Morgunblaðið - 24.02.2020, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
✝ Guðjón Ingifæddist í
Reykjavík 20. júlí
1988. Hann lést á
heimili sínu 13.
febrúar 2020. For-
eldrar hans eru
Halldóra Kristín
Guðjónsdóttir, f. 1.
júlí 1964, og Sig-
urður Sigurðarson,
f. 30. nóvember
1962. Systir hans er
Sara Diljá Sigurðardóttir, f. 16.
apríl 1995, og unnusti hennar er
Gísli Gautason, f. 28. júní 1993.
Giulia Mirante, f. 6. ágúst 1989,
var skiptinemi hjá fjölskyldunni
2006-2007 og var honum sem
systir. Hann ólst upp í Grafar-
vogi og Grafarholti og kláraði
sína grunn-
skólagöngu í Folda-
skóla. Hann ferðað-
ist víða um heim,
var m.a. skiptinemi
í Túnis, bjó í Frakk-
landi og á Ítalíu.
Veiðimennskan átti
hug hans allan og
við vatn eða á, undi
hann hag sínum
sem best. Guðjón
hóf nýlega störf
sem blaðamaður hjá Frétta-
blaðinu. Hann var bókmennta-
fræðingur að mennt og var að
ljúka meistaranámi í blaða-
mennsku er hann lést.
Útförin verður frá Grafar-
vogskirkju í dag, 24. febrúar
2020, klukkan 15.
Elsku drengurinn minn, það
var svo margt framundan.
Langþráð ferð til að sjá United
og að sjálfsögðu tókst þú ekki
annað í mál en að við sæjum þá
líka QPR-liðið sem pabbi gamli
heldur með. Þarna var þér vel
lýst. Ef þú gladdist yfir ein-
hverju þurftirðu að deila þeirri
gleði og tryggja með einhverj-
um ráðum að aðrir gleddust
líka. Ef þú grést þá barstu
harm þinn í hljóði. Frá því þú
steigst fyrst í lappirnar fórstu
þína leið, fannst lítið spennandi
það sem aðrir voru búnir að
gera. Fannst t.d. ekkert spenn-
andi við það að læra þýsku í
Foldaskóla þegar það stóð til
boða. Nei, franska skyldi það
vera. Þegar þú fórst sem skipti-
nemi 17 ára voru Evrópa og
Ameríka afskaplega óspennandi
í þínum huga. Þegar mamma og
pabbi hefðu helst viljað að þú
færir ekki lengra en til Vest-
mannaeyja, í mesta lagi Fær-
eyja, þá varð Túnis fyrir valinu
hjá þér. Fátækt einræðis og lög-
regluríki í N-Afríku. Annað-
hvort færirðu til framandi lands
eða slepptir þessu. Þetta var þín
leið. Kominn í sára fátækt til
yndislegrar fjölskyldu, lærðir að
tala frönskuna og bjarga þér á
arabísku, og nóg af fólki til að
tala við. Það var það sem nærði
þig. Þú varst aldrei upptekinn
af efnislegum gæðum, vildir
helst geta stokkið af stað með
allar þínar eigur í litlum bak-
poka. Þetta var það sem þú upp-
lifðir sem lífsgæði.
Þegar upp er staðið varst þú
kannski ríkastur okkar allra.
Þekktir heiminn betur en marg-
ur. Talaðir fleiri tungumál en
flestir læra og notaðir þau til að
tala við fólk og það sem margir
gleyma, til að hlusta líka.
Takk fyrir þá stuttu stund
sem þú staldraðir við, elsku
kallinn minn.
Pabbi.
Þá er komið að því erfiðasta
verkefni sem mér hefur verið
úthlutað lífinu. Sorgin er ólýs-
anleg og vanmættið algert. Tár-
in streyma niður en mitt í allri
sorginni kemur brosið yfir
minningum um ómetanlegar
samverustundir, myndir eru
skoðaðar og það fallega í lífinu
fær að ylja særðu hjarta. Þegar
ég lít yfir alltof stutta ævi þína
þá gleðst ég yfir öllu sem þú
framkvæmdir, yfir staðfestu
þinni að láta ekki mömmu
stoppa þig í því sem þú vildir
gera. Eins og þegar þú baðst
um að fá að fara út sem skipti-
nemi og litla mömmuhjartað tók
kipp þegar þú sagðist vilja fara
til Túnis. Þér var ekki hnikað, ef
þú færir þá væri það til að upp-
lifa eitthvað nýtt og framandi.
