Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 Ég man ekki eft- ir mér öðruvísi en að Sölvi hafi verið vinur minn. Mig minnir að það hafi verið systir hans, Guðrún, sem var rétt að læra að tala og kallaði stóra bróður „Dölla“. Okkur fannst það óborganlegt, Dölli og Gudda. Vinátta okkar nærðist á sam- eiginlegum áhuga á list og sköp- un, bæði okkar eigin og annarra. Heimagerðar jólagjafir hvor til annars náðu þvílíkum víddum á tímabili að það þurfti sérher- bergi undir. Eitthvað hefur grisj- ast í gegnum tíðina en þó er ég Sölvi Jónsson ✝ Sölvi Jónssonfæddist 26. ágúst 1975. Hann lést 9. febrúar 2020. Útför Sölva var gerð 21. febrúar 2020. enn að umstafla bunkum af handrit- um frá Dölla, laga- textum og sögum, tónlistarupptökum, heimagerðum kass- ettum og geisladisk- um, teikningum, handverki og list- munum. Dölli var nánast alltaf að búa eitthvað til – það var líf hans og yndi. Þegar ég leit inn til hans lágu jafnframt forvitnilegar bækur og plötur eins og hráviði um allt, eitthvað sem hann hafði grafið upp á bókasafninu eða hver veit hvar. Nýtt og gamalt, heims- klassík, dægurflugur og sitthvað undarlegt af jaðrinum, bókstaf- lega allt milli himins og jarðar. Það var sama hvað hann drakk í sig eða lét frá sér, það kom mér sífellt á óvart. Óhætt er að segja að Dölli hafi verið um margt sérvitur. Hann fór ótroðnar slóðir og iðulega á móti straumnum, sjálfviljugur eða tilneyddur. Uppátækjasemin var takmarkalaus og skopskynið algjörlega sér á báti. Ég minnist heimatónleikanna, það voru kvöldstundir í annarri vídd, þar sem hann tróð upp með frum- samið efni, tónlist og gamanmál. Kannski fyrir sjö agndofa áheyr- endur. Það var þó ekki alltaf tek- ið út með sældinni að eiga Dölla fyrir vin. Hann átti í stirðu sam- bandi við normið. Flestir sem stóðu honum jafnfætis fengu orð í eyra fyrir að valda honum ein- hverju sinni vonbrigðum, fyrir meiri eða minni sakir. Öðru máli gegndi um þá sem minna mega sín, skjólstæðinga sem hann var með í liðveislu eða þar sem hann starfaði á sambýlum. Gagnvart þeim gilti skilyrðislaus umhyggja og virðing sem ég dáði hann alla tíð fyrir. Hann hafði einstaklega sterka réttlætiskennd, unni nátt- úrunni og barðist fyrir dýra- vernd. Þá laðaðist hann að hug- myndum sem almennt eiga undir högg að sækja og hélt þeim á lofti ófeiminn. Og hann elskaði drenginn sinn, mikið var þeirra samband fölskvalaust og fallegt. Ég hef lært svo margt af því að hafa átt Dölla fyrir vin. Ein- mitt af því að hann fékk mann til að staldra við, hugsa um svo margt fallegt, frumlegt og fyndið en líka erfitt og óþægilegt. Það hló enginn eins og Dölli, svo óheft og einlæglega, og ég veit ekki um nokkurn sem þjáðist eins og hann. Ég varðveiti hvort tveggja og allt þar á milli. Ég votta fjölskyldu Sölva sam- úð mína. Svefninn væri Í hellunum sínum sofa tröllin og vakna við söng heiðlóunnar Í hreiðrunum sínum sofa ungarnir og vakna við leik og köll barna Í húsunum sínum sofa börnin og vakna þegar opnast rifa á dyrnar (Sölvi Jónsson, 2014) Markús Þór Andrésson Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni... (Hannes Pétursson) Við vorum aðeins sex og sjö ára gamlar þegar leiðir okkar Þorgerður Árnadóttir ✝ ÞorgerðurÁrnadóttir fæddist 13. maí 1952. Hún lést 7. febrúar 2020. Þorgerður var jarðsungin 12. febr- úar 2020. lágu fyrst saman haustið 1958 í vest- urbæ Kópavogs í upphafi skólagöngu lítilla stúlkna sem gengu stuttum skrefum fullar til- hlökkunar í Kárs- nesskóla, báðar fluglæsar og fórum auðvitað í besta bekk. Frú Sigríður, móðir hennar, fylgdi dóttur sinni fyrstu skrefin í skól- ann og lét hana setjast við hliðina á mér. Hún var fallegasta barn sem ég hafði nokkru sinni augum