Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020
✝ Ágúst Stefáns-son fæddist í
Hafnarfirði 22.
maí 1937. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut 24.
febrúar 2020. For-
eldrar hans voru
Stefán Stefánsson
trésmiður, frá
Fossi í Grímsnesi,
f. 24. janúar 1902,
d. 1. desember 1999, og Þórunn
Ívarsdóttir húsfreyja, frá Mýr-
um Álftanesi, Álftaneshreppi, f.
31. maí 1904, d. 19. apríl 1967.
Systkini Ágústs eru Bryndís, f.
9. maí 1930, d. 15. maí 2008,
Stefán, f. 26. september 1931, d.
21. september 2006, Karl, f. 27.
nóvember 1932, Jón Valgeir, f.
24. júní 1934, Sigurður, f. 20. júlí
1939. Einn eldri bróður átti
Ágúst sammæðra, hann hét
Ágúst Markússon en hann lést 9
ur þeirra er Leonard.
Ágúst ólst upp í Hafnarfirði
og var búsettur þar alla tíð.
Hann fór í Vélstjóraskólann og
vann sem vélstjóri á sjó í nokkur
ár, svo í landi í Íshúsi Hafn-
arfjarðar en síðustu árin fram
að eftirlaunum vann hann við
leigubílaakstur. Ungur að árum
fór hann að vinna ýmis störf í
bænum og við sveitastörf á
sumrin. Hann stundaði fótbolta
og handbolta hjá Haukum. Þeg-
ar hann komst á eftirlaun vann
hann í sjálfboðavinnu í lávarða-
deild Hauka. Ágúst veiktist af
berklum 29 ára árið 1966 og á
Vífilsstöðum kynntist hann eig-
inkonu sinni. Þau náðu bæði
bata og hófu búskap á Holtsgötu
7 en keyptu sér fljótlega íbúð að
Sléttahrauni 32. Síðan byggðu
þau sér hús á Glitvangi 21 og
bjuggu þar allt þar til þau seldu
það og keyptu íbúð á Norður-
bakkanum fyrir 5 árum.
Ágúst verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
3. mars 2020, og hefst athöfnin
klukkan 15.
ára að aldri árið
1935 úr hvítblæði og
var Ágúst skírður í
höfuðið á honum.
Ágúst kvæntist
10.6. 1967 Önnu
Matthildi Þórðar-
dóttur talsímakonu,
f. 19.12. 1946. Börn
þeirra eru: 1) Þórð-
ur, f. 1967, kvæntur
Friðnýju Heimis-
dóttur, f. 1975, börn
þeirra eru Heimir Snær, Olga
María og Emil Þór. 2) Helga, f.
1971, gift Birgi Loftssyni, f.
1967, börn þeirra eru Anna
Ágústa, Kári Þór, Ágúst Jens og
Jón Gunnar. 3) Ívar Þór, f. 1973,
kvæntur Bylgju Hrönn Björns-
dóttur, f. 1975, börn þeirra eru
Hrannar Þór og Dagur Már.
Bylgja á einnig son, Hermann
Björn, og Ívar á dóttur, Andreu
Ósk, sambýlismaður hennar er
Anton Freyr Ársælsson og son-
Í dag kveð ég ástkæran föður
og gaflara Ágúst Stefánsson,
fæddur 1937 á Holtsgötu 7 í
Hafnarfirði. Hann ólst upp í
Hafnarfirði í stórum systkina-
flokki og hef ég heyrt margar
góðar sögur um ýmis prakkara-
strik af honum og hans bræðr-
um og æskuvinum. Hann og
góðir vinir fundu meðal annars
út að hægt var að slökkva á
ljósastaurum bæjarins með
geisla frá vasaljósi að fótósellu
stauranna. Faðir minn byrjaði
ungur að spila með íþróttafélag-
inu Haukum, bæði fótbolta og
síðar handbolta fram að átján
ára aldri, þá með 2. flokki árið
1955.
Foreldrar mínir kynntust á
Berklahælinu á Vífilsstöðum.
Faðir minn og móðir, Anna
Matthildur Þórðardóttir, giftu
sig árið 1967 og eignuðust okkur
þrjú systkinin þar sem ég er
elstur. Heimili foreldra minna
var ávallt tryggur staður og oft
gestkvæmt.