En þrátt fyrir þessa ævintýra-
leit gleymdir þú ekki fólkinu
þínu heima og hringdir nær
daglega til að ræða hvernig við
hefðum það og segja okkur frá
ævintýrinu ytra. Ég þakka fyrir
hvað þú varst viljugur að koma
til okkar eftur að þú fluttir að
heiman og það var ekki svo
sjaldan sem ég fékk símhring-
ingu frá þér, þar sem þú spurðir
hvort þú mættir elda um
helgina, þú hefðir nefnilega séð
svo spennandi uppskrift. Mat-
urinn var undantekningalaust
góður en kannski helst til of
sterkur fyrir minn smekk en þú
bara hlóst og sagðir að það væri
varla bragð af matnum. Það var
tvennt sem átti hug þinn allan
en það var músíkin og veiði-
mennskan. Það sem þú varst ið-
inn við veiðina og hafðir mikla
þolinmæði. Sá stóri var alltaf
handan við hornið. Veiði-
mennska komandi sumars var
komin í umræðuna og tilhlökk-
unin mikil nú skyldi sá stóri
fangaður. Í músíkinni voruð þið
pabbi sammála vínill og Megas
það var málið. Þú varst ekki hár
í lofti þegar þið stóðuð hlið við
hlið við plötuspilarann og hlust-
uðuð á Megas, já þið stóðuð allt-
af og skoðuðu albúmin meðan
þið hlustuðuð. Minningarnar eru
svo sannarlega margar og
hjálpa til á þessum erfiðu tímum
en á sama tíma er erfitt og sárt
að hugsa til alls þess sem fram-
undan er og vita að þú verður
ekki með okkur. Elsku hjartans
Guðjón minn, takk fyrir að vera
alltaf þú, takk fyrir allar sam-
verustundirnar og takk fyrir að
hafa verið sonur minn. Hlakka
til að hitta þig aftur þegar minn
tími kemur.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Kveðja,
mamma.
Elsku besti bróðir minn, það
er erfitt að reyna að koma orð-
um á blað. Það eru engin orð
sem lýsa söknuðinum, sársauk-
anum eða tómarúminu. Þú varst
og verður alltaf stóri bróðir
minn, stóri bróðir sem kenndir
mér svo margt. Þú kenndir mér
á lífið og hvernig ég ætti að lifa
því og frá því að ég man eftir
mér hefurðu sýnt mér að ég hafi
enga ástæðu til að vera hrædd
við eitt eða neitt, þú hefur sýnt
mér að ég eigi að nýta hvert
tækifæri sem mér býðst í lífinu.
Það var svo margt sem þú
kenndir mér, eins og hvað það
væri sem skipti verulegu máli í
lífinu, og þú hjálpaðir mér með
allt sem ég þurfti hjálp með,
hvort sem það voru stærðfræði-
dæmi í grunnskóla, ritgerðir í
háskóla eða að finna réttu fötin
fyrir næsta partí. Þú sagðir
aldrei nei og varst alltaf tilbúinn
að stökkva til þegar ég þurfti á
þér að halda. Þú studdir mig í
einu og öllu og varst alltaf svo
stoltur af mér. Þú keyptir þér
Snæfells körfuboltatreyju til að
geta mætt á leiki hjá mér og
sýnt að þú værir sko stuðnings-
maður númer eitt. Ég mun aldr-
ei gleyma því hversu ánægður
þú varst þegar ég varð Íslands-
meistari, það var eins og þú
sjálfur hefðir unnið titilinn. Eft-
ir á að hyggja varstu alltaf
svona ánægður og stoltur af af-
rekum vina þinna og fjölskyldu
og montaðir þig af því og þegar
þú brostir smitaðirðu alla í
kringum þig.
