Morgunblaðið - 24.02.2020, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
✝ SigríðurBenný Eiríks-
dóttir fæddist í
Saurbæ, Villinga-
holtshreppi 18.
mars 1924. Hún
lést á Hrafnistu,
Reykjavík, 14.
febrúar 2020. For-
eldrar hennar
voru Ragnheiður
Benjamínsdóttir, f.
8.6. 1891 í Syðri-
Gegnishólum, Gaulverjabæj-
arhreppi, d. 21.4. 1981, og Ei-
ríkur Kolbeinsson, f. 15.1. 1875
í Stóru-Mástungu, Gnúpverja-
hreppi, d. 12.9. 1925. Albræður
Sigríðar voru ónefndur dreng-
ur og Eiríkur Kolbeinn, hálf-
bróðir hennar (samfeðra) var
Gísli.
Eiginmaður Sigríðar var
Gunnar Guðmundsson, f. 26.12.
1924, d. 25.11.2004. Þau slitu
sambúð. Börn Sigríðar og
Gunnars eru: 1) Eiríkur, f.
18.12. 1946, maki Valgerður
Stefánsdóttir. Börn þeirra eru:
a) ónefndur drengur (látinn), b)
Guðbjörg, maki Þórarinn Þór
Sigursteinn Atli, Brynjar Nói
og Hilmar Máni, og b) Bryndís,
maki Kristjón Daðason, börn:
Lena Rós, Gunnar Snær (lát-
inn), Rakel Ösp, Einar Breki og
Karítas Ýr. 6) Auður, f. 1.10.
1957 d. 11.5.2016, maki hennar
var Hjörtur Jakobsson d.
27.4.2016, dóttir þeirra er a)
Ásta Rut. Sigríður átti fimm
langalangömmubörn. Alls átti
hún 43 afkomendur.
Sigríður ólst upp frá fimm
ára aldri á Votamýri á Skeið-
um. Hún kynntist Gunnari á
Selfossi og fluttist með honum
til Reykjavíkur árið 1946.
Fyrstu árin eftir að börnin fóru
að koma til sögunnar bjuggu
þau að Árbæjarbletti 70 en
fluttu í Lindargötu 23 þegar
fjölskyldan stækkaði. Árið
1960 fluttu þau í Sporðagrunn
13. Sigríður bjó síðar að Ljós-
heimum 9 og Hraunbæ 103, eft-
ir að hún og Gunnar slitu sam-
búð. Sigríður var heima-
vinnandi húsmóðir í mörg ár
og félagi í kvennadeild Flug-
björgunarsveitarinnar. Síðar
vann hún á saumastofum í
Reykjavík. Síðustu þrjú ár hef-
ur Sigríður dvalið á Hrafnistu,
Reykjavík.
Útför Sigríðar fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 24. febr-
úar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Magnússon, börn
hennar eru Brynja
Dögg og Stefán
Ari, og c) Sigríður,
synir hennar eru
Eiríkur Þór og
Steinar Freyr. 2)
Trausti, f. 17.9.
1948, maki Berg-
lind Rut Sveins-
dóttir, synir hans
eru a) Gunnar og
b) Anton, börn
hans eru Berglind Nína og
Ingvar. 3) Hildur, f. 7.3. 1952,
maki Guðjón Pétur Ólafsson.
Börn þeirra eru a) Guðmundur,
maki Íris Long, synir þeirra
eru Gauti og Guðjón, sonur Ír-
isar er Atli Geir, og b) Ásta Sig-
ríður, maki Clemente Arena. 4)
Ragnheiður, f. 24.4. 1953, maki
Bjarni Snæbjörnsson. Dætur
þeirra eru a) Íris, maki Karl
Sigfússon, börn þeirra eru
Selma, Hilmar og Þóra, og b)
Snædís. 5) Unnur, f. 23.4. 1956,
maki Jónas H. Sveinsson. Þau
skildu. Dætur þeirra eru a)
Helga Birna, maki Sighvatur
Rúnarsson, synir þeirra eru
Þegar mamma mín var ekki
nema eins og hálfs árs missti
hún pabba sinn, en þá var móð-
ir hennar ófrísk að Eiríki bróð-
ur hennar. Eiríkur fór fljótlega
í fóstur til vinafólks að Gafli í
Villingaholtshreppi en mamma
var áfram hjá mömmu sinni.
Þegar hún var fimm ára
brenndist amma illa. Þá fór hún
að Votamýri á Skeiðum til föð-
ursystur sinnar og átti að vera
þar í nokkra mánuði en það
breyttist og hún var þar til tví-
tugs.
