Morgunblaðið - 24.02.2020, Page 18

Morgunblaðið - 24.02.2020, Page 18
✝ Ólafía KatrínHansdóttir fæddist að Ketils- stöðum í Hörðudal í Dalasýslu 30. júlí 1923. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík 9. febr- úar 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingi- ríður Kristín Helgadóttir ljósmóðir, f. 28. júní 1890, d. 21. desember 1972, og Hans Ágúst Krist- jánsson búfræðingur og odd- viti, f. 5. ágúst 1897, d. 11. des- ember 1944. Systkini Ólafíu voru Helga, f. 1924, Erlingur, f. 1926, og Áslaug, f. 1929. Þau eru öll látin. Þann 1. janúar 1949 giftist Ólafía Þorkeli Skúlasyni endurskoðanda frá Hólsgerði, Köldukinn, Suður-Þingeyjar- sýslu, f. 20. júní 1925, d. 13. október 2018. Foreldrar Þor- kels voru hjónin Sigurveig Jak- obína Jóhannesdóttir, f. 26. ágúst 1880, d. 6. júní 1967, og Skúli Ágústsson, f. 18. sept- ember 1875, d. 4. desember yrkjufræðingur, f. 26. október 1979, Gísli járnsmiður, f. 1. maí 1986, sambýliskona Line Wurtz garðyrkjunemi, f. 1990, og Ólafía Katrín félagsráðgjafi, f. 26. maí 1989, sambýlismaður Henning Riber Christensen framkvæmdastjóri, f. 1982. Eiginkona Indriða er Anna María Soffíudóttir starfsmaður á Bókasafni Kópavogs, f. 12. maí 1954. Börn hennar og stjúpbörn Indriða eru tvö. Stjúpdóttir Ólafíu er Valdís Brynja kennari, f. 2. júní 1946. Maki Jóhann Eyþórsson renni- smiður, f. 9. maí 1948, d. 25. mars 2010. Börn þeirra eru Anna skrifstofustjóri, f. 7. des- ember 1968, maki Jón Örn Brynjarsson viðskiptafræð- ingur, f. 1969, og Eyþór Krist- inn verkamaður, f. 23. maí 1972. Langömmu- og stjúp- langömmubörn eru fimmtán. Ólafía lauk hefðbundnu skyldunámi og stundaði síðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1941-1942. Hún var heimavinnandi húsmóðir alla sína tíð en starfaði sem dag- móðir í Kópavogi um nokkurra ára skeið, auk þess sem hún vann um tíma í barnafataversl- un í Kópavogi. Útför Ólafíu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 24. febr- úar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði. 1934, bændur í Hólsgerði. Börn Ólafíu og Þorkels eru: 1) Drengur andvana fæddur 19. janúar 1950, 2) Ingiríður Hanna, fv. ráð- herraritari, f. 31. mars 1951. Fyrr- verandi sambýlis- maður er Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur. Dóttir þeirra er Úlfhildur hjúkrunarfræðingur, f. 3. desember 1978, sambýlis- maður Sigurður Grétar Ólafs- son verkefnastjóri, f. 1978. 3) Elsa Sigurveig lögfræðingur, f. 6. júní 1953, maki Már Guð- mundsson fv. seðlabankastjóri, f. 21. júní 1954. Börn þeirra eru Andrés lögfræðingur, f. 4. júní 1984, sambýliskona Jóna María Ólafsdóttir verkefna- stjóri, f. 1991, Vigdís Þóra mannfræðingur, f. 22. apríl 1992, og Katrín Svava hag- fræðingur, f. 19. apríl 1995. 4) Indriði lögfræðingur, f. 2. febr- úar 1957. Börn hans og fyrri eiginkonu Helgu Gísladóttur sjúkraliða eru Arnþór garð- Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Elskuleg móðir mín kvaddi síðdegis á fallegum og björtum vetrardegi, sunnudaginn 9. febr- úar síðastliðinn, 96 ára gömul. Hún fékk friðsælt andlát í svefni, hækkandi vetrarbirtan fyllti her- bergið hennar þar sem friður og kyrrð ríkti. Ég sat lengi hjá henni, hélt í kólnandi hendur, strauk andlit hennar og hlustaði á andardrátt hennar, horfði á lík- ama hennar blána, vissi að hún var að fara, leyfði tárum að falla, hvíslaði ástar- og kveðjuorðum í eyra hennar. Og svo var hún far- in. Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá að kveðja og fara til pabba. Aldrei verður neitt eins og áður. Aldrei framar munum við mamma tala saman, aldrei fram- ar mun ég heyra röddina hennar. Að missa móður sína er óend- anlega sárt. Dauðinn er svo end- anlegur, þrátt fyrir kærkomna hvíld, miskunn og líkn. Mamma, ég sakna þín. Í huganum birtast minningar um hana mömmu mína sem setti velferð fjölskyldunnar sinnar, eiginmanns og barna í öndvegi, ævinlega alltumvefjandi, jafnt í gleði og sorg. Ég minnist hennar frá því að ég var barn og síðar á stundum ódæll unglingur, ég minnist hennar og þakka henni elskuna, þolinmæðina, um- burðarlyndið og öll hennar góðu ráð, ég minnist mjúka barmsins hennar sem svo gott var að halla sér að á ögurstundum lífsins. Ég þakka henni fyrir að hafa komið mér til manns. Ég minnist henn- ar sem bestu móður sem hægt er að hugsa sér. Ég minnist hennar sem yndislegrar ömmu og lang- ömmu þar sem við í síðari hluta lífsins, tveir gráhærðir kollar, glöddumst yfir velferð barna- barnanna og langömmu- barnanna hennar sem hún var óendanlega stolt af og fylgdist svo vel með. Við stóðum hvor annarri ævinlega nær, einkum hin síðari ár. Við mamma vorum vinir til hinsta dags. Lífinu má líkja við ferðalag á skipi þar til það í fyllingu tímans leysir landfestar og heldur frá landi. Við, sem eftir stöndum á bryggjunni, veifum í kveðjuskyni og horfum á eftir skipinu sigla burt þar til það að lokum hverfur sjónum okkar við ystu sjónar- rönd. En er skipið horfið? Nei, það er ekki horfið en við sem eft- ir stöndum sjáum það bara ekki lengur. Skipið heldur áfram sigl- ingunni og leggur akkerin við hafnarbakka á ókunnri strönd þar sem tekið er á móti því og nýir farþegar boðnir velkomnir. Og nú hefur fleyið hennar mömmu minnar leyst landfestar og haldið í sína hinstu ferð yfir höfin blá. Ég trúi því að þegar það hefur lagt akkerin við ókunna strönd muni pabbi standa fremst á bryggjunni, faðma hana að sér og bjóða hana velkomna heim. Ég óska þér góðrar ferðar yfir höfin blá, elsku hjartans mamma mín. Ég elska þig. Þín dóttir Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir. Þegar ég kvaddi hana mömmu í annarri viku janúar, rétt áður en ég flaug til Malasíu, þá tók ég í hönd hennar og sagði að nú yrði hún að passa heilsuna og vera dugleg að ganga gangana á Grund. Ég vildi sjá hana á ný í byrjun maí. Hún brosti, kreisti hönd mína og sagði að hún myndi sakna mín. Við vissum báðar að brugðið gæti til beggja vona þegar aldurinn er hár. Meginþorra starfsævinnar starfaði mamma innan veggja heimilis eins og algengt var með konur af hennar kynslóð. Hvort það var hennar val, veit ég ekki. Hún var félagslynd og því án efa oft erfitt að vera bundin yfir börnum. En þannig var þetta bara á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hún var myndar- leg húsmóðir, saumaði á okkur fötin, bjó til kæfu, sultaði og tók að sjálfsögðu slátur öll haust. Árlega hélt hún matarboð fyrir systkini sín og fjölskyldur þeirra. Væntanlega vel yfir fjörutíu manns þegar þeim kafla lauk. Heimilið stóð alltaf opið vinum okkar systkina svo oft var líf og fjör. Hún var dagmóðir í nokkur ár og ég held ég geti full- yrt að öll „börnin“ hennar hafi elskað hana og að allir foreldrar hafi verið sáttir. Hún kenndi mér að lífið er ekki alltaf dans á rós- um. Maður setur undir sig haus- inn, eins og hún orðaði það, þeg- ar áföll og erfiðleikar banka upp á, tekst á við verkefnin og heldur áfram. Væl og sjálfsvorkunn skili engu. Hún gat verið töff. Hún var yndisleg amma. Öll barnabörn hennar og langömmu- börnin voru að hennar mati ein- stök og hún gladdist yfir áföng- um í lífi þeirra. Hún gætti allra barnanna minna um skeið og til hennar voru þau alltaf velkomin. Börnin mín áttu fallegt og náið samband við ömmu. Hún missti hann pabba minn fyrir fjórtán mánuðum eftir tæp- lega sjötíu ára hjónaband. Allt var breytt. Söknuðurinn var svo mikill að lengi á eftir gat hún ekki um