Morgunblaðið - 24.02.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.02.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020 Kvenfélagið Garpur frum-sýndi nýverið sjöundasviðsverk sitt, en þar erum að ræða nýtt íslensk leikrit eftir Maríu Reyndal sem nefnist Er ég mamma mín? í leik- stjórn höfundar. María hefur áður sýnt hversu flinkur penni hún er og fær í því að skrifa trúverðug samtöl ásamt því að kafa ofan í vand- meðfarin viðfangsefni. Má í því sam- hengi nefna hina frábæru sjónvarps- þáttaröð Mannasiðir sem frum- sýndir voru 2018 og hið átakanlega heimildarleikrit Sóley Rós ræsti- tæknir sem frumsýnt var 2016, en leikritið vann hún í samvinnu við Sól- veigu Guðmundsdóttur sem lék tit- ilhlutverkið með eftirminnilegum hætti. Yfirlýst markmið Kvenfélagsins Garps er að leitast við að skoða hlut- verk kvenna og kynjahlutverkin jafnt innan sem utan sviðsins. Leik- ritið Er ég mamma mín? fellur vel að þessu markmiði. Um er að ræða fjöl- skyldusögu sem gerist á tveimur tímum, annars vegar í nútímanum og hins vegar á árunum 1979-80. Í for- tíðinni fá áhorfendur að fylgjast með heimilislífi Ellu (Katla Njálsdóttir) og foreldra hennar (Sólveig Guð- mundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunn- arsson). Eftir að mamman kynnist Rachel (María Ellingsen), sem vinnur sem upplýsingafulltrúi hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna og kynnir henni kvenfrelsishug- myndir, fær hún aukið sjálftraust til að endurmeta aðstæður sínar og hlusta á eigin langanir og þrár með tilheyrandi sjálfstæðistilburðum. Í stað þess að sinna aðeins heimilinu sem heimavinnandi húsmóðir sem fær vasapening frá eiginmanni sín- um til að kaupa í matinn og stendur ávallt tilbúin með kvöldmatinn á réttum tíma á milli þess sem hún heldur öllu hreinu fer hún að sækja Dale Carnegie-námskeið, æfir sig í ræðuskrifum og tekur að sér að rit- stýra blaði kvennasamtaka sem nefna sig Fjólurnar. Aukið sjálfstæði móðurinnar með tilheyrandi röskun á ríkjandi valdahlutföllum hefur mikil áhrif á hjónabandið sem mark- ar djúp spor, ekki síst á sálarlíf Ellu. Í nútímanum fá áhorfendur að fylgjast með Ellu á fullorðinsárum og þar bregður Sólveig Guðmunds- dóttir sér í hlutverk dótturinnar. Ella býr með Guðjóni (Sveinn Ólafur Gunnarsson) og saman eiga þau Matthías (Arnaldur Halldórsson) sem bráðum á að ferma. Ella sinnir annasömu ábyrgðarstarfi í heil- brigðisgeiranum á sama tíma og hún annast um aldraða móður sína (Kristbjörg Kjeld) sem flytur inn á heimili dóttur sinnar meðan hún er að jafna sig eftir mjaðmaraðgerð. Í ljós kemur að ýmislegt er enn óupp- gert eftir að foreldrar Ellu skildu stuttu eftir fermingu hennar. Helsti styrkur handritsins felst í því hversu sálfræðilega trúverðugur stór hluti samskipta lykilpersóna er sem gerir það að verkum að auðvelt er að skilja hvernig samskiptin við okkar nánustu móta okkur sem manneskjur og skynja þá speglun sem verður milli kynslóða ef enginn staldrar við og brýtur upp óæskileg hegðunarmynstur. Textinn er á köfl- um sprenghlægilegur og aðstæður broslegar þannig að auðvelt var fyrir áhorfendur að hrífast með. Seinni hluti verksins er töluvert gloppóttari og endurtekningarsamari en sá fyrri sem helgast trúlega af því að hið ósagða fær mun meira vægi á sama tíma og melódramatíkin er keyrð í botn. Sem dæmi hefði þurft að vinna betur úr sambandi Ellu við aldraðan föður sinn (Sigurður Skúlason), ekki síst í ljósi þess hversu mikil áhrif sambandsrofið sem varð þegar Ella var á unglingsaldri hafði augljóslega á hana. Í uppfærslunni er farin sú leið að láta sömu tvo leikarana leika hjónin ólíku á tímaskeiðunum tveimur. Markmiðið er væntanlega að undir- strika hvernig við erfum ekki aðeins gen foreldra okkar heldur líka sam- skipti, hlutverk og orðfæri. Senan síðla leikrits þegar hin fullorðna Ella áttar sig á því að hún er farin að hljóma alveg eins og móðir sín var sláandi. Leikstíll allra persóna verksins er raunsær nema þegar kemur að móðurinni og föðurnum í fortíðinni sem tekin eru skopstíls- tökum. Slík nálgun skapar sér- kennilega fjarlægð líkt og ætlunin sé að undirstrika rækilega hversu gamaldags og hallærisleg heims- mynd þeirra er – áður en móðirin öðlast nýja sýn á aðstæður sínar. Þessi árekstur ólíkra leikstíla, sem gekk illa upp