Mömmu fannst gott að vera
á Votamýri. Hún byrjaði í skóla
þegar hún var 10 ára og var til
14 ára aldurs. Hana langaði
mikið að fara í Héraðsskólann á
Laugarvatni því hún átti mjög
auðvelt með að læra, en fékk
það ekki. Hún var alla tíð leið
yfir að hafa ekki fengið að
mennta sig. Það eina sem henni
stóð til boða var að fara í hús-
mæðraskólann en hún kærði
sig ekki um að fara í einhvern
grautarskóla eins og hún kall-
aði hann. Hún hafði stærri
drauma en það, en hana
dreymdi um að verða flugmað-
ur eða leikkona. Hún var mjög
virk í Ungmennafélaginu og tók
þátt í mörgum leiksýningum.
Mamma vann öll verk að
Votamýri en fannst skemmti-
legast þegar byggt var nýtt hús
að vinna við það. Þá sváfu þau i
tjöldum í fimm vikur á meðan á
byggingarvinnunni stóð. Hún
vann við steypuvinnu til jafns
við karlmennina á bænum.
Mamma bjó enn að Votamýri
þegar seinni heimsstyrjöldin
hófst og urðu þau í sveitinni
talsvert vör við það, þar sem
hermenn höfðu aðsetur á bæ
skammt þar frá. Mamma var
logandi hrædd við hermennina
og eitt sinn þegar hún var á
leið út að Brautarholti að kvöldi
til heyrði hún i bíl, en mjög lítil
umferð bíla var á þessu tíma,
hún var viss um að þetta væru
hermenn svo hún skellti sér út i
skurð og faldi sig þar til þeir
voru farnir.
Hún hafði mikinn áhuga á
flugvélum hersins sem flugu yf-
ir og þekki hljóðin i vélunum.
Eitt sinn þegar hún var úti við
heyrði hún í flugvél sem hún
vissi strax að var ekki vél Breta
eða Bandaríkjamanna. Þá fór
hún inn í bæ og heyrði stuttu
seinna i fréttum að þýsk vél
hefði kastað sprengju í átt að
Ölfusárbrúnni.
Þegar mamma var um tví-
tugt fór hún til Selfoss og vann
þar í bíóinu í þrjá mánuði. Á
Selfossi hitti hún pabba, Gunn-
ar Guðmundsson, en hann var
þá að vinna hjá Almenna bygg-
ingafélaginu. Mamma fór síðan
alfarið til Reykjavíkur á þrett-
ándanum 1946. Á þessum tíma
var ekki algengt að konur væru
með bílpróf en mamma hafði
alla tíð verið með bíladellu svo
hún tók bílpróf skömmu eftir
að hún flutti til Reykjavíkur.
Þetta er lítið brot af sögum
mömmu sem hún hefur verið að
segja mér undanfarin ár. Nú
verða sögurnar ekki fleiri en ég
ylja mér við þessar endurminn-
ingar.
Mamma var ótrúleg mann-
eskja á margan hátt, mjög
ákveðin og hreinskilin og fylgd-
ist vel með öllu sínu fólki alveg
fram í lokin. Hún var meira að
segja að siða mig til fram á síð-
ustu stundu, sem mér fannst
mjög huggulegt.
Nú hefur hún fengið lang-
þráða hvíld og er komin i
Sumarlandið sitt. Ég sakna
elsku mömmu og allra góðu
samtalanna okkar, en veit að
hún er komin á þann stað sem
hún vildi vera á. Blessuð sé
minning hennar.
Ragnheiður.
Amma Sigga var kannski
ekki hin dæmigerða ímynd öld-
ungs á tíræðisaldri. Hún var
hreinskilin, bein í baki fram
eftir aldri, og alltaf með nýj-
ustu fréttirnar af þjóð- og
heimsmálunum á hreinu. Sömu-
leiðis var hún ákaflega sjálf-
stæð, það mátti helst enginn
gera neitt fyrir hana. Hún átti
afmælisdagabók, en hefði í
raun ekki þurft á henni að
halda því hún mundi flesta af-
mælisdaga. Afkomendur henn-
ar eru margir og nokkuð víðfö-
rulir, en það kom þó ekki í veg
fyrir að hún myndi hvar í heim-
inum þeir væru að ferðast, eða
hvenær þeir kæmu til baka.
Þrátt fyrir að hún væri að
verða 96 ára var minni hennar
betra en margra sem eru ára-
tugum yngri.