Ég verð ævinlega þakklát
fyrir öll ferðalögin sem við fór-
um í, allar utanlandsferðirnar,
allar máltíðirnar, allar kennslu-
stundirnar, öll bréfin og allar
myndirnar. Þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að læra
á brimbretti með þér, þakklát
fyrir sleðaferðina í Austurríki,
þakklát fyrir alla íþróttaleikina
og stórmótin sem við fórum á en
fyrst og fremst verð ég alltaf
þakklát fyrir að hafa verið litla
systir þín, elsku stóri bróðir, og
að hafa fengið að kynnast þér
svo vel. Ég mun heiðra minn-
ingu þína um alla ævi. Ég mun
ferðast, læra ný tungumál, þó
svo að ég eigi ekki jafn auðvelt
með það og þú, hlæja og brosa
fyrir þig. Það er erfitt að hugsa
sér lífið án þín og hugsa til þess
að ég geti ekki leitað til þín með
öll mín vandamál og fengið ráð-
leggingar hjá þér. Fyrir mér
vissir þú allt og þú gast allt. Ég
mun alltaf sakna þess að geta
ekki hlegið með þér af vitleys-
unni í ömmu og afa í denn eða
hlegið með þér að vitleysunni
sem mamma og pabbi eiga eftir
að taka upp á í framtíðinni. En
ég veit að þú munt ávallt fylgj-
ast með mér, passa mig og
hlæja með mér, af öðrum stað.
Því sá, sem hræðist fjöllin og einlægt
aftur snýr,
fær aldrei leyst þá gátu: hvað hinu-
megin býr.
En þeim, sem eina lífið er bjarta
brúðar myndin,
þeir brjótast upp á fjallið og upp á
hæsta tindinn.
(Þorsteinn Erlingsson)
Takk fyrir að vera svona góð-
ur við mig.
Kyss kyss, litla systir,
Sara Diljá.
Elsku Guðjón.
Ég man eftir síðasta deginum
mínum sem skiptinemi á Ís-
landi. Mamma og pabbi voru
smá sár því að ég valdi að eyða
síðasta kvöldinu mínu með vin-
um mínum en ekki þeim. Dag-
inn eftir komst þú til mín og
sagðir: „Giulia, fjölskyldan er
okkur mjög mikilvæg, svona eru
mamma og pabbi, svona erum
við, þetta er okkar fjölskylda.“
Elsku Guðjón, takk fyrir að
segja þetta við mig án þess að
dæma mig. Kannski var ég of
ung og dekruð til að virkilega
skilja hvað þú áttir við, en í dag
enduróma þessi orð í sál minni
og hjarta.
Takk Guðjón, ég elska þig.
Við sjáumst.
Giulia systir þín.
Elsku Gaui minn. Elsku litli
frændi. Hvað þetta er óréttlátt
og ömurlegt. Ég sit hér dofin af
sorg umvafin barnamyndum af
okkur með Gaua dúkku í fang-
inu sem ég skírði í höfuðið á þér
fyrir um það bil 30 árum. Þetta
er svo óréttlátt og sorglegt að
það nístir í hjartað. Það er svo
augljóst af myndunum að dæma
að við vorum mjög ánægð með
hvort annað strax frá byrjun.
Ég er ýmist að reyna að troða
upp í þig mat, snyrta þig með
snyrtidótinu mínu eða skipa þér
í pabbahlutverkið í mömmó-
leiknum. Og þú alltaf tilbúinn að
uppfylla kröfur stóru frænku
sem réði öllu þó að hún væri
einungis níu mánuðum eldri.
Ætli þú hafir ekki verið um eins
árs þegar þú varst samt búinn
að ná mér í stærð og um ferm-
ingu varstu orðinn helmingi
stærri en ég og löngu hættur að
nenna í snyrtileik með mér.
Mæður okkar höfðu greinilega
líka gaman af því að klæða okk-
ur upp því ýmist vorum við sett
í alveg eins föt eins og tvíburar
eða í stíl og okkur síðan stillt
upp eins og gömlum hjónum
fyrir framan myndavélina.
Ég er enn að reyna að skilja
hvernig þetta gat gerst, hvernig
gastu verið tekinn í burtu frá
okkur svona snemma? Þú áttir
allt lífið fram undan.