hann talað. En hún setti undir sig hausinn, þá eins og alltaf, og hélt áfram með bros á vor. Og nú hefur hún kvatt. Er komin til pabba. Ég kveð hana mömmu mína með mikið þakk- læti í huga og bið guð að geyma hana. Elsa S. Þorkelsdóttir. Elsku góða amma mín. Með tár í augum og söknuði í hjarta kveð ég þig nú. Fátt var hlýrra og öruggara en að skríða í hálsakot til ömmu og það er líklega sú minning sem kemur sterkast upp í huga minn núna. Mikið óskaplega var ég heppin lítil og stór stúlka að eiga þessa ótrúlegu konu hana ömmu mína í öll þessi ár. Amma hefur löngum verið ein mín helsta fyr- irmynd í lífinu, sterk, dugleg, klár, yfirveguð, ráðagóð, bjart- sýn, jákvæð og hláturmild. Hlý, góð og mikil vinkona mín. Birkigrundin þeirra afa var mitt annað heimili frá því að ég man eftir mér og löngu fyrir það. Amma var heimavinnandi hús- móðir sem passaði okkur frænd- systkinin frá unga aldri, gerðist dagmamma barnanna í hverfinu sem öll vildu kalla hana ömmu. Mikill var gestagangurinn í Birkigrundinni og alltaf var amma með heitt á könnunni, ný- bökuð horn, kleinur og jóla- kökur. Ég naut þeirra forréttinda sem barn að geta alltaf komið heim í Birkigrundina eftir skóla þar sem beið mín heitur hádeg- isverður. Oftar en ekki fylgdu vinkonur mér og þá var þeim einnig boðið í mat. Þær minnast hennar allar með mikilli hlýju og væntumþykju. Minningarnar streyma og ég gæti haldið endalaust áfram: Hólsgerði, jóla- og nýársboðin og öll árin þar sem lambalærið og kornflekskjúklingurinn á sunnu- dagskvöldum voru borin fram fyrir stórfjölskylduna þar sem var rifist og pexað og hlegið allt í bland. Ég gæti lengi talið upp. Ég gleymi aldrei svipnum á ömmu þegar ég sagði henni að ég ætti von á barni, lítilli desem- berstúlku, og gleðitár læddust niður kinnarnar á minni konu. Hún gladdist mikið þegar Siggi minn kom inn í líf mitt með Skarphéðin Krumma sinn á sín- um tíma og Ylfa Matthildur okk- ar Sigga kom í heiminn fyrir tæpum þremur árum. Það fór að halla undan fæti síðastliðin ár hjá henni ömmu minni og urðu mikil þáttaskil er elsku afi dó árið 2018 og hún flutti á Grund. Ylfa Matthildur mín var reglulegur gestur á Grund með mömmu og fyrir það er ég svo þakklát, að hún hafi fengið að kynnast langömmu sinni. Með yl í hjarta minnist ég síð- asta aðfangadagskvölds, en þá kom amma til okkar fjölskyld- unnar í Grundargerði og naut þess að vera með okkur Sigga, börnunum þremur og mömmu. Við héldum öll að hún myndi ekki treysta sér en ákveðin ætl- aði hún sér að vera með okkur þetta aðfangadagskvöld. Hún var sótt í sínu fínasta pússi. Kom brosandi inn og brosti allt kvöld- ið. Lætin og spennan sem ein- kenndi þetta kvöld hjá þremur litlum börnum gladdi hana svo mikið. Hún borðaði með bestu lyst, leið svo vel og lá ekki á heim. Þetta kvöld er okkur öllum dýrmætt og fallegt. Elsku amma mín. Ég mun sakna þín meira en orð fá lýst en mun hlýja mér við minningar um einstaka ömmu og langömmu. Þú hefur verið mér afar mikilvæg, dýrmæt og stór hluti af því hver ég er í dag. Afi hefur tekið vel á móti þér og nú fáið þið að halda utan um hvort annað á ný. Takk fyrir allt. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar. Traust og með hjarta úr gulli. Hvíldu í friði. Þín Úlfhildur. Í símanum mínum varðveiti ég innkaupalista frá því að amma og afi bjuggu í Sunnuhlíð. Hljóðar hann svo; skonsur, gula mjólk, tekex, rúllutertu eða djöfla, tekex og tvo pakka af maryland kexi. Svona launuðum við systkin þeim oft kaffið og spjallið með því að versla fyrir þau. Þegar ég les listann heim- sækir hugurinn aftur ömmu og afa við eldhúsborðið þar sem við gátum talað um allt milli himins og jarðar. Þessar stundir voru mér ómetanlegar. Mynd