Eftir að amma fór á eftir-
launaaldur og fluttist í
Hraunbæinn gerðist hún mikill
göngugarpur. Hún gekk Stíflu-
hringinn í Elliðaárdalnum
flesta daga og lagði saman kíló-
metrana sem hún gekk. Yfir ár-
ið náði hún oft að ganga vega-
lengd sem samsvaraði því að
hún hefði gengið frá Reykjavík
austur fyrir Höfn í Hornafirði.
Vegalengdirnar styttust eftir
því sem aldur færðist yfir, en
þó fór hún enn daglega sinn
göngutúr, gekk ganginn til
enda á Hrafnistu, og kom við
hjá píanóinu til að spila aðeins.
Hún var mikil hannyrðakona
en þegar sjónin fór að daprast
tók hún upp á því að prjóna
sjöl. Þau voru einfaldari í snið-
um en það sem hún hafði áður
fengist við, en samt ákaflega
falleg og nýtileg. Hún prjónaði
alls 650 slík sjöl og gaf þau um
allan heim. Hljóðbókasafnið
reyndist henni einnig vel, sér-
lega þegar sjónskerðingin olli
því að hún gat ekki prjónað
lengur. Hún fékk hljóðbækur
sendar, og á tímabili var hún
alltaf sú fyrsta í fjölskyldunni
sem var búin að lesa allar jóla-
bækurnar. Þannig gafst hún
aldrei upp, heldur fann sér leið-
ir fram hjá þeim hindrunum
sem hún mætti.
Amma reyndist mér sérstak-
lega vel eftir að foreldrar mínir
létust vorið 2016. Þá kom
mjúka hlið hennar vel í ljós.
Það verður sérstakt að geta
ekki lengur farið í heimsókn til
hennar, sest í rauða stólinn og
spjallað við hana um gamla
tíma, nýja tíma og allt þar á
milli. Við eigum þó góðar minn-
ingar sem ylja.
Ásta Rut.
Ég reika milli stjarna,
stjarnanna minna.
Ég er að leita,
að minni eigin stjörnu.
Hvar ertu mín fagra,
bjarta stjarna?
Fegurst allra stjarna.
Ég leita þín.
Nú yljar þú mér um
hjartarætur.
Og lýsir upp mitt
fagra bros.
Því nú er ég glöð
meðal engla minna.
Og veröld mín
svo hlý og björt.
Stjarna mín,
ó stjarna mín.
Nú líður mér vel.
Því nú er ég komin heim.
(ÁSG)
Takk fyrir allt, elsku amma.
Kveðja, Ásta Sirrý.
Ásta Sigríður.
Sigríður Benný
Eiríksdóttir
✝ IngveldurHöskuldsdóttir
fæddist 10. október
1937 á Hornafirði.
Hún lést á gjör-
gæslu Landspít-
alans 13. febrúar
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Höskuldur
Björnsson listmál-
ari frá Dilksnesi, f.
26. júlí 1907, d. 2.
nóvember 1963 og Hallfríður
Pálsdóttir, f. 25. mars 1907, d.
15. janúar 1987.
Bróðir Ingveldar var Halldór
Höskuldsson, f. 9. apríl 1936, d.
26. apríl 2005.
Ingveldur var þrígift og
eignaðist fimm börn, Hallfríði,
f. 1957, Gunnar
Þór, f. 1959, Ást-
vald, f. 1962,
Helgu, f. 1963, d.
1967, og Helga, f.
1969.
Barnabörnin eru
níu og langömmu-
börnin níu.
Ingveldur flutti
með foreldrum sín-
um til Hveragerðis
1947.
Fluttist til Reykjavíkur um
tvítugt og vann við verslunar-
störf og bjó þar lengst af, að
undanskildum 15 árum sem hún
bjó í Svíþjóð.
Útför Ingveldar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 24. febr-
úar 2020, klukkan 15.
Elsku mamma.
Mikið sakna ég þín, en ég
hugga mig við það að nú ert þú
frjáls, frjáls eins og fuglarnir
sem þú hafðir svo mikið dálæti
á. Það var auðvelt að finna gjöf
fyrir þig, ef hún var með mynd
af fugli vissi ég að þú yrðir hrif-
in alveg sama hvort það voru
servíettur, kertastjaki eða ann-
að, og ekki síður ef bleiki litur-
inn var líka með.
Við áttum okkar stundir sam-
an, mæðgur, vinkonur. Við kíkt-
um í búðirnar okkar og skoð-
uðum fallegar vörur, blómabúðir
voru líka heimsóttar og oft
fylgdi okkur eitthvað heim eftir
þessar heimsóknir, ekki mikið,
bara smá. Þú varst fagurkeri
fram í fingurgóma, allt í kring-
um þig var fallegt eins og þú.
