Morgunblaðið - 24.02.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 24.02.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Það er sérkennilegt, svo ekki sémeira sagt, að eina stofnun landsins sem sérstaklega er í lög- um sögð „í almannaþágu“ skuli sveipuð slíkum leyndarhjúp að al- menningur veit lítið sem ekkert um það helsta sem þar ger- ist.    Þessi stofn-un, „Ríkis- útvarpið, fjölmiðill í almannaþágu“ skýlir sér til dæmis á bak við það þegar hentar að það geti ekki upp- lýst um fjárhag sinn vegna þess að það hafi gefið út skuldabréf sem skráð sé á markað. Með þeim „rök- um“ hefur stofnunin jafnvel tak- markað aðgang fjárlaganefndar Alþingis að fjárhagsupplýsingum.    Annað dæmi um þetta fráleitaleynimakk er nýlegt ráðningarferli útvarpsstjóra þar sem þessi stofnun, ein ríkisstofn- ana, taldi sig ekki geta fengið hæf- an forstöðumann nema leyna því hverjir hefðu sótt um. Sé svo, hlýt- ur það að gilda um allar hinar ríkisstofnanirnar líka, en þær eru að vísu ekki „í almannaþágu“.    Nú hefur umboðsmaður Alþing-is fjallað um þetta og segir í áliti sínu (í talsvert lengra máli að vísu) að ekki sé nægilega skýrt í lögum hversu greiðan aðgang al- menningur eigi að hafa að upplýs- ingum um starfsemi Ríkisútvarps- ins.    Stjórnendur Rúv. hafa „í al-mannaþágu“ skýrt þessa laga- óvissu leyndinni í vil. Augljóst er að Alþingi þarf að aflétta leyndinni af starfsemi Rúv. og fyrsta skrefið í þá átt ætti að vera að taka ohf. aftan af nafni þess. Að öðrum kosti verður auðvitað að fjarlægja orðin „í almannaþágu“. Er leynimakkið „í almannaþágu“? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á dögunum endurnýjuðu Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Adolf Berndsen, stjórnarformaður BioPol á Skaga- strönd, samstarfssamning til næstu fimm ára. Sjávarlíftæknisetrið BioPol, sem stofnað var á Skagaströnd 2007, hefur unnið að fjölbreyttum verk- efnum sem m.a. hafa miðað að því að kortleggja tækifæri til verðmæta- sköpunar í sjávarútvegi. Í dag starfa hjá félaginu átta sérfræðingar og komið hefur verið upp rannsókna- aðstöðu og vottuðu vinnslurými sem nýtist frumkvöðlum. Ánægja hefur verið, segir í frétta- tilkynningu, meðal forráðamanna og starfsmanna BioPol ehf. og HA með samstarfið. Í því ljósi hefur nú verið gerður samningur um áframhald- andi samstarf um rannsóknir og tækniþróun á sviði sjávarlíftækni, matvælafræði og tengdra sviða. Í því felst m.a. að skilgreina ný rann- sóknaverkefni, en styrkleiki sam- starfsins byggir á samlegð þekk- ingar. Samningurinn tilgreinir jafnframt að BioPol getur auglýst stöðu sérfræðings sem staðsettur verður á Skagaströnd, en staðan er tilkomin vegna vinnu Norðvestur- nefndar sem starfaði fyrir forsætis- ráðuneytið á sínum tíma. Semja um samstarf á Skagaströnd  BioPol og HA  Kortleggja tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi Ljósmynd/Aðsend Samstarf Eyjólfur Guðmundsson og Adolf Berndsen undirrita samning. Helga Jóna Ás- bjarnardóttir lést á gjörgæsludeild Land- spítalans þriðjudaginn 18. febrúar, 76 ára að aldri. Hún var fædd í Reykjavík 26. júlí 1943, dóttir hjónanna Jórunnar Jónsdóttur húsmóður og Ás- björns Ólafssonar Jónssonar sem bjuggu á 3. hæð fjölbýlishúss- ins að Hringbraut 45 í Reykjavík. Á fjórðu hæð bjuggu hjónin Margrét Jónsdóttir og Þórbergur Þórðarson og var Helga Jóna sem lítið barn vinur og heimagangur hjá þessum ná- grannahjónum. Fór svo að Þór- bergur skrifaði sögu stúlkunnar, um samskipti þeirra og sýn hennar á heiminn. Var lýsingin sú að þetta væri „sönn saga“ um „minnstu manneskju á Íslandi“. Bókin Sálmurinn um blómið kom út í tveimur bindum á ár- unum 1954-1955 og segir frá samskiptum Guðs, Sobbegga afa og Lillu Heggu, en svo nefndi höfundurinn sögupersónu sína. Sálmurinn um blómið þykir um margt einstakt bókmenntaverk og vitnar um Þór- berg sem galdra- meistara í frásagnar- list og stíl. Helga Jóna var þó um margt feimin gagn- vart þessari sögu um sig og las hana fyrst komin á miðjan aldur, þá með barna- barni sínu. Helga Jóna fór tæplega tvítug til náms í Þýskalandi þar sem hún kynnt- ist fyrri manni sín- um, Agli Gunnlaugs- syni, sem þar var við dýralækna- nám. Þau sneru heim 1964 og settust þá að á Hvammstanga. Börn þeirra eru þrjú; Þórbergur, Jórunn Anna og Gunnlaugur. Seinni maður Helgu Jónu var Grétar Leví Jónsson og settust þau að í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Ragnheiður Jóna og Ásbjörn Leví. Komin á miðjan aldur fór Helga Jóna í sjúkraliðanám og starfaði sem slík á ýmsum stofn- unum, meðal annars við aðhlynn- ingu geðsjúkra. Útför Helgu Jónu fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 11. Andlát Helga Jóna Ásbjarnar- dóttir (Lilla Hegga)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.