mín af ömmu var og mun alltaf vera hún með opinn faðminn en hjá henni átti maður alltaf öruggt skjól. Stórum hluta bernsku minnar eyddi ég í Birkigrundinni þar sem þau þá bjuggu. Það var dásamlegt að leika sér í Foss- vogsdalnum og koma svo inn í mat og graut til ömmu. Eftir leikskóla og yngri stig grunn- skólans gátum við systkin alltaf farið til ömmu þar sem hún stóð í dyragættinni með opinn faðminn og rétti okkur góðgæti, svo sem rabarbara með sykri. Hún átti það líka til að frysta appelsínu- þykkni og búa til frostpinna þannig að á tímabili kallaði ég hana ömmu klaka sem henni fannst ansi skondið. Því eldri sem ég varð þróaðist samband okkar og varð dýpra, þar sem við fórum að tala meira saman yfir góðum kaffibolla og rúllutertu. Þessar minningar eru mér ekki síður dýrmætar, en amma var líka um fram allt góð vinkona mín. Hún átti það til að spyrja í gríni hvort ég væri nú ekki að fara koma heim með einhvern en ég sagði að hún yrði að sjálf- sögðu alltaf fyrst til að vita. Í eitt af síðustu skiptunum þegar við Katrín, systir mín, heimsóttum ömmu á Grund grill- aði hún okkur yfir kærasta- leysinu og spurði nú, eins og oft áður, hvort við kæmum nú ekki með einn heim frá þessum miklu ferðalögum. Hlátrasköllin í okk- ur öllum glumdu um setustofuna en þá heyrðist frá annarri heim- iliskonu þar: „Já er þetta amma ykkar, hún er alveg yndisleg.“ Ég get ekki verið annað en sam- mála þessari staðhæfingu því amma var einfaldlega alveg ynd- isleg. Hún var sólargeisli með al- veg einstaka hlýja nærveru en það er þessi nærvera sem ég finn fyrir þegar ég les innkaupalist- ann og hugsa um tíma okkar saman. Nú er hún komin heim til afa og sé ég þau fyrir mér vera að hella upp á kaffi og tala um lífið og veginn. Elsku amma, orð fá því ekki lýst hversu erfitt mér finnst að vera ekki á landinu til að kveðja þig. Þó veit ég að þú studdir ávallt ævintýramennsku mína og þetta eilífa flakk á þínu fólki. Þú varst stolt af okkur og studdir okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var gott að geta sagt þér frá nýjum plönum en viðbrögð þín voru ávallt „já hvað þá, það er aldeilis“ og síðan töluðum við um breyttan og tengdari heim. Það var alltaf svo áhugavert að heyra sögur þínar af fyrri tímum alveg eins og þú nærðist af ferðasögum okkar. Hvíl í friði, elsku amma, og takk fyrir allt. Vigdís Þóra Másdóttir. Þá hefur hún Dadda frænka kvatt okkur eftir langa ævi- göngu. Ólafía Katrín Hansdóttir, fyrsta barnabarn og alnafna ömmu okkar, Ólafíu Katrínar, og afa Kristjáns. Milli okkar voru alltaf mikil og náin tengsl, enda ólst mamma Kristín upp frá unga aldri á Ketilstöðum hjá Helga föðurbróður sínum. Mamma tengdist Ketilstöðum sterkum böndum og átti síðar alltaf athvarf þar hjá Hans bróð- ur sínum meðan hann lifði. Hún, sem ævinlega var kölluð Stína frænka, tók miklu ástfóstri við börn hans og Ingiríðar dóttur Helga, þau Döddu, Helgu, Ella og Áslaugu, það var ævarandi vinátta sem við Sólveig höfum notið góðs af alla okkar tíð. Við eigum margar minningar um ljúfar samverustundir hjá Döddu og Þorkeli á Kársnes- brautinni og Birkigrund, og síð- ustu árin þeirra í Hlíðarhjalla, sem koma upp í hugann á þess- ari kveðjustund. Þar standa upp úr hin árlegu nýársboð hjá þess- um samhentu hjónum sem við fengum að njóta um áraraðir. Þarna voru þjóðmálin rædd og greind, jólabækurnar, skaupið, fjölskyldusamkomur þar sem kynslóðir mættust og Dadda frænka hlóð borðin kökum og krásum og alls kyns góðgæti. Þegar við rákumst inn í kaffi hjá þeim á árum áður heyrðist iðu- lega kliður í börnum og hlátra- sköll, enda var Dadda mikil barnakona og naut þess lengi að gæta barnabarna sinna á daginn og hafa þau í kringum sig. Yndisleg