Faðir minn hélt ungur til sjós
og einungis 16 ára lenti hann í
sjóslysi þegar Eddan frá Hafn-
arfirði fórst í Grundarfirði árið
1953. Þessi atburður hafði áhrif
á ungan dreng. Hann hélt áfram
til sjós með kafararéttindi í
mörg ár og upplifði annað sjó-
slys árið 1972 þegar Hafliði fórst
úti fyrir Grindavík en þá varð
mannbjörg. Eftir þetta fór hann
að vinna meira í landi við ýmis
störf, sem leigubílstjóri, vélstjóri
í Íshúsi Hafnarfjarðar þar til
hann hætti störfum kominn á
áttræðisaldur. „Haukataugin“
gerði vart við sig á ný og hann
ásamt fleirum í Lávarðadeild
Hauka styrktu sitt félag með að
frakta bílaleigubílum frá Leifs-
stöð til Reykjavíkur um gott
skeið.
Faðir minn var handlaginn
maður sem kom sér afar vel
þegar undirritaður missteig sig í
umferðinni og kom heim með
klesstan bíl. Hann var alltaf
ráðagóður og hjálpsamur með
viðhald á húsnæði okkar systk-
inanna og kenndi ýmissa grasa í
bílskúrnum á Glitvanginum.
Faðir minn var ávallt ljúfur og
þægilegur og studdi mig vel í
mínum fyrstu sporum í atvinnu-
lífinu, meðal annars í sumar-
vinnu og aukavinnu í Íshúsinu
og BSH þar sem hann vann. Síð-
ar hvatti hann mig áfram í mínu
námi og starfi og var mér góð
fyrirmynd. Við feðgar áttum
einnig góða viku saman aðeins
við tveir sumarið 2016 í Ósló við
endurbætur á húsi mínu, þá að
verða áttræður.
Föður mínum þótti gaman að
ferðast og minnist ég margra
ferða með fjölskyldu Sigga og
Messí með bros á vör. Í þessum
ferðum var oftar en ekki farið í
sund enda góður sundmaður
með kafararéttindi þar á ferð.
Ýmis var fararkosturinn á mín-
um yngri árum en það kom ekki
að sök, til að mynda Trabant-
ferð í Þjórsárdalinn. Seinni árin
ferðuðust foreldrar mínir mikið
um á húsbílum og hjólhýsum
bæði innanlands og utan með
fjölskyldu og vinum.
Árið 1999 kynntist ég konu
minni sem faðir minn tók með
opnum örmum sem og okkar
þremur börnum. Það hefur verið
yndislegt að fylgjast með föður
mínum í afahlutverkinu. Barna-
börnin eru orðin mörg og meira
að segja einn langafadrengur
sem öll hafa haft mikla gleði af
samverustundum með afa sín-
um. Hans verður sárt saknað
með sitt jákvæða viðhorf, hlýju
og umhyggju en ekki minnst
smá grallaraskap og stóra faðm-
inum.
Hvíl í friði, faðir minn.
Þórður Ágústsson
og fjölskylda.
Elsku pabbi, nú hefur þú yf-
irgefið þennan heim eftir erfið
veikindi. Þetta var erfiður tími
en alltaf hélt maður í vonina um
að þú yrðir betri og fengir þinn
fyrri kraft því þú hafðir alltaf
verið heilbrigður og hress. Eftir
lifir minningin um góðan mann
sem alltaf var til staðar og vildi
leggja öllum lið. Þegar maður
rifjar upp frásagnir frá æskuár-
um þínum kemur margt í hug-
ann. Pabbi æfði íþróttir með
Haukum, bæði fótbolta og hand-
bolta, og keppti síðast með 2.
flokki Hauka í handbolta árið
1955. Allur bærinn var leikvöllur
barna á þessum tíma; lækurinn,
holtið, bryggjan og svæðin í
kring, t.d. skautað á Ástjörn.
Það var alltaf vinsælt að fara í
þrjúbíó á sunnudögum að sjá kú-
rekamynd.
Pabbi fór snemma að vinna.
Hann fór í sveit á sumrin strax á
unga aldri á Þúfu í Ölfusi og
vann við ýmis sveitarstörf þar
en eitt sumar var hann í Meiri-
Tungu í Holtum.
