Morgunblaðið - 24.02.2020, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald og fl.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Breikkun Vesturlandsvegar milli Varmhóla og
Hvalfjarðarvegar
Vegagerðin hefur tilkynnt til Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu ásamt
viðaukum um breikkun Vesturlandsvegar milli Varmhóla og Hvalfjarðar-
vegar.
Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 24. febrúar til 7. apríl á eftirtöldum stöðum: Í íþróttahúsi Klébergs-
skóla, Kjalarnesi, á skrifstofu Reykjavíkurborgar, í Þjóðarbókhlöðunni og
hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipu-
lagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 7.apríl 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykja-
vík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Kynningarfundur: Vakin er athygli á að Vegagerðin stendur fyrir kynn-
ingarfundi á frummatsskýrslu þann 27. febrúar kl. 16:00 til 18:00 í
Klébergsskóla, Kjalarnesi og eru allir velkomnir.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opinn
handavinnuhópur kl. 12-16. Leikfimi með Hönnu og Maríu kl. 10.30.
Morgunsagan kl. 11. Göngubretti, æfingarhjól með leiðbeinanda kl.
12.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Opið fyrir innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könn-
unni. Allir velkomnir. S. 535 2700.
Boðinn Botsía kl. 10.30. Gönguhópur kl. 10.30. Félagsvist (FEBK) kl.
13. Myndlist kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 14.30.
Dalbraut 18-20 Myndlist í vinnustofu kl. 9. Brids í borðsal kl. 13.
Dalbraut 27 Píla í parketsal kl. 14.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið með morgun-
kaffið kl. 8.50-11. Byrjendanámskeið í línudansi kl. 10-11. Eldhúsið er
lokað vegna verkfalls. Myndlistarnámskeið kl. 12.30-15.30. Handa-
vinnuhornið kl. 13. Félagsvist kl. 13. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30. Núvitund kl. 10.30.
Silkimálun kl. 12.30. Gönguferð kl. 13. Handaband kl. 13. Brids kl. 13.
Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30. Skák kl. 14. Handavinnuhópur
hittist kl. 15.30. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í
síma 411 9450.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi
kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13 fellur niður. Aðalfundur FEBG kl. 13. Frí
vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.10/7.50/15.15. Frí kvennaleikfimi Sjálandi kl.
9.30. Kvennaleikfimi Ásgarði kl.11. Zumba salur, Ísafold kl. 16.15.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurð-
ur með leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong kl. 10-11. Leikfimi Maríu kl.
10.30-11.15. Leikfimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45. Kóræfing kl. 13-15. Allir
velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta, kl. 16.30, kóræfing kl. 19. Skapandi skrif.
ATH! Zumba hefst aftur þriðjudaginn 3. mars kl. 13.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30 og 17. Brids og handa-
vinna kl. 13. Félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-14. Jóga kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30.
Sögustund kl. 12.30-14. Prjónaklúbbur kl. 14-16.
Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika frá kl. 8-12. Myndmennt kl. 9.
Gaflarakórinn kl. 11. Félagsvist kl. 13. Ganga frá Haukahúsi kl. 10.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Jóga með
Carynu kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Samverustund kl. 10.30. Jóga
með Ragnheiði kl. 11.10 og kl. 12.05. Tálgun, opinn hópur kl. 13-16.
Frjáls spilamennska kl. 13. Liðleiki í stólum 13.30. Vegna verkfalls er
ekki hægt að kaupa mat eða kaffi í félagsmiðstöðinni.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum,
ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll, prjónað
til góðs í Borgum kl. 13 í dag og félagsvist kl. 13 í Borgum. Tréútskurð-
ur í umsjón Gylfa kl. 13 á Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpusystkina
undir stjórn Kristínar kl. 16 í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16. Gönguhópurinn kl. 13.30, bíó í betri
stofunni kl. 15. Uppl. í s. 411 2760.
Seltjarnarnes Gler, neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir,
Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur í króknum kl. 10.30.