litið, litfríð, bláeygð og ljóshærð. Þannig hófst vináttan okkar, hlið við hlið í skólastofunni í Kársnes- skóla, haustið 1958. Í minningum bernskunnar birtast myndir af okkur heima hvor hjá annarri á Kársnesbraut- inni. Saumaklúbbar, afmælis- veislur og næturgisting vin- stúlkna, skíðaferðir í Skálafell með foreldrum hennar og Ein- fríði, yngri systur hennar, sum- arbúðaferðir í Vindáshlíð og Öl- ver. Báðar vorum við í ballett til margra ára. Hún var alltaf klárari í skólanum en ég, fékk tí- ur þegar ég fékk níur. Þótt leiðir hafi síðar skilið um nokkurra ára skeið þá lágu þær aftur saman. Þegar ég ákvað að leggja mitt af mörkum til um- hverfismála með því að selja bíl- inn minn 1991 og kaupa píanó og hefja tónlistarnám á ný, var strætó og að komast leiðar minn- ar fótgangandi minn ferðamáti til margra ára. Þannig hittumst við Togga í mörg ár á hverjum morgni fimm daga vikunnar í strætó, báðar búsettar í Kópa- vogi, hvor á leið til sinnar vinnu. Aldrei var komið að tómum kof- unum á meðan strætó kom okkur á milli áfangastaða, ævinlega um svo margt að spjalla, rifja upp og minnast. Þessar morgunstundir í strætó gleymast aldrei og þá var eins og ekkert hefði breyst. Það var ekki fyrr en hún sagði mér frá alvarlegum veikindum sínum að ský dró fyrir sólu og allt breytt- ist. Hún tókst á við veikindi sín af þeirri einurð, bjartsýni og æðru- leysi sem ævinlega einkenndi hana, grimm veikindi sem hún að lokum laut í lægra haldi fyrir. Stórt skarð er fyrir skildi með ótímabæru fráfalli Þorgerðar Árnadóttur. Að leiðarlokum þakka ég henni samfylgdina, vin- áttuna og tryggðina um áratuga skeið. Far vel, mín kæra, og hvíl í friði í Sumarlandinu bjarta. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Ég bið ástvinum Þorgerðar Árnadóttur blessunar Guðs. Þín Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir. Það voru vissu- lega ákveðin forrétt- indi að alast upp með ömmu og afa í næstu götu. Það var líka ákaflega freist- andi að vera fastagestur í heim- sókn reglulega þegar maður fór út eða var sendur út að leika, mömmu kannski oft til mikils ama. Því ef maður datt í lukkupottinn og amma og afi voru heima þá var sko ekki skafið við nögl og þau voru ófá skiptin sem maður sat við eldhúsborðið hjá ömmu og ein- hvern veginn tókst ömmu að vera að baka vöfflur eða pönnukökur, þeyta rjómann, leggja á borð og jafnvel vera að spila við mann Sjó- mann, Löngu vitleysu eða Disney- samstæðuspil. Svo ég tel að amma hljóti að hafa verið holdgervingur hins fullkomna „multi-tasker“ og húsmóður. Sörlaskjólið var eins og ákveðið undraland, því eins og svo oft vill gerast var ýmislegt leyfilegt hjá ömmu sem var ekki í boði heima og einnig var svo margt sem hægt var að gera þar sem ekki var möguleiki á heima. Minnisstæðar eru til dæmis baðferðirnar sem maður fékk alltaf að fara í ef um helgarpössun var að ræða. Því í fyrsta lagi áttu amma og afi bað, Benta Margrét Briem ✝ Benta MargrétBriem fæddist 6. maí 1925. Hún lést 17. janúar 2020. Útför Bentu fór fram 13. febrúar 2020. maður mátti leika með fullt af dóti í baðinu, amma sat hjá manni og spjall- aði og þegar baðinu lauk þurrkaði hún manni með mjúku, heitu og ilmandi handklæði þar sem amma og afi voru með handklæðaofn. Í minningunni var þetta nánast eins og að komast til himnaríkis og er eitt- hvað sem ég hef tekið upp með gormana mína. Umhyggja ömmu og hlýja fyrir okkur barnabörnunum var svo áþreifanleg og hún kepptist við að hafa hittinga okkar sem flesta og oft var reynt að hóa í fleiri í heim- sókn ef einhverjir komu óvænt í kaffi. Þess vegna var eiginlega bókað að ef maður kíkti til ömmu og afa í heimsókn um kaffileytið var maður ekki eini gesturinn. Amma hafði unun