Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 Alhliða bókhaldsþjónusta Eignaskiptayfirlýsingar Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S: 896 4040 Fjárhagsbókhald Afstemmingar Viðskiptamannabókhald Launavinnslur Virðisaukaskattur Reikningagerð Skattframtöl Ársreikningar Fjármálastjórn Áætlanagerð Eignaskiptayfirlýsingar Skráningartöflur Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO varaði við því í gær að ríki heims yrðu að búa sig undir „mögulegan al- heimsfaraldur“ vegna kórónuveir- unnar. Tedros Adhanom Ghebre- yesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði það einkum vera áhyggjuefni hversu mjög tilfellum veirunnar hefði fjölgað á skömmum tíma á Ítal- íu, Íran og Suður-Kóreu, en öll ríkin tilkynntu í gær um andlát af völdum faraldursins. Þá bættust Afganistan, Barein, Írak, Kúveit og Óman í gær í hóp þeirra ríkja þar sem veirunnar hefur orðið vart. Þá var tilkynnt að 150 til viðbótar hefðu látist í Kína, þar sem farald- urinn kom fyrst upp, og hafa nú nærri 2.600 manns látið lífið vegna kórónuveirunnar þar. Kínversk stjórnvöld segja að þau hafi náð að halda aftur af veirunni með um- fangsmiklum sóttvarnaraðgerðum þar sem faraldurinn hefur látið á sér kræla. Saka Íran um yfirhylmingu Fjögur dauðsföll voru tilkynnt í Íran í gær og hafa því tólf látist þar í heildina. Er það mesti fjöldi dauðs- falla af völdum veirunnar utan Kína. Grunsemdir hafa þó vaknað um að ástandið í landinu sé enn verra en stjórnvöld þar hafa viðurkennt, en greint var frá því í írönskum fjölmiðli að þingmaður frá borginni Qom hefði sagt að minnsta kosti 50 manns látna þar. Stjórnvöld í Íran hafa hafnað ásökunum þingmannsins en hétu því um leið að þau myndu vera „gagnsæ“ þegar kæmi að upplýs- ingagjöf um kórónuveiruna. Hins vegar hefur verið bent á að einungis 64 tilfelli hafi verið tilkynnt af írönskum stjórnvöldum, sem myndi þýða mun hærri dánartíðni en sést hefur til þessa í Kína. „Rautt“ neyðarástand Tveir létust af völdum veirunnar í gær í Suður-Kóreu, og hafa nú átta manns látist í faraldrinum þar í landi. Moon Jae-in, forseti Suður- Kóreu, lýsti yfir „rauðu neyðar- ástandi“ vegna faraldursins, en meira en 830 manns hafa nú smitast af kórónuveirunni í landinu. Er það mesti fjöldi staðfestra til- fella utan Kína, en stór hluti þeirra er rakinn til faraldurs í kristnum sértrúarsöfnuði í borginni Daegu. Þar búa 2,5 milljón manns, og hefur þeim verið gert að halda sig innan- dyra vegna faraldursins. Þá hafa stjórnvöld í Hong Kong og Mongólíu tilkynnt að þau muni ekki hleypa ferðalöngum frá Suður-Kóreu til landsins. Íhuga frekari einangrun Fimm hafa nú látist á Ítalíu, þar af fjórir í Langbarðalandi og einn í Venetó-héraði. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á héruðin tvö, en þau eru meðal helstu framleiðslusvæða landsins. Nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var frestað um helgina vegna faraldurs- ins, og þá hafði hann einnig áhrif á tískuvikuna í Mílanó. Rúmlega 50.000 manns hafa verið settir í sóttkví í norðurhluta Ítalíu og hefur lögreglan sett upp vegartálma til þess að tryggja að sóttkvíin haldi. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sagði að einangrunin gæti staðið yfir í nokkrar vikur. Slæm áhrif á efnahagslífið Áhrif kórónuveirunnar hafa einnig náð til efnahagsins, en hlutabréfa- markaðir í Evrópu féllu um meira en 3% vegna ótta um að faraldurinn gæti haft gríðarlega slæm áhrif á efnahaginn. Mest voru áhrifin á Ítal- íu, þar sem vísitalan féll um 5,4% þegar markaði var lokað í Mílanó, og FTSE-vísitalan í Lundúnum féll um 3,3%. Bandaríkjastjórn tilkynnti um helgina að ástandið í Kína myndi hafa neikvæð áhrif á efnahaginn, og féll Dow Jones-vísitalan um 2,8% við opnun markaða í Wall Street. Vara við alheimsfaraldri  Tilfellum kórónuveirunnar fjölgar í Evrópu, Asíu og Mið-Austurlöndum  Ný dauðsföll í Íran, Suður-Kóreu og Ítalíu  Markaðir taka byltu vegna faraldursins Langbarðaland Veneto- hérað FRAKKL. SVISS Í TAL ÍA Mílanó Feneyjar Miðjarðarhaf maps4news.com/©HERE +190 tilfelli +50.000 manns í sóttkví Aðgerðir á Ítalíu vegna kórónuveiru Heimildir: Heilbrigðisráðuneyti Ítalíu Vo’ Euganeo Lodi Lodi AUSTURRÍKI Adría- haf 50 km 4 dauðsföll 3 á Langbarðalandi 1 í Venetohéraði Casalpusterlengo Maleo Fombio Somaglia Codogno miðja faraldurs Castiglione d’Adda Bertonico San Fiorano Plaisance CastelgerundoTerranova dei Passerini 5 km í sóttkví AFP Sóttkví Þessir hermenn gættu vegartálma við þorpið Vo Vecchio í gær, en það er innan einangrunarsvæðis á norðurhluta Ítalíu vegna faraldursins. Fjöldi manns, bæði börn og full- orðnir, slasaðist í þorpinu Volk- marsen í Þýskalandi þegar bíl var ekið á fullri ferð inn í skrúðgöngu. Ökumaðurinn var handtekinn á staðnum en lögreglan sagði of snemmt að segja hvort hann hefði keyrt viljandi inn í mannfjöldann. Árásin átti sér stað á „rósadag“, en þá er hefð í Þýskalandi að börn og fullorðnir klæði sig í grímubúninga og taki þátt í alls kyns hátíðahöldum sem hluti af kjötkveðjufagnaði fyrir páskana. Samkvæmt lögreglunni í sambandsríkinu Hesse hefur öllum frekari skrúðgöngum þar verið frestað í varúðarskyni. Bíl ekið inn í mannþröng Rannsókn Lögreglumenn fara yfir aðstæður þar sem bíllinn ók um. AFP Thomas Thab- ane, forsætisráð- herra Lesótó, mætti fyrir rétt í gær, grunaður um aðild að morði eiginkonu sinnar. Gert var ráð fyrir að lesin yrði upp formleg ákæra á hendur honum þess efn- is, en þess í stað var máli Thabane skotið til hæstaréttar landsins, sem þarf að skera úr um það hvort for- sætisráðherrann njóti friðhelgi í morðmálum. Stjórnarandstaðan í Lesótó lagði fram vantrauststillögu á hendur Thabane á föstudag. Verði hún samþykkt gæti Thabane rofið þing og efnt til kosninga. Máli Thabane skotið til hæstaréttar Thomas Thabane LESÓTÓ ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.