Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 Andríki skrifar um bílinn og af-látsbréfin og bendir á að bíla- flotinn losi aðeins um 6% af heildar- losun Íslend- inga af kol- tvísýringi. Vegna þessarar losunar hafi stjórnvöld ráð- ist í mikla neyslustýringu á bílum og elds- neyti, ýtt fólki frá bensínbílum yfir í „dýrari og meira sótmengandi Dieselbíla“.    Þá er minnt á að „[m]illjarðarkróna streyma svo úr landi á hverju ári til framleiðenda pálma- olíu og annars lífeldsneytis. Flest eru þessi uppátæki að forskrift ESB. Þó má öllum vera ljóst að þessi losun frá bílum mun smám saman hverfa með þeirri þróun sem á sér stað í bílaframleiðslu“.    Enn segir Andríki: „Á sama tímaog stjórnvöld hundelta bíleig- endur vegna losunar selja þau úr landi upprunaábyrgðir á raforku. Það er einnig gert samkvæmt reglu- verki ESB. Sambandið hefur ákveð- ið að hægt sé að falsa uppruna orku gegn greiðslu. Við furðu lostnum raforkukaupendum hér á landi blasa þær staðhæfingar á rafmagnsreikn- ingum að stór hluti raforkunnar sé framleiddur með bruna olíu, kola og gass. Það hafi í för með sér tiltekna losun CO2 á hverja kWh sem hér er framleidd. Að ógleymdum vænum skammti af kjarnorkuúrgangi.“    Þannig séu stjórnvöld í „dýrriherferð gegn bíleigendum sem losa 1 milljón tonna á ári“ um leið og þau klíni „árlega á Íslendinga 9 milljóna tonna útblæstri frá ESB með sölu upprunavottorða. Af þess- um aðgerðum til samans tapar Ís- land svo milljörðum króna á ári í er- lendri mynt. Mengunin heim, milljarðar út“. „Mengunin heim, milljarðar út“ STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þann 1. mars næstkomandi verða teknar í notkun tvær hraðamyndavélar á hringveginum, við bæinn Tún í Flóa austan Selfoss. Um er að ræða staf- ræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraða- brot eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða. Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggis- áætlun stjórnvalda og er tilgangurinn sá að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðar- slysum. Umferðaröryggisáætlun er hluti sam- gönguáætlunar, segir í frétt á vef Vegagerðar- innar. Samgönguráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Samgöngustofa og Vegagerðin vinna að uppsetn- ingu hraðamyndavélanna. Hraðamyndavélar af nýrri kynslóð voru teknar í notkun í fyrra. Í stað þess að mæla hraða bifreiða á ákveðnum tímapunkti, svokallaðan punkthraða, líkt og hefðbundnar hraðamyndavélar, reikna þær út meðalhraða á tiltekinni vegalengd. Þannig er hægt að finna meðalhraða ökumanns á vegarkafl- anum auk þess sem þetta kemur í veg fyrir að fólk geti hægt á sér rétt áður en það kemur að mynda- vél og sloppið við sekt. sisi@mbl.is Hraðabrot send strax til lögreglu  Hraðamyndavélar settar upp austan Selfoss Morgunblaðið/Jakob Fannar Hraðinn mældur Nokkrar myndavélar eru við vegi landsins. Flestar þeirra mæla punktahraða. Prentsögusetur var formlega opnað á Laugavegi 29b, bakhúsi Brynju, síðastliðinn föstudag, fimm árum eftir að samnefnt félag var stofnað. Félagið Prentsögusetur var eink- um stofnað í þeim tilgangi „að stuðla að söfnun, skráningu og varðveislu minja sem tengjast prentsmiðjurekstri á Íslandi frá upphafi, með megináherslu á þróun tækjabúnaðar, efnisnotkunar og vinnubragða“ eins og stendur í markmiðalýsingu. Heimir Br. Jóhannsson, for- maður Prentsöguseturs og forstöðumaður safnsins, rak áður Bókamiðstöðina í Brynjuportinu svonefnda á Laugavegi 29b. Þar er Prentsögusetrið eða Gamla prentsmiðjan, eins og aðstand- endur félagsins kalla staðinn, en stefnt er að því að prentsögusetur verði opnað almenningi í aflögðu fjósi og hlöðu á Skálholtsstað eftir um 18 mánuði. steinthor@mbl.is Prentsögusetur form- lega opnað í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Prentsögusetur Heimir Br. Jóhannsson, forstöðumaður safnsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.