Jóga í salnum, Skólabraut kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 13.
Sundleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun verður hjúkrunar-
fræðingurinn á Skólabraut með erindi kl. 14.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold, dans, leikfimi og
teygjur fyrir byrjendur kl. 9.20. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30,
umsjón Tanya. Enska, námskeið kl. 10.30 og 12.30. Umsjón Margrét
Sölvadóttir.
Smá- og raðauglýsingar
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
stekknum hjá þér og Ingólfi afa,
fyrir bænirnar sem þú fórst með
fyrir okkur og fyrir rúgbrauðið
og kókómjólkina.
Við óskum þess heitt að þú
sofir nú rótt og kveðjum þig
með hlýju í hjarta. Það er hugg-
un að hugsa til þess að hvar sem
þú ert nú þá ertu í góðum fé-
lagsskap með elsku Ingólfi afa
og Nonna okkar. Takk fyrir allt,
elsku Anna amma.
Er ekki gaman að eiga þess kost
að orka þar nokkru í haginn,
og mega svo rólegur kveðja að kvöldi
með kærri þökk fyrir daginn?
(Sigurður Einarsson í Holti)
Þín langömmubörn
Brynja Rán og
Hjörtur Breki.
Elsku amma okkar!
Þegar við hugsum til þín
koma orðin kærleikur, gleði,
umhyggja, öryggi og tryggð upp
í huga okkar systkinanna. Við
erum uppalin í öðru landi, langt
frá ykkur afa, en þið voruð samt
alltaf rosalega nálægt okkur
bæði í huga og í hjarta.
Í hvert skipti sem við komum
til ykkar fundum við alltaf kær-
leikann sem þið gáfuð okkur.
Okkur hefur verið sagt að
hjarta þitt hafi dáið smá þegar
tvö fyrstu barnabörnin þín,
Anna Katrín og Eva María,
fluttu til Svíþjóðar 1972. Okkur
var sagt að það hafi liðið margir
mánuðir áður en þú gast pússað
fingraförin okkar af gluggunum
heima í Hólastekk. Við fundum
oft fyrir sömu sorginni, að geta
ekki hitt þig hvenær sem var.
Að geta ekki kíkt til ykkar og
fengið ömmu- og afaknús.
Mamma og pabbi voru samt
alltaf góð að senda okkur systk-
inin til ykkar afa á sumrin. Allt-
af varstu að hugsa svo vel um
okkur þegar við komum, alltaf
að hugsa um að okkur væri nú
ekki kalt eða að við værum nú
ekki svöng. Þegar við vorum í
útreiðartúrum með honum afa
varst þú alltaf keyrandi á eftir
okkur og komst alltaf með nesti
handa okkur. Minningar okkar
frá þessum tíma eru alltaf í huga
og hjarta okkar og við finnum
bara gleði og kærleik þegar við
hugsum til baka um þessi tíma-
bil í lífi okkar.
Við erum rosalega heppin að
hafa átt svona yndislega ömmu
eins og þig. Nú ert þú farin frá
okkur og við munum alltaf
sakna þín. Þú ert ómissandi. Afi
stendur örugglega á ströndinni
og réttir þér höndina sína og
segir: „Ertu komin, kona mín.“
Elskum þig alltaf.
Anna Katrín, Eva María,
Inga Karin og Róbert Sven
Ingólfur.
Elsku yndislega og góða
amma mín sem ég sakna svo
mikið. Ég er svo óendanlega
heppin að hafa átt þig að því þú
varst svo góð og mikil vinkona
mín. Þú varst einstök.
Þegar ég hugsa um ömmu
Önnu koma svo margar góðar
og skemmtilegar minningar upp
í hugann. Þegar við bjuggum
báðar í Tjaldhólunum og ég
hljóp oft yfir til þín á sokkunum.
