Morgunblaðið - 24.02.2020, Side 1

Morgunblaðið - 24.02.2020, Side 1
M Á N U D A G U R 2 4. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  46. tölublað  108. árgangur  ÍSLAND LAGÐI SLÓVAKÍU Í KÖRFUNNI LEITIN HELDUR ÁFRAM NÝTT TÓNVERKVIÐ BORGAR- ÆTTINA FRANSKT HERSKIP 11 MENNING 28 ÍÞRÓTTIR 27 AFP Tenerife Öngþveiti á flugvellinum í gær.  Flugsamgöngur á Kanaríeyjum lágu niðri í gær vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar. Aflýsa þurfti hundruðum flugferða, þeirra á meðal ferðum Norwegian milli Keflavíkur og Tenerife, stærstu eyj- ar eyjaklasans. Sandurinn á upptök sín í Sahara-eyðimörkinni, en Tene- rife er um 100 kílómetrum undan ströndum Marokkó. Þótt slíkir stormar séu þekktir hefur ástandið ekki verið jafnslæmt í 20 ár, að sögn Karls Rafnssonar, fararstjóra ferða- skrifstofunnar Vita á Tenerife. Styrkur svifryks mældist í gær tí- faldur á við það sem eðlilegt þykir og var skyggni afar slæmt. Þá náði vindhraði í hviðum allt að 33 metr- um á sekúndu. »4 og 13 Hundruðum flug- ferða aflýst á Kanarí vegna sandstorms Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fyrirhugað verkfall sjúkraliða er grafalvarlegt mál sem kemur niður á viðkvæmu heilbrigðiskerfi sem þolir litlar breytingar, segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Um 90% félagsmanna samþykktu síðastliðinn fimmtudag verkfall sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og Akureyrarbæ. Sandra segir stöðuna í raun „fyrirkvíðanlega“. SLFÍ og samninganefnd ríkisins (SNR) funda í dag og segist Sandra hóflega bjartsýn á að þær viðræður muni skila árangri. Að óbreyttu hefjast verkfalls- aðgerðir 9. mars en Sandra vonast til þess að fyrirhugaðar verkfalls- aðgerðir verði til þess að SNR komi til móts við sjúkraliða. „Þessar aðgerðir sem við erum að boða eru til þess fallnar að hvetja fólk til aðgerða því það er neyðar- úrræði að grípa til verkfallsaðgerða. Þetta er grafalvarlegt í sjálfu sér því þarna erum við að boða verkföll á stöðum þar sem kerfið er þegar við- kvæmt, heilbrigðiskerfið og heil- brigðisþjónustan er á það viðkvæmu stigi í dag að hún má ekki við miklum breytingum.“ Sandra segir SNR hafa rætt um að samningsvilji sé til staðar en nefndinni hafi þó tekist að draga við- ræðurnar fram úr hófi. Helsta krafa SLFÍ er sú að vinnuvika sjúkraliða verði stytt án þess að laun þeirra skerðist. Vinnuvika vaktavinnufólks verði þá 80% af fullri dagvinnu. Þá krefst félagið þess einnig að laun hækki í samræmi við menntun og ábyrgð en Sandra bendir á að laun sjúkraliða séu mjög nálægt lág- markslaunum lífskjarasamningsins. „Þetta er niðurlægjandi staða og þetta þurfum við að fá leiðrétt.“ Áfram verkfall hjá Eflingu Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefja í dag aðra viku ótímabundins verkfalls og kjósa fleiri um vinnustöðvanir í vikunni. Grafalvarleg staða uppi  Formaður SLFÍ segir að heilbrigðiskerfið megi ekki við verkfalli sjúkraliða  Formaðurinn vonar að nú færist aukinn kraftur í viðræður  Aðgerðir 9. mars Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Laun sjúkraliða eru mun lægri en sambærilegra stétta. MTelur sátt um launaleiðréttingu » 2 Að vanda tóku óþreyjufullir nautnaseggir for- skot á sæluna um helgina og renndu niður nokkrum vatnsdeigs- eða gerdeigsbollum með rjóma, sultu, súkkulaði eða jafnvel einhverju enn meira framandi. Justyna Joanna Cisowska, verslunarstjóri Bakarameistarans í Suðurveri, hafði í það minnsta selt ógrynni af bollum þegar ljósmyndara bar að garði en ætla má að enn fleiri bollur rjúki út í dag, á bolludaginn sjálfan. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bragðgóður bolludagur haldinn hátíðlegur  Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa kært framkvæmd Þjóðskrár Ís- lands á undirskriftasöfnun til að knýja á um íbúakosningu um skipu- lag í og við Elliðaárdalinn til sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins. Í ljós kom að íbúar Kjalarness gátu ekki skrifað undir. Reykjavíkurborg og Þjóðskrá höfnuðu beiðni Hollvinasamtak- anna um lengri frest til að safna undirskriftum. Söfnuninni lýkur að óbreyttu föstudaginn 28. febrúar. Rúmlega níu þúsund undirskriftir hafa safnast. »4 Framkvæmd undir- skriftasöfnunar kærð  Útbreiðsla kór- ónuveirunnar, COVID 19, gæti ógnað við- kvæmum bata hagkerfis heims- ins. Þetta er mat framkvæmda- stjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins eftir fund með G20- ríkjunum í gær. Veiran er farin að láta á sér kræla í fleiri ríkjum heims. Þannig hefur hæsta við- búnaðarstigi verið lýst yfir í Suður- Kóreu eftir að fleiri smit hafa greinst og fleiri látist. Þá hefur ver- ið lagt á farbann í nokkrum bæjum í norðurhluta Ítalíu vegna kórónu- veirunnar. Þar í landi hafa 130 til- felli verið staðfest. Í Íran hafa átta látist úr veirunni, sem er mesti fjöldi utan Kína. Nágrannaríki Íran hafa lokað landamærum sínum að landinu. »13 Kórónuveiran berst til fleiri landa heims Veiran er komin til Suður-Kóreu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.