Morgunblaðið - 24.02.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
✝ Anna Tyrfings-dóttir fæddist í
Vestri-Tungu í
Vestur-Landeyjum
28. nóvember 1928.
Hún lést á heimili
sínu Ljósheimum á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 12.
febrúar 2020.
Foreldrar Önnu
voru Þóranna
Helgadóttir, f. í
Skarði í Þykkvabæ 6. september
1899, d. 21. ágúst 1989, og Tyrf-
ingur Einarsson bóndi í Vestri-
Tungu, f. í Þúfu í Vestur-
Landeyjum 15. júní 1896, d. 19.
október 1991. Systur Önnu voru;
A) Helga Tyrfingsdóttir, f. 30.
september 1925, d. 12. mars
2007. B) Hannesína Tyrfings-
dóttir, f. 6. maí 1930, d. 9. októ-
ber 2019.
Anna giftist æskuást sinni,
Ingólfi Björgvinssyni, f. 18. júní
1923 á Bólstað í A-Landeyjum, d.
30. september 2006, þann 29.
Ólafsson og eiga þau fjögur börn
og ellefu barnabörn. C) Kristín
Brynja, f. 26. desember 1955, og
á hún þrjú börn og tíu barna-
börn, D) Ásgerður, f. 22. apríl
1958, maki J. Pálmi Hinriksson
og eiga þau þrjú börn og tvö
barnabörn, E) Björgvin Njáll, f.
21. desember 1961, maki Sóley
Andrésdóttir og eiga þau eitt
barn og átta barnabörn.
Anna ólst upp í sveitinni og
stundaði almenn sveitastörf á
unglingsárum sínum. Hún flutti
hins vegar snemma til Reykja-
víkur, þá 12 ára gömul, þar sem
hún byrjaði að vinna fyrir sér.
Hún starfaði í upphafi á Sauma-
stofu Guðrúnar Arngrímsdóttur
og í Feldinum. Á sumrin, í fríum,
sinnti hún sveitastörfum heima í
Vestri-Tungu. Anna og Ingólfur
hófu búskap sinn í Eskihlíð 14 í
Reykjavík. Til lengri tíma
bjuggu þau á Laugarnesvegi og
síðar í Hólastekk 8. Þegar upp-
eldi barnanna lauk vann hún ým-
is þjónustu- og verslunarstörf,
s.s. á Laugardalsvelli og í Laug-
ardalshöll og hjá Félagsstofnun
stúdenta í Háskóla Íslands.
Anna verður jarðsungin frá
Áskirkju í Reykjavík í dag, 24.
febrúar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
nóvember 1947.
Foreldrar Ingólfs
voru Björgvin Fil-
ippusson, bóndi á
Bólstað, f. á Hellum
í Landsveit 1. des-
ember 1896, d. 6.
nóvember 1987, og
Jarþrúður Péturs-
dóttir, f. á Högna-
stöðum í Helgu-
staðahreppi 28.
mars 1897, d. 16.
mars 1971. Þau hófu sinn búskap
í Reykjavík og bjuggu lengst af í
Hólastekk 8 í Reykjavík og fluttu
í Tjaldhóla 60 á Selfossi í desem-
ber 2005. Eftir andlát Ingólfs
flutti Anna í Grænumörk á Sel-
fossi en flutti síðar á hjúkrunar-
heimilið Ljósheima.
Börn Önnu og Ingólfs eru: A)
Anna Jarþrúður, f. 17. sept-
ember 1948, maki Thorbjörn
Engblom og eiga þau fjögur börn
og tíu barnabörn og eitt lang-
ömmu/afabarn. B) Þóranna, f.
12. apríl 1952, maki Jón Finnur
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson)
Engin orð fá því lýst hve ein-
stök hún mamma mín var. Á
sama hátt fá engin orð því lýst
hvað ég sakna hennar mikið. Við
vorum perluvinir, frá upphafi til
enda. Elskulega mamma mín,
sem leiddi mig í gegnum barn-
æskuna og kenndi mér að þekkja
muninn á réttu og röngu, sá um
að ég mætti í skólann á réttum
tíma, tryggði nestið í töskuna,
tók á móti mér eftir skóla og frí-
stundir, kenndi mér væntum-
þykju, þor, þrautseigju og að
elska án skilyrða. Það var
mamma mín sem reisti mig við
þegar eitthvað bjátaði á og
strauk vangann minn með mjúku
hendinni sinni. Mamma var klett-
urinn. Frá upphafi studdi hún við
bakið á mér og hefur alla tíð
gert. Hún sýndi öllu því sem ég
tók mér fyrir hendur áhuga og
lét nú ýmislegt yfir sig ganga, til
dæmis þegar ég var að læra á
tenórhorn, blokkflautu og píanó.