Hann fór ungur á sjóinn og 16
ára fór hann á ms. Eddu á síld-
veiðar í Grundarfirði. Skyndi-
lega kom ofsavindur þannig að
skipið sökk. Hann og sjö aðrir
komust lífs af en níu skipverjar
dóu. Þetta var erfið lífsreynsla
fyrir ungan dreng en hann hélt
áfram á sjónum eftir þetta.
Hann var vélstjóri á Guðrúnu
Þorkelsdóttur og á Hring. Hann
lenti síðan í öðru sjóslysi árið
1972, þá sökk lítill bátur, Hafliði
Guðmundsson, við Grindavík
með pabba og tvo aðra skipverja
en þeim var öllum bjargað úr
sjónum af skipverjum á Hafn-
artindi.
Hann vann líka ýmis önnur
störf í landi en lengst af í Íshús-
inu í Hafnarfirði og svo við
leigubílaakstur.
Árið 1966 veiktist hann af
berklum og fór á Vífilsstaði en
þar kynntist hann mömmu. Þau
náðu bata og hófu búskap.
Pabbi og mamma ferðuðust
mikið bæði á húsbílum innan-
lands og um Evrópu og seinna
með hjólhýsi hér innanlands.
Margar útilegur voru farnar
með okkur börnin og í skíðaferð-
ir í Bláfjöll. Ferðalag um Norð-
urlöndin með hjólhýsi árið 1976
er mjög eftirminnilegt. Þau ferð-
uðust líka með vina- og frænd-
fólki til alls konar landa í skipu-
lögðum ferðum.
Pabbi hafði gaman af að spila
alls konar spil og var lengi í
spilaklúbbi sem nefndist Hinn
eini sanni en þar spiluðu þeir
bridds. Einnig fór hann upp í
Hraunsel og spilaði við eldra
fólkið þar. Hann fór líka reglu-
lega í sund í Suðurbæjarlaug og
átti marga félaga þar.
Pabbi var rólegur að eðlisfari
með mikið jafnaðargeð. Það var
mikill kostur, sérstaklega í
leigubílaakstrinum, þegar hann
þurfti að fást við alls konar fólk í
misjöfnu ástandi. Hann var
ráðagóður og alltaf tilbúinn að
hjálpa til og veita stuðning, fjöl-
skyldu og vinum. Hann var mjög
handlaginn og sérstaklega góður
með vélar og gat sinnt viðhaldi á
bílum. En bílar og mótorhjól
voru hans áhugamál lengi vel og
átti hann marga flotta bíla um
ævina.
Á síðustu árum, þegar hann
var komin á eftirlaunaaldur,
vann hann í sjálfboðavinnu við
keyrslu hjá Haukum.
Elsku pabbi, þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig
og fjölskyldu mína, að vera til
staðar og veita aðstoð. Krakk-
arnir minnast afa síns með hlýj-
um hug og góðum minningum.
Minningin um þig lifir í hjarta
okkar. Guð geymi þig.
Helga Ágústsdóttir.
Hann Gústi mágur minn var
góður vinur sem við hjónin
minnumst með þökk.
Hvar skal byrja þegar sagan
er löng og fjöldi góðra minninga
vaknar í minni?
Anna systir og Gústi kynntust
á Vífilsstöðum þar sem þau leit-
uðu lækninga við berklum og
Guð gaf þeim heilsu og ást sem
entist þeim í farsælu hjónabandi
í hálfa öld.
Þau voru samhent og dugleg
og áttu fallegt heimili hvar sem
þau bjuggu en lengst af áttu þau
heimili á Glitvangi 21. Þar reistu
þau fallegt einbýlishús. Ég var
smiður við þá byggingu en Gústi
var þá vélstjóri á síldarbát. Þeg-
ar það kom fyrir að Gústi var í
landi var hann óðara kominn í
bygginguna að flýta fyrir verk-
inu, jafnvel þó það væri bara
eins dags stopp í landi. Ég minn-
ist þess oft þegar hann örþreytt-
ur, reisti sig upp og leit í kring-
um sig á spýtur og steypujárn
og sagði: „Allt hefst það.“ Þessi
yfirlýsing lýsir Gústa vel, hann
kláraði verkin og sérhlífni eða
uppgjöf var ekki til í hans bók-
um.
