Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður
í knattspyrnu, skoraði mark Oostende
sem gerði jafntefli, 1:1, við Zulte-
Waregem í belgísku A-deildinni í fyrra-
kvöld. Markið skoraði Ari úr vítaspyrnu
sem hann krækti í sjálfur og þetta var
þriðja mark hans í 20 leikjum í deild-
inni í vetur. Oostende er í harðri fall-
baráttu, tveimur stigum fyrir ofan fall-
sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af
hefðbundinni deildakeppni.
Liðum eða leikjum í úrvalsdeild
karla í fótbolta verður í fyrsta lagi
fjölgað frá tímabilinu 2022. Á ársþingi
KSÍ í Ólafsvík á laugardaginn var skip-
aður starfshópur til að fara yfir
hugsanlega fjölgun og á hann að skila
áliti í síðasta lagi 1. september á þessu
ári. Engar breytingar urðu á stjórn
KSÍ, sem var öll endurkjörin, en Guðni
Bergsson var kjörinn formaður til
tveggja ára í fyrra.
Andri Fannar Baldursson, sem er
nýorðinn 18 ára, fékk á laugardag
fyrsta tækifæri sitt í ítölsku A-
deildinni í knattspyrnu. Hann kom inn
á sem varamaður hjá Bologna á 59.
mínútu þegar liðið gerði jafntefli, 1:1,
við Udinese á heimavelli. Rodrigo
Palacio jafnaði fyrir Bologna á loka-
mínútunni. Aðeins fjórir Íslendingar
hafa áður spilað í þessari deild, Albert
Guðmundsson, Emil Hallfreðsson,
Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin
Magnússon.
Enska C-deildarliðið Southend, þar
sem Hermann Hreiðarsson er aðstoð-
arstjóri, fékk Patrik Sigurð Gunnars-
son, markvörð 21-árs landsliðsins í
fótbolta, á svokölluðu neyðarláni frá
Brentford. Hann varði mark Southend
þegar liðið tapaði 2:3 fyrir Burton Al-
bion á laugardaginn.
Svava Rós Guðmundsdóttir lands-
liðskona í knattspyrnu byrjaði tímabil-
ið vel með Kristianstad á laugardag-
inn. Hún skoraði tvívegis þegar liðið
vann Halmia 6:0 í sextán liða úrslitum
bikarkeppninnar, sem eru leikin í fjór-
um riðlum. Elísabet Gunnarsdóttir
hóf þarna tólfta tímabil sitt sem þjálf-
ari Kristianstad. Glódís
Perla Viggósdóttir var
fyrirliði meistaraliðsins
Rosengård sem vann
Västerås 5:0 í
sama riðli og
ljóst er
að
Íslendingaliðin tvö
munu leika hreinan úr-
slitaleik um sæti í
undanúrslitum
bikarsins.
Eitt
ogannað
Í HÖLLINNI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland vann fyrsta sigur sinn í for-
keppni HM karla í körfubolta 2023
gegn Slóvökum í Laugardalshöll í
gærkvöld, 83:74. Slóvakía var með
20:19-forskot snemma í öðrum leik-
hluta en þá skoraði Sigtryggur Arn-
ar Björnsson þriggja stiga körfu og
kom Íslandi yfir. Slóvakía náði ekki
að jafna eftir það og var sigur Ís-
lands að lokum nokkuð sannfær-
andi.
Marga sterka leikmenn vantaði í
íslenska liðið en Tryggvi Snær
Hlinason sá til þess að liðið saknaði
þeirra ekki of mikið. Stóri maðurinn
skoraði 26 stig, tók 17 fráköst, gaf
eina stoðsendingu, stal einum bolta
og varði átta skot. Alls var hann
með 41 framlagspunkt, rétt tæplega
helmingi fleiri en næsti maður.
