Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Grásleppuveiðar mega hefj-ast í næstu viku og er þaðfyrr heldur en venjulega.Talsverðar takmarkanir verða á veiðisvæðum við vestanvert landið til að minnka meðafla og verða veiðar bannaðar á 14 tilteknum svæð- um, samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðherra. Í grunninn eru svæðin samkvæmt tillögum Landssambands smábátaeigenda, en tvö friðunarhólf voru stækkuð, þ.e. við Vatnsnes og í Faxaflóa. Meðafli spendýra og fugla hefur um nokkurt skeið verið vandamál við veiðar á grásleppu og er meðal annars helsta ástæða þess að veiðarnar misstu vottun MSC árið 2018, segir í frétt ráðuneytisins. Þar kemur eink- um til umtalsverður meðafli sjófugla auk landsels og útsels, sem eru á vá- lista Náttúrufræðistofnunar. „Það er mat LS að ákvörðun félags- ins að leggja til bann við grásleppu- veiðum á 14 afmörkuðum svæðum kunni að vega þungt þegar vottunar- stofa fer yfir umsókn þar um. Svæðin eru valin með tilliti til þess að þar er mikið af landsel og því hætta á að hann veiðist sem meðafli við grá- sleppuveiðar,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Þar segir um upphafsdag vertíðar, að í stað 20. mars eins og verið hefur í áratugi, verði nú heimilt að leggja netin 10. mars. „Hætt er við að mörg- um bregði við þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir óbreyttum upphafstíma.“ Veitt í 44 daga í fyrra Þá segir á vef LS að það séu von- brigði að í reglugerð sé ekki ákvæði um að heimilt verði að gera hlé á veið- um án þess að veiðidagar telji. „Með slíkri heimild væri hægt að forðast meðafla og netatjón þegar veðurspá gerir ráð fyrir langvarandi brælu.“ Í upphafi vertíðar er miðað við 25 daga á hvert veiðileyfi, en eins og áð- ur verður dagafjöldi endurskoðaður í ljósi ráðgjafar Hafrannsóknastofn- unar sem vænta má fyrir 1. apríl. Í fyrra var leyft að stunda veiðar í 44 daga og er þá miðað við samfelldan fjölda daga frá því að net eru lögð. Í frétt ráðuneytisins er bent á að til að bregðast við vandamálum vegna óæskilegs meðafla við grásleppu- veiðar sem og til að bregðast við bágu ástandi selastofna við landið hafi und- anfarin misseri verið gripið til ýmissa aðgerða. M.a. hafi ráðherra sett reglugerð um bann við öllum beinum veiðum á sel sem og sölu selaafurða. Eftirlitsmenn um borð Nú er komið í reglugerð um grá- sleppuveiðar að í stað fjögurra daga skuli net ekki vera lengur í sjó en þrjá daga áður en þeirra sé vitjað. Nýtt smáforrit, Afladagbókin, skráir sjálf- krafa staðsetningu báta við veiðar, en skipstjórnarmenn skrá afla, ástand hans og meðafla með einföldum hætti í forritinu. Með tilkomu þessa forrits er þess vænst að skráning batni til muna. Heildarlengd neta verður óbreytt. Fram kemur í frétt ráðuneytisins að ákveðið hafi verið að stórauka eft- irlit Fiskistofu með grásleppuveiðum. Í reglugerðinni segir m.a. um þennan þátt. „Telji Fiskistofa að meðafli grá- sleppuveiðibáts sé að aflasamsetn- ingu frábrugðinn meðafla annarra grásleppuveiðibáta á svipuðum veiði- svæðum skal Fiskistofa setja veiðieft- irlitsmann um borð í bátinn til að fylgjast sérstaklega með veiðum hans í einn dag. Skal útgerð grásleppu- veiðibátsins tilkynnt um ákvörðun Fiskistofu. Telji Fiskistofa að ástæða sé til að fylgjast áfram með veiðum grá- sleppuveiðibátsins vegna meðafla, skal útgerð bátsins bera kostnað af veru veiðieftirlitsmanns Fiskistofu um borð frá og með öðrum degi …“ Svæðum lokað til