Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 ✝ Elsa HerborgÞórarinsdóttir fæddist á Patreks- firði 29. nóvember 1930. Hún lést þann 16. janúar 2020. Elsa var yngst barna foreldra sinna, þeirra Þór- arins Bjarnasonar, f. 1878, d. 1963 frá Kollsvík, og Guðmundínu Einarsdóttur, f. 1887, d. 1956, frá Rauðasandi. Þeim varð alls 12 barna auðið en 8 náðu fullorðinsárum. Þau eru í aldursröð: Ingólfur, 1909-2000; Aðalheiður 1913- 2001; Ingimundur Þorgeir, 1916-2002; Svava, 1917-1989; Einar, 1922-1979; Elínborg, 1925-1991; Óli Anton, 1928- 1972. Elsa giftist Guðbrandi Skúlasyni verkamanni, f. 6.5. 1920, d. 26.5. 2007, og eign- uðust þau þrjá syni, þá Braga, f. 1953, fv. forstjóra; Guð- mund Þór, f. 1957, fv. sjó- mann, og Kristján Helga, f. 1960, verkamann. Kona Braga er Helga Jóns- dóttir, f. 1964. Hann var Frey, f. 2018 og Daníellu Freyju, f. 2012, dóttir Hafþórs er Jasmín Guðrún, f. 1998; og d) Linda Dögg, f. 1989, gift Carl Andreas Sveinssyni og eiga þau eitt barn saman, Ísak Andreas, f. 2019. Fyrir átti Linda Ísabellu Líf, f. 2012 og Carl átti Kamillu Sif, f. 2007. Móðir þeirra og fyrrverandi eiginkona Guðmundar er Sig- rid Hálfdánardóttir. Sonur Herdísar er Friðrik Andrés- son, f. 1983, maki Anna Kol- brún Jenssen og eiga þau þrjú börn, Mikael Frey, f. 2003, Diljá Þóru, f. 2008 og Þröst Mími, f. 2012. Eiginkona Kristjáns Helga er Marta Gunnlaug Guðjónsdóttir, f. 1960. Elsa og Guðbrandur fluttust til Reykjavíkur 1952 þar sem þau stofnuðu fjölskyldu og bjuggu lengst af á Hverf- isgötu og síðar í Breiðholti. Síðar fluttu þau í Engihalla í Kópavogi og eftir að Guð- brandur lést bjó Elsa á Kópa- vogsbraut en síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Á langri starfsævi starfaði hún í verslunum, lengst af í „Varmá“ og síðar í Glæsibæ og Kaupstað í Mjódd. Síðustu starfsárin vann hún á end- urhæfingardeild Borgar- spítalans. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. kvæntur Árdísi Ólafsdóttur og eignuðust þau þrjú börn: a) Ólaf Örn, f. 1978 sem á börnin Tinnu Katrínu f. 2008 og Darra Stein, f. 2012, með eig- inkonu sinni Ingi- björgu Ólafsdótt- ur, f. 1976; b) Guðbrand Þór, f. 1982, en börn hans og eig- inkonu, Eyglóar Jónsdóttur, f. 1980, eru Marsibil, f. 2009, Matthildur, f. 2011 og Bragi, f. 2015; c) Guðrúnu Elsu, f. 1986, gift Birni Þór Vilhjálms- syni, f. 1973, sonur Björns er Magnús Kolbjörn, f. 2009. Guðmundur Þór er kvæntur Herdísi Ólöfu Friðriksdóttur, f. 1961. Hann á fjórar dætur. Þær eru: a) Elsa Ýr, f. 1975, móðir hennar er Svala Ágústsdóttir; b) Inga María, f. 1980, gift Howard Michael Scott og eiga þau tvö börn, Elíönu Sóleyju, f. 2008 og Benjamín Zane, f. 2010; c) Katrín Ósk, f. 1983, maki Haf- þór Smári Sigmundsson, og eiga þau tvö börn, Alexander Mamma fæddist ein systkina sinna á Patró en hin ellefu í Kollsvík þar sem afi var for- maður á bát. Á Patró ólst mamma upp í hlýjum faðmi ömmu Guðmundínu sem bjó yf- ir miklum kærleik sem hún var örlát á og fyrirmynd mömmu í lífinu. Afi var fiskmatsmaður og formaður verklýðsfélagsins í plássinu en það hlutverk mót- aði hana líka, þaðan fékk hún jafnaðarmennskuna í blóðið. Afi var að vísu ekki krati, hann lét sjálfstæðismenn gjarnan keyra sig á kjörstað – til að spara bensínið hjá framsókn- armönnum. Mamma hitti pabba ung. Þau fóru suður fljótlega eftir stríð eins og alþýðufólk gerði á þessum árum, og amma og afi fylgdu á eftir. Ég naut þess í frumbernsku að eiga þau að. Svo bættust við móðursystkini mín og börn þeirra. Hverfis- gata 92b var samkomuheimili, þar var skeggrætt og mamma tók upp gítarinn og söng. Samhliða uppeldisstörfum var mamma jafnan