Bætir sig töluvert í hvert skipti
Ísland spilar oftast fjóra leiki í
for- eða undankeppni á hverju ári
og fá unnendur landsliðsins því að
sjá Tryggva klæðast landsliðstreyj-
unni á nokkurra mánaða fresti. Í
hvert skipti sem hann mætir til
leiks með landsliðinu er hann búinn
að bæta sig töluvert. Hann naut sín
vel í leiðtogahlutverki í fjarveru
annarra sterkra leikmanna. Það
virðast fá takmörk fyrir því hversu
góður hann getur orðið. Ein af
ástæðum þess að Tryggvi var ekki
með enn fleiri varin skot, er sú að
Slóvakarnir voru hættir að þora að
sækja á hann, hikuðu og gáfu frek-
ar á næsta mann.
Sigtryggur Arnar Björnsson spil-
aði vel, annan leikinn í röð. Hann
skoraði 16 stig og var áræðinn. Sig-
tryggur nýtt stórt tækifæri afar vel
og er lykilmaður í liðinu í fjarveru
Martins Hermanssonar og Hauks
Helga Pálssonar. Það væri gaman
að sjá bakvörðinn reyna fyrir sér í
atvinnumennsku á næsta tímabili.
Kári Jónsson gerði sömuleiðis
mjög vel í verkefninu. Hann skoraði
15 stig og hitti úr fjórum af sjö
þriggja stiga skotum sínum.
Gott að fá Pavel og Ægi
Þá má alls ekki gleyma Pavel Er-
molinskij og Ægi Þór Steinarssyni,
sem voru ekki með gegn Kósóvó.
Samanlagt skoruðu þeir 14 stig, en
mikilvægi þeirra á öðrum sviðum er
gríðarlegt. Ægir er einn besti
varnarmaður Íslands og hann
hægði verulega á sóknarleik Sló-
vaka og gerði þeim erfitt fyrir.
Hann átti stóran þátt í að liðið skor-
aði ekki meira en 74 stig. Þá er
hann eldsnöggur og erfiður við-
ureignar í sókninni og gaf hann átta
stoðsendingar.
Pavel Ermolinskij á nóg eftir.
Hann gaf ellefu stoðsendingar og
tók tíu fráköst og var auk þess
gríðarlega sterkur í vörninni og
hafði hemil á Vladimir Brodziansky,
besta leikmanni Slóvaka. Það fór
kannski ekki mikið fyrir Pavel og
Tryggvi fær fyrirsögn undirritaðs,
en Pavel átti einnig stórgóðan leik.
Mismunandi leikmenn íslenska liðs-
ins gerðu mismunandi hluta körfu-
boltans vel og úr varð virkilega góð
frammistaða og eru möguleikarnir
á að fara áfram úr riðlinum góðir,
en efstu tvö liðin fara áfram. Ísland
og Slóvakía eru nú jöfn að stigum,
Kósóvó er með tvo sigra en Lúx-
emborg, sem er næsti andstæð-
ingur á heimavelli í nóvember, er
með tvö töp.
Ísland: Tryggvi Snær Hlinason
26/17 fráköst/8 varin, Sigtryggur
Arnar Björnsson 16, Kári Jónsson
15, Hörður Axel Vilhjálmsson 9/6
fráköst/4 stoðsendingar, Pavel Er-
molinskij 7/11 stoðsendingar/10 frá-
köst, Ægir Þór Steinarsson 7/8
stoðsendingar/4 fráköst, Ólafur
Ólafsson 3.
Stig Slóvaka: Vladimir Brodzi-
ansky 16, Andre Jones 15, Viktor
Juricek 14, Mário Ihring 11, Mich-
ael Fusek 8, Simon Krajcovic 7.
Tryggvi var óstöðvandi
Fyrsti sigur forkeppninnar kom gegn
Slóvakíu Stórleikur hjá Tryggva
Ljósmynd/KKÍ/Jónas
Magnaður Tryggvi Snær Hlinason leggur boltann í körfu Slóvaka. Tryggvi
varði átta skot, tók 17 fráköst og skoraði 26 stig í leiknum.