að forðast meðafla Bannsvæði á grásleppuveiðum Svæði sem verða lokuð fyrir veiðum með hrognkelsanetum vertíðina 2020 vegna hættu á meðafl a sjávarspendýra Heimild: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Erdogan,forsetiTyrklands, hefur löngum sýnt að hann er ekkert lamb að leika sér við og hann er reiðubúinn að tefla á tvær hættur. Hann slapp þó aðeins naum- lega þegar hluti hers lands hans gerði sprengjuárásir á sumarhús forsetans. Fjand- vinur Erdogans, Pútín, leið- togi Rússsa, varaði starfs- bróðurinn við því hvers honum sýndist vera von örskömmu áður en sprengjurnar féllu. Ýmsir hafa verið mjög hugs- andi yfir því að Bandaríkja- menn, sem eru með mikla her- stöð í Tyrklandi, skyldu ekki hafa verið í hlutverki þess sem barg lífi forsetans, því ótrú- legt þykir að þeirra njósna- hnettir hafi ekki vitað jafn- mikið eða meira en þeir rússnesku. Það vakti einnig athygli að þessa örlagaríku nótt og morguninn eftir vildu hvorki Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, né Obama for- seti fordæma uppreisn Tyrkjahers gagnvart þjóð- kjörnum forseta í Natóríki. Það fór ekki á milli mála að þeir félagar vildu sjá hvort herinn myndi hafa erindi sem erfiði, áður en þeir tækju af- stöðu! Erdogan braut uppreisn þessa hluta hersins á bak aftur með atbeina almennings í Ist- anbul með hreint ævintýra- legum hætti. Og þegar hann hafði sýnt að hann hefði enn tögl og hagldir var fylgt mjög fast á eftir. Hundruð manna voru hand- tekin næstu daga og þá ekki síst „svikararnir í þjóðar- hernum“. Þá var tekið til við meinta áhangendur þeirra og beina og óbeina stuðnings- menn. Og var þá víða komið við. Dómurum sem Erdogan taldi að hefðu stutt eða haft samúð með uppreisnarmönn- um var ýtt úr embættum og sumir handteknir. Sömu örlög biðu fjölmargra starfsmanna á ýmsum fjölmiðlum landsins og víða í stjórnkerfinu. Ekki þarf að taka fram að þegar svo snör handtök voru höfð styttu menn sér mjög leið og aðfarirnar hefðu ekki stað- ist neina skoðun og því síður samanburð við það sem al- mennt er talið gilda í vestræn- um lýðræðisríkjum. Að vísu er þar hvergi að finna reynslu fyrir því hvernig skuli brugð- ist við ef herinn reynir að taka forseta lands af lífi með morð- árás. Samband Tyrklands og leið- toga Evrópusam- bandsins hefur verið sérkennilegt síðustu árin og jafnvel áratugi. Látið hefur verið eins og Tyrkland hafi verið á hægri hreyfingu í átt til þess að ganga í Evrópusambandið. En þeir sem hafa átt trúnaðar- samtöl við þá sem mestu hafa ráðið í Evrópu á þessum tíma voru ekki duldir þess að þar var um hrein látalæti að ræða. Nokkur kaflaskil urðu þeg- ar Merkel, kanslari Þýska- lands, sýndi óvæntan og ótrú- legan dómgreindarskort þegar hún óvænt bauð flótta- menn utan landa ESB hjartanlega velkomna í stórum stíl til Þýskalands og þar með auðvitað til þeirra landa álfunnar sem tilheyra sambandinu. Þegar flóttafólk- ið fyllti milljónina á undra- skömmum tíma og fór enn hratt vaxandi sprakk Merkel á limminu enda henni orðið ljóst að hún hafði óvart tekið ákvörðun um að leysa ESB upp stöðvaði hún ekki þessa þróun. Í miklu óðagoti og neyð var samið við Erdogan forseta að halda nærri þremur milljónum flóttamanna innan gaddavírs- girðinga gegn gjaldi, allt þar til mál skipuðust til betri veg- ar, sem hefur svo dregist. Frá þessum tíma hefur for- setinn veifað þessari ógn yfir ráðmönnum í Berlín og Bruss- el. Hann hefur sakað þá um að standa ekki við greiðslur sínar