Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020
Elsku amma.
Nú ertu farin að-
eins 3 vikum á eftir
honum Nonna mín-
um. Þótt sorgin sé sár og sökn-
uðurinn eftir ykkur báðum svo
erfiður veit ég að þú ert hjá hon-
um og hann er öruggur í faðmi
þínum. Það fyllir hjarta mitt ró.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir að hafa fengið að hafa þig
svona lengi hjá mér. Þakklát
fyrir þau forréttindi að fá að búa
Anna
Tyrfingsdóttir
✝ Anna Tyrfings-dóttir fæddist
28. nóvember 1928.
Hún lést 12. febr-
úar 2020.
Anna var jarð-
sungin 24. febrúar
2020.
hjá ykkur afa í
Hólastekknum með
eldri börnin mín
tvö. Við foreldrarn-
ir bara unglingar að
eignast okkar
fyrsta heimili í
öruggu skjóli ykkar
afa. Það er ómetan-
legt. Ég sakna þín,
elsku fallega amma
mín og vinkona.
Hönd þín svo ótrú-
lega mjúk og faðmurinn svo
hlýr, stoltið svo mikið og ástin
svo skilyrðislaus. Takk, amma,
fyrir að vera fyrirmynd mín í líf-
inu.
Þín vegna er ég sterk, traust,
ástrík og góð mamma og get allt
sem ég ætla mér.
Ég mun aldrei gleyma þinum
síðustu orðum til mín þegar þú
horfðir á mig þinum ástríku aug-
um og fannst svo innilega til
með mér: „Elsku hjartans stelp-
an mín, þú ert svo sterk, hann
Nonni þinn vakir yfir ykkur.“
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Ég elska þig, amma mín, og
knúsaðu afa og Nonna minn frá
mér og krökkunum.
Þín
Unnur Björk.
Skein yfir landi sól á sumarvegi,
og silfurbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd
hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar
í himinblámans fagurtærri lind.
(Jónas Hallgrímsson)
Eyjafjallatindur hefur alltaf
verið fagur, en aldrei fegurri en í
augum litlu vinkvennanna sem
búa í Landeyjum. Litlu skott-
urnar voru sammála Jónasi
Hallgrímssyni og reyndu ekki að
bæta um betur, þess gerðist
ekki þörf. Vinkonurnar höfðu
gaman af ljóðum og lærðu þau
fljótt.
Blessuð góða vinkona mín í 90
ár, Anna Tyrfingsdóttir, er
gengin á fund skapara síns og
ástvina sem farnir eru á undan.
Guð blessi allt það sómafólk.
Anna mín var hvíldinni fegin,
var búin að þjást svo lengi í baki.
Hún hlakkaði til endurfunda við
ástina sína og lífsförunaut, Ing-
ólf Björgvinsson. Í hugskoti
mínu birtist sú sýn sem minn-
ingar geyma.
Til stóð að unga fólkið á bæj-
unum fengi að fara á ball í Njáls-
búð. Allir voru prúðbúnir og
með góða hesta til reiðar. Mér
varð litið á Önnu mína þar sem
hún var með stjörnur í augunum
við hlið Ingólfs frá Bólstað. Þau
þóttu ákaflega glæsileg og döns-
uðu auðvitað saman allt ballið.
Þau voru svo ástfangin. Allir
glöddust og dáðust að fegurð
þeirra og hamingju. Gott er að
fá að dvelja við þessa minningu.
Stundum fórum við krakkarnir á
önnur samkomuhús, hér og þar.
Til dæmis í Þingborg. Alltaf var
gaman. Fórum við ríðandi og
höfðum alltaf góða hesta.
Æskuheimili okkar Önnu lágu
saman og einungis lág girðing
og lítill bæjarlækur á milli. Svo
það þurfti ekki annað en að
brýna raustina og kalla „Anna,
komdu út að læk“. Og það sama
gerði Anna. Svo var skrafað,
sagðar sögur og leyndarmál.
Þetta þóttu stelpuskottunum
ekki leiðinlegt.
Jörðin Þúfa liggur nærri
Tungubæjunum. Bjuggu þar
systur á okkar aldri og urðu þær
góðar vinkonur okkar. Foreldrar
okkar allra ræktuðu greiðvikni,
hjálpsemi og vináttu sín á milli
alla tíð.
Anna og Ingólfur stofnuðu
heimili í Reykjavík. Einnig ég og
Marteinn minn. Á þeim tíma
vildu allir fara úr bæ í borg. Við
Anna vorum ótrúlega samstiga í
barneignum, eignuðumst fjórar
dætur hvor, allar á svipuðum
aldri. En Anna og Ingólfur
bættu um betur með komu
Björgvins Njáls.