Það hlýtur að hafa tekið á, en
alltaf fylgdist hún með og hvatti
mig áfram. Þegar Sóley mín kom
inn í líf mitt, þá ég einungis 17
ára gamall, tók hún henni opnum
örmum og hefur elskað hana frá
fyrstu kynnum. Samband þeirra
varð eins og samband mitt og
mömmu. Einstakt. Þegar við Sól-
ey áttum von á Andreu okkar þá
var nú ekki um annað að ræða en
að við byggjum í kjallaranum á
Hólastekknum og pabbi og
mamma útbjuggu sérstaklega
íbúð þar handa okkur. Pabbi
flutti „bara“ sitt fyrirtæki í bíl-
skúrinn og setti bílinn út í stað-
inn. Allt skyldi gert fyrir börnin
þeirra til að tryggja að þeim liði
sem allra best. Sóley og Andrea
voru síðan jafn heppnar og ég og
fengu að njóta mjúku handarinn-
ar hennar mömmu alla tíð. Og
þegar Andrea okkar fór að
„hrúga“ niður börnunum sínum
og þá í sama magni og mamma
og pabbi, voru þau svo heppin öll,
að fá hana mömmu mína til að
strjúka vangann sinn. Það sem
henni þótti vænt um barnabörnin
okkar Sóleyjar. Um leið og hún
varð vör við að þau væru að
koma þá færðist bros yfir andlitið
og væntumþykjan og ástin skein
úr augum hennar, síðan var strax
farið að huga að því að gera þeim
til góða eins og öllum öðrum sem
til hennar komu á lífsleiðinni.
Enginn skyldi fara frá henni
svangur. Endalaus var áhugi
hennar á því hvað barnabörnin
voru að gera, hvernig þeim gengi
í skólanum, fimleikunum, fótbolt-
anum, söngnum o.s.frv. Ekkert
fór fram hjá henni. Hún fylgdist
með öllu sem var í gangi. Stolt
hennar yfir sínu fólki leyndi sér
aldrei. Fjölskyldan var henni alla
tíð allt og eitt og var ávallt í
fyrsta sæti, hennar eigin hags-
munir komu alltaf síðar eða
komu bara ekki. Allt sem hún átti
lagði hún í fjölskylduna sína.
Kannski náði ég ekki að launa
þér allt það góða, elsku mamma
mín, sem þú gerðir fyrir mig, Sól-
eyju mína, Andreu og okkar af-
komendur. En ég mun svo sann-
arlega reyna að klára það með
því að hlúa að þeim öllum eins vel
og þú hlúðir að okkur öllum. Ég
elska þig endalaust. Þú varst og
verður alltaf einstök.
Þinn eini sonur,
Björgvin Njáll.
Elsku besta mamma okkar,
við kveðjum þig með þessu fal-
lega ljóði.
Brosið hennar mömmu
Ég á í huga margar góðar myndir
hún mamma stendur þar í grunni
fremst og fyrirgefur allar aumar
syndir,
að öllum leyndarmálum víst hún
kemst.
Ég sé í huga bros sem blíðlegt færir
mér bjartan dag og styrk í hverri
þraut,
þar sé ég von sem andann endur-
nærir
og eld sem fylgir mér á lífsins braut.
Já, birta hennar skein sem máttugt
merki
ef mér varð á, ef kom á hugann los
og þess vegna í orði eða verki
ég ætla mér að vernda þetta bros.
Hún mamma mín er höll sem aldrei
hrynur
í hennar skjóli ávallt dafna ég.
Hún mamma er minn blíði, besti vinur
og brosið hennar fegrar lífsins veg.
Hún hefur fylgt mér bæði úti og inni,
hún er sú besta sál sem ég hef
kynnst
því lítið, fallegt bros frá mömmu
minni
er mesti dýrgripur sem hérna finnst.