Það var alltaf svo gott að koma
til þín að spila og fá að læra
nokkur svindl í leiðinni. Þú áttir
alltaf til ís og fílakaramellur
handa mér, maður fór aldrei
svangur heim, amma passaði
það alltaf.
Sú minning sem stendur upp
úr á þessum tímapunkti er þeg-
ar við vorum í sumarbústaðnum
okkar þegar ég var lítil og ég
átti að fara að sofa, sem ég var
ekki sátt með. Ég vildi alls ekki
að mamma myndi leggjast hjá
mér en ég lagðist undir sæng og
vonaðist til þess að amma Anna
myndi koma og leggjast hjá
mér. Eftir smá stund kom amma
og lagðist hjá mér, las fyrir mig
bænir og ég sofnaði í fanginu á
henni. Bæninni sem amma fór
með alltaf aftur og aftur mun ég
aldrei gleyma, ég hef farið með
hana á nánast hverju kvöldi síð-
an þá og hún minnir mig alltaf á
ömmu. Þessi minning lýsir
ömmu svo vel því nærvera henn-
ar var svo mjúk og hlý.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Ég elska þig alltaf.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín.
Þín
Karen Birta.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku besta amma mín og
vinkona, takk fyrir allt sem þú
gafst mér, endalausa ást, um-
hyggju og dýrmætustu og
skemmtilegustu vináttu sem til
er. Amma Anna var einstök,
hún var ekki bara amma mín,
hún var besta vinkona mín. Við
amma sköpuðum okkur ótal
margar minningar saman sem
ég mun alltaf varðveita og
geyma í hjarta mér.
Amma Anna var einstaklega
blíð og góð kona og var mjög
umhugað um alla afkomendur
sína og fylgdist vel með öllu
sem var að gerast hjá okkur.
Amma vildi alltaf vera viss um
að það væri farið vel með okkur
og að komið væri vel fram við
okkur. Amma sýndi öllu sem
maður tók sér fyrir hendur
áhuga og var alltaf svo stolt af
manni. Amma var alltaf til
staðar, fyrir spjall, glens og grín
og ef eitthvað bjátaði á.
Það var alltaf gott að koma
til ömmu og fá faðmlagið henn-
ar, amma var svo mjúk og um-
vafði mann mikilli og einlægri
ást. Amma vildi líka alltaf halda
í höndina á manni með mjúku
höndinni sinni. Það er gott að
finna enn fyrir handataki ömmu
þó svo hún sé farin frá mér.
Það er gott að hugsa til þess
að nú eru þið afi Ingólfur sam-
einuð á ný. Ég sé ykkur alveg
fyrir mér fallegu hjón, leiðast
hönd í hönd og brosandi út að
eyrum yfir að vera sameinuð
aftur.
Amma Anna, þú varst svo
einstök og falleg og verður það
alltaf. Takk fyrir allt sem við
áttum saman, ég varðveiti það í
hjarta mér og ylja mér við það í
sorginni. Sakna þín, vinkona.
Ég elska þig að eilífu, elsku
amma mín. Hvíldu í friði, við
hittumst aftur síðar.
Þín ömmustelpa og vinkona,
Arndís Hildur.
Elskuleg amma okkar hefur
kvatt þennan heim. Anna amma
var góðhjörtuð, kærleiksrík, hlý
og umhyggjusöm að eðlisfari og
sá allt það besta sem bjó í fólk-
inu sínu. Amma spilaði mikil-
vægt hlutverk í lífi okkar systk-
inanna og við teljum okkur vera
einstaklega heppin að hafa alist
upp með ömmu og afa sem voru
alltaf til staðar fyrir okkur.
Einna helst minnumst við
allra þeirra stunda sem amma
og afi pössuðu okkur, bæði
heima í Víðiberginu og á Hóla-
stekknum. Það var alltaf svo
gaman og notalegt að gista hjá
ömmu og afa og hjá henni lærð-
um við margar fallegar bænir
sem hún fór með á hverju
kvöldi. Eftir að amma og afi
fluttu frá Reykjavík söknuðum
við þess mjög mikið að hafa þau
nálægt okkur. Amma passaði
samt upp á að koma alltaf
reglulega og gista hjá okkur og
við hjá henni. Það voru góðar,
skemmtilegar og fallegar stund-
ir. Það var alltaf svo gleðilegt að
heyra að amma væri að koma
og ætlaði að vera yfir helgina.