á vinnu- markaði, lengst við verslunar- störf. Eldri borgarar kannast kannski við „Elsu í Varmá“ en Varmá var í eigu Grímars Jóns- sonar, kaupmannsins á horninu á Hverfisgötu og Vitastíg. Þessi smávöruverslun var eins konar félagsmiðstöð hverfisins. Mamma var hrókur alls fagn- aðar og vinsæl hjá viðskiptavin- um. Þeirra á meðal voru þjóð- þekktir einstaklingar, t.d. Albert Guðmundsson sem síðar varð ráðherra, sem komu til að hitta Grímar, sem á yngri árum var landsliðsmaður í knatt- spyrnu,. Þetta var hverfi þar sem fólk bjó við kröpp kjör, t.d. í Bjarnaborg sem var hinum megin götunnar gegnt Varmá. Oft bar svo við að ekki var til salt í grautinn, heimili urðu fyr- ir áföllum vegna veikinda, áfengisdrykkju eða miskunnar- leysis hafsins. Ég held að það sé ekki ofmælt þegar sagt er að mamma hafi oft gengið í hlut- verk félagsráðgjafans enda ekki fagfólki til að dreifa. Sumar barnafjölskyldur tók hún í fangið þegar erfiðleika bar að. Ég held að Albert hafi oft tekið upp seðlaveskið eftir ábendingu mömmu, og reitt fram fjárhæð sem dugði til að fylla pappa- kassa af nauðsynjavöru. Raun- ar minnist ég þess að hafa stundum verið í hlutverki sendisveinsins, sem kom köss- unum fyrir en lét sig hverfa áð- ur en móttakandinn áttaði sig á hvaðan góssið kæmi. Samhjálp- in tók á sig ýmsar myndir, mamma fól pabba það verkefni að næla í fiskspyrðu við löndun hjá Togaraafgreiðslunni og koma fyrir á tröppum ná- granna, kvenna með barnahóp. Mamma var akkeri stórfjöl- skyldunnar, samnefnarinn, heimili hennar var heimili allra. Ættrækni var henni í blóð bor- in. Fram í andlátið spurði hún um sitt fólk. Og trúin á elsta soninn var takmarkalaus. Þeg- ar ég sagði henni að ég hefði látið af störfum og væri kom- inn í framboð til barnaréttar- nefndar SÞ og að kosið yrði í New York var hún þess fullviss að ég yrði kjörinn forseti Bandaríkjanna. Alzheimer drepur nefnilega ekki trú fólks á barnið sitt. Hvað get ég móðir sagt um öll þau ár, sem okkur gafst þú, sælu þína og tár? Ég veit þú hefur vakað, þráð og beðið. Og einhvern veginn er það svo um mig, að allt hið besta hefur verið sagt um þig, sem aðrir hafa um aðrar mæður kveðið. (Jakobína Sigurðardóttir) Bragi Guðbrandsson. Hjartans eldur hefur brunnið, horfið það sem áður var, lífsins starf svo lengi unnið með ljósi margan ávöxt bar. Þú sem gafst mér ást í æsku sem entist vel á lífsins braut, í faðmi þínum frið og gæsku fann ég leysa hverja þraut. Þú sem barst þinn harm í hljóði hræddist ekki dauðans mátt. Er falla tár, með fögru ljóði ég fæ að kveðja þig í sátt. Þá var ég fræ í fögru beði það fengu vökvað tárin þín. Og andi þinn er eilíf gleði, elsku besta mamma mín. (Kristján Hreinsson) Blessuð sé minning mömmu. Kristján Guðbrandsson. Amma Elsa var hluti af lífi okkar systkinanna í þrjátíu og átta ár, að meðaltali. Á svo löngum tíma mótast manneskja og aðlagast breytingum í innri og ytri veruleika sínum. Sumt breytist þó ekki; það sem kalla mætti kjarna, grundvallarþætti persónuleikans. Hún hafði hlýja og góða nærveru. Við vorum velkomin til hennar hvenær sem var. Það var engin þörf á því að hafa eitthvað sérstakt fyrir stafni hjá ömmu og afa. Það var nóg að sitja í sófanum og njóta þess að eiga þau að. Hjá þeim ríkti friður og ró. Hún skammaði okkur aldrei og þegar var púki í okkur klór- aði hún á okkur bakið. Einu sinni gaf hún bræðrunum hvor- um sinn vasahnífinn, í óþökk móður þeirra. Þegar mamma spurði út í þetta, sagði amma, hissa á spurningunni, að dreng- ir þyrftu að eiga vasahníf. Amma hafði áhuga á fólki. Í eldhúsinu á Hjaltabakka var kaffi á könnu, marmarakaka á disk og fólk að tala saman. Á milli gestakoma var eldhús- borðið þakið dagblöðum og tímaritum, kveikt á útvarpinu. Með hækkandi aldri fór amma að klippa út viðtöl og fréttir og líma í bækur. Hún var að varð- veita sögur fólks sem átti það eitt sameiginlegt að henni þótti lífsreynsla þess mikilvæg, frá- sagnirnar forvitnilegar. Á jólunum gerði amma möndlugraut sem hún bar fram með íssósu. Okkur var sama um möndluna en átum þó yfir okk- ur á hverju ári. Uppskriftin er ekki til, en við áttum mörg samtöl við ömmu um hvernig skyldi útbúa grautinn. Við er- um enn að reyna. Óli var lík- lega sjö eða átta ára þegar hann þrammaði upp tröppurnar í Hjaltabakkanum og sagði við foreldra okkar: „Hvað ætli hún amma sé með gómsætt fyrir okkur núna?“ Hann kom fyrst- ur okkar orðum að því hversu gott það var að borða hjá ömmu. Sem dæmi um hversu nýtin amma var, þá vann Guðbrandur sem sendill hjá bakaríi síðasta sumarið sem afi lifði og fór til þeirra alla föstudaga með brauð og kleinur. Hann átti með þeim rólega stund, spjallaði við þau og fylgdist með þeim. Þau voru stolt af honum. Fljótlega áttaði hann sig á því að þau borðuðu alltaf gamalt brauð því þegar gamla brauðið var loksins búið var hið nýja orðið gamalt. Hann fór að fjarlægja gamla brauðið við hverja komu en ömmu fannst það sóun. Það var ágætis áminning um hversu ólíka tíma við höfum upplifað. Þetta sumar var gaman að fylgjast með samvinnu þeirra í eldhúsinu. Afi tók úr upp- þvottavélinni og setti óhreint leirtau í skápana. Sjónin var farin að gefa sig svo amma tók leirtauið og setti aftur í vélina. Enn setti afi í skápana og svona gat þetta gengið í nokkr- ar umferðir áður en tókst að loka hringnum. Amma var hlý, mikið fyrir knús og kossa. Í síðustu heim- sókn Guðrúnar Elsu til hennar var slíkt kjass enn tungumálið sem henni var tamast. Á meðan hún snapaði kossa frá ömmu rifjaði hún upp að amma sagð- ist alltaf geta étið okkur, „engl- ana hennar ömmu sinnar“. Guð- rún Elsa tók orð hennar sér í munn þegar hún knúsaði hana bless og það síðasta sem amma Elsa sagði við hana var: „Og ég þig.“ Ólafur Örn, Guðbrandur og Guðrún Elsa. Hinn 18. febrúar 2020 var Elsa frænka til grafar borin, kona sem síðust systkina sinna kveður þennan heim og er kvödd með sárum söknuði. Lífsbaráttan var oftast hörð og barátta við kröpp kjör. Elsa var yngst þeirra systkina, en hún var eins konar samnefnari fyrir þau öll. Hjá henni var stöðugur straumur ættingja og vina, að hluta til vegna afa sem hún sinnti af mikilli kostgæfni. Á námsárum mínum átti ég tíma- bil þar sem ég kynntist henni meir en áður og upplifði ég hvernig líf eiginkonu verka- manns var með öllum tilbrigð- um lífsins. Ást á manni og börnum, gleði, sorgir, fátækt og andlegt ríkidæmi sem sífellt var miðlað af. Elsa hafði gaman af söng og var liðtæk við gít- arspil og var oft sungið og spil- að þegar fólk kom saman. En eitt lag er í huga mér sem hún flutti oft og söng af mikilli næmni, það lag er eftir Sig- valda Kaldalóns og texti eftir Davíð Stefánsson, Lofið þreytt- um að sofa: Þeim gleymist oft, sem girnast söng og dans, að ganga hljótt hjá verkamannsins kofa. Ó hafið lágt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreytta barni að sofa. Þið njótið góðs af verkum sem hann vann. Þið vitið að hann býr við lítil efni. Sú lund er hörð, sem hæðir snauðan mann. Það hjarta kalt sem rænir þreyttan svefni. Elsa og Baddi bjuggu sér gott heimili og komu þau upp þremur mannvænlegum drengj- um, sem hver sem er gæti verið stoltur af. Ég er mjög þakk- látur Elsu fyrir allt og allt og gleðst yfir þeirri arfleifð sem hún skilur eftir sig. Braga, Guðmund, Kristján og fjöl- skyldur. Hjá þeim er hugur minn. Bjarni Ingólfsson. Elsa Herborg Þórarinsdóttir ✝ Þór Valdi-marsson fæddist í Reykja- vík 30. maí 1952. Hann lést eftir stutt veikindi 1. febrúar 2020. Móðir Greta Ást- ráðsdóttir, f. 30. mars 1929. Stjúp- faðir Jón Hilmar Jónsson, f. 29. mars 1931, d. 1992. Systkini Þórs eru Marín, f. 1947, Karl, f. 1949, d. 1992, Jón Gretar, f. 1966. Eiginkona Þórs er Guðlaug Guðjóns- dóttir. Foreldrar hennar Guð- jón S. Öfjörð, f. 18.9. 