Halldór Jóhann Sigfússon tekur við
þjálfun meistaraflokks karla í
handknattleik hjá Selfossi næsta
sumar. Hann tekur við liðinu af
Grími Hergeirssyni, sem tilkynnti á
dögunum að hann myndi ekki
þjálfa liðið á næstu leiktíð. Halldór
skrifar undir þriggja ára samning
og þá verður hann einnig fram-
kvæmdastjóri handknattleiks-
akademíunnar sem deildin rekur
ásamt Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Halldór Jóhann er í dag þjálfari
karlaliðs Fram, en hann tók við því
í lok nóvember.
Halldór tekur við
Selfyssingum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Selfoss Halldór Jóhann Sigfússon
hættir með Fram eftir tímabilið.
Aron Pálmarsson og félagar í
Barcelona tryggðu sér í gær sigur í
A-riðli Meistaradeildar Evrópu í
handknattleik og þar með sæti í
átta liða úrslitum keppninnar. Þeir
sigruðu Celje Lasko auðveldlega í
Slóveníu, 37:25, og var Aron næst-
markahæstur hjá Barcelona með
fimm mörk. Þetta var tólfti sigur
Katalóníuliðsins í röð, eða frá því
að það tapaði í fyrstu umferðinni í
haust. Fyrir lokaumferðina hafa
Barcelona og Kiel bæði unnið riðla
sína og sleppa þar með við sextán
liða úrslitin.
Aron beint í átta
liða úrslitin
Ljósmynd/Barcelona
Fimm Aron Pálmarsson var í stóru
hlutverki í Slóveníu í gær.
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – Selfoss ............. 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur – Selfoss..... 19.15
ÍSHOKKÍ
Heimsmeistaramót kvenna, 2. deild B:
Akureyri: Króatía – Úkraína.................... 13
Akureyri: Ástralía – Tyrkland ............ 16.30
Akureyri: Ísland – Nýja-Sjáland ............. 20
KNATTSPYRNA
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Origo-völlur: Valur – Breiðablik ......... 19.15
Í KVÖLD!
Einar Sigtryggsson
Akureyri
Ísland reið ekki feitum hesti frá
fyrsta leik sínum á HM kvenna í ís-
hokkí í gær. Ísland leikur í B-riðli 2.
deildar, sem er 5. efsta deildin í
kvennahokkíinu. Leikið var gegn
Ástralíu í Skautahöllinni á Akureyri,
en allir leikir keppninnar eru spilaðir
þar. Ástralar unnu leikinn 6:1.
Ástralar þurftu lítið að hafa fyrir
mörkum sínum í fyrsta leikhlutanum
og var staðan 4:0 eftir hann. Í upphafi
annars leikhluta bættu Ástralar við
tveimur mörkum en þá sögðu okkar
konur stopp. Fram að því hafði
óheppni og klaufaskapur einkennt
varnarleik Íslands en það lagaðist
loks. Staðan var lengi vel 6:0 en mark
frá Sunnu Björgvinsdóttur lagaði
stöðuna fyrir lokaleikhlutann. Ekkert
gekk að skora í lokaleikhlutanum
þrátt fyrir ágæt færi og hefði Ísland
átt að minnka muninn enn frekar.
Birta Júlía Helgudóttir varði vel eftir
að staðan varð 6:0 en hún kom inn í
markið í byrjun annars leikhluta.
Úrslitin eru sérlega svekkjandi þar
sem liðin áttu álíka mörg færi og ís-
lensku leikmennirnir sýndu ekki síðri
takta á skautunum og mun meiri
leikni með pökkinn.
Í kvöld kl. 20 spilar Ísland gegn
mjög öflugu liði Nýja-Sjálands og má
búast við jöfnum leik. Liðin hafa
mæst oft á síðustu árum og oftast
hafa leikirnir verið jafnir og spenn-
andi. Nýja-Sjáland vann Króatíu 11:1
í gær.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Skoraði Sunna Björgvinsdóttir sækir að marki Ástrala en hún skoraði
mark Íslands. Næsti leikur er gegn Nýja-Sjálandi á Akureyri í kvöld kl. 20.
Svekkjandi stór-
tap í fyrsta leik
Slæm byrjun gegn Ástralíu á HM