Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020
Lengjubikar kvenna
A-deild:
Valur – Breiðablik................................... 2:3
Fanndís Friðriksdóttir 70., Elín Metta Jen-
sen 85. – Rakel Hönnudóttir 17., 49.,
Sveindís Jane Jónsdóttir 45.
England
Liverpool – West Ham............................. 3:2
Staðan:
Liverpool 27 26 1 0 64:17 79
Manch.City 27 18 3 6 68:29 57
Leicester 27 15 5 7 54:27 50
Chelsea 27 13 5 9 45:37 44
Manch.Utd 27 11 8 8 41:29 41
Tottenham 27 11 7 9 44:36 40
Sheffield Utd 27 10 10 7 29:25 40
Wolves 27 9 12 6 38:32 39
Arsenal 27 8 13 6 39:36 37
Burnley 27 11 4 12 33:39 37
Everton 27 10 6 11 36:41 36
Southampton 27 10 4 13 34:48 34
Crystal Palace 27 8 9 10 24:32 33
Newcastle 27 8 7 12 24:41 31
Brighton 27 6 10 11 32:39 28
Bournemouth 27 7 5 15 26:43 26
Aston Villa 27 7 4 16 34:52 25
West Ham 27 6 6 15 32:48 24
Watford 27 5 9 13 24:43 24
Norwich 27 4 6 17 24:51 18
Danmörk
Horsens – AGF......................................... 1:2
Jón Dagur Þorsteinsson var allan tím-
ann á varamannabekk AGF.
Staðan:
Midtjylland 22 18 2 2 36:13 56
København 22 15 2 5 38:24 47
AGF 21 12 3 6 36:23 39
Brøndby 22 11 2 9 41:32 35
Nordsjælland 22 10 4 8 42:31 34
AaB 22 10 4 8 36:26 34
Randers 21 9 4 8 35:28 31
Lyngby 22 9 4 9 28:35 31
OB 22 8 4 10 29:26 28
SønderjyskE 22 6 7 9 28:37 25
Horsens 22 7 4 11 19:40 25
Hobro 22 2 11 9 21:32 17
Esbjerg 22 4 4 14 18:37 16
Silkeborg 22 2 5 15 26:49 11
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Hammarby – Varberg............................. 5:1
Aron Jóhannsson lék fyrstu 78 mínút-
urnar og skoraði 2 mörk fyrir Hammarby.
Olísdeild karla
Stjarnan – Selfoss................................. 29:33
Staðan:
Valur 19 13 2 4 525:459 28
FH 19 12 2 5 569:513 26
Haukar 19 11 3 5 512:499 25
Afturelding 19 11 3 5 520:508 25
Selfoss 19 12 1 6 593:574 25
ÍBV 19 11 2 6 558:509 24
ÍR 19 10 2 7 569:530 22
Stjarnan 19 6 5 8 509:518 17
Fram 19 6 2 11 456:483 14
KA 19 5 1 13 502:550 11
HK 19 3 0 16 478:559 6
Fjölnir 19 2 1 16 484:573 5
1. deild karla
Skallagrímur – Selfoss......................... 78:85
Staðan:
Höttur 19 17 2 1664:1408 34
Hamar 19 17 2 1872:1648 34
Breiðablik 19 15 4 1882:1600 30
Vestri 17 10 7 1498:1372 20
Álftanes 20 10 10 1702:1744 20
Selfoss 18 7 11 1394:1453 14
Skallagrimur 19 3 16 1536:1791 6
Sindri 16 2 14 1292:1482 4
Snæfell 19 2 17 1514:1856 4
NBA-deildin
LA Lakers – Boston......................... 114:112
Denver – Minnesota ......................... 128:116
Toronto – Indiana............................... 127:81
Chicago – Washington ..................... 126:117
Oklahoma City – San Antonio ......... 131:103
Golden State – New Orleans ........... 101:115
Portland – Detroit ............................ 107:104
Staðan í Austurdeild:
Milwaukee 48/8, Toronto 42/15, Boston 39/
17, Miami 36/20, Philadelphia 35/22, In-
diana 33/24, Brooklyn 26/29, Orlando 24/32,
Washington 20/35, Chicago 20/38, Char-
lotte 19/37, Detroit 19/40, New York 17/39,
Atlanta 17/41, Cleveland 15/41.
Staðan í Vesturdeild:
LA Lakers 43/12, Denver 39/18, LA Clip-
pers 37/19, Houston 36/20, Utah 36/20,
Oklahoma City 35/22, Dallas 34/23, Memp-
his 28/28, Portland 26/32, New Orleans25/
32, San Antonio 24/32, Sacramento 23/33,
Phoenix 23/34, Minnesota 16/39, Golden
State 12/45.
