Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020
ALLT Í FERMINGAR-
VEISLUNA
Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á ALLTIKOKU.IS
Frábært úrval af
fermingarstyttum
sykurskreytingum
servíettum – löberum
Sjón er sögu ríkari, kíktu við !
Yfir 12.000 vörunúmer
Skipulagsstofnun er að hefja kynn-
ingu á frummatsskýrslu um mat á
umhverfisáhrifum vegna breikkunar
Vesturlandsvegar á 9 kílómetra kafla
á Kjalarnesi, milli Varmhóla og vega-
móta Hvalfjarðarvegar.
Verkfræðistofan Efla vann skýrsl-
una fyrir Vegagerðina og var henni
skilað inn til Skipulagsstofnunar 21.
janúar sl. Efla vinnur einnig að frum-
hönnun vegarins ásamt Vegagerð-
inni.
Vegagerðin hefur boðað til opins
húss í Klébergsskóla á Kjalarnesi
fimmtudaginn 27. febrúar milli kl. 16
og 18, þar sem frummatsskýrslan
verður kynnt. Gefst gestum tækifæri
til að spyrja út í hana og væntanlegar
framkvæmdir. Fulltrúar Vegagerðar-
innar verða á staðnum. Boðið verður
upp á kaffiveitingar
Tilgangur frummatsskýrslu er að
leggja mat á umhverfisáhrif fyrirhug-
aðrar framkvæmdar og að veita al-
menningi, umsagnaraðilum og öðrum
hagsmunaaðilum tækifæri til að
mynda sér skoðun á efnistökum um-
hverfismatsins og koma athugasemd-
um á framfæri.
Skýrslan er aðgengileg á vef Skipu-
lagsstofnunar, www.skipulag.is, frá
og með 24. febrúar. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 7. apríl 2020 til Skipulags-
stofnunar eða með tölvupósti.
Að loknum kynningartíma verða
svör við athugasemdum sett inn í
frummatsskýrslu. Skipulagsstofnun
hefur síðan sex vikur til að ganga frá
álitsgerð.
Um leið og Skipulagsstofnun lýkur
matsferlinu mun Vegagerðin sækja
um framkvæmdaleyfi. Ætti það að
fást í júní/júlí ef allt gengur að óskum.
sisi@mbl.is
Kynna breikkun
Vesturlandsvegar
Vegagerðin heldur fund á Kjalarnesi
Morgunblaðið/Ómar
Breikkun fyrirhuguð Umferð á
Vesturlandsvegi og út úr bænum.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tvö uppbyggingarsvæði í Reykjavík
verða hluti af alþjóðlegri hugmynda-
samkeppni, „Reinventing Cities“, en
það eru grænar þróunarlóðir í Gufu-
nesi og við Sævarhöfða. Reykjavík
tilheyrir hópi svokallaðra C40-borga
um heim allan, sem leggja áherslu á
bætta lýðheilsu og sjálfbærni.
Þróunarlóðin við Sævarhöfða er
nærri 3 þúsund fermetrar. Þarna eru
45 metra há mannvirki, sements-
turnar, og athygli vekur að í
keppnislýsingu eru þeir sagðir geta
verið þarna áfram en í nýju hlutverki
í Bryggjuhverfi vestur. Einnig var á
lóðinni athafnasvæði Björgunar um
árabil, þar sem sjávarefni var dælt á
land, það unnið og geymt. Björgun
hætti starfsemi þarna í fyrra.
Það var Sementsverksmiðja rík-
isins sem reisti sementsturnana tvo
við Sævarhöfða árið 1967. Þetta var
mikil framkvæmd og voru tankarnir
steyptir með skriðmótum. Sement
var flutt með skipum frá Akranesi og
því dælt upp í tankana. Sementinu
var síðan dreift á höfuðborgar-
svæðinu með sérútbúnum bílum.
Notkun tankanna var hætt
Þessi starfsemi lagðist síðan af
og hafa tankarnir ekki verið í notkun
lengi. Tankarnir eru nú í eigu
borgarinnar, sem vill að þeir fái nýtt
hlutverk. Nefnd hefur verið veit-
ingastarfsemi í þessu sambandi.
Árið 2017 var framkvæmd viðhorfs-
könnun meðal íbúa Bryggjuhverfis
og vildi mikill meirihluti þeirra, 83%,
láta rífa tankana.
Þróunarsvæðið í Gufunesi, sem
er hluti af samkeppninni, er nærri 5
þúsund fermetrar. Er áréttað í
keppnislýsingu að svæðið í heild
verði segull skapandi lista og að á
keppnissvæðinu sjálfu, sem er við
ströndina, séu mikil tækifæri fyrir
heilsutengda starfsemi. Áburðar-
verksmiðja ríkisins var starfandi í
Gufunesi árin 1954 til 2001.
Kynningarfundur um verkefnið
verður haldinn mánudaginn 2. mars
kl. 10:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur og í
framhaldi verður farin vettvangs-
ferð á svæðin tvö með leiðsögn.