að gestgjafast og sjá til þess að engan vanhagaði um neitt. Þannig var það nánast ákveðinn fasti í hverju matarboði að amma settist alltaf síðust niður og var sú fyrsta sem stóð upp frá borðinu. Ég tel mig að vissu leyti heppna að hafa verið skírð í höfuðið á henni ömmu þrátt fyrir að það hafi í gegnum tíðina oft skapað mis- skemmtilegar samræður þegar viðmælendur hváðu yfir nafninu mínu. En þar sem hún hafði svo marga dásamlega eiginleika sem ég virðist að einhverju leyti hafa tileinkað mér þá virðist ég hafa erft meira en bara nafnið. Eins nefndi amma það svo oft að hún hefði nú bara verið strákamamma og kynni ekkert á stelpur og meira að segja þar virðist ég ætla að fara eftir uppskriftinni enda ekki leið- um að líkjast. Er svo þakklát fyrir allan tím- ann sem við fengum með þér en nú er gott að vita að þið afi eruð sameinuð á ný vonandi umlukt fullt af heitum, hlýjum og ilmandi handklæðum. Þín nafna Benta. Elsku amma mín Þegar ég hugsa til ömmu minn- ar mun alltaf koma upp sú ímynd þar sem hún stendur við pönnu- kökubakstur, með tvær pönnur og flippar þeim lipurlega á hvorri pönnu fyrir sig. Það var himinhár stafli sem hún töfraði fram í hvert skipti sem við barnabörnin kom- um í heimsókn. Í eldhúsinu gat hún töfrað fram hinar ýmsu kræs- ingar á svipstundu eða var tilbúin með veitingar þegar gesti bar að garði. Hún tók á móti gestum og gangandi með opnum örmum og það var engin undantekning, sama hver það var. Þar sem ég gekk oft heim úr skólanum fram hjá húsinu þeirra í Sörlaskjólinu og oft með vini meðferðis, var tekið á móti okkur og sumir þeirra hikuðu ekki við að mæta aftur án þess að ég væri með. Eftir að móðir mín kvaddi þennan heim var amma svo góð og studdi við mig og pabba á þeim erfiðu tímum og tók mig oft í pössun. Ég gisti oft hjá þeim þegar pabbi minn fór í vinnuferðir og það var held ég fyrsta skiptið sem ég kom að gista að ég átti erfitt með svefn, þá hikaði hún ekki við það að senda afa upp á loft og leyfa mér að sofa hennar megin í rúminu. Þar að auki að lesa fyrir mig uppá- haldsbókina mína, Drekasögu eftir Iðunni Steinsdóttur. Hún las hana fyrir mig það oft að ég var farin að kunna hana utan að. Amma fór með mig einu sinni upp í bústaðinn okkar við Þingvallavatn og gistum þar eina nótt, við vöknuðum um nóttina og sáum þar mús stökkva milli koddanna hjá okkur og henni stóð ekki á sama. Henni brá svo mikið við músina að við færðum okkur fram í sófana í stofunni og sváfum þar restina af nóttinni. Þeir voru ekki þægilegir að sofa í. En hvað gerði hún ekki til að passa upp á mann? Amma stóð sig eins og hetja í ömmuhlutverkinu og var hún til fyrirmyndar um hvernig á að dekra við sína fjölskyldu. Það mátti aldrei fara frá ömmu án þess að vera vel saddur og mettur og þá sérstaklega af sætindum og góð- gæti. Mun ég aldrei gleyma því hvað það var gaman að fara með ömmu niður í frysti til þessa að ná í djæf eða trúðaís. Meðal þeirra hluta sem einkenndu ömmu var að mínu mati garðurinn hennar sem henni þótti svo vænt um. Þar sem hún var á hverju sumri á hnjánum að reita arfa, planta blómum og laga til og þá sérstaklega rósirnar sem henni þótti svo vænt um. Þeg- ar hún talaði um bóndarósirnar sínar ljómaði hún alveg og sást það vel að þetta var bæði áhugamál hennar og yndi að geta sinnt þess- um fallegu blómum sem að mínu mati voru fallegustu blómin í öllum Vesturbænum. Amma var æðis- leg, hugulsöm, dugnaðarforkur og hetjan mín og mun ég reyna að hafa hana sem fyrirmynd þegar ég verð amma einhvern tímann í framtíðinni. Megirðu hvíla í friði amma mín og vona að þú og afi séuð saman komin á ný. Þóra Kristín Briem. Í dag kveðjum við Rósu, fyrrver- andi tengdamóður mína, sem alltaf var