Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 Nytsamlegt í fermingarpakkann SMÁRALIND – DÚKA.IS COMPONIBILI 4ja hæða, verð 24.900,- 3ja hæða, verð 18.900,- 2ja hæða, verð 13.900,- 25. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.54 128.14 127.84 Sterlingspund 164.68 165.48 165.08 Kanadadalur 96.12 96.68 96.4 Dönsk króna 18.437 18.545 18.491 Norsk króna 13.658 13.738 13.698 Sænsk króna 13.007 13.083 13.045 Svissn. franki 129.78 130.5 130.14 Japanskt jen 1.1402 1.1468 1.1435 SDR 173.65 174.69 174.17 Evra 137.71 138.49 138.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.8376 Hrávöruverð Gull 1633.7 ($/únsa) Ál 1676.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.0 ($/fatið) Brent ● Yfir 70% fyrir- tækja sem svöruðu könnun Félags at- vinnurekenda, FA, meðal félags- manna hafa þurft að segja upp fólki eða grípa til ann- arrar lækkunar kostnaðar til að mæta hækkun launakostnaðar vegna kjarasamninganna sem gerðir voru síðastliðið vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Af fyrirtækjum sem svöruðu spurn- ingunni sögðust 36% hafa þurft að segja upp fólki og svipað hlutfall þurfti að grípa til annarrar lækkunar kostn- aðar. Fjórðungur fyrirtækjanna sagðist ekki hafa þurft að grípa til neinna að- gerða. Algengasta útfærslan á styttingu vinnuvikunnar samkvæmt kjarasamn- ingi Félags atvinnurekenda og VR er að stytta einn vinnudag í viku um 45 mín- útur, samkvæmt könnun FA meðal fé- lagsmanna. Af fyrirtækjum sem svör- uðu spurningum um styttingu vinnu- vikunnar hafa 43% tekið þann kostinn í samráði við starfsfólk. Ákvæði samn- ingsins um styttingu vinnutíma tóku gildi um áramót. Þriðjungur sagði upp fólki vegna samninga Kostnaður Fyrir- tækin bregðast við. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fjártæknifyrirtækið Kríta hf. hyggst safna hálfum milljarði króna í skuldabréfaútboði sem auglýst verð- ur og kynnt fjárfestum í vikunni. Ekki er langt síðan hlutafé félagsins var tvöfaldað og aukið um 50 millj- ónir, eins og mbl.is greindi frá á dögunum. Sigurður Freyr Magnússon, for- stjóri Kríta, von- ast eftir góðum áhuga hjá fjár- festum á útboð- inu, enda hafa umsvif Kríta vax- ið um 50-60% í hverjum mánuði frá því að fyrirtækið hóf að markaðs- setja þjónustu sína í fyrra. Freyr segir í samtali við Morgunblaðið að útboðið nú sé haldið til að mæta þeim mikla vexti. Hann segir að ástæðan fyrir vin- sældum þjónustu fyrirtækisins sé meðal annars sú að margir viðskipta- vina Kríta vilji fjölga valkostum sín- um þegar kemur að fjármálaþjón- ustu. Þá hugnist mönnum vel að verið sé að tæknivæða og einfalda ferlið við fjármögnun krafna. Til að útskýra nánar hvaða þjón- ustu Kríta býður upp á segir Freyr að fyrirtækið fjármagni kröfur hjá fyrirtækjum og beiti til þess fjár- tækni sem bjóði upp á meiri skil- virkni og hraða en áður hafi þekkst við fjármögnun krafna. „Ferlið við reikningagerð og stofnun krafna hjá fyrirtækjum er óbreytt og birtast kröfur fyrirtækjanna í netbanka við- skiptavina þeirra með sama hætti og áður. Kríta fær aðgang að kröfunum og les þær inn í sitt kerfi og þar geta viðskiptavinir okkar, í gegnum vef- viðmót Kríta, séð allar kröfurnar og hakað við þær sem óskað er eftir að við fjármögnum.“ Með orðinu „fjármagna“ á Sigurð- ur við að Kríta borgi stóran hluta af kröfunni strax til síns viðskiptavinar, þó svo að eindaginn sé kannski miklu síðar. „Þannig þarf viðskiptavinur- inn ekki að bíða eftir að krafan verði greidd, heldur borgar Kríta kröfuna strax og peninganna er þörf í rekstr- inum.