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – Fjölnir .................. 19.45
Í KVÖLD!
FRJÁLSAR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Ármenningurinn Kristján Viggó Sig-
finnsson, 16 ára, sló um helgina 23 ára
gamalt piltamet í hástökki innanhúss
þegar hann fór með sigur af hólmi í
greininni á Meistaramóti Íslands í
frjálsíþróttum innanhúss í Kaplakrika
í Hafnarfirði. Kristján gerði sér lítið
fyrir og stökk hæst 2,15 metra en Ein-
ar Karl Hjartarson átti gamla metið,
2,13 metra, ásamt Kristjáni en gamla
metið hafði staðið frá árinu 1997.
Kristján var með mikla yfirburði í
greininni en hann byrjaði á því að
reyna við 2,15 metra og náði því strax í
annarri tilraun. Hann reyndi svo þrí-
vegis að stökkva yfir 2,17 metra sem
tókst ekki.
„Það er alltaf gaman að bæta sig
eins og ég gerði um helgina en í sann-
leika sagt þá hefði ég viljað stökkva
talsvert hærra. Keppni í hástökki á Ís-
landi er ekki mikil og ég er svo gott
sem einn eftir í greininni. Á Meistara-
mótinu vinn ég í raun greinina í mínu
öðru stökki á mótinu og það er þess
vegna erfitt stundum að halda áfram
af fullum krafti, vitandi það að maður
sé búinn að gera nóg til þess að vinna
mótið. Ég tel að það myndi auðvelda
mér lífið ef við værum fleiri að keppa
og með þessar hæðir því þá væri
pressan mun meiri að bæta sig í hverju
einasta stökki til þess að eiga mögu-
leika á verðlaunum. Eftir að ég fór yfir
2,15 metra um helgina leið mér mjög
vel og það var ekki sama sprengjan í
mér þegar ég reyndi við 2,17 en það er
vissulega alltaf gaman að bæta sig í
íþróttum.“
Kristján var tíu ára gamall þegar
hann byrjaði að æfa frjálsar íþróttir
en hástökkvarinn viðurkennir að
hann hafi ekki haft mikinn áhuga á
íþróttum til að byrja með.
„Ég byrjaði að æfa frjálsar íþrótt-
ir þegar ég var ungur og ég tók þátt
í minni keppni í kringum ellefu ára
aldurinn. Í upphafi tók ég í raun þátt
í öllum greinum þar sem fólk var að
reyna að átta sig á því í hverju ég
væri bestur. Ég hafði takmarkaðan
áhuga á þessu persónulega til að
byrja með og var hálfpartinn þving-
aður í frjálsar íþróttir þar sem ég
vildi ekki æfa neitt á mínum yngri
árum. Ég vann hástökkskeppnina á
mínu fyrsta móti og með sigrinum
kom aukinn áhugi. Þegar ég var tólf
ára setti ég svo mitt fyrsta Íslands-
met utanhúss í hástökki og ég hef í
raun æft greinina af kappi síðan þá.“
Hugurinn leitar yfir hafið
Kristján viðurkennir að hann sé bú-
inn að stefna að því lengi að fara yfir
2,15 metrana en hann ætlar sér stóra
hluti í framtíðinni og stefnir á háskóla-
nám í Bandaríkjunum.
„Á síðasta ári var ég í ákveðnu basli
við að komast yfir 2,03 metra en svo
fer ég á Norðurlandamót ungmenna
síðasta sumar í Kristiansand í Noregi
og þar var samkeppnin gríðarleg. Þar
stökk ég hæst 2,13 metra og eftir það
mót hef ég alltaf verið að fara yfir 2,10
að lágmarki á mótum. Á æfingum er
ég ekki að einbeita mér of mikið að
hæðinni og þar er það atrennan sem
ég æfi einna mest. Á síðasta ári voru
strákarnir á heimslistanum að stökkva
í kringum 2,20 metra þannig að það er
markmiðið mitt núna. Ég hef góðan
tíma til þess að ná því markmiði og ég
tel það mjög raunhæft enda aðeins
fimm sentimetrum frá stökkinu mínu
um helgina. Ég horfi svo til Bandaríkj-
anna upp á skólagöngu að gera því ég
hef hug á því að fara í framhaldsnám
þar eftir menntaskóla á íþróttastyrk.
Þar ætti ég líka að geta fengið mjög
góða þjálfun því það eru engir eigin-
legir hástökksþjálfarar á Íslandi sem
eru bara að einbeita sér að þeirri grein
eins og úti í Bandaríkjunum sem
dæmi. Ég ætti því að geta lært mun
meira úti en á Íslandi.“
Evrópumót U18 ára fer fram í Rieti
á Ítalíu um miðjan júlí og þá fer heims-
meistaramót U20 ára fram í Nairobi í
Kenía í byrjun júlí en þangað stefnir
íslenski hástökkvarinn.