Á fyrstu árum okkar í borg-
inni var mikil kreppa og
skömmtun á öllum sköpuðum
hlutum. Stundum þurftum við að
leita að aurum í skúffum og
skotum og vonast eftir að finna
smá aur til að kaupa í soðið. En
nóg var af ást og hlýju. Við rifj-
uðum þetta stundum upp þegar
við áttum allt til alls.
Við vinkonur og makar okkar
brugðum okkur stundum á dans-
leik. Gjarnan bundið við átthag-
ana. Alltaf var gaman hjá okkur.
Enda áttum við skemmtilegustu
og flottustu eiginmennina.
Kæru ættingjar Önnu og Ing-
ólfs, við biðjum ykkur guðs
blessunar.
Sigríður Ársælsdóttir og
Ragnheiður, Ingibjörg og
María Marteinsdætur.
✝ Ester Ósk Lilj-an Óskarsdótt-
ir fæddist á Land-
spítalanum í
Reykjavík 21.
febrúar 1982. Hún
lést 14. febrúar
2020.
Foreldrar henn-
ar eru Svanborg
Liljan Eyþórs-
dóttir, f. 14. nóv-
ember 1954, og
Óskar Aðalsteinsson, f. 25.
nóvember 1960.
Systkini hennar eru Ólafur
Eyberg, f. 6. febrúar 1975,
Jónas Páll, f. 5. apríl 1978, og
Vilborg Helga Liljan, f. 28.
júní 1987.
Ester Ósk Liljan lætur eftir
sig einn son, Arn-
ar Óla Þórarins-
son, f. 16. ágúst
2005. Sambýlis-
maður hennar var
Sigurður Þór Mýr-
dal Gunnarsson, f.
12. júlí 1966.
Ester Ósk ólst
upp á Akranesi og
bjó þar mestalla
ævi. Hún vann ým-
is störf í gegnum
tíðina.
Ester Ósk Liljan lenti í slysi
13. febrúar og lést hún í faðmi
fjölskyldunnar á gjörgæslu-
deild Landspítalans.
Útförin fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 25. febrúar
2020, klukkan 13.
Ólýsanlegur harmur er nú
kveðinn að fjölskyldu þinni,
elsku Ester mín. Eftir hörmu-
legt slys ert þú tekin frá okkur
langt um aldur fram og það er
svo ofboðslega sárt. Þú varst
svo falleg og góð manneskja.
Fjölskylda þín var búin að
ganga í gegnum svo mikinn
missi ástvina á undanförnum
fáum árum að ég hélt að það
væri ekki hægt að leggja meira
á ykkur.
Ég hélt í vonina að þú kæmir
til baka en þetta var svo alvar-
legt að ekkert var hægt að gera
fyrir þig. Ég er svo þakklátur að
hafa kynnst þér, elsku Ester.
Þú gafst aldraðri móðir minni
svo fallegt hlýlegt grænt ullar-
sjal sem hún tók ástfóstri við.
Mamma kvaddi þessa jarðvist
nokkrum klukkustundum á eftir
þér. Þið munuð fylgjast að inn í
ljósið.
Þú bauðst mér í Þjóðleikhúsið
á Meistarann og Margarítu. Þú
varst búin að lesa bókina oft. Þú
varst svo ánægð með leikhús-
ferðina. Við áformuðum að halda
upp á afmælið þitt 21. febrúar
með ferð í Bláa Lónið og fara út
að borða. Þú vildir stundum
halda afmælið í viku.
Áhugamál þín voru að taka
ljósmyndir, prjóna, teikna, su-
doku og að ráða krossgátur. Þú
hafðir mikinn áhuga á húðflúri.
Gerðir mikið grín að mér og
kallaðir mig flúra. Ég var bara
með eitt pínulítið tattú. Við
fengum okkur tvö eins tattú.
Við kynntumst svo vel þegar
þú fékkst í augað og varst á
Landspítalanum. Ég færði þér
betri mat og við spjölluðum mik-
ið saman. Þegar sameiginleg
vinkona okkar hún Sigríður and-
aðist varð vinskapur okkar svo
sterkur í sorginni. Við áttum svo
fallega vináttu saman.
Við fórum saman á tónleika
Rolling Stones í París, tvisvar í
sömu vikunni. Þú skemmtir þér
svo vel. Fórum svo að leita að
Keith Richards. Þú gerðir leik-
þátt um litlu lyftuna á hótelinu
og myndaðir allt saman. Alltaf
til í að hafa gaman. Einnig fór-
um við tvisvar til Kanarí með
Arnari Óla og áttum skemmti-
legt frí. Þú tókst þátt í skot-
keppni og skaust öllum ref fyrir
rass með hittni þinni. Nutum
þess að vera í sólinni og hvílast
og borða góðan mat.