Erlendir hönnuðir hafa þegar boðað
komu sína ásamt íslenskum koll-
egum, segir í frétt á heimasíðu
Reykjavíkurborgar. Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri býður til
fundarins.
Samkeppni undir merkjum C40
hefur áður verið haldin, þ.e. árið
2017. Þá voru lóðirnar þrjár, við
Frakkastíg/Skúlagötu, á Ártúns-
höfða og við Lágmúla 2/Suðurlands-
braut.
Sementstankarnir
fái nýtt hlutverk
Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
Sævarhöfði Sementstankarnir setja mikinn svip á svæðið sem til stendur
að skipuleggja í alþjóðlegri samkeppni. Svæðið verði segull skapandi lista.
Halda alþjóðlega hugmyndasam-
keppni grænna borga Mikil tækifæri
Skipulagsstofnun hefur tekið þá
ákvörðun að fyrirhugað hótel og
íbúðauppbygging í landi Svínhóla í
Össurárdal í Lóni, sem er skammt
norðan við Höfn í Hornafirði, sé
ekki líkleg til að hafa í för með sér
umtalsverð umhverfisáhrif og skuli
því ekki háð mati á umhverfisáhrif-
um. Fram kemur þó í niðurstöðu
Skipulagsstofnunar að starfsemin
muni hafa ýmis áhrif og telur hún
rétt að binda leyfisveitingar ýmsum
skilyrðum sem fjallað er um í
greinargerð.
Það er Alfaland Hotel ehf. sem
stendur að verkefninu, en eins og
fram hefur komið hafa Jakob Frí-
mann Magnússon, tónlistar- og at-
hafnamaður, og Áslaug Magnús-
dóttir, athafnakona í New York,
kynnt þessi áform um uppbyggingu
á heilsutengdri ferðaþjónustu að
undanförnu.
Í greinargerð er uppbyggingar-
áformunum lýst. Til stendur að
reisa blöndu af íbúðum og hótelher-
bergjum í landi Svínhóla og ráðgert
er að reisa heilsulind á svæðinu.
Hótelið geti hýst allt að 203 gesti í
aðalbyggingu og stökum smáhýsum
en á svæðinu verði einnig 20 ein-
býlishús. Hefur verið samið við
hótelkeðjuna Six Senses Hotels Re-
sorts Spas um rekstur á hótelinu.
„Um er að ræða umfangsmikla
uppbyggingu fyrir ferðamenn.
Meðal annars er gert ráð fyrir
hótelbyggingu með um 70 her-
bergjum auk 15 smáhýsa og 20 ein-
býlishúsa. Þá er gert ráð fyrir
starfsmannaaðstöðu og um 4.500 m2
af bílastæðum. Samanlagt bygg-
ingarmagn verður um 20.000 m2.
Gert er ráð fyrir að á svæðinu
dvelji 203 gestir og allt að 160
starfsmenn. Gert er ráð fyrir að
rask vegna lagna verði á bilinu
9.000–12.000 m2. Framkvæmdar-
aðili mun nýta svarðlag og stað-
argróður eins og hægt er til að lág-
marka áhrif á líffræðilega fjöl-
breytni og ásýnd svæðis,“ segir í
greinargerð Skipulagsstofnunar.
Í nágrenni við verndarsvæði
Í umfjöllun stofnunarinnar segir
að um sé að ræða nokkuð umfangs-
mikla framkvæmd sem jafnframt
sé staðsett í næsta nágrenni við
verndarsvæði. Gera megi ráð fyrir
að uppbyggingin og fyrirhuguð
starfsemi muni auka álag á nær-
liggjandi vistkerfi, þ.e. verndar-
svæðið Lónsfjörð. ,,Annars vegar
er um að ræða möguleg áhrif á líf-
ríki Lónsfjarðar vegna fráveitu frá
starfseminni og hins vegar mögu-
leg áhrif á það fuglalíf sem sækir í
lónið vegna aukinnar umferðar
fólks um verndarsvæðið. Með hlið-
sjón af boðuðum mótvægis-
aðgerðum telur Skipulagsstofnun
þó ólíklegt að fyrirhuguð fram-
kvæmd komi til með að hafa áhrif á
verndargildi Lónsfjarðar.“ Vegna
athugasemda tóku áform fram-
kvæmdaraðila breytingum á meðan
málsmeðferð stóð yfir til að koma
til móts við þær með mótvægis-
aðgerðum. Verður fráveita sjálf-
rennandi og skólpi safnað frá bygg-
ingum innan hótelsvæðisins og leitt
í skólphreinsistöð sem verður með
þriggja þrepa hreinsun. Byggja á
upp lágreistan varnargarð meðfram
Össurá.
Grænt ljós á hótel fyrir
203 gesti og 20 einbýlishús
Bygging hótels í Lóni ekki háð mati á umhverfisáhrifum
Starfsmenn allt að 160 Heilsutengd ferðaþjónusta
Höfn
Djúpi-
vogur
Össurárdalur
í Lóni
Álftafjörður
Lónsvík
Össurárdalur
Svínhólar Til stendur að reisa blöndu af íbúðum og hótelherbergjum í Lóni. Heilsulind verður á svæðinu.