Mér finnst við eiga eftir að
ræða svo margt og það er svo
sárt að hugsa til þess að við
fáum aldrei tækifæri til þess.
Það sýnir manni hvað það er
mikilvægt að nýta stundirnar
vel sem okkur eru gefnar í
þessu lífi. Ég er svo þakklát fyr-
ir allar myndirnar sem til eru af
okkur saman úr barnæsku og
minningarnar sem ylja manni
núna í þessari ólýsanlegu sorg.
Þó að ég hafi ekki náð að
segja þér það nýlega þá varstu
og ert fallegur og góður litli
frændi og mér þykir endalaust
vænt um þig.
Hvíldu í friði, elsku Gaui
minn.
Dóra Björk Steinarsdóttir.
Fimmtudaginn 13. febrúar
fékk ég hringingu, ömurlegustu
fréttir sem enginn og þá meina
ég enginn vill fá. Ég hef því
miður verið beggja megin svona
símtals við sömu manneskju og í
þessu tilviki. Halldóra systir til-
kynnti mér um andlát sonar
síns Guðjóns Inga, eða Gauja
grjóns eins og hann hét í síman-
um mínum.
Nei, nei og aftur nei, þetta á
að vera bannað. Að lifa barnið
sitt er ólýsanlegur sársauki sem
enginn á að upplifa. Þegar Guð-
jón var yngri fékk ég stundum
að passa hann, það var nú ekki
erfitt. Ég skellti plötunni Einu
sinni var á og heyrnatólunum á
höfuð hans, á gólfinu gat hann
setið heillengi og hlustað.
Guðjón var allt til dánardags
rólyndismaður með sterkar
skoðanir. Og húmor, ójá, ég
man eftir atviki er fjölskyldan
bjó í Hverafold, þá kom hann til
mín er ég sat við eldhúsborðið
og sagði: ég ætla að leggja fyrir
þig ljóskupróf.
Skellti blaði á borðið með
stærðfræðidæmum og bað mig
að leysa þau, sem ég gerði. Þeg-
ar ég var búin sagði hann:
Hulda, takk fyrir að vinna
heimavinnuna mína.
Svo var eitt skipti þegar hann
kom með 10 krónur, penna og
blað. Bað mig um að lita með-
fram peningnum á blaðið og svo
renna peningnum yfir andlitið á
mér, þetta gerði ég í nokkur
skipti eða þar til Guðjón sprakk
úr hlátri. Ég skildi ekkert, það
var ekki fyrr en ég leit í spegil
að ég sá hvað ég hafði gert. Var
öll útkrotuð í andlitinu eftir pen-
inginn og pennann, já hann
Guðjón var æði og er enn.
Ég og fjölskylda mín erum
svo lánsöm að hafa verið inni í
lífi þínu, fá að sjá þig vaxa og
dafna. Foreldrar þínir alltaf jafn
góðir og yndislegir að leyfa okk-
ur að eyða jólunum með ykkur,
ég mun varðveita minningar síð-
asta aðfangadags í hjarta mínu.
Að hugsa til þess að ég eigi
aldrei eftir að sjá þig aftur er
óbærileg en ég veit að þú ert á
góðum stað í sumarlandinu. Ég
heyrði einu sinni að ungt fólk
sem lætur lífið í blóma lífsins sé
englar í þjálfun. Við hér á jörð-
inni fengum þig bara að láni, þín
var beðið í sumarlandinu. Það
hefur verið tekið vel á móti þér.
Elsku Guðjón Ingi, ég sakna
þín í dag, ég sakna þín á morg-
un og um alla eilífð. Ég elska
þig.
Þín frænka
Hulda Guðjónsdóttir.
Guðjón er einn af föstu
punktunum í lífi mínu og mun
ávallt lifa í minningum mínum.
Ég kynntist Guðjóni sumarið
1996 þegar ég og tvíburabróðir
minn Hafsteinn vorum átta ára
og stunduðum skólagarðana í
Grafarvogi. Ég var svolítið
smeykur við Guðjón fyrst, hann
var höfðinu hærri en öll börn á
okkar aldri. Hann sagði mér
miklu seinna að á þessum tíma
hefði hann haldið að ég væri lík-
lega 1-2 árum yngri en hann.
Ég og Hafsteinn höfðum verið í
Ísaksskóla frá fimm ára aldri og
þetta haust áttum við að byrja í
Foldaskóla. Þetta voru miklar
breytingar fyrir unga drengi.
Það vildi svo til að Guðjón var
með okkur í bekk. Það var frá-
bært að sjá kunnuglegt andlit
og Guðjón varð fljótt einn allra
besti vinur okkar.
Guðjón var alltaf til í að koma
með okkur vinunum í alls konar
ævintýri. Við hjóluðum út um
allar trissur, fórum í alls konar
leiki og gerðum fleiri strákapör.
Við bræður byrjuðum í TaeK-
wonDo þegar við vorum 11 ára
og byrjaði Guðjón stuttu seinna.
Við fórum á æfingar á hverjum
virkum degi og höfðum allir
mjög gott af þessum. Guðjón
hætti svo eftir 2-3 ár, en hann
var þá að æfa á gítar og spila í
hljómsveit. Guðjón var gítarleik-
arinn í Royal Flush, sem var
fyrsta alvöru hljómsveitin frá
okkar árgangi í Foldaskóla. Þeir
spiluðu nokkrum sinnum á
skólaböllum eða viðburðum og
voru vægast sagt fáránlega
svalir.
Guðjón og við allir félagarnir
vorum komnir með sítt hár og
fleiri hljómsveitir voru mynd-
aðar. Ég endaði því miður aldrei
í hljómsveit með Guðjóni. Þarna
byrjuðum við í menntaskóla og
aftur enduðum við saman í
þriðja bekk í MR. Það var á
skólagöngunum og böllunum
sem vinátta okkar styrktist og
ég vissi að Guðjón myndi alltaf
vera vinur minn.
Guðjón fór til Túnis í eitt ár
sem skiptinemi og svo ári
seinna fór ég til Frakklands í
eitt ár. Á tveggja ára tímabili sá
ég því Guðjón mjög lítið, eitt
eða tvö skipti sumarið á milli
þessara ára. Eftir árið í Frakk-
landi tókum við upp þráðinn og
gátum þá meira að segja spjall-
að saman á frönsku, hvor með
sinn hreiminn. Við fórum báðir í
háskólanám og ég ákvað svo að
fara til Danmerkur í frekara
nám. Ég hef nú búið í Dan-
mörku í tæplega sex ár og alltaf
þegar ég hef komið til Íslands
hef ég hitt Guðjón og verið í
sambandi við hann. Hann var
alltaf tilbúinn að hitta mig og
alltaf jafnglaður að sjá mig.
Sumarið áður en ég flutti til
Danmerkur var ég steggjaður.
Guðjón hafði sterkt frumkvæði
að steggjuninni og var steggj-
unardagurinn einn sá skemmti-
legasti dagur sem ég hef á ævi
minni upplifað. Ég er ótrúlega
glaður og þakklátur fyrir það
sem Guðjón hefur gert fyrir mig
og það er svo sárt að hugsa til
þess að ég muni ekki geta veitt
honum sambærilegan gleðidag.
Ég var búinn að ímynda mér
framtíð þar sem ég myndi
steggja vin minn, halda ræðu í
brúðkaupinu hans, mæta í skírn
barna hans, afmæli, veislur,
partí og bara kaffibolla og kósý-
heit. Þessi framtíðarmynd er nú
úr sögunni og ég get ekki með
orðum lýst hversu mikið ég
sakna þín, elsku vinur. Megir þú
hvíla í friði.
Þinn vinur,
Guðmundur.
Það eru engin orð sem ná ut-
an um þá djúpu sorg að Guðjón
Ingi hafi kvatt svona snemma
og skyndilega, og þann mikla
söknuð sem núna tekur við.
Við Guðjón Ingi urðum vinir
fyrst í gegnum Inga Vífil, eldri
bróður minn, þegar við bjuggum
allir í Grafarvogi. Guðjón, Ingi
bróðir og Guðmundur og Haf-
steinn, sem þá voru skólafélagar
í Foldaskóla, voru oft saman og
ég, fjórum árum yngri en þeir,
var svo lánsamur að fá af og til
að slást til liðs við hópinn.
