Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 48

Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Framkvæmdastjóri / meðeigandi Hugbúnaðar- markaðs- og greiðslumiðlunarfyrirtæki leitar að aðila til að sjá um rekstur fyrirtækis sem framleiðir hugbúnað og er í senn markaðs- og greiðslumiðlunarfyrirtæki. Viðkomandi þyrfti að koma að fyrirtækinu og vera hluthafi. Greiðsla fyrir hlut er að mestu með vinnuframlagi. Gott tækifæri til að koma að og eignast hlut í spennandi fyrirtæki með mikla framtíðar möguleika. Tekið er á móti fyrirspurnum á netfanginu jonhjaltalin@islandsrettur.is og í síma 419 1300. Staða sérfræðings Fulbright stofnunin leitar að háskólamenntuðum liðsfélaga með mikinn metnað til að taka þátt í krefjandi og fjölbreyttu starfi sérfræðings (Fulbright program officer). Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið hjá Fulbright á Íslandi á síðustu árum og við höldum ótrauð áfram á þeirri braut. Við leitum því að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi með afburða skipulagshæfileika. Starfið krefst nákvæmni í vinnubrögðum, getu til að skrifa vandaða texta bæði á íslensku og ensku, góðrar þekkingar á helstu tölvuforritum og færni til að tileinka sér nýja tækni. Þekking á menntamálum, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum er kostur, sem og reynsla af stjórnsýslu. Áhugi á samskiptum Íslands og Bandaríkjanna er skilyrði. Aðrar hæfniskröfur: viðeigandi háskólamenntun og starfs- reynsla, geta til að setja fram upplýsingar með skýrum hætti (líka í töflu- og myndformi), sveigjanleiki, þjónustulund og samskiptahæfni. Starfssvið: • Ábyrgð á margvíslegri stjórnsýslu sem tengist umsóknar- ferli og styrkþegum, bæði íslenskum og bandarískum, fræðimönnum og námsmönnum • Textaskrif og ritstjórn, þ.m.t. formleg bréfaskrif, skrif á vef og samfélagsmiðla, gerð upplýsingaefnis og fleira • Samskipti við samstarfsaðila á Íslandi og í Bandaríkjunum • Undirbúningur viðburða, aðstoð við framkvæmdastjóra og önnur tilfallandi verkefni Við bjóðum áhugavert starf í alþjóðlegu umhverfi. Hér starfar lítið teymi þar sem framlag og frumkvæði hvers starfsmanns skiptir miklu máli. Verkefni eru fjölbreytt og árstíðabundin - halda þarf utan um marga þræði og mæta glaður hverri áskorun. Til að sækja um starfið skal senda umsóknarbréf og ferils- skrá. Umsóknarbréf skal vera á ensku, en ferilsskrá á íslensku. Vinsamlegast tilgreinið tvo meðmælendur, en ekki verður haft samband við þá nema með samþykki umsækjanda. Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið fulbright@fulbright.is merktar „starfsumsókn“. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars nk. Upplýsingar um Fulbright stofnunina má finna á www.fulbright.is. Fulbright stofnunin á Íslandi Umsóknartímabil er frá 8. febrúar til 29. febrúar. Sæktu um á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is. Þar færðu líka nánari upplýsingar um störfin sem eru í boði. Hlökkum til að sjá þig í sumar! kopavogur.is Fjölbreytt og spennandi sumarstörf fyrir 18 ára og eldri Við leitum að fólki í sumarstörf í leikskólum, vinnuskóla, garðrækt, umönnun fatlaðra, á bæjarskrifstofurnar, í upplýsingatæknideild bæjarins, sundlaugarnar og fleiri skemmtilega vinnustaði. HVAÐ DREYMIR ÞIG UM AÐ GERA Í SUMAR?             Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is intellecta.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.