Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sóttvarnalæknir ræður fólki frá
ónauðsynlegum ferðum til fjögurra
héraða á norðanverðri Ítalíu vegna
hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar
COVID-19 þar. Verið er að huga að
því hvort þörf er á að vara fólk við
ferðum til fleiri landa þar sem veik-
in grasserar. Hins vegar er ekki tal-
in þörf á að ráðleggja fólki að
ferðast ekki á skíðasvæði Norður-
Ítalíu.
„Dagurinn hefur farið í það að
reyna að átta sig á stöðunni á Ítalíu
og hvernig eigi að taka á málum
vegna hennar. Önnur lönd í Evrópu
eru í sömu stöðu,“ segir Guðrún
Sigmundsdóttir,
yfirlæknir á sótt-
varnasviði land-
læknisembættis-
ins. Sóttvarna-
stofnun Evrópu
gefur út áhættu-
mat og tilmæli
varðandi kórónu-
veiruna og er Ís-
land samstíga
Evrópusambands-
ríkjum í aðgerðum.
Fari í sóttkví
Tilfellum í löndum utan Kína hef-
ur fjölgað síðustu daga. Einkum er
litið til örrar útbreiðslu á Ítalíu.
Samkvæmt áhættumati Sóttvarna-
stofnunar Evrópu aukast líkur á að
tilfelli komi til Evrópska efnahags-
svæðisins og þar með Íslands frá
öðrum löndum en Kína.
Sóttvarnalæknir var í gær að
uppfæra ráðleggingar til ferðafólks
á vef landlæknis. Þær fela í sér að
mælt er með því að ferðamenn sem
koma frá þeim sveitarfélögum á
Ítalíu þar sem sýkingar hafa greinst
fari í sóttkví í 14 daga. Ef þeir fá
einkenni ættu þeir að hafa samband
við lækni í síma 1700 og greina frá
ferðasögu. Í gær höfðu sýkingar
greinst í Langbarðalandi, Venetó,
Emilía-Rómanja og Píemonte. Sótt-
varnalæknir ráðleggur fólki frá
ónauðsynlegum ferðum til þessara
héraða, með sama hætti og Kína.
Verið er að huga að sams konar
ráðleggingum vegna ferðalaga til
nokkurra annarra landa, en Guðrún
segir að mest mæði á varðandi Ítal-
íu vegna nálægðar við okkur og
mikilla samskipta. Hugað verði að
öðrum löndum í framhaldinu.
Margir eru að fara í skíðaferðir
til Norður-Ítalíu um þessar mundir
og mikið er því spurt um stöðuna
þar. Sóttvarnalæknir mælir ekki
gegn ferðum þangað enda segir
Guðrún að engar sýkingar hafi
greinst í Suður-Týról eða Ölpunum.
Ekki með veiruna
Guðrún segir að staðan breytist
ört og ráðleggingar geti því breyst.
Ferðaskrifstofur hér á landi fylgjast
vel með stöðu mála á Norður-Ítalíu
en samkvæmt frétt mbl.is í gær
hafa ferðir ekki verið felldar niður
enn sem komið er.
Íslenska fjölskyldan sem flutt var
heim frá borginni Wuhan í Kína sl.
föstudag er ekki smituð af kórónu-
veirunni, samkvæmt upplýsingum
almannavarnadeildar ríkislögreglu-
stjóra.
Spurð að því hvort fólk sem feng-
ið hefur COVID-19 veiruna en náð
bata sé hætt að smita segir Guðrún
að þær ráðleggingar hafi verið gefn-
ar í upphafi faraldursins að gera
mætti ráð fyrir því að fólk gæti
smitað aðra í 10 daga eftir að það
yrði einkennalaust. Þær geti breyst
með betri upplýsingum um veiruna.
Enn óhætt að fara í ítölsku Alpana
Ör útbreiðsla kórónuveirunnar á Norður-Ítalíu veldur áhyggjum hér Sóttvarnalæknir ræður fólki
frá því að fara í fjögur sveitarfélög og að fólk sem þaðan kemur fari í sóttkví Hugað að öðrum löndum
Guðrún
Sigmundsdóttir
„Maður verður að halda í gamlar hefðir,“ segir Fjóla Emils-
dóttir. Hún heldur á hverju ári veislu fyrir fjölskyldu sína á
sprengidaginn og var í gær að undirbúa sig með því að kaupa
saltkjöt og baunir í Nóatúni. Hún tekur fram að dætur hennar
og tengdasynir séu ekki mikið fyrir saltkjöt en finnist gott að
smakka af þessu tilefni og barnabörnin borði eins og fuglar.
Hún kaupi því ekki mikið kjöt. Það þurfi einnig að vera mag-
urt því fólkið hennar tali um fituna sem kransæðakítti. Henni
og manni hennar finnist þó gott að hafa kjötið miðlungsfeitt.
Morgunblaðið/Eggert
Vill halda í gamlar hefðir á sprengidaginn
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Land hefur risið um 2-3 sentímetra
við Kröflu síðustu 18 mánuði.
Freysteinn Sigmundsson, jarð-
eðlisfræðingur hjá Jarðvísinda-
stofnun Háskóla Íslands, segir að
líkleg skýring sé örlítið kvikuinn-
streymi. Vöktun hafi verið aukin á
svæðinu og Almannavörnum verið
gert viðvart. Samanborið við
Reykjanesið, þar sem land reis um
nálægt fimm sentímetrum á
skömmum tíma, séu þetta litlar
breytingar sem hafi orðið við
Kröflu.
Spurður hvort landrisið hafi auk-
ið líkur á eldgosi á svæðinu segir
Freysteinn að svo þurfi ekki að
vera. „Kvikuhreyfingar geta verið
með margvíslegum hætti og marg-
slungnar og mest af kvikuhreyf-
ingum neðan jarðar endar án þess
að til eldgoss komi. Þetta er með
minnstu hreyfingum sem við höf-
um getað greint, en það var mögu-
legt vegna þess að vöktun er mjög
mikil á svæðinu,“ segir Freysteinn.
Jarðvísindastofnun Háskólans,
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR)
og Landsvirkjun hafa fylgst náið
með framvindunni, en Lands-
virkjun er nýtingaraðili á svæðinu
og fylgist því sérstaklega með
þróuninni, að sögn Freysteins.
Eftir Kröfluelda 1975-1984 hélt
land áfram að rísa á svæðinu fram
til 1989 þegar það stóð hæst. Þá
hóf land að síga þar til fyrir hálfu
öðru ári. Landrisið var bæði greint
með gervihnattamælingum og
landmælingum með tækjum á föst-
um stöðvum. Sömu aðferðum hefur
verið beitt við mælingar á Reykja-
nesskaganum undanfarið.
Land hefur risið við Kröflu
Kvikuinnstreymi líklegt Vöktun aukin og vel fylgst með
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kröfluvirkjun Vöktun hefur verið
aukin á svæðinu síðustu mánuði.