Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 Verk að vinna Nokkrir nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík litu upp úr skruddunum í gær og ruddu snjóinn af stéttinni fyrir framan aðalbyggingu skólans. Fórst þeim verkið vel úr hendi. Eggert Í anddyri Hall- grímskirkju er fjölsóttasti sýn- ingarsalur lands- ins fyrir mynd- list. Um hann hlykkjast flesta daga langar raðir túrista á leið upp í turn kirkjunnar eða til þess að skoða kirkjuskip- ið sjálft. Þar ganga kirkju- gestir í gegn sem sækja mess- ur, útfarir, tónleika, kyrrðar- stundir, fyrirlestra og annað andlegt fóður. Myndlistin sem umlykur alla sem þarna koma inn fyrir dyr kallar á virka at- hygli sumra, aðrir gjóa aug- unum aðeins sem snöggvast á verkin. Á sýningu sem senn lýkur er eitt verk sem augu mjög margra hafa dregist að. Það er stórt olíumálverk í tveim hlutum og sterkum jarðlitum. Annar hlutinn sýn- ir karl og konu með fjögur börn sín og kind í hrjóstrugu íslensku landslagi. Að baki fjölskyldunni sér í burstir á bænum þeirra og bratta fjallshlíð. Af höfuðbúnaði kon- unnar má ráða að þetta fólk hafi verið uppi á 17. eða 18. öld. Á hinum hluta verksins má telja þrettán reifastranga liggjandi neðst í hlíðinni. Hvaða sögu er verið að segja? Misstu þessi hjón 13 börn? Fæddi þessi kona sautján sinnum? Nútímakonu eins og mér verður hreinlega illt af að horfast í augu við þessa kyn- systur mína frá fyrri tíð. Guðrún Arndís og Ámundi Guðrún Arndís Tryggva- dóttir heitir myndlistarkonan sem á verkin á þessari sýn- ingu. Og til þess að auka persónulega og sögulega dýpt sýningarinnar hefur hún gefið út stór- merkilegt rit sem segir sögu fjölskyldunnar á myndinni og þó fyrst og fremst litla drengsins sem þar hvílir á armi móður sinnar. Hann hét Ámundi Jónsson (1738-1805) og átti eftir að verða mikilhæfur kirkjusmiður, myndskeri og listmálari á seinni hluta 18. aldar. Ámundi er forfaðir listakonunnar og af þeirri kynslóð Íslendinga sem fékk það yfirþyrmandi verkefni að reisa samfélagið úr rústum eftir Skaftárelda 1783-84 og þá óskaplegu jarðskjálfta sem riðu yfir Suðurland sumarið 1784. Aldrei stóð byggð í landinu jafn tæpt og á þeim árum sem Ámundi fékkst við smíðar og myndlist. Sýningin í Hallgrímskirkju heitir Lífs- verk, þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar og bókin ber sama titil, en að henni standa þrír höfundar, lista- konan sjálf, sagnfræðingur og forvörður. Að auki hefur Guðrún Arndís notið aðstoðar fleiri fræðimanna og safna- fólks við að leita uppi verk forföður síns og setja þau í samhengi við helstu lista- stefnur og strauma samtíma hans, verkkunnáttu og að- föng. Í bókinni kallast á myndir af verkum Ámunda, sem ýmist eru varðveitt heil eða í brotum og myndir lista- konunnar, sem sumar tengj- ast ævisögu Ámunda en aðrar túlka stöðu verka hans í stærra samhengi. Ámundi Jónsson hlaut litla formlega menntun en tók þátt í fyrstu skrefum hér á landi til iðnvæðingar sem vef- ari í Innréttingum Skúla fóg- eta. Hann sigldi til Danmerk- ur og gekk í þjónustu hátt- setts embættismanns, stærð- og stjarnfræðingsins Horre- bow með aðsetur í Sívala- turni. Eftir þriggja ára dvöl í Kaupmannahöfn kom Ámundi aftur heim sem handlangari í rannsóknarleið- angri svonefndra Lands- nefndarmanna um Ísland 1770-71. Þá hafði hann vafa- laust kynnst kirkjulist í hin- um mörgu og glæstu kirkjum Kaupmannahafnar og kannski hlotið einhverja skólun. Nokkrum árum eftir heimkomuna hefur hann eignast konu og börn og ger- ist þá leiguliði undir Eyja- fjöllum í námunda við upp- vaxtarslóðir sínar. Meðfram bústritinu tekur hann síðan til við húsasmíðar og gerð listmuna af öllu tagi fyrir kirkjur. Í jarðskjálftunum 1784 hrundu um 400 bæir á Suðurlandi og stór hluti kirkna um leið, sem voru einu samkomuhúsin á þeim tíma. Allt þurfti að reisa úr rústum. Talið er að Ámundi hafi byggt 13 kirkjur