(Kristján Hreinsson)
Minningin lifir í hjörtum okk-
ar allra. Takk fyrir allt, elsku
mamma okkar. Börnin þín fimm,
Þrúður, Þóranna, Kristín,
Ásgerður og Björgvin Njáll.
Æviskeið elskulegrar tengda-
móður minnar, Önnu Tyrfings-
dóttur, er á enda runnið. Minn-
ingar vakna þegar við kveðjum
kærleiksríka konu sem hefur
kvatt þennan heim.
Anna fæddist 1928 í Vestri-
Tungu í Vestur-Landeyjum.
Æskuárin voru í Tungu þar sem
Anna mótaðist af sveitaumhverfi
og hugsunarhætti fyrri hluta
síðustu aldar. Hún tileinkaði sér
sveitastörfin, var dugleg til
verka og kynntist mannlífi
sveitarinnar. Við 12 ára aldur
lagði hún leið sína til borgarinn-
ar til að vinna fyrir sér. Það var
svo í borginni sem leiðir hennar
og Ingólfs lágu saman á ný, en
þau höfðu kynnst áður í sveit-
inni fyrir austan.
Anna og Ingólfur byggðu sér
myndarhús á Hólastekk 8 og var
það heimili þeirra í 37 ár, eða
þar til þau fluttu austur á Sel-
foss til að færa sig nær sveitinni.
Gestrisni og glaðværð ríkti
ávallt á heimili þeirra hjóna. Þau
voru ófá skiptin sem fjölskyldan
hittist og dansinn var stiginn á
stofugólfinu á Hólastekknum og
músíkin skrúfuð í botn.
Eiginleikar Önnu fengu að
njóta sín á heimilinu. Hún kunni
vel þá list að halda gott heimili
og enginn mátti vera svangur í
nálægð hennar. Skonsurnar eru
sérstaklega minnisstæðar, en
þær gerði hún með sínum ein-
staka hætti. Það voru ófá skiptin
sem okkur Ásgerði fannst sem
skonsulyktin næði alla leið til
Hafnarfjarðar og var þá farið á
Hólastekkinn í skonsur hjá
ömmu og afa.
Í garðinum á Hólastekknum
fékk náðargáfa Önnu úr sveit-
inni að blómstra og hver planta
fékk að njóta umhyggju hennar.
Hún var náttúrubarn og bar
garðurinn hennar þess merki.
Og útreiðartúrar með Ingólfi
voru hennar yndi og ánægja. Ef
hún var ekki sjálf með í hesta-
ferðum kom hún með bakkelsi
og annað góðgæti og var slegið
til kaffiveislu úti í náttúrunni.
Fyrst og síðast var Anna
móðir, tengdamóðir og amma,
þakklát, fórnfús og kærleiksrík
kona. Hún tileinkaði líf sitt Ing-
ólfi og börnunum með allri sinni
elsku og þakklæti.
Hún hlúði og ræktaði barna-
börnin og henni var umhugað
um hag þeirra og líðan. Fylgdist
vel með og var stolt af barna-
hópi sínum. Hún var ætið til
staðar og sífellt vakandi fyrir
hag þeirra. Börn okkar hjóna
fengu svo sannarlega að njóta
kærleiks hennar og vináttu.
Fyrir það erum við ævinlega
þakklát. Sá siður komst á fyrir
30 árum að Anna og Ingólfur
voru með okkur um hver áramót
í Víðiberginu að fagna nýju ári.
Áttum við þá sem endranær
yndislegar stundir saman. Það
eru slíkar minningar sem lifa
áfram um ókomin ár.
Anna bjó yfir mörgum mann-
kostum auk þess að vera um-
hyggjusöm, falleg og ríkuleg af
brosi. Hún var afar vandvirk og
samviskusöm um hvaðeina sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún
var dugleg og ósérhlífin með
eindæmum, lét um sig muna
hvar sem hún kom.
Trúin var Önnu mikilvæg.
Hún fór með bænirnar á hverju
kvöldi og bað fyrir afkomendum
sínum og þeim sem þurftu hjálp-
ar við.
Þegar kom að leiðarlokum var
hún umvafin dætrum sínum sem
héldu í hönd hennar þar til yfir
lauk. Við biðjum góðan Guð að
blessa Önnu. Ég kveð tengda-
móður mína með þakklæti fyrir
allt sem hún gaf okkur. Blessuð
sé minning hennar.