Gústi var mikill dugnaðar-
forkur, jafnvígur á tré og járn
og útsjónarsamur. Vélstjórarétt-
indin nýttust honum vel til sjós
og lands. Hann var í mörg ár
vélaverkstjóri í frystihúsi og
stjórnaði frystivélum ásamt
öðru. Starfsævinni lauk Gústi
sem leigubílstjóri og það var
sama hvaða starfi Gústi sinnti,
hann vann öll sín verk af sam-
viskusemi eins og alltaf væri um
draumastarfið að ræða.
Gústi var mjög hjálplegur og
alltaf boðinn og búinn til að gera
greiða, þau eru ótalin handtökin
sem hann aðstoðaði mig við ým-
islegt og þegar foreldrar mínir
bjuggu á Borg og Anna farin að
búa komu þau ungu hjónin auð-
vitað oft í heimsókn, fyrst ein en
svo með börnin. Að mörgu var
að hyggja í sveitinni og fé-
lagsskapur þeirra vel þeginn.
Gústi þekkti vel til sveitastarfa
enda mörg ár sumarstrákur á
Þúfu í Ölfusi á uppvaxtarárunum
enda lá hann ekki á liði sínu til
hjálpar í þeim heimsóknum.
Langt er síðan þetta var og
afkomendahópurinn nú stór í
barnabörnum og barnabarni.
Þau eru ótalin mörgu matar-
og kaffiboðin sem við Eygló höf-
um notið hjá Gústa og Önnu og
þegar Gústi var 80 ára hélt hann
upp á afmælið sitt í Danmörku
og okkur hjónunum buðu þau að
dvelja hjá sér í góðri íbúð. Gústi
var þann tíma svo sprækur að
hann gekk alla af sér og síst af
öllu hefði nokkur trúað því að
tæpum þrem árum seinna yrði
hann allur. Hjá Dönum áttum
við góða viku og sá tími varð-
veitist í góðum minningum.
Þórður bauð í mikla siglingu um
hafnarsvæðið og nutum við hjón-
in góðs af þeirri afmælisgjöf. Ég
er ekki frá því að örlað hafi á
gamla sjóarasvipnum í andlits-
dráttum Gústa á þeirri siglingu
og vel til fundið hjá Dodda sem
sat við stýrið að bjóða pabba sín-
um í bátsferð í tilefni afmælisins.
Gústi var mikill á velli, stór og
sterkur, en þegar líffærin gefa
sig og hjartað ræður ekki lengur
við það sem því er ætlað þá er
oft fátt til varnar og loks kom að
því að þessi mikli góði drengur
orkaði ekki að segja: „Allt hefst
það.“ Eftir stutta en erfiða bar-
áttu kvaddi hann í faðmi sinna
nánustu.
Elsku Anna. Innileg samúðar-
kveðja til þín og þinna. Í Guðs
friði.
Ársæll Þórðarson og
Eygló Karlsdóttir.
Ágúst Stefánsson
Síðustu daga hafa
margar yndislegar
minningar skotið
upp kollinum þar sem elsku
amma mín leikur aðalhlutverkið.
Amma var svo dásamleg, yndis-
lega forvitin, áhugasöm um allt
sem við vorum að gera og góð-
hjörtuð. Það var alltaf mikil til-
hlökkun að fara norður til ömmu
og afa enda hvergi betra að vera.
Amma var alltaf skælbrosandi,
með opinn faðminn og við vorum
svo innilega velkomin og augljós-
lega búið að bíða eftir okkur þeg-
ar við loksins komum eftir
keyrslu að sunnan. Ég átti miklar
gæðastundir með ömmu og afa
þegar ég stundaði nám í HA.
Klukkutímarnir sem við amma
sátum saman við eldhúsborðið að
leggja hvor sinn kapalinn á
kvöldin og spjalla um allt milli
himins og jarðar eru ómetanleg-
ar minningar í safnið okkar. Það
er svo margt sem hægt er að
skrifa en erfitt að lýsa því með
orðum hvers konar demantur
amma mín var. Það er ekki langt
síðan við kvöddum afa og var
amma svo ótrúlega sterk og dug-
leg.