Yfirleitt enduðu þessar búðar-
ferðir okkar á því að við komum
við í bakaríi og keyptum sér-
bakað vínarbrauð sem við feng-
um okkur þegar við komum
heim. Þeirri hefð okkar held ég
áfram.
Það var ómetanlegt að fá að
vera með þér síðustu dagana,
elsku mamma mín, enda kom
ekkert annað til greina. Við
gerðum hlutina saman, þannig
var það bara. Það var gott að
geta sagt þér hvað ég elskaði
þig mikið, þú vissir það, en allt-
af gott að fá að heyra það.
Við eigum eftir að tala um
þig og rifja upp minningar sem
eru svo ómetanlegar, barna-
börnin sakna langömmu en þú
varst þeim svo mikilvæg og
fastur punktur í þeirra lífi.
Nú ertu komin í Sumarlandið,
það verður þín Bólstaðarhlíð,
umvafin blómum og ættingjum.
Þín dóttir Halla.
Hallfríður
Kristjánsdóttir.
Elsku mamma, takk fyrir allt
sem þú ert búin að gera fyrir
mig og okkur. Maður er búinn
að sakna þess að fá ekki smá-
kökurnar og randalínkökurnar
frá þér á jólunum. Þetta kom
manni í jólaskap. Þegar Hall-
fríður amma bjó í Hveragerði
og var með kaffistofuna áttum
við góðar stundir. Við eyddum
miklum tíma þar með góðu fólki
eins og Höllu systur, Veigari,
Ástvaldi, Halldóri frænda,
Gunnu, Höskuldi og Geir
frænda heitnum. Maður saknar
þessara tíma.
Ég er búinn að vera að hugsa
hvað þú ert búin að standa vel
við bakið á mér. Það var allt þér
að þakka þegar þú sást norska
grein í blaði um ítalskan dreng
sem hafði farið í lengingar-
aðgerðir í Rússlandi. Þú stóðst
þig svo vel, varst svo sterk þeg-
ar læknir reyndi að stíga í veg
fyrir að lengingar aðgerðirnar
yrðu að veruleika. Þegar við
pabbi vorum úti í aðgerðunum
fékkst þú skilaboð um hvernig
gekk með telefaxi, sem var sent
til Sindra. Það var gaman að sjá
hvernig þið pabbi unnuð þetta
saman þó að þið hafið verið
skilin.
Ég sakna þín á hverjum degi,
elsku mamma.
Elsku mamma, kveðja, þinn
sonur
Helgi.
Elsku besta engla amma mín.
Þá ertu komin með fallega
vængi, mögulega bleika, og ég
er sannfærð um að Casper hafi
tekið vel á móti þér og sitji í
fanginu á þér.
Síðastliðnar vikur hafa verið
strembnar en ég er óendanlega
þakklát fyrir að hafa getað kom-
ið og verið með þér í nokkra
daga og sagt þér allt sem ég
hefði átt að segja þér mikið
fyrr.
Ég á endalausar minningar af
þér og okkur, Svíþjóðarferðirn-
ar voru alltaf hápunktur sum-
arsins og þar var alltaf tekið vel
á móti manni með góðum mat,
verslunarferð og skemmtilegum
plönum.
Ég er 100% viss um að ég
hefði aldrei þorað að flytja er-
lendis sjálf ef það hefði ekki
verið fyrir þig, þú varst alltaf
„rétt hjá“ ef eitthvað kæmi upp
á, ef ævintýri mitt færi úrskeið-
is vissi ég að ég gæti alltaf kom-
ið til þín.
Þegar ég bjó í Danmörku
kom ég oftar í heimsókn, og
alltaf var ég send til baka heim
með skúffuköku og matarpoka
til að fylla á ísskápinn, besta
skúffukakan og ég hafði vit á
því að fá uppskrift.
Eitt af því síðasta sem þú
sagðir mér var að maður ætti
alltaf að vera stolt/ur af sjálfum
sér, og ég ætla að lifa eftir þess-
um orðum, og lít upp til þín. Þú
varst sú glæsilegasta, það er
ekki flóknara en það.
Þangað til næst,
Margrét Inga
Veigarsdóttir.
Elsku amma mín takk fyrir
öll árin og allar góðu minning-
arnar sem við áttum saman.
Þegar þú varst á spítalanum
runnu góðu minningarnar í
gegnum hugann. Þú varst svo
veik en samt varstu svo hress
að maður hafði von að þú mund-
ir ná þér og flytja inn í nýju
íbúðina þína.
Þú lást á spítalanum og við
spjölluðum um minningar í
gegnum árin. Þú sagðir mér frá
því þegar þú varst í lýðháskóla
þegar þú varst ung. Þú ljómaðir
alltaf þegar þú talaðir um þenn-
an tíma. Það var upplifun sem
þú mundir alltaf eftir. Nú er
Óskar barnabarn að stíga sömu
fótspor og þú.