kölluð amma Rósa á mínu heimili. Hún var glæsileg kona, upp- alin í Reykjavík. Fæddist í Vesturbænum en flutti svo í Meðalholtið. Hún byrjaði að vinna hjá Smjörlíki þegar hún var 18 ára og vann þar allan sinn starfsaldur. Það var ekki auðvelt starf, að standa við færi- band og pakka smjörlíki í kassa. Rósa kynntist Gísla eigin- manni sínum í Smjörlíkinu og hófu þau búskap hjá foreldrum Rósu, þar fæddust börnin Eð- vald Einar og Andrea Ingibjörg. Þau byggðu sér raðhús í Sævarlandi 18, þangað flutti fjölskyldan ásamt föður Rósu sem bjó með þeim. Í Sævarlandi var nóg hús- rúm, oft hýstu þau frændfólk og vini utan af landi. Ég var ein af þeim sem fengu húsaskjól í Sævarlandi og þar fæddist elsta barnabarnið. Rósa var mikill fagurkeri og bar heimilið þess merki, t.d. átti hún fjögur sett af eldhúsgard- ínum sem skipt var út eftir árs- tíðum og hátíðum. Á sunnudögum var alltaf sunnudagskaffi, minnist ég sér- staklega hvítu kökunnar með brúna kreminu og sjónvarps- kökunnar úr Ljómabæklingn- um, seinna varð hún sérfræð- ingur í brúntertunni með smjörkreminu sem barnabörnin elskuðu. Rósa var alltaf vel tilhöfð; rúllur, túberað hár og naglalakk var hennar einkenni. Rósa og Gísli byggðu sér ein- býlishús í Logafold þar sem hún naut sín í garðyrkjunni. Seinna byggði fjölskyldan sér sumar- hús í Öndverðarnesi þar sem allir gátu dvalið saman. Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir ✝ RagnhildurRósa Eðvalds- dóttir fæddist 2. janúar 1929. Hún lést 26. janúar 2020. Útför hennar fór fram 7. febrúar 2020. Þau voru mikið útilegufólk og ferð- uðust víða með vinafólki sínu. Fyrst dvöldu þau í A-tjaldi, síðan í hústjaldi og að lok- um innréttaði Gísli sendibíl sem húsbíl. Þau gerðust meðlimir í húsbíla- félaginu og ferðuð- ust með þeim. Eftir andlát Gísla hélt Rósa áfram að ferðast á bílnum. Þau voru fastagestir á bind- indismótinu í Galtalæk í tugi ára og nokkur skipti fóru þau á Þjóðhátíð og dvöldu hjá vin- ahjónum í Eyjum. Árlega var farið á Vestfirði, en á Ísafirði bjó systir Gísla og í Súðavík bjó bróðir hans. Rósa var félagi í Klúbb 44, sem samanstóð af píparakonum og vinkonum þeirra. Nokkrar vinkonur tóku sig til á hverju sumri og fóru í helgar- ferðir, fyrst að Skógum, þar sem boðið var upp á hlaðborð sem þær elskuðu. Seinna varð Bifröst fyrir valinu og síðustu árin fóru þær á Fiskidaga á Dalvík. Rósa flutti á Sléttuveg ári eftir andlát Gísla, þar eignaðist hún góðar vinkonur sem hittust á miðvikudögum og drukku saman kaffi. Fyrir þremur mánuðum fór Rósa til dvalar á Sólvangi, en til stóð að hún fengi inni í nýju hjúkrunarheimili á Sléttuvegi. Rósa eignaðist fljótt góðar vin- konur á Sólvangi, þar var hún grínistinn. Hún bar sig alla tíð vel og síðasta daginn sinn mætti hún til að horfa á boccia vel til- höfð með perlufestar í gull- jakka. Rósa tók þátt í öllum hátíð- arstundum með mér og fjöl- skyldu minni, fyrir nokkrum ár- um dreif hún sig með okkur í Öxney þar sem haldið var brúð- kaup. Hana munaði ekki um að fara í opinn bát og ganga í mjög þýfðu landi. Elsku Rósa, ég þakka þér samfylgdina. Hvíldu í friði. Sigrún Jóhannsdóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET KEMP GUÐMUNDSDÓTTIR, fv. bankafulltrúi á Akureyri, andaðist á líknardeild Landspítalans föstudaginn 21. febrúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 15. Minningarathöfn verður í Höfðakapellu á Akureyri mánudaginn 2. mars klukkan 13. Jarðsett verður í Akureyrarkirkjugarði. Eva Þórey Haraldsdóttir Gunnar Jóhannsson Ásdís Hrefna Haraldsdóttir Sigurður V. Guðjónsson Ragna Haraldsdóttir Leó Jónsson Sigurður Stefán Haraldsson Thamar Melanie Heijstra barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.