J. Pálmi Hinriksson.
Elsku besta amma mín, það
er sárt að kveðja en ég veit að
kveðjustundir eru óumflýjanleg-
ar og þín var komin. Þú myndir
örugglega segja að það hefði
verið kominn tími til, þetta er
samt erfitt og eftir situr stórt
gat í hjarta mínu en sem betur
fer á ég svo ótal margar góðar
minningar til ylja mér við og
fylla upp í það. Þú varst einstök
kona, sem varst alltaf til staðar
fyrir alla í kringum þig. Þú hafð-
ir áhuga á öllu því sem gerðist í
lífi manns og vildir vita hvað var
í gangi hjá manni. Það var mikið
gaman að koma í Hólastekkinn
til þín og afa og svo seinna meir
á Selfossi. Ástin sem maður fann
frá þér var engri lík, þú varst
engri lík. Gafst svo mikið af þér
og alltaf stutt í grínið, meira að
segja alveg í blálokin vantaði
húmorinn sko ekki.
Ég er svo þakklát fyrir að
börnin mín fengu að kynnast
þér og það sem þau elskuðu að
koma í heimsókn til ömmu
Önnu, fá að vesenast uppi í rúm-
inu þínu, ferðast um í stólnum,
lesa í bænabókinni og auðvitað
var skylda að fá sér eitthvert
gotterí. Ég mun passa upp á að
þau gleymi þér aldrei og halda
minningu þinni uppi með
skemmtilegum sögum af þér.
Mér er svo minnisstætt þegar
ég var á ferðalagi um landið
okkar með mömmu og pabba og
þú og afi fluguð til Húsavíkur til
þess að vera með okkur, það var
svo gaman. Þú söngst í bílnum
enda elskaðir þú að syngja og
afi las upp staðreyndir um stað-
ina sem við ferðuðumst til.
Það sem hjálpar mér í sorg-
inni er að ég veit að núna ertu
hjá afa, loksins! Gussi þarna
uppi hefur ákveðið að hlusta á
þig og fundist vera kominn tími
til að þú fengir að kveðja. Þó svo
að við grínuðumst stundum með
þetta þá veit ég að þú varst
tilbúin og ég mun sætta mig við
það á endanum. Ég sakna þín
ólýsanlega mikið og það er skrít-
ið að geta ekki komið í heimsókn
til þín endrum og eins. Ég veit-
að þú munt vaka yfir okkur,
leiða okkur á rétta braut og
vernda okkur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég elska þig af öllu hjarta,
þín nafna
Anna Þóra.
Ég kveð þig, elsku amma, síðsta sinni
með sárri hryggð, en blessuð minning
þín
mun verma mig og lýsa á lífsbraut
minni
sem ljós, er mér af himni bjartast
skín.
Þín góða sál svo glöggt mitt hjarta
skildi
og græddi að fullu marga djúpa und,
þar fann ég ást sem lífið leggja vildi
til liðs við mig á hverri raunastund.
Ó amma mín, ég krýp við kistu þína,
af hvarmi falla tárin þung og heit
en vorsins geislar vonarbjartir skína
og vekja fegurst blóm á grafarreit.
(Á.H.)
Þín
Hrafnhildur.
Elsku amma, það er margt
sem maður vill segja þegar kom-
ið er að kveðjustund, svo margs
að minnast. Það sem er okkur
þó efst í huga er þakklæti fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mömmu
okkar, fyrir alla gleðina og
hlýjuna sem þú gafst henni, fyr-
ir að halda í höndina á henni
þegar hún var ein með okkur í
Hólastekknum og fyrir að hugga
hana þegar hún mest þurfti á að
halda. Við erum þakklát fyrir að
hafa fengið að alast upp í Hóla-
Anna
Tyrfingsdóttir
SJÁ SÍÐU 22
fræða okkur hin um ferðalög,
fólk og eftirminnileg atvik.
Júlla frænda verður tæplega
minnst án Siggu en saman eign-
uðust þau börnin sín Ólaf, Sjöfn
og Guðborgu. Júlli og Sigga áttu
einstaklega gott vinasamband
með mömmu og pabba. Þau
hjálpuðust að við að koma ár
sinni fyrir borð og ala upp barna-
hópinn. Mamma og Júlli voru
reglulega í sambandi fram á síð-
asta dag, fluttu hvort öðru fréttir
og fróðleik og nutu vinskapar
hvort annars.