Þú kynntir fyrir mér tónlist
Megasar og honum sjálfum, tón-
list fleiri listamanna. Kenndir
mér að spila kasínu. Gaman að
spila við þig, þú varst svo fljót
að reikna. Þú varst svo einstak-
lega barngóð, það var svo gam-
an að fara með þér á kaffihús
með dætrum Lenu. Þú varst svo
stolt þegar Vilborg systir þín
skírði í höfuðið á þér. Þú bauðst
mér í skírnina og ég sá hvað þú
varst hamingjusöm.
Þú varst svo mikill töffari. Þú
kvaddir mig alltaf með kossi.
Þegar þú vannst hjá BM Vallá
húseiningum að klippa járn þá
þurfti tvo starfsmenn til að
klippa ef þú varst ekki á vakt-
inni.
Arnar Óli minn, harmur þinn
er mestur, ég bið góðan Guð að
styrkja þig og hjálpa þér að
standast þessa raun. Augasteinn
mömmu sinnar.
Innilegar samúðarkveðjur til
Sigurðar, Óskars, Svanborgar,
systkina og ástvina allra. Elsku
Ester, þú varst alltaf best.
Minningin lifir. Hvíl í friði.
Þinn vinur,
Ásgeir Sævar.
Ester þýðir stjarna.
Fyrir 14 mánuðum átti ég
stjörnurnar mínar tvær hérna
hjá mér, ömmu mína Ester og
Ester Ósk eða dedduna mína
eins og ég kallaði þig alltaf þeg-
ar við vorum litlar.
Þegar ég fæddist tókstu strax
að þér að vera stóra systir mín
og þannig var það allar götur
síðan. Eftir að pabbi lést ólumst
við svo upp að hluta til saman
hjá ömmu okkar og afa, þeim
langbestu.
Það er ekki hægt að byrja
neins staðar að tala um hversu
dásamlega góðhjörtuð þú varst,
elsku stelpan mín. Alltaf tilbúin
að hjálpa við hvað sem er.
Hver á núna að baka tölu-
stafabrauðin fyrir afmælin hjá
stelpunum? Vera sveitt á efri
vörinni með mér í afmælis-
stressi, segja mér skemmtilegar
sögur um pabba minn og tala
um það hversu góður hann var
þér, hugga mig þegar ég sakna
ömmu alltof mikið og fá hlát-
ursköst yfir hlutum sem enginn
skilur neitt í?
Að missa þig er þyngra en
tárum taki og ég sætti mig aldr-
ei við það.
Sterkasta stelpan það ert þú.
Hvaða kona hefði farið að redda
málunum og ekki vílað fyrir sér
að fara að hjálpa til við að festa
þakplöturnar fyrir óveðrið?
Engin nema þú því þú gekkst
bara í verkin. Þú tókst ekki þátt
í þessu lífsgæðakapphlaupi eins
og margir á þínum aldri heldur
voru það hlutirnir og fötin sem
höfðu tilfinningalegt gildi sem
þú vildir hafa nálægt þér.
„Lena, finnst þér í lagi að ég fái
bolinn sem amma var í þegar
hún var sjötug?“ Uu já, Ester,
auðvitað! „Æ, þú veist þetta er
samt alveg svona bolur sem ég
þurfti að spyrja þig um.“ Óskin
þín og litla Stína sakna elsku
bestu yfirfrænkunnar sinnar
sem var alltaf til í að leika. Við
erum prinsessurnar hennar Est-
erar sagði Viktoría við mig bara
fyrir nokkrum dögum. Þær mál-
uðu myndir á bol sem þú áttir
að fá í afmælisgjöf, ég veit að þú
hefðir ekki farið úr honum því
þannig frænka varst þú.
Sorgin er óbærileg og lífið er
litlaust án þín.
Ég gleymi því aldrei hvar ég
var þegar þú hringdir og sagðir
okkur að þú værir ólétt. Það var
við heimasímann í holinu hjá
mömmu og þú á Eskifirði, þvílík
gleði. Svo kom hann í heiminn
og það sem hann var fallegt
barn, þá var ég að raka í vinnu-
skólanum og mamma kom til
mín með útprentaða mynd af
prinsinum okkar nýfæddum og
það var ást við fyrstu sýn.
Ég mun gera allt sem ég get
fyrir strákinn þinn.
Við vorum ólíkar á margan
hátt en svo miklu meira líkar.
Strengurinn á milli okkar mun
aldrei slitna þrátt fyrir að þú
sért núna komin í sumarlandið.