Hún flutti suður til okkar og
báru mamma, Ásdís, Ragna og
Deddi hana á höndum sér. Sam-
band hennar við börnin sín var
einstakt, þvílík væntumþykja á
báða bóga og eiga börnin hennar
hrós skilið fyrir það hvernig þau
létu marga af draumum hennar
rætast þetta rúma ár sem hún bjó
í bænum.
Nú þegar kveðjustundin er
komin sé ég ömmu og afa fyrir
mér standa fyrir framan Byggða-
veginn, afi með aðra höndina yfir
axlir ömmu og amma með hönd-
ina utan um mittið á afa. Amma
sendir fingurkoss og afi kveður
að hermannasið.
Ég horfi á þau út um aftur-
gluggann á bílnum okkar eins og
ég gerði alltaf þegar við ókum á
brott, með augun full af tárum og
kökk í hálsinum yfir því að ferða-
lagið okkar sé búið en hugsa um
leið hvað ég er heppin að þetta
eru amma mín og afi, þar vann ég
í lottói lífsins.
Hafi elsku amma mín þökk
fyrir allt.
Rakel Margrét Viggósdóttir.
Elísabet Kemp
Guðmundsdóttir
✝ Elísabet KempGuðmunds-
dóttir fæddist 10.
nóvember 1933.
Hún lést 21. febr-
úar 2020.
Útför Elísabetar
var gerð 28. febr-
úar 2020.
Ég fer í huganum
í eldhúsið á Byggða-
veginum. Þar sitja
tvær hlæjandi kon-
ur, kaffi á könnunni
og rúllur í hárinu.
Það er verið að setja
permanent og
spjalla um allt og
ekkert – hlátrasköll-
in eru smitandi og
mamma og Elsa
frænka eru í essinu
sínu. Lalli er eitthvað að brasa í
blöðum en kemur annað slagið í
eldhúsið og tekur þátt í spjallinu
og þá verða hlátrasköllin enn
hærri. Þetta er eitthvað svo nota-
leg minning.
Þótt það séu mörg ár síðan ég
bjó á Akureyri finnst mér ég allt-
af komin heim þegar þangað er
komið. Hluti af þeirri tilfinningu
hefur verið sá fasti punktur að
heimsækja Elsu og Lalla. Á með-
an Lalli ræddi tunglferðir, flug,
íþróttir eða annað áhugavert við
krakkana mína eða manninn
minn náði ég gæðastund með
Elsu. Þau Elsa og Lalli urðu síð-
an tengsl mín við fortíðina, við
mömmu sem unga konu og við
þau pabba á upphafsárum þeirra
saman. Sögurnar, upplýsingarn-
ar og væntumþykjan sem skein
af frásögnum Elsu og Lalla af
mömmu, fyrst í Helgamagra-
stræti og svo með pabba í Aust-
urbyggðinni, eru mér afar dýr-
mætar. Þau Elsa og Lalli voru
samrýnd hjón og ást þeirra fal-
leg. Eftir að Lalli kvaddi í lok árs
2018 tók Elsa þá hugrökku
ákvörðun að flytja frá Akureyri
til Reykjavíkur til að vera nær
fjölskyldunni. Ég veit frá fyrstu
hendi að það var einstakt tæki-
færi sem þau áttu saman, systk-
inin fjögur og Elsa, barnabörnin
og fjölskyldan öll í ótal kvöld-
verðum, leikhúsferðum og á veit-
ingastöðum. Það var líka notalegt
að koma til Elsu í Einholtið þar
sem hún hafði komið sér svo vel
fyrir og var svo ánægð með að
vera komin í námunda við þann
fjársjóð sem hún átti í fjölskyld-
unni sinni.
Ég vil þakka þér Elsa fyrir að
vera mér svo góð, fyrir að hringja
í mig á afmælisdeginum mínum,
jafnvel til Ítalíu þegar ég var
skiptinemi fyrir næstum þrjátíu
árum, og fyrir allar sögurnar af
mömmu. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa náð að hitta þig síðustu
daga og geta kvatt þig brosandi.
Innilegar samúðarkveðjur til
Evu, Ásdísar, Rögnu og Sigurðar
Stefáns og fjölskyldunnar allrar.
Hvíl í friði elsku frænka,
Ragna.
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann