Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 17
Um daginn las ég
grein sem velgdi undir
uggum þeirri viðteknu
skoðun að ójöfnuður sé
óæskilegur. Þvert á
móti var ójöfnuður tal-
inn æskilegur. Á meðal
röksemda var að rann-
sóknir sýndu ekki
hvernig fólk færist á
milli tekju- og eigna-
hópa yfir ævina. Gögn
væru iðulega rangtúlk-
uð með þeim hætti að samfélagið er
sagt skiptast í tvo hópa, þar sem ann-
ar býr við skort en hinn allsnægtir.
Ég get alveg tekið undir það að svo
öfgakennt er samfélagið ekki en það
er þó engu að síður staðreynd að
nokkrir hópar í samfélögum, m.a. því
íslenska, búa við verulegan og áþreif-
anlegan skort vegna lágra ráðstöf-
unartekna. Öryrkjar, eldri borgarar
og láglaunafólk, sem oft er með litla
menntun, geta illa fært sig upp um
tekjubil sökum þeirrar umgjarðar
sem samfélagið setur þeim. Oftar en
ekki situr fólk sem tilheyrir þessu
tekjulágu hópum fast í fátæktargildru
sem það getur hvergi hrært sig í. Sem
dæmi má nefna að öryrki sem hefur
einungis örorkulífeyri frá Trygginga-
stofnun sér til framfærslu er með
rúmar 220.000 kr. eftir eftir skatt.
Með heimilisuppbót, sem um þriðj-
ungur öryrkja fær greidda, fer upp-
hæðin í 263.000 kr. Telur þú, lesandi
góður, að þú gætir lifað á þessum
krónum í heilan mánuð í íslensku sam-
félagi?
430 þúsund krónur ættu
að vera lágmarkslaun
Ef svarið er játandi þá vil ég gjarn-
an fá uppskriftina. Ef það er neitandi
þá skil ég þig vel. Flestir öryrkjar
finna fyrir lamandi skorti þegar líða
tekur á mánuðinn. Hvern einn og ein-
asta mánuð, árið um kring og oftar en
ekki árum saman, jafnvel ævina alla.
Við erum ekkert að ýkja.
Málefnahópur Öryrkjabandalags
Íslands (ÖBÍ) um kjaramál hefur tek-
ið saman framfærsluviðmið einnar
ríkisstofnunar, Umboðsmanns skuld-
ara, en þar er framfærsluviðmið fyrir
einn í heimili án húsnæðiskostnaðar
rúmar 157.000 kr. á mánuði. Heildar-
húsnæðiskostnaður er varlega áætl-
aður 155.000 kr. og ýmis tilfallandi
kostnaður 5.000 kr.
Samtals gera þetta rúm
317.000 kr. Tekjur sem
t.d. öryrkinn þyrfti að
hafa á mánuði fyrir
skatta eru því 430.000
kr. til þess að hafa í ráð-
stöfunartekjur fram-
færsluviðmiðsins en eins
og kom fram hér að ofan
er veruleikinn langt frá
því. Þess vegna reynum
við öryrkjar að bera
hönd fyrir höfuð okkar
og fara fram með góðum
rökum og rökstuðningi í
baráttu okkar fyrir hærri lífeyri sem
er hluti af okkar mannréttindum. Við
finnum svo sáran fyrir því að fá litlu
ráðið um örlög okkar.
Lítil kaupmáttaraukning
Í greininni sem ég las um æskilega
ójöfnuðinn var ein röksemdin sú að
fólk sæti yfirleitt ekki fast á sama stað
alla ævi og það væru margir sem t.d.
veldu að vera tekjulausir eða tekjulág-
ir á meðan þeir sækja sér menntun til
að verða betur launaðir sérfræðingar
seinna á ævinni. Ég er með fjórar há-
skólagráður en þær hafa lítið vægi
þegar kemur að útreikningi örorkulíf-
eyris. Ég upplifði því mikið tekjufall
við það að verða öryrki og detta út af
vinnumarkaði og engin uppsveifla
virðist vera í spilunum. Örorka er
sjaldnast tímabil sem gengur yfir
nema í fáum tilfellum og oftast liggur
leiðin tekjulega séð aðeins niður á við.
ÖBÍ heldur svokallað stefnuþing á
tveggja ára fresti þar sem helstu
áherslur málefnahópa og forgangs-
röðun þeirra er valin. Síðasta stefnu-
þing var haldið 2018 og verður aftur
núna í ár.
Með ofangreint í huga og í sam-
ræmi við niðurstöður stefnuþings
2018 þá eru helstu áherslur mál-
efnahóps um kjaramál ÖBÍ fyrir árið
2020 m.a. að berjast fyrir því:
Að ríkið hækki óskertan lífeyri
almannatrygginga í 430.000 kr.
Að ríkið dragi verulega úr tekju-
skerðingum í almannatryggingakerf-
inu.
Að ríkið hækki skattleysismörk
þannig að ekki verði greiddur tekju-
skattur af tekjum undir 335.000 á
mánuði en það myndi einnig koma
öðrum tekjulágum hópum í samfélag-
inu til góða og væri hin mesta kjara-
bót.
Að ríkisstjórnin setji lög til að
koma í veg fyrir að lífeyrissjóðir
skerði greiðslur til örorkulífeyrisþega
vegna greiðslna úr almannatrygg-
ingakerfinu.
Kjarahópurinn hefur uppreiknað
upphæðir í samræmi við launa-
vísitöluhækkanir.
Hækkun skattleysismarka
Hér er um mannréttindamál að
ræða, bæði fyrir öryrkja og aðra, og
til að undirstrika það má nefna
nokkrar staðreyndir. Hlutfall stað-
greiðslu af óskertum lífeyri almanna-
trygginga hefur lítið hækkað. Sem
dæmi má nefna að persónuafsláttur
hefur aðeins hækkað um rúmar
13.000 kr. á síðustu 11 árum en sú
þróun hefur leitt til þess að skatt-
byrði lífeyrisþega hefur aukist mikið.
Lækkun skattbyrði hjá lágtekjufólki
eykur ráðstöfunartekjur og þar með
lífsgæði. Þess vegna leggur kjarahóp-
urinn til að skattleysismörk á mánuði
verði hækkuð til að tryggja að tekjur
undir 335.000 kr. á mánuði verði ekki
skattlagðar. Það kæmi öllu lág-
tekjufólki vel og jafnvel þeim sem eru
í neðri millistétt. Það myndi kallast
kaupmáttaraukning, sem jafnvel tæki
lífskjarasamningunum fram, en við
öryrkjar höfum verið algjörlega utan
garðs í þeim efnum enda er ríkið ein-
rátt þegar kemur að „samningum“
um kaup og kjör. Að lokum þetta:
Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál tel-
ur brýnt að halda alltaf á lofti grein-
um mannréttindasamninga um rétt
sérhvers manns til viðunandi lífs-
afkomu og sífellt batnandi lífsskil-
yrða, eins og segir réttilega í samn-
ingi Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólk. Það er verst að veruleik-
inn er allt annar og vonin er dauf. Í
mínum huga er því ójöfnuðurinn ekki
æskilegur. Það er löngu komið að ör-
yrkjum!
Réttur allra til viðunandi lífs-
afkomu og batnandi lífsskilyrða
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur »Hærri skattleysis-
mörk væru raunveru-
leg kaupmáttaraukning
fyrir öryrkja sem eru
utangarðs þegar kemur
að kjarasamningum enda
er ríkið þar einrátt.
Unnur H.
Jóhannsdóttir
Höfundur er kennari, blaðamaður
og öryrki.
uhj@simnet.is
Straumsvík – að slátra mjólkurkúnni
Ég held að ekkert
fyrirtæki á Íslandi,
fyrr né síðar, hafi verið
lagt í þvílíkt og annað
eins einelti og álverið í
Straumsvík og hefur
fyrirtækið þurft að
sæta miklum og hat-
römmum árásum alla
tíð. Misviturt fólk hef-
ur gargað og hrópað á
torgum um að loka eigi
fyrirtækinu nú þegar,
engu skeytandi um afleiðingar þess
fyrir starfsmenn fyrirtækisins, land
og þjóð. Nú þegar fyrirtækið á í
erfiðleikum er þetta fólk fljótt til að
hefja upp sinn gamla útslitna og út-
jaskaða söng; lokum, lokum, lokum
strax í dag.
Eins og Stefán E. Stefánsson
blaðamaður bendir á í Morgun-
blaðinu 19. febrúar síðastliðinn er
ómögulegt að átta sig á því hvort
það er léttúð eða barnaskapur sem
rekur þetta fólk áfram. Freistast
maður til þess að halda að um hvort
tveggja sé að ræða auk yfirgrips-
mikillar vanþekkingar á efnahags-
málum, gangverki efnahagsmála og
skilningsleysis á því hvaðan þeir
peningar koma sem greiða alla
okkar gríðarmiklu
samneyslu, svo sem
rekstur Landspítala,
umhverfisráðuneytis-
ins og Umhverfisstofn-
unar.