minning kemur upp í hugann af fjölmennu ættarmóti okkar, niðja ömmu okkar og afa, vestur í Dölum sumarið 1989. Þarna fengu yngri kynslóðirnar nasasjón af sögu þessarar ættar þegar farið var í Hörðudalinn, umhverfi forfeðra og formæðra skoðað og hlýtt á sögur þeirra eldri. Það var gaman að í ferð- inni voru þrjár Ólafíur Katrínar, sú yngsta var dóttir Indriða, sem þá var aðeins fárra mánaða gömul. Dadda frænka náði háum aldri og líkaminn var farinn að gefa eftir. Hún var þó skýr í hugsun fram á síðasta dag. Dadda var margfróð og stál- minnug og það var mikils virði fyrir okkur að eiga með henni margar góðar stundir á síðustu árum og spjalla um heima og geima, heyra hana segja frá löngu gengnum ættingjum og liðnum atburðum og deila nýj- ustu fréttum af fjölskyldunni. Hún fylgdist alla tíð mjög vel með ömmubörnum og lang- ömmubörnum sínum og sagði okkur stolt nýjustu fréttir af þeim og hún hafði alltaf áhuga á högum okkar og spurði alltaf um Gunnar Ólaf okkar, dætur hans og fjölskyldu. Nafnið tengdi þau saman, en Dadda var ein fárra sem alltaf notuðu bæði nöfn hans. Það kemur alltaf að kveðju- stund og við munum sakna þeirrar hjartahlýju og gleðibross sem mætti okkur í hvert sinn sem við hittumst. Þær hlýju minningar munu ævinlega lifa í hugum okkar og hjörtum. Elsku Inga Hanna, Elsa og Indriði, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar allra, fjölskyldna ykkar, barna og barnabarna. Hans og Sólveig. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Kynslóðir koma og fara og kveðjustundunum fjölgar eftir því sem aldurinn færist yfir. Nú hefur Ólafía kvatt okkur, 96 ára, eftir langa og viðburðaríka ævi. Pabbi og Ólafía stofnuðu heimili sitt um miðja síðustu öld. Þá var ég fædd og þar sem ég ólst upp hjá móðurfólki mínu norður á Akureyri voru ekki mikil sam- skipti framan af, slík tengsl voru öðruvísi í þá daga og við fórum lítið suður á mínum uppvaxtar- árum. Eftir að ég flutti suður og stofnaði mína fjölskyldu þróuð- ust meiri samskipti og ég er af- skaplega þakklát fyrir þann tíma sem við náðum öll saman. Ólafía var þessi gestrisna, kraftmikla húsmóðir, sem helgaði sig heim- ili, börnum og barnabörnum sem áttu mikið og öruggt skjól hjá henni. Hún fylgdist vel með öllu og hafði skoðanir á hlutunum. Hún stjórnaði heimilinu, rögg- söm og ákveðin og allt var af vönduðustu gerð. Minni hennar var einstaklega gott til síðasta dags og hún hafði einlægan áhuga fyrir velferð fólksins síns og samgladdist því með nýja áfanga og sigra í lífinu. Henni féll ekki verk úr hendi, ýmist var hún að töfra fram eitthvað matarkyns eða að skapa fallegt handverk. Þau pabbi voru dug- leg að ferðast, fóru bæði innan- lands og utan langt fram eftir aldri, fróðleiksfús og víðsýn. Þau fylgdust líka vel með málefnum líðandi stundar. Þeirra kynslóð hefur sýnt mikla þrautseigju og eljusemi um ævina. Þegar Ólafía fór að missa sjón var pabbi henni mikil stoð, það var því mikið áfall þegar hans heilsu fór að hraka. Hún hélt þó áfram að sinna heimilisstörfunum með viljann að vopni og alltaf vildi hún hella upp á kaffi þegar ég kom í heim- sókn. Pabbi féll svo frá fyrir einu og hálfu ári, þá flutti hún á Grund og naut þar góðrar umönnunar. Aldrei kvartaði hún, þó ellin sækti nokkuð fast að henni. Ég trúi að nú geti þau aft- ur fylgst að í Sumarlandinu eins og þau höfðu gert í nærri 70 ár þegar pabbi kvaddi. Minning þeirra lifir. Valdís Brynja Þorkelsdóttir. Ólafía Katrín Hansdóttir HINSTA KVEÐJA Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hafðu hjartans þökk fyr- ir allt og allt, elsku langamma. Þín Kristín Hanna, Ylfa Matthildur og Skarphéðinn Krummi. 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.