Þá minnumst við einnig allra
góðu kræsinganna sem amma
bauð upp á. Hún útbjó flottustu
veisluhlaðborðin, minnisstæð-
astar eru pönnukökurnar, jóla-
kakan og skonsubrauðtertan,
sem við elskuðum öll.
Við minnumst allra þeirra
stunda sem við komum heim úr
skólanum og amma var heima í
Víðiberginu. Það var svo gott að
tala við ömmu, hún hlustaði vel
og studdi okkur mikið. Amma
sýndi alltaf mikinn áhuga á öllu
því sem við vorum að gera og
okkar lífi. Það skipti miklu máli
fyrir hana að okkur liði vel.
Amma elskaði okkur svo mikið
og við fundum svo sterkt fyrir
því. Sem dæmi má nefna að
þegar Kristín bjó með Ísak í
kjallaranum kallaði amma alltaf
út um gluggann þegar Kristín
kom heim að það væri tilbúinn
matur fyrir Ísak, þá var hún bú-
in að sjóða og stappa saman
grænmeti og fisk fyrir hann.
Það eru blendnar tilfinningar
að kveðja þig, elsku amma. Við
erum þakklát fyrir að þú fáir
loks að hitta afa, sem þú hefur
saknað svo mikið síðustu 13 ár.
Á sama tíma er sárt og skrítið
að hugsa til þess að koma aldrei
aftur til með að halda í höndina
á þér og tala við þig. Þú varst
ekki bara amma okkar heldur
líka svo góð vinkona. Allt það
fallega og góða sem þú hefur
gefið og kennt okkur mun lifa
áfram með okkur í huga og
hjarta.
Í förum, við öldu og áttar kast,
margt orð þitt mér leið í minni.
- Draumarnir komu. Ég lék og þú last
í lítilli stofu inni.
Hvort logn var á sæ eða bára brast,
þú bjóst mér í hug og sinni.
Og þegar ég leiddi í langför mitt skip
og leitaði fjarlægra voga
ég mundi alltaf þinn anda og svip.
- Þú áttir hjarta míns loga.
Og þitt var mitt ljóð og hvert gígju-
grip.
Þú gafst mér þinn streng og þinn
boga.
(Einar Benediktsson)
Við elskum þig elsku amma
og munum sakna þín.
Þín barnabörn,
Kristín Hrund, Tinna og
Birkir.
Anna Tyrfings kom inn í
stórfjölskylduna mína fyrir mitt
minni, þegar hún og Ingólfur
móðurbróðir minn urðu ást-
fangin og ákváðu að ganga sam-
an lífsins veg. Þar vandaði al-
mættið valið fyrir bæði. Þau
hófu farsælan búskap sinn í
Reykjavík og bjuggu þar lengst
af.
Æskuminningar mínar um
heimsóknir þeirra í sveitina á
sumrin eru sveipaðar ljóma til-
hlökkunar og gleði því eingöngu
var góðs að vænta frá þessari
fjölskyldu. Ekki spillti ánægj-
unni að elsta barnið þeirra hún
Þrúður, sem er jafnaldra mín og
mikil vinkona, dvaldi stundum
nokkrar vikur í sveitinni á
sumrin og var þá oft líf í tusk-
unum. Yngri eru Þóranna,
Kristín Brynja, Ásgerður og
Björgvin Njáll. Glæsileg systk-
ini og góð, glaðvær og að sumra
mati nokkuð hávær stundum en
hvað gerir það til þegar hlýjan,
ljúfmennskan og vænt-
umþykjan, sem þau eiga ekki
langt að sækja, umvefja mann á
öllum samfundum.
