Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020
Stærðir: 18–24
Verð: 9.995
Margir litir SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
í fyrstu skónum frá Biomecanics
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
Alhliða bókhaldsþjónusta
Eignaskiptayfirlýsingar
Fjárhagsbókhald Afstemmingar
Viðskiptamannabókhald
Launavinnslur Virðisaukaskattur
Reikningagerð
Skattframtöl Ársreikningar
Fjármálastjórn Áætlanagerð
Eignaskiptayfirlýsingar Skráningartöflur
Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S: 896 4040
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Bolir
Kr. 6.900
Str. S-XXXL
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA dregur
í efa að ákvæði um leyfisveitingar í
stjórnarfrumvarpi um leigubifreiða-
akstur, sem nú er fyrir Alþingi, séu í
samræmi við 31. grein samningsins
um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta
kemur fram í bréfi sem Valgerður
Guðmundsdóttir, aðstoðarforstöðu-
maður skrifstofu innri markaðar
ESA, sendi samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytinu í október í
fyrra. Bréfið var gert opinbert í
fyrsta sinn á vef Alþingis í síðustu
viku.
Frumvarpið um leigubílaakstur
má rekja til bréfs sem ESA sendi ís-
lenskum stjórnvöldum í janúar 2017.
Þar kom fram að stofnunin hefði haf-
ið frumkvæðisathugun á leigubif-
reiðamarkaðnum á Íslandi og mögu-
legum hindrunum að aðgengi að
honum. Var frumvarpið samið og lagt
fram á Alþingi í haust sem leið til að
koma í veg fyrir að ESA höfðaði
dómsmál á hendur íslenska ríkinu, en
á því voru taldar nokkrar líkur.
Í frumvarpinu eru þau skilyrði sett
að hver sá sem stundar leigubifreiða-
akstur hér á landi skuli hafa rekstr-
arleyfi og til að fá það þarf viðkom-
andi að eiga lögheimili innan
EES-svæðisins og starfsstöð hér á
landi sem sé virk og traust. Frá þeirri
starfsstöð skal starfseminni vera
stjórnað og þar skulu öll grunnvið-
skiptaskjöl er varða reksturinn vera
geymd og aðgengileg. Að auki er
gerð krafa um viðeigandi starfshæfni
og gott orðspor.
Í bréfi ESA kemur fram að stofn-
unin telur að leigubifreiðaakstur á
Íslandi heyri undir ákvæði 31. grein-
ar EES-samningsins. Þar er kveðið á
um staðfesturétt, rétt til að hefja og
stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi
og fyrirtækjarekstur í öðru EES-ríki
samkvæmt sömu lögum og reglum og
viðkomandi ríki setur eigin ríkis-
borgurum. Í ljósi dóma EFTA-dóm-
stólsins og og Mannréttindadómstóls
Evrópusambandsins (CJEU) þurfi
að vera skýr rök fyrir öllum þreng-
ingum á réttindum samkvæmt um-
ræddri grein samningsins. Vera
megi að ákvæði um leyfisveitingar í
frumvarpinu brjóti gegn 31 grein-
inni. ESA hyggst fylgjast með fram-
vindu málsins og meta stöðuna þegar
frumvarpið hefur verið afgreitt.
Gæti brotið gegn samningi
Eftirlitsstofnun EFTA gerir athugasemdir við stjórnarfrumvarp um leigubifreiðar
Frumvarpið var samið vegna athugunar ESA á íslenskum leigubifreiðamarkaði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frumvarp ESA telur takmarkanir leyfisveitinga fara gegn EES-samningi.
Háskóli Íslands fékk góða heimsókn
í gær. Þangað mætti nýr rektor Uni-
versity of Minnesota (UMN), Joan
T.A. Gabel, ásamt átta manna sendi-
nefnd. Kynntu þau sér starf háskól-
ans og funduðu með ýmsum fulltrú-
um skólans um aukið samstarf
skólanna tveggja.
Gabel varð í fyrrasumar fyrsta
konan til að gegna starfi rektors
UMN og heimsóknin til Íslands er
fyrsta ferð hennar til erlends sam-
starfsskóla. Á dagskrá í heimsókn-
inni var m.a. fundur með Jóni Atla
Benediktssyni rektor og öðrum
stjórnendum Háskóla Íslands.
UMN og Háskóli Íslands hafa átt
í samstarfi um stúdenta-, kennara-
og starfsmannaskipti í 38 ár en
UMN var fyrsti erlendi skólinn sem
Háskólinn gerði slíkan tvíhliða sam-
starfssamning við. Skólarnir hafa
jafnframt á síðustu árum eflt rann-
sóknasamstarf sitt og er áhugi á að
útvíkka samstarfið enn frekar, bæði
í rannsóknum og kennslu, segir í til-
kynningu um heimsóknina.
Auk styrktarsjóða beggja skóla er
starfandi hér á landi Hollvinafélag
fyrrverandi nemenda UMN á Ís-
landi. Jónína Ólafsdóttir Kárdal,
náms- og starfsráðgjafi við Háskóla
Íslands, er formaður félagsins.
Minnesota-háskóli var stofnaður
árið 1851 og stunda rúmlega 60 þús-
und nám við skólann á nokkrum
stöðum í fylkinu en langstærsti
kampusinn er í Minneapolis/St.
Paul. Skólinn er alhliða rannsókn-
arháskóli og er m.a. í 79. sæti á
matslista Times Higer Education yf-
ir bestu háskóla heims.
HÍ fékk góða heim-
sókn frá Minnesota
Nýr rektor háskólans með sendinefnd
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Heimsókn Rektor UMN og sendinefnd í aðalbyggingu háskólans í gær.
Heimildir til gerðar tímabundinna
leigusamninga eru takmarkaðar
verulega, stuðlað er að gerð lang-
tímaleigusamninga og virkari for-
gangsrétti leigjenda til áframhald-
andi leigu. Þetta er á meðal þeirra
þátta sem er að finna í frumvarpi
til laga um breytingu á húsa-
leigulögum. Ásmundur Einar
Daðason, félags- og barnamála-
ráðherra, kynnti breytingarnar á
opnum fundi í gær sem bar yfir-
skriftina: „Það á að vera öruggt að
leigja“.
Eftir hrunið árið 2008 stækkaði
leigumarkaðurinn um 70%. Á ár-
unum 2013-2019 hækkaði leigan
um 45% og
tekjulægri ein-
staklingar hafa
færst meira yfir
á leigumark-
aðinn.
Árið 2019
greiddu 22%
leigjenda yfir
helming ráðstöf-
unartekna í
húsaleigukostn-
að. Um 8.000 heimili greiða yfir
50% af ráðstöfunartekjum í leigu-
kostnað. Þetta kom meðal annars
fram á fundinum. Tillögurnar eru
alls 48 og skiptast í átta flokka.
48 tillögur í frumvarpi um húsaleigu
Ásmundur Einar
Daðason
Allt um
sjávarútveg