Morgunblaðið - 24.02.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS
24. febrúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.54 128.14 127.84
Sterlingspund 164.68 165.48 165.08
Kanadadalur 96.12 96.68 96.4
Dönsk króna 18.437 18.545 18.491
Norsk króna 13.658 13.738 13.698
Sænsk króna 13.007 13.083 13.045
Svissn. franki 129.78 130.5 130.14
Japanskt jen 1.1402 1.1468 1.1435
SDR 173.65 174.69 174.17
Evra 137.71 138.49 138.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.1788
Hrávöruverð
Gull 1610.35 ($/únsa)
Ál 1686.0 ($/tonn) LME
Hráolía 59.0 ($/fatið) Brent
● Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, vill upplýsa um ákvæði samn-
ings orkufyrirtækisins við Rio Tinto,
eiganda álversins í Straumsvík.
Hörður var gestur Kristjáns
Kristjánssonar í útvarpsþættinum
Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudags-
morgun og upplýsti þar að Landsvirkjun
hefði óskað formlega eftir því við Rio
Tinto að trúnaðarákvæðum yrði aflétt
af rafmagnssamningi fyrirtækjanna.
Hörður sagði „æskilegt og í anda
gagnsæis að almenningur verði upp-
lýstur um hvað stendur í samningnum“.
Jafnframt sagði hann að í samningnum
væri ákvæði um endurskoðun sem
ætti að tryggja samkeppnishæfni ál-
versins, og að það væri til mikils gagns
fyrir alla að trúnaði yrði aflétt af samn-
ingnum svo ræða mætti um innihald
hans opinberlega. ai@mbl.is
Biðja Rio Tinto að af-
létta trúnaðarákvæði
Verð Hörður segir ákvæði í samningnum
tryggja samkeppnishæfni álversins.
STUTT
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna
segja stærstu hagkerfi heims þurfa
að snúa bökum saman til að bregðast
við því hve langt alþjóðlegir tækni-
risar hafa gengið við að lágmarka
skattgreiðslur sínar. Ráðherrarnir
funduðu í Ríad um helgina og voru
skattar á stafræna starfsemi þar
ofarlega á baugi.
Stjórnvöld víða um heim hafa
lengi haft horn í síðu alþjóðlegra
tæknifyrirtækja á borð við Face-
book, Google og Amazon sem byggja
rekstur sinn þannig upp að þau
greiða minni skatta en ella í þeim
ríkjum þar sem þau selja þjónustu
sína og vörur, og beina tekjunum í
gegnum dótturfélög í öðrum löndum
til að lágmarka skattbyrði sína.
OECD vinnur nú að gerð sam-
ræmdra alþjóðlegra skattareglna
sem ættu að torvelda skattalágmörk-
un af þessu tagi og hugsanlega auka
skatttekjur ríkissjóða víða um heim
um jafnvirði samtals 100 milljarða
dala árlega.
Reuters greinir frá að í um-
ræðum um þessi mál virtust gestir
fundarins einkum beina orðum sín-
um að Steven Mnuchin, fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna, en ríkis-
stjórn Donalds Trumps hefur hótað
því að fara í hart við þau lönd sem
reyna að hækka skatta á starfsemi
bandarískra netfyrirtækja. Er
skemmst að minnast hótana um
ofurtolla á franskar vörur á borð við
kampavín, osta, handtöskur og
varaliti ef ríkisstjórn Emmanuels
Macron leiðir í lög svokallaðan
Gafa-skatt, sem kenndur er við
Google, Apple, Facebook og Ama-
zon og myndi fela í sér 3% skatt á
tekjur af sölu netauglýsinga sem
beint er að frönskum netnotendum.
Óttast að Bandaríkin tefji málið
OECD vill að stærstu hagkerfi
heims sammælist strax í sumar um
samræmdan lágmarksskatt á alþjóð-
leg netfyrirtæki, og að G20-hópurinn
samþykki að fara að tilmælum
OECD fyrir lok þessa árs. „Að
bregðast við með samræmdum hætti
er ekki illskásta leiðin til að leiða
þetta mál til lykta, heldur eina leiðin
sem kemur til greina þegar allir val-
kostirnir eru skoðaðir,“ sagði Ángel
Gurría, aðalritari OECD, á G20-
fundinum, en talsmenn samræmds
internetskatts óttast að Bandaríkin
reyni að tefja málið a.m.k. fram yfir
forsetakosningarnar sem fara fram
þar í landi í lok þessa árs.
Fjöldi landa, þar á meðal Spánn,
Austurríki, Ungverjaland og Bret-
land, er ýmist að undirbúa eða leggja
fyrstu drög að skatti á stafræna
starfsemi og óttast sérfræðingar að
það geti flækt alþjóðaviðskipti til
muna ef skattaumhverfi tæknirisa
verður mjög breytilegt frá einu landi
til annars. „Það fellur illa að [þörf-
um] alþjóðahagkerfisins ef skatta-
reglur landa stangast á,“ sagði
Mnuchin á fundinum.
G20-ríkin móta samkomu-
lag um skatt á netrisa
AFP
Þrætur Netrisunum hefur tekist vel að lágmarka skattgreiðslur sínar.
Hvalreki
» Almenn sátt virðist meðal
G20 ríkjanna um að sam-
ræma skatta á alþjóðleg net-
fyrirtæki.
» Bandaríkin hafa hótað
löndum eins og Frakklandi
ofurtollum ef skattar á
bandaríska netrisa hækka.
» Tillögur OECD gætu aflað
ríkjum heims u.þ.b. 100 millj-
arða dala í nýjar skatttekjur
ár hvert.
OECD undirbýr reglur um samræmdan lágmarksskatt á alþjóðleg netfyrirtæki
Ángel
Gurría
Steven
Mnuchin
Donald
Trump
Emmanuel
Macron
Bandaríski flugvélaframleiðandinn
Boeing upplýsti á föstudag að að-
skotahlutir hefðu fundist í elds-
neytistönkum 35 nýrra þota af gerð-
inni 737 MAX. Þoturnar sem um
ræðir bíða afhendingar og hefur
Reuters eftir heimildarmanni sem
þekkir til málsins að af þeim þotum
sem hafi verið skoðaðar hafi aðskota-
hlutir fundist í eldsneytistönkum í
meira en 50% tilvika.
Bandaríska flugmálaeftirlitið gat
ekki staðfest tölur Boeing en tals-
maður sagði stofnunina vita að Bo-
eing hefði að eigin frumkvæði hafið
leit að aðskotahlutum í vélum sínum.
Flugmálaeftirlitið mun auka eftirlit
sitt í samræmi og ákveða í framhald-
inu hvort að aðgerða sé þörf. Wall
Street Journal greindi fyrst frá mál-
inu.
Að sögn Reuters hefur Boeing
lengi glímt við þann vanda að að-
skotahlutir verða eftir í nýjum flug-
vélum. Ekki er ljóst hvaða aðskota-
hlutir það voru sem fundust í 737
MAX-þotunum, en það gætu m.a.
hafa verið tuskur, verkfæri eða
málmagnir. Samkvæmt upplýsinga-
skjali sem starfsmenn Boeing sendu
sín á milli gætu aðskotahlutirnir sem
leyndust í eldsneytistönkunum
stefnt öryggi þotanna í voða.
ai@mbl.is
AFP
Vandi Af þeim eldsneytistönkum sem skoðaðir voru fundust aðskotahlutir í
meira en 50% tilvika. Um nýjar þotur er að ræða sem bíða afhendingar.
Aðskotahlutir finnast í
fleiri 737 MAX þotum
Stór hluti eldsneytistanka í ólagi