Smávegis tölfræði
Álverið skapar um
60 milljarða í gjald-
eyristekjur, þar af fara
23 milljarðar í greiðslu
launa og raforku. Hag-
fræðistofnun áætlar að
álverið skapi um 1.250
störf, bein og óbein,
þar af eru yfir 400 bein störf. Álver-
ið í Straumsvík er annar stærsti við-
skiptavinur Landsvirkjunar en 23%
af raforkusölu Landsvirkjunar fara
til álversins í Straumsvík. Álverið
hefur verið einn stærsti vinnustað-
urinn í Hafnarfirði svo árum skiptir.
Lokun álversins hefði því gríðarlega
mikil áhrif á bæjarsjóð og einnig
hafnarsjóð en Hafnarfjarðarhöfn á
og rekur höfnina í Straumsvík.
Upphafið
Það er trúlega löngu fallið í
gleymsku hjá flestum að bygging og
rekstur álversins í Straumsvík lagði
hornstein að því að Ísland hóf að
mjaka sér frá að vera fátækt, ein-
hæft og einangrað land er lýtur að
atvinnustarfsemi. Lagði fyrirtækið
grunninn að því að hafist var handa
við að rafvæða landið af alvöru og á
ekki síst sinn þátt í því að Lands-
virkjun varð til. Vegna þess hversu
landið var fátækt, einhæft og ein-
angrað gekk það ekki þrautalaust
fyrir sig að fá útlendinga til að íhuga
að fjárfesta hér. Það eru heil 70 ár
síðan hugmyndir um álver kviknuðu
hér á landi en það var þegar ráðu-
neyti Steingríms Steinþórssonar var
við völd. Síðan liðu heil 16 ár þangað
til að samningur um bygginu álvers
í Straumsvík var undirritaður við
Alusuisse 28. mars 1966.
Starfsmenn
Einar af mestu áhyggjum þeirra
sem ætluðu sér að reisa álverið í
Straumsvík á sínum tíma var að til
þess væri ekki nóg verkkunnátta í
landinu en íslenskt vinnuafl var
fljótt að slá á þessar áhyggjur
Alusuisse. Síðan bygging og rekstur
álversins hófst hefur afburða hópur
starfsmanna starfað hjá fyrirtækinu
eða fyrir fyrirtækið. Lífsafkomu
þessa fólks er nú stefnt í hættu.
Græðgisvæðing
Landsvirkjunar?
Lengstum var gott samkomulag
milli Landsvirkjunar og álversins í
Straumsvík um fyrirkomulag sölu
og kaupa á raforku. Báðir aðilar
skildu að það væri hagur beggja að
vel gengi hjá báðum. Svo virðist sem
að í kringum árið 2010 hafi þarna
orðið breyting á. Komin var til valda
í landinu „hrein vinstristjórn“ en
vinstrimenn, sumir hverjir allavega,
hafa alla tíð verið áberandi í and-
stöðu sinni við byggingu og rekstur
álversins og fundið því allt til for-
áttu. Nýr forstjóri var ráðinn til
Landsvirkjunar og nokkuð víst er að
dagskipun hafi komið til Landsvirkj-
unar frá ríkisstjórninni um að nú
skyldi brjóta upp raforkusamninga
stóriðjufyrirtækjanna og láta þá
finna til tevatnsins. Enginn velkist í
vafa um það að Landsvirkjun getur
hækkað sitt raforkuverð að vild og
þarf hvorki að spyrja kóng né prest
um það. En það hafa aldrei þótt
mikil búvísindi að slátra mjólkur-
kúnni.
Að sönnu er álverið skuldbundið
til að kaupa raforku af Landsvirkjun
fram til ársins 2036 og tekjustreymi
af samningnum því tryggt til 2036. Í
þessu sambandi vil ég taka undir
með Ágústi Bjarna Garðarssyni,
forseta bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar, þar sem hann sagði á Vísi
14. febrúar síðastliðinn „Lands-
virkjun er samfélagslega ábyrgt
fyrirtæki í eigu íslensku þjóðar-
innar.“
Að lokum
Fram hefur komið að engin úttekt
á samkeppnishæfni orkufreks iðn-
aðar hefur verið gerð af hálfu
stjórnvalda, ekki einu sinni þegar
þessi grundvallarbreyting raforku-
sölustefnunnar var gerð árið 2010.
Samkvæmt iðnaðarráðherra hafa
stjórnvöld ákveðið að láta gera
þessa úttekt og er það vel. Rétt er
þó í lokin að minna á að eins og
ríkisstjórn Íslands stóð fyrir því árið
2010 í gegnum Landsvirkjun að ger-
breyta raforkusamningum stóriðju
þá geta núverandi stjórnvöld haft
hönd í bagga við að laga eða leið-
rétta þá miklu misbresti sem urðu
við þá stefnubreytingu, ríkissjóður
er jú eini eigandi Landsvirkjunar.
