Morgunblaðið - 24.02.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 24.02.2020, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í ár er öld liðin frá frumsýningu fyrstu leiknu kvikmyndarinnar sem tekin var á Íslandi, Sögu Borgar- ættarinnar, en hún var gerð eftir samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem hafði notið mik- illa vinsælda á Norðurlöndum. Saga Gunnars er í fjórum hlutum og byrjaði að koma út í Danmörku árið 1912. Sagan sló í gegn og vakti mikið umtal. Það var svo sumarið 1919 sem danski ritstjórinn og skáldið Gunnar Sommerfeldt kom til Íslands með tökulið á vegum Nord- isk Film Kompani og var kvik- myndað víða á Suður- og Vestur- landi. Sommerfeldt fór sjálfur með aðalhlutverkið en listmálarinn Guð- mundur Thorsteinsson Muggur var einnig í stóru hlutverki í kvikmynd- inni, sem varð löng, hátt í þrír tímar, og var sýnd í tveimur hlutum. Gunnarsstofnun, Kvikmyndasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hafa undanfarið unnið að undirbúningi sýninga á nýrri endurgerð Kvikmyndasafnsins af Sögu Borgarættinnar. Tvær sýn- ingar verða, í Hofi 3. maí og í Hörpu 10. maí, við undirleik Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands. Kvikmyndin er þögul og var leitað til Þórðar Magnússonar tónskálds, sem tók að sér að semja nýja tónlist við kvik- myndina. Heldur andblæ tímabilsins „Þetta er vissulega ákveðið brjál- æði,“ segir Þórður og glottir þegar hann er spurður að því hvort satt sé að hann vinni að nýrri tónlist fyrir nær þriggja klukkustunda langa kvikmyndina. „Það má segja að þetta sé þokka- legt verkefni,“ bætir hann við. – Hvernig undirbjóstu þig fyrir slíkt stórvirki? „Ég horfði fyrst á kvikmyndina og las bókina. Þá fór ég í það að greina myndina niður í senur og velta fyrir mér á hvers konar tilfinningar hver sena kallaði. Svo setti ég myndina til hliðar og byrjaði að semja tónlist út frá þeim tilfinningum sem ég hafði greint. Að því loknu var komið að því að líma allt saman…“ – Eru þá viss grunnstef sem þú vinnur endurtekið með? „Já. Ég var búinn að mynda mér skoðanir á því hvernir helstu kar- akterar ættu að hljóma auk tilfinn- inganna í helstu senum. Ég samdi því tónlistina út frá því að hafa greint myndina en um leið var ég ekki með hana ofan í mér allan tím- ann. Sem hentaði mér ágætlega.“ – Og tónlistin er því í mjög stóru hlutverki á móti hinu myndræna. „Jú, það eru engir hljóðeffektar eða raddir að fela tónlistina bak við,“ segir Þórður kíminn og bætir við að sér hafi vonandi tekist að leggja með tónlistinni nýtt lag við kvikmyndina. Þórður hefur ekki samið áður tón- list fyrir kvikmynd í fullri lengd; á námsárunum samdi hann tónlist fyr- ir leikrit og einnig samdi hann tón- listina í heimildarkvikmyndinni Súð- byrðingur - Saga báts (2010). „En það var töluvert minna í sniðum en þetta núna, sú mynd var klukkutími og músíkin í mesta lagi hálftími,“ segir hann og útskýrir að við vinnu sem þessa þurfi að vinna út frá kvik- myndaverkinu sem þegar er til. „Músíkin þarf að taka fullt tillit til þess sem er að gerast á tjaldinu. Ég hef út frá vissum forsendum ekki sama frelsi og þegar ég sem sjálf- stæð verk. Á sama tíma stend ég minna frammi fyrir erfiðum ákvörð- unum eins og hversu langir ákveðnir formhlutar eigi að vera; það flýtir fyrir tónsmíðaferlinu að hafa alla tímarammana gefna, kvikmyndin setur þá. Ég er þó ekki alveg grænn þegar að kemur að setja músík við mynd í fullri lengd; fyrir rúmlega ári vann ég við að raða tónlist Jórunnar Viðar við kvikmyndina Síðasti bærinn í Dalnum. Það var fyrir líka fyrir kvikmyndatónleika og í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands og Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Þetta er tónlist fyrir miðlungs- stóra hljómsveit , klassíska Beet- hoven-stærð af hljómsveit,“ segir hann svo til skýringarnar. – Þú ert líklega langt kominn? „Ég hef unnið að tónverkinu í vet- ur og væri í vondum málum ef ég væri ekki langt kominn,“ svarar hann og brosir. „Það styttist í að ég verði að skila þessu af mér, fyrir hljómsveitarstjórann og spilarana að skoða.