en 17 kirkjur hafa varðveitt kirkju- gripi eftir hann. Þökk sé þeim Í bókinni Lífsverk skýrir listakonan hvað býr að baki olíumálverkinu af fjölskyld- unni undir fjallinu, foreldrum Ámunda með börnin öll, lif- andi og látin. Myndin er í samtali við sams konar mynd- efni frá 17. og 18. öld, þar sem heldri menn létu mála myndir af sér, eiginkonum sínum og börnum, uppstilltum í aldurs- röð og til fóta voru gjarnan nokkrir reifastrangar sem tákn um börnin sem hjónin höfðu misst. Guðrún segir: „Það var óhugsandi að fólk af stétt foreldra Ámunda rataði á málverk á 18. öld en það gera þau nú, sem gjöf frá mér, í virðingarskyni við lífs- baráttu þeirra og sköpunar- verk, börnin nítján, og bú- skap á harðbýlu landi í Steinum undir Eyjafjöllum. Í rauninni á ég þeim líf mitt að þakka.“ Við þurfum ekki að vera af- komendur þessara hjóna til þess að verða snortin af magnaðri sýningu Guðrúnar Arndísar Tryggvadóttur í Hallgrímskirkju. Við núlif- andi Íslendingar eigum flestir forfeður og formæður sem stóðu í svipuðum sporum við lok 18. aldar þegar fámennri þjóð fækkaði um fimmtung og mannfjöldinn fór undir fjörutíu þúsund. Það þurfti mikla seiglu og úthald til þess að þoka samfélaginu á fram- farabraut, barnadauði með tilheyrandi sorg og þján- ingum var tíður fylgifiskur lífsins fram á 20. öld. En upp úr grjótinu reis fólkið sem við eigum öll líf okkar að þakka. Eftir Steinunni Jóhannes- dóttur » Það var óhugs- andi að fólk af stétt foreldra Ámunda rataði á málverk á 18. öld það gera þau nú í virðingarskyni við lífsbaráttu þeirra og sköpunarverk. Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. Samtal við Söguna Það er stað- reynd að við er- um að ganga inn í kólnandi hag- kerfi eftir upp- sveifluna undan- farin ár. Líkt og í þeim lægðum sem dunið hafa á okkur skiptir undirbúningur- inn mestu máli. Ennþá er hægt að draga úr niðursveiflunni með réttum ákvörðunum. Ríkisstjórnin hefur nú þegar brugðist við með því að fjárfesta í inn- viðum og margvíslegum fram- kvæmdum en það þarf meira að koma til. Auka þarf verð- mætasköpun í landinu. Byggjum undir fiskeldið Fiskeldið er ný atvinnu- grein sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratug. Á síðasta ári var út- flutningsverðmæti um 25 ma.kr. og hefur því tvöfaldast á milli ára. Talið er að ef fram- leiðslan fari í það magn sem burðaþolsgeta þeirra svæða sem fiskeldinu er afmarkað segir til um verði útflutnings- verðmætið nær 65 ma.kr. Þá væri einnig hægt að auka um- svif og verðmæti fiskeldisins með því að auka fullvinnslu aflans og fjölga þar með þeim störfum sem snúa að þessari atvinnugrein, líkt og Fær- eyingum hefur tekist. Fjár- festing upp á tugi milljarða liggur í greininni og frekari fjárfesting bíður eftir frekari leyfum til rekstrar. Uppbygging innviða Það þarf líka að huga að upp- byggingu sam- gangna í þeim byggðarlögum sem byggja á fiskeldi svo at- vinnugreinin geti eflst enn frekar. Sam- gönguáætlun gerir ráð fyrir að grunnnet samgangna á Vest- fjörðum verði fært til nú- tímans innan fimm ára en við eigum ekki að stoppa þar, heldur að huga enn frekar að viðhaldi og endurgerð vega á milli þéttbýlisstaða. Þannig tryggjum við leiðslurnar sem veita aukið vítamín í efnahags- lífið. Það þarf að styrkja stofn- anir sem sjá um eftirlit og leyfisveitingar svo þær geti sinnt starfi sínu, þannig sjáum við til þess að leikreglurnar byggist alltaf á bestu fáanlegu vísindum og rannsóknum. Við yfirvofandi efnahagslægð verðum við að gefa fiskeldinu meiri gaum og þar með aukum við innspýtingu í hagkerfið. Eftir Höllu Signýju Krist- jánsdóttur » Við yfirvofandi efnahagslægð verðum við að gefa fiskeldinu meiri gaum og þar með aukum við innspýt- ingu í hagkerfið. Halla Signý Kristjánsdóttir Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viðbrögð við kólnandi hagkerfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.