1929, d. 29.3. 1994, og Fanney G. Magn- úsdóttir, f. 24.9. 1930, d. 10.3. 1996. Synir Þórs og Guðlaugar eru Gretar Öfjörð, sambýliskona hans er Ingigerður Stella Logadóttir. Börn Gretars eru Katla og Fannar Már. Sonur Ingi- gerðar er Ómar Logi. Valdi- mar, hans börn eru Emil og Indía. Útför Þórs fór fram í kyrr- þey að hans ósk 11. febrúar 2020 frá Fossvogskapellu. Elsku hjartans Þór minn. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín eiginkona og vinur. Hvíl í friði, ástin mín. Guðlaug Guðjónsdóttir. Mig langar að minnast góðs vinar og mágs til 50 ára sem við kvöddum í fallegri athöfn í Foss- vogskapellu 1. febrúar síðastlið- inn þar sem Rolling Stones, Cat Stevens og Bubbi hljómuðu í há- tölurunum alveg í hans stíl. Einu sinni hringdi Þór í mig og var á leið til RVK: Maggi, nú er illa komið fyrir gamla Stónsaranum með tvær fimmtugar í aftursæt- inu, og svo hló hann ógurlega. Þór var ekki mikið fyrir úti- legur, það kom í ljós eitt sum- arið á Flúðum í tjaldútilegu og það rigndi eins og hellt væri úr fötu og Þór tilkynnti okkur þá: þetta geri ég aldrei aftur og hann stóð við það. Þór spilaði fótbolta með Umf. Selfoss í mörg ár og var mjög liðtækur í vörninni og fékk viðurnefnið jarðýtan. Hann sagði alltaf: það sleppur enginn framhjá mér, annaðhvort boltinn eða maður- inn, aldrei bolti og maður. Síð- ustu 5 árin hafði Þór glímt við sjúkdóm sem leiddi til þess að hann varð að hætta að keyra leigubílinn fyrir 3 árum og það fór illa í okkar mann sem var ekki sáttur við að þurfa að hætta en mér fannst hann sætta sig við þetta allt saman síðast- liðið sumar; fór að labba úti og braggast aðeins og leið betur. En 29. des. komu skilaboð frá Gullu systur minni: Þór er kom- inn á bráðamóttökuna mikið veikur. Þar greindist hann með illvígan sjúkdóm sem gekk mjög hratt og Þór kvaddi okkur á líknardeildinni í Kópavogi 1. febrúar. Ég heimsótti Þór á líknardeildina þremur dögum fyrir andlátið og þegar við kvöddumst og horfðumst í augu þá vissum við báðir að þetta var í síðasta skiptið sem við hittumst í þessu lífi. Elsku Gulla mín, þú hefur staðið eins klettur í veik- indum Þórs með strákana þína þér við hlið og tengdadóttur og barnabörnin. En öll él styttir upp um síðir og sólin kemur upp og þið jafnið ykkur smám saman og lífið heldur áfram, en minn- ingin um Þór lifir. Magnús Öfjörð. Þór Valdimarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRLAUG JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Lækjasmára 6, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 21. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á björgunarsveitirnar. Þórný Harðardóttir Guðjón Hauksson Helga Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRDÍS BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis í Brekkubæ 17, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu sunnudaginn 9. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun. Ingvar Þorvaldsson Börkur Ingvarsson Guðrún Brynja Skúladóttir Björn Geir Ingvarsson Valborg Huld Elísdóttir Þóra Ingvarsdóttir Halldór Þór Þórhallsson Þorvaldur Ingvarsson Ingibjörg Lóa Ármannsdóttir ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.