“ – Er þessi tónlist í skýru samtali við önnur verk sem þú hefur samið? „Já, ég myndi segja það. Ég reyni að vera frekar samkvæmur sjálfum mér, en fór jafnframt þá leið að það ætti að vera hægt að taka músíkina trúanlega sem períódumúsík frá um 1920, þegar kvikmyndin var gerð. Ég ákvað því að tempra mig í mód- ernískri nálgun, vildi halda andblæ tímabilsins á einhvern hátt. Auðvitað var búið að semja mikið af framúr- stefnulegri tónlist um 1920, svo ég hafði frjálsar hendur, en ég daðra við Brahms, Wagner og fleiri, tón- mál eins og þeir til dæmis beittu. Ég reyni að hafa hana svolítið tilfinn- ingaþrungna eins og myndin er.“ Eins og últra-maraþonhlaup Kvikmyndatónlist hefur verið mikið í umræðunni á undanförnum árum, ekki síst vegna velgengni verka Jóhanns Jóhannssonar og Hildar Guðnadóttur á því sviði. Getur Þórður hugsað sér að vinna fleiri verk af þessu tagi? „Mér finnst þetta í raun mjög spennandi vettvangur,“ svarar hann. „Kvikmyndatónlist er mjög lifandi menningarheimur. Nútímatónlistar- geirinn getur verið svolítið erfiður starfsvettvangur, mér finnst við vera á erfiðum tímum hvað hann varðar, tónlist er oft dæmd út frá ein- hverjum allt öðrum forsendum en músíkölskum, en kvikmyndatónlist má, sem dæmi, vera kunnugleg og oggulítið klisjukend. Það gefur tón- skáldinu ákveðið svigrúm sem bæði Jóhann og Hildur hafa kunnað að nýta sér og skapa þá lifandi og áhugaverða menningu – og fólk er raunverulega að njóta þess að hlusta á tónlistina þeirra, engin tilgerð á bak við það. Svo jú, ég hef heilmik- inn áhuga á þessu formi, þótt ég sé líka meðvitaður um takmörkin sem kvikmyndatónlist hefur. Maður reynir bara að gera sitt besta innan þess ramma sem er gefinn.“ – En þessi kvikmynd er svo löng að verkefnið er gríðarlega umfangs- mikið – tröllaukið, má segja. „Það er einmitt tilfinningin sem ég hef. Ég er þegar búinn að semja tvo tíma og fimmtíu mínútur af tónlist og tilfinningin er eins og ég sé að klára últra-maraþonhlaup og er al- veg búinn á því! Mér finnst eins og þessar síðustu mínútur ætli aldrei að klárast,“ segir hann og hlær. „Þegar ég var í tónsmíðanámi í París á sínum tíma var rætt um að það yrði mögulega verkefni að semja músík við kvikmynd og ég man að mér þótti það algjört draumaverk- efni. Í huganum var ég meira að segja farinn að para mig í huganum við mynd sem var með svipaðri stemningu og Saga Borgarættar- innar. Það varð ekkert úr því verk- efni í það skiptið en draumurinn um að semja tónlist við kvikmynd er loksins að rætast.“ Draumurinn er loksins að rætast  Þórður Magnússon tónskáld semur nýja tónlist við hina aldargömlu kvikmynd Sögu Borgar- ættarinnar  Tónverkið er nær þriggja klukkustunda langt  „Er vissulega ákveðið brjálæði“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tónskáldið „Ég reyni að hafa hana svolítið tilfinningaþrungna eins og myndin er,“ segir Þórður um nýju tónlistina. Dansk Film Institut Dramatík Atriði í Sögu Borgarættarinnar þar sem Örlygur á Borg fær slag eftir ásakandi ræðu sonar síns. Af íslenskum leikendum má sjá Stefaníu Guðmundsdóttur í faldbúningi og Mugg sem heldur utan um „föður sinn“. Dansk Film Institut Listmálarinn Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, í hlutverki Ormars Örlygssonar á rjúpnaveiðum. Atriði tekið við Öxarárfoss á Þingvöllum. ALLIR LEIKIR - ALLAR DEILDIR ALLIR HAPPY pantanir@sportgrill.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.