa áhrif á atburðarásina. Sjálfur hélt ég mig til hlés og fylgdist með þegar yngri kynslóðin atti Önnu og Radar á foraðið eða reyndi að leið- beina þeim gegnum þrautirnar sem Ævar Þór hafði lagt fyrir þau. Framan af gekk þetta nokkuð vel. Ákvarðanirnar sneru að því hvert skyldi halda í tíma og rúmi, hvort skynsamlegt væri að berjast eða flýja, til dæmis í bráðskemmtilegu atriði í villta vestrinu. Í síðari hlut- anum lenti sýningin hins vegar í nokkurri sjálfheldu, þar sem hlut- verk áhorfenda fólst í því að aðstoða söguhetjurnar við að smyrja lík í hinu forna Egyptalandi á nógu sann- færandi hátt til að vekja ekki grun- semdir. Gisk um sögulegar stað- reyndir er ekki dramatískt, þarna var Ævar vísindamaður og ást hans á þekkingu að grípa óheppilega fram fyrir hendurnar á leikhúsmanninum sem deilir með honum líkama. Atrið- ið varð langt vegna þess hve giskið gekk illa og spennan slaknaði, þrátt fyrir hetjulega tilburði leikara, og ekki tók betra við í síðasta ævintýr- inu þar sem áhorfendur greiddu at- kvæði um hvort rétt væri að fara til hægri eða vinstri. Algerlega merk- ingarlaust og óspennandi, sama hvað hækkað var mikið í hljóðkerfinu, sem var óspart nýtt og ekki alltaf skyn- samlega. Tímaferðalag bæði staðfestir kosti og afhjúpar galla þessarar útgáfu af gagnvirku leikhúsi. Meðan ákvarð- anir áhorfenda eru merkingarbærar og þýðingarmiklar fyrir gangverk sögunnar eru þær skemmtilegar. Þegar þær eru byggðar á getgátum eða hendingum slaknar á spennunni. Það sem bjargar málunum hér er annars vegar hvað sagan sem undir liggur er áhugaverð og persónurnar bitastæðar, og hve vel leikhópurinn stendur sig í að túlka þær og halda boltum á lofti þrátt fyrir allt. Þar stendur allt og fellur með þre- menningunum; Önnu, Hönnu og Radar. Þau Lára Jóhanna Jóns- dóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir og Hilmir Jensson eru fyllilega verkn- um sínum vaxin. Lára Jóhanna dríf- ur sýninguna áfram með krafti sínum og jákvæðri útgeislun, þetta maka- lausa fyrsta starfsár Ebbu Katrínar hjá Þjóðleikhúsinu heldur bara áfram að gleðja mann og vekja vonir um glæst framhald og Hilmir er hreint frábær í sínu frumlega hlut- verki, hárnákvæmur þjarkur eina stundina, lúmskt fyndinn og mann- legur vinur þá næstu. Íris Tanja Í. Flygenring og Snorri Engilbertsson bregða sér í fjölbreytt hlutverk per- sóna sem verða á vegi tímaferðalang- anna og eru oft ansi sniðug. Leikmyndin er einföld í formi, enda fyrst og fremst vettvangur fyrir fjölbreytta staði sem framkallaðir eru með litríkum og snjöllum skjá- myndum. Leikmyndin er skrifuð á þremenningana Högna Sigurþórs- son, Magnús Arnar Sigurðarson og Hermann Karl Björnsson, en mynd- bandshönnun Ástu Jónínu Arnar- dóttur er þar kannski mikilvægasti þátturinn, ásamt með lýsingu Magn- úsar Arnars. Búningar Ásdísar Guð- nýjar Guðmundsdóttur eru sögulega réttir eins og vera ber. Stefán Hallur Stefánsson hefur stýrt áhöfn sinni af öryggi. Ef til vill treystir hann leikhúsinu og áhorf- endunum aðeins of lítið til að lifa sig inn í ævintýrið án þess að keyra stuð, hraða og hávaða í botn. Það sama má kannski segja um sjálfa grunnaðferð verksins; hún er á köflum dragbítur á sjálft innihaldið; leiðangur sem endar á að vera leit Önnu að sjálfri sér og því sem skiptir á endanum máli. Þar sem persónurnar og kjarni verksins nær að skína í gegn er hann skínandi, bæði frumlegur og rótfastur í hefð- um ævintýranna sem við erum öll tilbúin að trúa á. Tíminn vinnur á endanum Ljósmynd/Ásta Jónína Arnardóttir Gagnvirkni „Tímaferðalag bæði staðfestir kosti og afhjúpar galla þessarar útgáfu af gagnvirku leikhúsi,“ segir í leikdómi um Þitt eigið leikrit II. Þjóðleikhúsið Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag bbbnn Eftir Ævar Þór Benediktsson. Leik- stjórn: Stefán Hallur Stefánsson. Leik- mynd: Högni Sigurþórsson, Magnús Arnar Sigurðarson og Hermann Karl Björnsson. Búningar: Ásdís Guðný Guð- mundsdóttir. Tónlist: Anna Halldórs- dóttir. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðar- son. Kosningakerfi og sértækar tæknilausnir: Hermann Karl Björnsson. Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson. Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnar- dóttir. Leikgervi: Valdís Karen Smára- dóttir. Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmir Jensson, Íris Tanja Í. Flygenring, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Snorri Engilbertsson. Frumsýning í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu 14. febrúar 2020. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Kvartett Mariu Baptist og Sig- urðar Flosasonar heldur tónleika í röð Jazzklúbbsins Múlans í kvöld kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Babtist er þýskur píanóleikari og tónskáld og verður á tónleikunum flutt tónlist eftir hana og Sigurð. Þau hafa komið fram saman á nokkrum tónleikum bæði í Þýska- landi og hér á landi og bæði sem dúó og með kvartett. Með þeim í kvöld koma fram bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Einar Scheving sem leikur á trommur. Babtist hefur vakið mikla at- hygli í Evrópu og m.a. samið fyrir og stjórnað þýsku útvarps- stórsveitunum í Köln og Hamborg. Einnig hefur Stórsveit danska ríkisútvarpsins flutt verk eftir hana. Babtist hefur gegnt stöðu prófessors í tónsmíðum við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín og er virkur djasspíanóleikari. Vordagskrá Múlans fer fram með tónleikum á miðvikudags- kvöldum og stöku föstudögum á Björtuloftum. 21 tónleikar verða á dagskrá til og með 27. maí og munu flestir af helstu djasstónlist- armönnum þjóðarinnar koma fram og verður dagskráin fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg, að því er segir í tilkynningu. Múlinn er á 23. starfsári sínu og er sam- starfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazz- vakningar. Klúbburinn heitir í höf- uðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Kvartett Babtist og Sigurðar á Múlanum  Þýskur píanóleikari og tónskáld Íslandsvinur Maria Babtist hefur komið oftar en einu sinni til Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.