Það er af mörgum góðum
minningum að taka frá fyrstu
tíð og ég man ekki eftir mér
öðruvísi en þau Anna og Ing-
ólfur væru til staðar fyrir okkur
Svanavatnsfólk og reiðubúin
hvort heldur var að koma
„austur“ og hjálpa til í heyskap
og raflögnum, stjórna útileikjum
í fermingarveislum, velja og
kaupa efni í Vogue ef mamma
ætlaði að fara að sauma eitthvað
fínt, nú eða bjóða okkur að vera
hjá þeim í Hólastekknum ef við,
einhverra hluta vegna, þurftum
að dvelja í Reykjavík lengri eða
skemmri tíma. Í Hólastekknum
var gott að vera, húsið stórt og
glæsilegt og rúmaði marga og í
kjallaranum hófu mörg ung pör
búskap sinn. Það besta var þó
viðmót húsráðenda, brosin
þeirra og hressandi samtölin,
þéttu handtökin hans Ingólfs,
fallega útgeislunin og elskuleg-
heitin hennar Önnu, veitingar
og velgjörningur. Allt þetta lét
gestinn finna þá góðu tilfinningu
að hann væri velkominn og mik-
ils virði.
Ég kveð elsku Önnu með
kæru þakklæti fyrir allt sem
hún gerði fyrir mig og mína.
Guðs blessun fylgi henni í nýj-
um heimkynnum. Megi allt það
besta í heimi hér fylgja afkom-
endahópnum hennar.
Ingibjörg Marmundsdóttir.
Fyrst minning mín um Önnu
var fyrir 74 árum þegar Ing-
ólfur bróðir kom með hana heim
að Bólstað og kynnti hana sem
kærustuna sína. Ég heimaalinn
krakkakjáni þorði ekki að heilsa
henni strax heldur gægðist á
hana úr launsátri og dáðist að
því hvað hún var falleg. Hún var
líka glæsilega klædd enda vann
hún á þeim tíma á flottri sauma-
stofu í Reykjavík.
Feimnin fór fljótt af við nán-
ari kynni. Anna var ekki aðeins
falleg heldur líka trygg og
skemmtileg vinkona.
Hellisheiðin hefur löngum
skilið okkur að en segir ekki
einhversstaðar „þó oss skilji há-
brýnd heiðin heyrðum við á
hverjum degi hver í öðrum
hjartað slá“. Anna og Ingólfur
fóru fljótlega að hrúga niður
efnilegum krökkum svo nóg var
að gera. Anna stóð sem sem
húsmóðir með mikilli prýði.
Saumaði og prjónaði allt á
krakkana. Þar voru hvorki
lykkjuföll né missíð pils. Síddin
tekin nákvæmlega og tískunni
fylgt. Heilinn í Önnu var þannig
að hún mundi alla merkis- og
afmælisdaga stórfjölskyldunnar
og var frábær í hugarreikningi.
Einu sinni fórum við Anna á
völlinn. KR og gullaldarlið
Akraness voru að keppa. Við
höfðum ekkert spáð í fótbolta
fyrr. Við stóðum með utan-
bæjarliðinu og hrópuðum af öll-
um kröftum (kannski ekki alltaf
á réttum stöðum) þar til tveir
herramenn sneru sér við og
sögðu með miklum þunga; „hvað
er þetta!“ Mörg svona smáatvik
sátu eftir í minningunni. Þau
gátum við rifjað upp á góðum
stundum og hlegið saman. Það
gátum við líka gert í fallega
búnu herbergi Önnu á Ljós-
heimum, gamlar konur.
Ég kveð Önnu mágkonu með
kæru þakklæti fyrir 74 árin sem
við vorum tengdar traustum
vináttuböndum og óska henni
góðrar ferðar til hans Ingólfs í
það Guðsríki sem hún trúði á.
Margrét.
Anna
Tyrfingsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Önnu Tyrfingsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.