Þegar við fjölskyldan heim-
sóttum þig í Svíþjóð, það voru
góðar ferðir. Þú tókst svo vel á
móti okkur. Við kynntumst
broddgöltunum sem fengu að
borða hjá þér, við fengum
sænskar kjötbollur inni í vefju
með smjöri og fórum í Astrid
Lindgren-garðinn.
Þú fluttir til Íslands og bjóst
heima hjá okkur fjölskyldunni.
Þú hafðir góða nærveru, klædd-
ir þig í bjarta liti og bakaðir
góðar kökur. Einn daginn fluttir
þú á Grensásveginn en við feng-
um meðal annars að njóta fé-
lagsskapar þíns á sunnudags-
kvöldum. Þar var spjallað,
góður matur borðaður, rauðvín
drukkið, Jägermeister og stund-
um líkjör. Við fjölskyldan nut-
um nærveru þinnar og munum
sakna þess að fá þig ekki á
sunnudagskvöldum. En hefðin
að hafa fjölskyldu sunnudags-
kvöldverði mun halda áfram.
Inga amma, þú varst algjör
listakona, þú skreyttir heimili
þitt fallega með myndum eftir
pabba þinn. Að koma í heim-
sókn til þín var eins og að ganga
inn í listagallerí. Þú naust þín í
góðum félagsskap, þér fannst
ekki allt fyndið og ef þú sást
ekki tilgang með hlutunum eins
og t.d. að spila eða læra á
tækninýjungar þá vildir þú ekk-
ert með það hafa.
Á tímum sem þessum
loka ég augunum
finn í brjósti mér
allar góðu minningarnar
ylja inn að hjarta.
Þú varst svo góð og hlý
þú kveður þennan heim.
Þín minning mun lifa
í hjarta allra sem þú komst nálægt
Elsku Inga amma.
Kveðja, þitt barnabarn
Margrét Björg.
Elsku fallega amma mín, það
er frekar erfitt að setjast niður
og byrja að koma niður orðum á
blað. Ég er enn að átta mig á
því að þú sért farin frá okkur,
en sem betur fer hef ég svo
margar yndislegar minningar
sem eru mér dýrmætar og ylja
hjartað á þessum erfiðu tíma-
mótum. Þú ert í minningu okkar
systranna sem algjör demantur,
alltaf svo glæsileg og yndisleg.
Árin sem þú bjóst í Svíþjóð, all-
ar ferðirnar til þín voru svo
skemmtilegar. Þú varst alltaf
búin að fara í búðina og kaupa
allt uppáhaldsgotteríið og oftar
en ekki beið volg skúffukaka
eftir manni. Ég man sérstaklega
eftir einni ferðinni þegar við
kíktum í Legoland. Þar fórum
við í biðröð til að komast inn í
kastala og skoða hann, en þegar
röðin fór að styttast kom í ljós
að þetta var ekki bara kastali
heldur rússíbani, það er eitt-
hvað sem þér fannst alls ekki
skemmtilegt en þú lést það ekki
stoppa þig og í rússíbanann fór-
um við og öskruðum og hlógum
til skiptis.
Þú varst mikið fyrir skart-
gripi, enda hafðirðu unnið í
skartgripaverslun. Alltaf fékk
maður að gramsa og máta allt
glingrið sem þú áttir. Ég er svo
þakklát fyrir það að börnin mín
fengu að alast upp með þig í lífi
sínu. Þau sakna þín svo mikið
en við munum halda minningu
þinni uppi með myndum og ljúf-
um minningum.
Síðustu dagarnir á gjörgæsl-
unni voru eins og rússíbanaferð,
suma daga gátum við spjallað
meðan aðra daga sátum við og
héldumst í hendur meðan þú
hvíldir þig. Ég hef sjaldan séð
þig jafn sterka og þá, þú varst
algjör prinsessa og höfðingi á
sama tíma eins og ég sagði við
þig í nokkur skipti. Ég mun
halda fast í þessar síðustu
stundir, eins og þær gátu verið
erfiðar þá er ég svo þakklát fyr-
ir þær. Nú ertu komin á betri
stað, ég vona svo innilega að allt
okkar fólk „þarna hinum megin“
hafi tekið vel á móti þér.
Elsku fallegi demanturinn
minn, ég elska þig – ég sakna
þín.
Hvíldu í friði, litlan þín,
Kittý.
Kristjana Ósk.
Ingveldur
Höskuldsdóttir