Við mamma kveðjum í dag
okkar góða vin og frænda og
þökkum fyrir gengin spor. Hug-
heilar samúðarkveðjur til ykkar,
Óli, Sjöfn og Guðborg og ykkar
fjölskyldna.
Ragnheiður Þóra Kolbeins
og Rósa Þorláksdóttir.
Dagsverki lífs er lokið,
löngu í skjólin fokið
krafta’ og heilsu hans
sem að hér liðinn liggur.
Vann hann í þarfir lýðs og lands.
Þú barst vel manndómsmerki,
meðan þú gekkst að verki,
sýndir þú dáð og dug.
Vér þökkum þína kynning
þú skilur eftir minning
milda og ljúfa’ í margra hug.
Leystur frá lífsins pínu,
loks er nú holdi þínu
hér friðsæl hvíla gjörð.
Vinur minn, farðu’ í friði,
fylking af engla liði
á himnum um þig haldi vörð.
(Guðmundur Gunnarsson)
Góða ferð okkar kæri. Þú
varst góður vinur sem gott var að
eiga að.
Kæra fjölskylda, Guð veri með
ykkur.
Skúli, Kristín
og fjölskylda.
og slá á létta strengi. En væri
honum ögrað hitnaði í kolunum,
enda maður með afbrigðum orð-
heppinn og vel lesinn.
En hver var hann þessi mað-
ur sem genginn er?
Hann var fordómalaus vegna
víðsýni, virti mannhelgi vegna
mikillar hjartahlýju, eða eins og
sagt er á „vönduðu æskulýðs-
máli“, algjört æði. En í lífshlaupi
hans gekk oft mikið á í kvenna-
málum og vorum við vinnufélag-
arnir að hjálpa honum að skrifa
ævisögu sína og margar vildu
kappann fá til að kúra hjá sér
lengur.
Þegar ég heimsótti hann fyrir
nokkrum vikum á Hrafnistu í
Hafnarfirði, þá var hann að spila
við nokkrar dömur þar á bæ og
spurði hann eina er hét Inga:
„Manstu þegar ég missti náttúr-
una?“ Og hún kvaðst kannast vel
við það. „En manstu þegar ég
fékk hana aftur?“ Þá hlógu þau
bæði, Inga og Lalli.
Á hinum ýmsu ferðalögum
tók hann það að sér að heim-
sækja tengdaforeldra sína á Fil-
ippseyjum og ferðasagan kom að
vanda frá Lalla. Hann sagði frá
því að hann hefði þurft að sofa
ber á gólfinu þar og það var svo
mikið af pöddum á gólfinu að
hann þurfti ekki að snúa sér alla
nóttina. Og um morguninn þeg-
ar hann vaknaði, þá var hann
kominn fram að lyftu, pöddurn-
ar sáu um það.
Þegar hann kemur í ferð sína
að Gullna hliðinu, mun Lykla-
Pétur eflaust fletta upp í doðr-
antinum sínum og kveða upp:
„Það hefur nú eitthvað gengið á
í kvennamálunum hjá þér, Lalli
minn.“ Og ef það verður eitt-
hvert vandamál að komast inn
um Gullna hliðið hjá honum mun
Lalli örugglega bjarga sér með
því að skríða inn um skráar-
gatið.
Ég þykist mega, fyrir hönd
fyrrverandi starfsfélaga Lalla,
samhryggjast ættingjum hans
um leið og við samhryggjumst
ástvinum öllum.
Þorsteinn Gíslason.
Ástkær móðir okkar, amma, langamma og
systir,
ÓLÍNA ELÍSABET JÓNSDÓTTIR
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann
16. febrúar síðastliðinn. Útför fer fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigríður B. Jónsdóttir
Brynjar F. Jónsson
barnabörn, barnabarnabarn og makar
systkini hinnar látnu
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Hringbraut 2 A, Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 4. febrúar á
hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. febrúar
klukkan 13.
Jóhannes Harðarson
Ólafur Arason Agnes Arthúrsdóttir
Ingibjörg Þ. Aradóttir Guðmundur Sigurjónsson
Draumey Aradóttir
ömmu- og langömmubörn