á leiksviðinu, hefði sennilega ekki verið vandamál ef efniviðurinn hefði verið útfærður fyrir sjónvarp þar sem raunsæið er alltumlykjandi. Leikmynd Egils Ingibergssonar samanstendur af veggfóðruðum bak- veggjum sem þaktir eru ýmsum munum bæði úr fortíð og nútíð sem minntu okkur áþreifanlega á þann farangur og forsögu sem við berum öll með okkur í gegnum lífið. Vel fór á því að nota sitt hvora tegundina af vegglömpum þegar stokkið var milli tímaskeiða svo áhorfendur væru aldrei í vafa um hvenær leikurinn gerðist. Pallurinn fremst á sviðinu nýttist vel fyrir heimili móðurinnar á eldri árum og fyrir ýmsa viðburði á borð við námskeiðið og fermingar- veisluna. Sú ákvörðun að láta leik- arana nær einvörðungu tala fram og lítið saman þegar upp á pallinn var komið virkaði hins vegar ekki nægi- lega vel. Sýnileg búningaskipti leik- ara á sviðinu þegar stokkið var milli tímaskeiða virkuðu heldur ekki sem skyldi. Margrét Einarsdóttir tengir persónur milli tímaskeiða með litum í búningum sínum. Þannig var heim- ilisfaðirinn í rauðu/bleiku, móðir Ellu ávallt grænklædd og Ella í gulu. Huga hefði þurft betur að efnisvali í kjólum, enda virkaði kjóll Ellu kauðalegur þegar gerviefnið límdist við leikkonuna og vandséð að það hafi átt að vera tilgangurinn. Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson nutu sín bæði mun betur í nútímahlutverkum sínum þar sem hlutverk kynjanna hafa að nokkru snúist við frá því áður. Sólveig hefur á umliðnum ár- um vakið verðskuldaða eftirtekt fyr- ir túlkun sína á konum á barmi taugaáfalls. Hún þarf hins vegar að fara að gæta að því að einskorða sig ekki um of við einn streng í hljóðfæri sínu – enda sýndi hún eftirminnilega í Illsku að hún býr yfir meiri breidd. Katla Njálsdóttir og Arnaldur Halldórsson stóðu sig afar vel í hlut- verkum unglinganna tveggja á sitt hvoru tímaskeiði. Ánægjulegt var að sjá Sigurð Skúlason aftur á sviði þó að hlutverkið hefði verið óþarflega rýrt. Gaman var einnig að sjá Maríu Ellingsen aftur á sviði eftir næstum fjögurra ára hlé. Hún brá sér létti- lega milli nokkurra ólíkra hlutverka þar sem hlutverk Rachel var þeirra áhugaverðast og hefði frá höfundar hendi alveg mátt fá aðeins meira kjöt á beinin. Fitubúningar bæði Rachel og föðurins í fortíðinni gerðu hins vegar lítið fyrir persónusköpunina. Stjarna sýningarinnar er aftur á móti Kristbjörg Kjeld, sem sýndi að hún hefur engu gleymt þó að hlut- verkin séu orðin færri með aldrinum. Unun var að fylgjast með góðri inn- lifun hennar, vandaðri textameðferð, afbragðs hlustun og snörpum skilum milli tilfinninga sem ávallt var inni- stæða fyrir. Eftir stendur að Er ég mamma mín? er áhugaverð sýning þar sem höfundur rannsakar þarft umfjöll- unarefni. Skemmtigildið er hátt en skopið verður á stundum um of á kostnað innihaldsins, sem skilar sér í köflóttri sýningu. Enginn ætti hins vegar að missa af frábærri frammi- stöðu Kristbjargar Kjeld. Speglun kynslóða Ljósmynd/Jorri Samskipti „Í uppfærslunni er farin sú leið að láta sömu tvo leikarana leika hjónin ólíku á tímaskeiðunum tveimur. Markmiðið er væntanlega að undir- strika hvernig við erfum ekki aðeins gen foreldra okkar heldur líka sam- skipti, hlutverk og orðfæri,“ segir í leikdómi um Er ég mamma mín? Borgarleikhúsið Er ég mamma mín? bbbnn Eftir Maríu Reyndal. Leikstjórn: María Reyndal. Dramatúrgía: Sólveig Guð- mundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnars- son. Leikmynd og lýsing: Egill Ingi- bergsson. Búningar: Margrét Einars- dóttir. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarna- dóttir. Tónlist og hljóðmynd: Úlfur Eldjárn. Leikarar: Arnaldur Halldórsson, Katla Njálsdóttir, Kristbjörg Kjeld, María Ellingsen, Sigurður Skúlason, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Raddir í útvarpi: Bergur Þór Ingólfsson, Hilmar Guðjóns- son og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Kvenfélagið Garpur frumsýndi á Nýja sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 9. febrúar 2020. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI  Rás 2  FBL m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN BESTA MYNDIN m.a. ÓSKARSVERÐLAUN4 ÓSKARSVERÐLAUN BESTI LEIKARINN: Joaquin Phoenix BESTA TÓNLISTIN: Hildur Guðnadóttir2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.