“ Aðspurður segir hann að greið- andi kröfunnar verði ekki var við neitt í ferlinu. „Við í raun fyrirfram- greiðum reikninginn upp að ákveðnu hámarki og tökum veð í kröfunni. Kerfið okkar vaktar hvenær greið- andi greiðir reikninginn sem við höf- um fjármagnað og um leið og greiðsla berst framkvæmir kerfið uppgjör á fjármögnun okkar ásamt þóknun, en millifærslu- og uppgjörs- ferlið er að fullu sjálfvirkt.“ Vinna í samræmi við PSD2 Freyr segir að Kríta hagi vinnu sinni til samræmis við evrópska PSD 2 (Payment Services Directive) greiðslumiðlunarstaðalinn, þannig að fyrirtækið sé tilbúið að hagnýta sér allt það sem staðallinn býður upp á um leið og full innleiðing á sér stað í fjármálakerfinu á Íslandi. Staðall- inn gengur út á að samræma greiðslukerfi og gera fjártæknifyrir- tækjum kleift að nýta sér gögn úr bankakerfinu m.a. til að búa til virðisaukandi þjónustu fyrir fyrir- tæki í tengslum við fjármál þeirra. Um næstu framtíð Kríta segir Freyr að viðbúið sé að umsvifin vaxi mikið, enda sé þjónustan eftirsótt. „Við erum stöðugt að þróa tæknina á bak við þetta. Næsta skref er að gera viðmótið þægilegra, fjölga vörum okkar og búa til viðbótarþjónustu úr þeim gögnum sem viðskiptavinir okkar veita okkur aðgang að. Til dæmis gætum við aðstoðað fyrirtæki við að hafa betri yfirsýn yfir fjármál sín, spáð fyrir um lausafjárstöðu þeirra og komið með ábendingar um fjármögnunarlausnir eftir því sem við á. Markmið Kríta er að beita fjár- tæknilausnum til að einfalda líf fyrir- tækja við fjármálastjórn.“ Safna hálfum milljarði í skuldabréfaútboði Morgunblaðið/Árni Sæberg Fé Sigurður Freyr Magnússon segir að Kríta vilji með lausn sinni gera fyrirtækjunum lífið auðveldara.  50-60% vöxtur hjá Kríta á hverjum mánuði frá stofnun  Nota fjártækni Sigurður Freyr Magnússon Mikill áhugi er á sýningunni Verk og vit 2020 sem haldin verður í fimmta sinn í Íþrótta- og sýningar- höllinni í Laugardal 12.-15. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá skipuleggj- endum segir að nú sé orðið uppselt á sýningarsvæðið, en tæpur mán- uður er í opnun. Yfir 100 fyrirtæki og stofnanir munu kynna vörur sín- ar og þjónustu á sýningunni. Áslaug Pálsdóttir, framkvæmda- stjóri AP almannatengsla og fram- kvæmdaaðili sýningarinnar, segir í tilkynningunni að sýnendur leggi mikinn metnað og vinnu í undir- búning og hönnun sýningarsvæða, sem skili sér án efa í glæsilegri sýn- ingu. Mikilvægur vettvangur Áslaug segir að fagsýning eins og Verk og vit sé mikilvægur vett- vangur fyrir byggingariðnaðinn. Sýningin feli í sér tækifæri fyrir fagaðila, innlenda jafnt sem er- lenda, til að kynna vörur sínar og þjónustu og til að styrkja tengsl- anetið. ,,Nú er góður tími til að sækja fram og þétta raðirnar og fara yfir verkefnin sem framundan eru,“ segir Áslaug í tilkynningunni. Meðal sýnenda á Verk og vit eru byggingarverktakar, verkfræði- stofur, menntastofnanir, fjármála- og ráðgjafarfyrirtæki, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki og sveitar- félög svo eitthvað sé nefnt. Samstarfsaðilar AP almanna- tengsla við framkvæmd sýningar- innar eru atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn. tobj@mbl.is Bás Sýningarrými Reykjavíkur- borgar á sýningunni árið 2018. Sýningarsvæði Verks og vits uppselt  Yfir 100 aðilar kynna vörur og þjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.