„Það eru fimm keppnisferðir á döf-
inni hjá mér næsta sumar, þar á meðal
EM U18 og HM U20, þannig að það er
nóg fram undan. Ég þarf að velja og
hafna þegar kemur að mótum því
stundum stangast þau hvert á við ann-
að en ég hef lagt áherslu á það í gegn-
um tíðina að keppa í mínum aldurs-
flokki gegn andstæðingum á svipuðum
aldri og ég er á, þótt það sé vissulega
gaman að keppa á þessum allra
stærstu mótum líka,“ bætti hástökkv-
arinn efnilegi við í samtali við Morgun-
blaðið.
Hálfpartinn
þvingaður í
frjálsíþróttir
Sextán ára hástökkvari bætti 23 ára
gamalt piltamet í greininni innanhúss
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Bestur Kristján Viggó Sigfinnsson er Íslandsmeistari í hástökki karla inn-
anhúss eftir að hafa farið yfir 2,15 metra á Meistaramótinu um helgina.
Liverpool slapp með skrekkinn í
bráðfjörugum leik gegn West Ham
í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu á Anfield í gærkvöld og
knúði að lokum fram sigur, 3:2.
Sadio Mané skoraði sigurmarkið á
81. mínútu en markvörðurinn Al-
isson var bjargvættur Liverpool
undir lokin þegar hann varði frá
Jarred Bowen úr dauðafæri. Liver-
pool hefur þar með unnið 18 leiki í
röð og jafnaði með því met Man-
chester City í sigurleikjum í deild-
inni. Þá er liðið nú aðeins 12 stigum
frá meistaratitlinum.
Liverpool slapp
fyrir horn
AFP
Sigurmark Sadio Mané fagnar
ásamt Trent Alexander-Arnold.
Frank Lampard, knattspyrnustjóri
Chelsea, kveðst hafa skoðað vel
viðureign Tottenham og Bayern
München í Meistaradeildinni í vetur
þegar Bayern vann 7:2 sigur í
London. Chelsea tekur á móti Bay-
ern í 16-liða úrslitunum á Stamford
Bridge í kvöld. „Við eigum eftir að
lenda í vandræðum einhvern tíma í
þessum tveimur leikjum því Bayern
er ótrúlegt lið þegar það er með
boltann en það verður krefjandi að
leysa það,“ sagði Lampard í gær. Í
hinum leik kvöldsins mætast Napoli
og Barcelona.
Verðum einhvern
tíma í vanda
AFP
Chelsea Frank Lampard stýrir lið-
inu gegn Bayern í kvöld.
Einar Sigtryggsson
Akureyri
Ísland er komið á blað á HM kvenna
í íshokkí sem fer nú fram á Akur-
eyri. Ísland mætti funheitu liði
Nýja-Sjálands í gærkvöldi. Eftir
slæman 6:1-skell gegn Ástralíu í
fyrrakvöld stigu íslensku stelpurnar
allt í botn og keyrðu yfir Nýsjálend-
inga. Ísland vann góðan 4:1 sigur
eftir að hafa legið í sókn stóran part
leiksins.
Leikmenn Íslands komu grimmir
til leiks og var 2:0 eftir fyrsta leik-
hlutann. Stöllurnar Sunna og Silvía
Rán Björgvinsdætur sáu um að
skora en þær spila saman með
Södertälje í Svíþjóð. Saga Blöndal
bætti við glæsimarki í öðrum leik-
hluta og var því 3:0 á töflunni þegar
lokaleikhlutinn hófst. Sá leikhluti
var langfjörugastur og sóknarleikur
góður hjá báðum liðum. Hvort lið
skoraði eitt mark. Nýja-Sjáland
minnkaði muninn í 3:1 um miðjan
leikhlutann en mínútu síðar svaraði
Silvía Rán. Sigur Íslands var því
aldrei í hættu. Báðir markverðirnir
voru í stuði og komu í veg fyrir fleiri
mörk með glæsilegum vörslum.
Allt annað var að sjá til liðs Ís-
lands í gær eftir skelfilegt tap í
fyrsta leiknum gegn Ástralíu, þar
sem Ísland lenti 6:0 undir. Þá var
mikið slen yfir liðinu og leikmenn að
vinna illa saman. Liðið hafði ham-
skipti á milli leikja og með sömu
spilamennsku ætti það að ná langt á
mótinu.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Mark Silvía Björgvinsdóttir skorar annað mark Íslands úr þröngu færi.
Hamskipti á milli
leikja hjá Íslandi
Fyrsti sigurinn á HM á heimavelli