Þrátt fyrir það að Guðjón
Ingi hefði í upphafi verið fyrst
og fremst vinur Inga bróður
varð til sjálfstæð vinátta milli
okkar Guðjóns – vinskapur sem
mér mun alltaf þykja mjög vænt
um. Guðjón Ingi kom gjarnan
yfir í Stigahlíðina, þaðan sem
við röltum oft saman niður í bæ
og eftir að ég flutti í Tanga-
bryggju voru ófá skiptin sem
Guðjón fékk að gista frammi á
sófanum. Þegar ég fór út í
skiptinám árið 2015 flutti Guð-
jón inn íbúðina sem mér hafði
verið úthlutað á Stúdentagörð-
unum á meðan ég var úti.
Guðjón hafði brennandi
áhuga á fluguveiði og hafði ótrú-
lega mikla vitneskju um flugur,
stangir, hjól og fiska. Við fórum
saman í margar stuttar veiði-
ferðir og kenndi Guðjón mér allt
sem ég veit og kann í fluguveiði.
Í þessum veiðiferðum komu
styrkleikar Guðjóns skýrt í ljós
– hann hafði þrotlausa þolin-
mæði og festu, og var alltaf ein-
beittur og ákveðinn í að fara
ekki tómhentur heim.
Það eru samverustundirnar
sem standa upp úr í vináttu
okkar Guðjóns. Samvera þar
sem við gátum spjallað um allt
og ekkert, farið í veiði, fengið
okkur saman bjór, gert grín og
hlegið saman. Það eru þessar
afslöppuðu og skemmtilegu
stundir saman með Guðjóni sem
ég kveð með mikill sorg og mun
minnast með miklum söknuði.
Fjölskyldu Guðjóns Inga
votta ég mína dýpstu samúð, og
sendi hlýju og styrk í þessari
þungbæru sorg.
Helgi Reyr Auðarson
Guðmundsson.
Elsku vinur minn.
Ég trúi ekki að þetta sé raun-
veruleikinn. Að þú sért bara far-
inn. Það eru bara nokkrir dagar
sem við spjölluðum um lífið og
ég bíð bara eftir að þú svarir
mér aftur eða segir hæ, Hulda
mín. Ég fór upp í skóla um
helgina og beið bara eftir að sjá
þig.
Síðasta sumar sótti Þórhildur
um vinnu í Háskólanum og fékk
að vita að hún myndi vera í
teymi með einum strák. Ég var
mikið að vinna þar líka svo við
biðum báðar spenntar að vita
hver þessi Guðjón væri sem
væri að fara að sitja uppi með
okkur tvær. Svo mættir þú.
Strax á fyrsta klukkutímanum
smullum við þrjú saman eins og
gömul hjón. Það var eins og þú
hefðir alltaf verið með okkur.
Þú varst alltaf svo duglegur
með heimagerðan hádegismat
meðan við skotturnar vorum í
einhverju allt öðru. Hádegis-
hléin voru svo dýrmæt í sólinni
og þú svo sætur með sólgler-
augun þín.
Ef ég kunni ekki eitthvað þá
varstu alltaf svo góður og
bauðst alltaf til þess að koma.
Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa,
þó að þú hefðir ekki hugmynd
hvernig þú ættir að gera það
sjálfur. Þú ætlaðir bara að læra
það og kenna mér svo. Ég var
meira í því að hjálpa þér að
meta dag frá degi hvort þú ætt-
ir að safna skeggi eða ekki.
Eftir sumarvinnuna tók skól-
inn við. Við tékkuðum alltaf
hvort á öðru á morgnana fyrir
tíma, ekki séns að við værum að
fara mæta ef annað hvort okkar
ætlaði ekki að mæta. Og þegar
við loksins mættum þá sátum
við hlið við hlið og spjölluðum
um lífið og tilveruna í gegnum
símann.
Þú varst svo ánægður þegar
þú sendir mér skilaboð í lok
nóvember að þú værir að fara
að verða blaðamaður hjá Frétta-
blaðinu. Það var fullkomið fyrir
þig því þú hafðir svo mikinn
metnað og varst frábær penni.
Guðjón Ingi
Sigurðarson