Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Norski flugherinn er kominn til Íslands og tók í gær formlega við loftrýmisgæslu Íslands. Um er að ræða fyrstu aðgerð norska flughersins þar sem nýjar F-35 þotur hans eru notaðar utan Noregs, en þjálfun og undirbúningur í notkun þeirra hef- ur staðið yfir í tvö ár. „Við vorum að ljúka því ferli í nóvember og erum núna, örfáum mánuðum seinna, komnir í þetta verk- efni og það sýnir NATO með hversu litlum fyrirvara við get- um hrint af stað svona umfangsmiklum aðgerðum,“ segir Sig- urd Tonning-Olsen, fjölmiðlafulltrúi norska flughersins. Hann segir um að ræða stórt verkefni þar sem mannskap- urinn er 150 einstaklingar og eru það fleiri en þegar norski flugherinn hefur sinnt loftrýmisgæslu með F-16 þotum sínum. Ásamt flugmönnum eru innan herliðsins sem statt er hér á landi einstaklingar sem meðal annars sinna öryggisgæslu og annast eldsneyti auk slökkviliðsmanna, flugvirkja og tækni- manna. Jafnframt eru mættir sérhæfðir starfsmenn norska flughersins á sviði ratsjáreftirlits sem munu þjálfa íslenska starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem annast ratsjáreftirlit. „Þetta er krefjandi verkefni skipulagslega. Við erum ánægð með að fyrsta verkefnið með F-35 sé hafið og að það skuli vera á Íslandi,“ segir Tonning-Olsen. gso@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Um 150 Norðmenn sinna loftrýmisgæslu Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Arnar Þór Ingólfsson Íslendingurinn sem fyrst greindist með kórónuveiru hér á landi hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og sætir nú heimasóttkví. Öll níu sem greinst hafa með veiruna sæta slíkri sóttkví, en þau munu vera við ágæta heilsu þó þau finni fyrir ein- kennum á borð við hósta, beinverki og hita. Alls sæta um 260 Íslend- ingar sóttkví um þessar mundir, þar af nokkrir starfsmenn Landspítala. Hefur því nú verið beint til heil- brigðisstarfsfólks að bíða með allar utanlandsferðir þar til ljóst verður hvernig útbreiðsla veirunnar þróast. Viðbragð vegna kórónuveirunnar hefur ekki verið uppfært frá því fyrsta smitið var staðfest. „Það getur vel verið að það þurfi að breyta áætl- unum eftir því hvernig þróunin verð- ur. Ef það fara að verða einhverjar alvarlegar sýkingar og sýkingar fara að dreifa sér, þá gæti þurft að leita annarra ráða. En það er ekki inni í myndinni á þessu stigi,“ segir Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Evrópusambandið ákvað í gær að hækka sitt viðbúnaðarstig og skil- greinir ástandið nú sem „miðlungs eða mikla hættu“ eftir að fjöldi smita á Ítalíu tvöfaldaðist á tveimur sólarhringum. Þar eru smit orðin fleiri en 2.000 og dauðsföll á sjötta tug. Efnahags- og framfarastofnun- in (OECD) hefur jafnframt lækkað spá sína um hagvöxt á heimsvísu í 2,4% og hefur hún ekki verið lægri síðan efnahagskreppan skall á árið 2008. Von er á niðurstöðum úr fleiri sýnatökum síðar í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stöðufundur Ekki þykir enn ástæða til að uppfæra viðbragð, en áhersla er lögð á að hefta útbreiðslu innanlands. Á þriðja hundrað manns sætir sóttkví  Heilbrigðisstarfsfólk beðið að bíða með utanlandsferðir Alþýðusamband Íslands (ASÍ) vek- ur athygli á því að launafólk sem sett er í sóttkví eða er gert að halda sig heima að læknisráði og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess að það sé sýkt af kórónuveiru eða hugsanlegir smitberar hennar sé að mati sambandsins óvinnufært vegna sjúkdómsins. Slík forföll séu greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga, en til stendur að miðstjórn ASÍ fjalli um stöðuna sem upp er komin og við- brögð við henni á fundi næstkom- andi miðvikudag, en samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda sæta 260 Íslendingar sóttkví eftir ferðalög um áhættusvæði um þess- ar mundir. Landsþingi frestað og þjálf- arar forðist óþarfa snertingar Í ljósi þeirrar óvissu sem skapast hefur vegna kórónuveirusmitanna hefur stjórn Viðreisnar ákveðið að fresta landsþingi flokksins sem fara átti fram 14. og 15. mars, en stefnt er að því að það fari þess í stað fram í haust. Þá hefur aðalstjórn íþróttafélagsins Fylkis mælst til þess að iðkendur, þjálfarar og aðrir sem komi að starfi félagsins hugi vel að persónulegu hreinlæti og að þjálfarar forðist óþarfa snertingar milli iðkenda og starfsmanna. Áhrifa veirunnar gætir í atvinnulífinu  Starfsfólk í sóttkví fái greitt, segir ASÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.