Hægt er að taka undir orð bæj-
arstjórans í Hafnarfirði, Rósu Guð-
bjartsdóttur, sem sagði í Morgun-
blaðinu 13. febrúar síðastliðinn: „Nú
er boltinn hjá ríkinu, það er ljóst.“
Eftir Magnús
Magnússon » Það hafa aldrei þótt
mikil búvísindi að
slátra mjólkurkúnni.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og stjórnarmaður í hafnarstjórn
Hafnarfjarðarbæjar.
Magnús Ægir
Magnússon
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020
Lýðræði er enn
vinsælt orð þótt ann-
markar þess séu
lýðnum löngu ljósir
eða a.m.k. valds-
mönnum ljósir. Lýð-
ræði samfara sér-
eignarrétti á landi og
kapítali leiðir til
ósjálfbærrar þróunar
sem ógnar heildar-
hagsmunum sam-
félagsins og komandi
kynslóðum. Hin nýja fyrirmynd er
augljós; kínverska sameignar-
fyrirkomulagið þar sem landið og
auðlindir þess eru í sameign
þjóðarinnar. Í slíku skipulagi gera
stofnanir samfélagsins sig gildandi
með því að vinna náið með vald-
höfum að mótun almannavilja og
innleiðingu sjálfbærra heildar-
hagsmuna. Góð fyrirmynd öllum
samstarfsaðilum ríkisins í því efni
er Ríkisútvarpið, RÚV.
Eignarhaldi eða yfirráðum á
landi og auðlindum er að öllu jöfnu
best komið hjá ríkisvaldinu eða
tengdum stofnunum þess og sam-
starfsaðilum á sviði náttúruvernd-
ar og sjálfbærrar þróunar. Maður-
inn í kapítalískri græðgi sinni er
illu heilli líkastur aðskotadýri á
landinu sem ógnar vistfræðilegu
jafnvægi villtrar náttúru. Með
stofnun víðlendra verndarsvæða
og þjóðgarða getur ríkisvaldið
spornað gegn ósjálfbærri starf-
semi og náttúru- og loftslagsspill-
andi kjötframleiðslu. Þjóðgarðar
kalla á mikla sérfræðiþekkingu á
sjálfbærri þróun og eru því mikil
lyftistöng fyrir háskólamenntaða
sérfræðinga. Sveitarfélögum er
síður treystandi til að vera vernd-
arar hálendisins. Vegna hags-
munaárekstra er sveitafólk víst til
að hleypa bæði búfé og jeppalýð
upp á heiðar til að naga þar og
pústa út sóti.
Ýmsir hagsmunaðilar landbún-
aðar og áróðursmenn gegn lofts-
lagsvánni vaða nú á súðum í fjöl-
miðlum. Á málflutningi þeirra má
skilja að stjórnmálamenn hafi
brotið landbúnaðarráðuneytið í
mél og sópað brotunum undir
teppi í þremur mismunandi ráðu-
neytum og Búnaðarstofa hafi farið
líka leið. Álíta þeir að nú standi til
að veita hefðbundnum
íslenskum landbúnaði
náðarhöggið með
stofnun risaþjóðgarðs
á fjöllum. Góðir hálsar,
reynum að halda söns-
um og horfa fram á
veginn í stað þess að
rýna sífellt í baksýnis-
spegilinn. Sjálfbærrar
framtíðar vegna hefur
þótt nauðsynlegt að
stíga niður fæti gegn
þeim sterku stofn-
unum sem varið hafa
hagsmuni bænda og hefðbundins
íslensks landbúnaðar. Hefðbund-
inn landbúnaður, griparækt og
kjötframleiðsla fellur illa að nátt-
úruverndar- og loftslagssjónar-
miðum.
Menn skyldu hafa hugfast að
áróður hagsmunaaðila gegn sér-
fræðingum loftslagsvárinnar er
eins konar stríðsglæpur og glæpur
gegn mannkyninu og jörðinni eins
og Andri Snær, spámaðurinn rétt-
láti, benti á í Fréttablaðinu 5.
október sl. Mér finnst Andri Snær
síður en svo taka of djúpt í árinni
og þessi ummæli jaðra ekki einu
sinni við ofstæki. Það er til siðs að
taka þá sem fremja glæpi gegn
mannkyni af lífi en mér þykir
bannfæring og útskúfun nútíma-
legri.
Sjálfbæra sameign-
arfyrirkomulagið
Eftir Guðjón Braga
Benediktsson
Guðjón B.
Benediktsson
»Hin nýja fyrirmynd
er augljós; kín-
verska sameignarfyrir-
komulagið þar sem
landið og auðlindir þess
eru í sameign þjóðar-
innar.
Höfundur er hagfræðingur.
gbb7@hi.is
Viðskipti