Um jólin gafstu mér styttu með
tveimur systrum á steini, mér
þótti svo vænt um hana og hún
er ennþá dýrmætari núna.
Það var bara fyrir nokkrum
dögum að lagið Ómissandi fólk
kom til tals þar sem ég var og
ég hugsaði um allt ómissandi
fólkið mitt sem væri í kirkju-
garðinum. Þú ert ómissandi Est-
er og ég veit ekki hvernig við öll
förum í gegnum þetta.
Stjarnan mín á himnum, hvíl í
friði.
Alltaf þín
Lena.
Ester Ósk Liljan
Óskarsdóttir
Leiðir okkar
Hrefnu lágu saman
á fallegu sumar-
kvöldi árið 1995 og urðum við
fljótt góðir vinir. Hrefna naut
þess að dansa og mikið var gert
af því á þessum árum. Eftir að
sambúð okkar hófst þá gerðum
við margt saman. Við ferðuð-
umst víða, bæði innanlands og
utan. Segja má að það minni mig
allt á Hrefnu mína hvert á land
sem farið er. Húsbílaferðirnar,
með vinum okkar, voru ófáar og
ávallt var Hrefna hrókur alls
Hrefna Erna
Jónsdóttir
✝ Hrefna ErnaJónsdóttir
fæddist 23. nóv-
ember 1934. Hún
lést 5. febrúar
2020.
Hrefna Erna var
jarðsungin 14. febr-
úar 2020.
fagnaðar í þeim
ferðum. Eins eru
þær fjöldamörgu
Spánarferðir sem
við fórum í mér
ógleymanlegar, þar
nutum við okkar vel
í sólinni og hitan-
um. Hrefna var úr-
ræðagóð mann-
eskja, leysti úr
málum og gerði það
vel, fólk hlustaði á
hana. Ég er ánægður með að
Hrefna og mamma mín náðu að
kynnast og fór vel á með þeim.
Erfitt var að horfa upp á veik-
indi Hrefnu síðustu misseri en
Hrefna var sterk í þeirri bar-
áttu. Ég verð ævinlega þakk-
látur fyrir alla þá velvild sem
börn Hrefnu hafa sýnt mér og
góðmennsku í gegnum árin. Ég
mun sakna Hrefnu minnar.
Sigurður (Sissi).
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar elskulega
BERGS INGA GUÐMUNDSSONAR,
Skálahlíð 11, Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og íbúa
Skálatúnsheimilisins.
Pálmi Árni Guðmundsson Lene Birch Vestergaard
Kristján Jón Guðmundsson Drífa Gústafsdóttir
Jónína Elva Guðmundsdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
RANNVEIG HANSÍNA JÓNASDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Sólvöllum,
Eyrarbakka, 13. febrúar.
Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju
laugardaginn 29. febrúar klukkan 14.
Hrafnhildur Þorleifsdóttir Smári Kristófersson
Hallgrímur Þ. Gunnþórsson Susana R. Gunnþórsson
Soffía Gunnþórsdóttir Sigurgeir Svavarsson
Elsa K. Gunnþórsdóttir Jón Jónsson
Inga Jóna Gunnþórsdóttir Gunnlaugur Kárason
Jónas S. Gunnþórsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir,
afi og langafi,
JAKOB BJÖRNSSON,
fyrrv. orkumálastjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík,
laugardaginn 15. febrúar. Jarðarförin fer
fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 15.
(Ath. ekki Fossvogskirkju eins og áður var auglýst).
Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Alzheimer-samtökin, alzheimer.is.
Sigrún Birna Jakobsdóttir Magnús Óskarsson
Stefán Þór Hermannsson
Björn Arnar Kárason Hanna Lára Baldvinsdóttir
Eva Karen Magnúsdóttir María Helen Magnúsdóttir
Kamilla Nótt B. Sævarsdóttir Nadía Nótt B. Arnarsdóttir
Baltasar Jakob Arnarsson Margrét Dís Arnarsdóttir
Alexía Lind Arnarsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát
og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR ARNAR
GUÐMUNDSSONAR
skipstjóra.
Starfsfólki Hraunbúða eru færðar bestu þakkir fyrir einstaklega
góða umönnun og hugulsemi meðan á dvöl stóð.
Sigrún Hjörleifsdóttir
Ómar Örn Magnússon
Anna Kristín Magnúsdóttir Hermann Þór Marinósson
Hjördís Inga Magnúsdóttir Atli Már Magnússon
Þórdís Gyða Magnúsdóttir Baldvin Þór Sigurbjörnsson
Guðmundur Jón Magnússon Ólöf Halla Sigurðardóttir
og afabörn