fyrir fangagæsluna. Og hann hefur ekki látið við það sitja heldur haft í hótunum um að lyfta upp gaddavírnum bæði vegna þessa greiðslufalls og ekki síður þegar evrópskir leiðtogar hafa dregið taum andstæðinga Tyrklands að mati forsetans. En fram að þessu hefur for- setinn látið hótanirnar duga. En í helgarlokin taldi Erdog- an að nóg hefði nú reynt á hans þolinmæði og sanngirni og beindi hann nokkur hundr- uð þúsund flóttamönnum í átt til Grikklands og sá þeim fyrir fari með langferðabifreiðum að landamærunum. Staða kanslara Þýskalands var fyrir allnokkru orðin mjög veik og hún átt fullt í fangi með að fá að sitja áfram í sín- um stóli. Þetta skynjar Erdog- an vel og kýs því að láta á við- kvæmustu málin reyna. Þessi vandi kynni því að magnast hratt, rétt eins og önnur smit sem veröldin er að eiga við af sífellt veikari mætti um þessar mundir. Það er mörg veiran sem getur undið upp á sig með illviðráðanlegum afleiðingum. Nú verður ekki betur séð en að endur- teknar hótanir Erdogans séu að breytast í veruleika} Enn er barið að dyrum K órónuveiran Covid-19 fer nú eins og logi um akur heims- byggðarinnar. Sýktum til- fellum fjölgar stöðugt. Nú hefur veikin greinst í um 70 löndum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin dregur lappirnar við að lýsa yfir heimsfaraldri þó Covid-19 uppfylli tvö af þeim þremur skil- yrðum sem til þurfa að koma svo það megi verða. Í fyrsta lagi: Veiran smitast milli manna, veiran er banvæn og þriðja skil- yrðið er svo að hún finnist um heim allan, og þannig er staðan í dag. Það er nóg að skoða kort til að sjá það. Nú hafa um 90 þúsund manns fengið veikina. Þar af eru rúmlega þrjú þúsund dáin. Það eru ríflega þrjú prósent þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Átján prósent þeirra sem glíma við sjúkdóminn sem stendur eru skilgreind sem alvarlega veik. Dánarhlutfallið er enn alvarlegra ef litið er til þess hve margir annaðhvort ná bata eða deyja. Tæpum 47 þúsundum er batnað, þrjú þúsund dáin. Það eru sex prósent. Ef tölurnar eru réttar þá eru þetta staðreyndirnar sem við horfumst í augu við. Hér á landi hafa dyrnar fyrir smit inn í landið staðið galopnar. Áherslan lögð á að byrgja brunninn eftir að við værum dottin ofan í hann. Sex hafa þegar greinst með veiruna og um 260 eru í sóttkví. Nú er að taka saman höndum öll sem eitt til að koma í veg fyrir faraldur út um allt land. Í spænsku veikinni 1918, sem líka var inflú- ensa og allir kannast við, létust um 2,6% þeirra sem sýktust í Reykjavík. Talið er að 2/3 Reykvíkinga hafi fengið veikina. Á Akranesi fór hlutfall látinna upp í 4,6%. sem eru álíka eða ívið lægri tölur en við sjáum nú. Gagnvart slíkri vá þjónar engum til- gangi að tala niður hættuna sem af henni stafar. Við verðum að nálgast vandann af yfirvegun og raunsæi. Fólk fer ekki var- lega nema það viti hvað er í húfi. Nú ætti þetta kannski ekki að vera svo alvarlegt mál að sumra mati sem segja að þetta sé nú bara eins og hver önnur flensa. Dánar- tíðnin segir þó allt annað. Samt gerir jafn- vel menntaður og hingað til almennt virtur læknir lítið úr því sem nú stendur fyrir dyrum og getur þróast í stórslys. Ég sem kjörinn fulltrúi sæti jafnvel óbeinu ámæli og er mætt með fyrirlitningu í ríkisfjölmiðlinum RÚV fyrir það að ég skuli dirfast að spyrja spurninga og veita stjórnvöldum aðhald í þessu máli. Það er alveg ljóst að staðan er alvarleg. Í ná- grannalöndum okkar er talað af fullri alvöru um hættuna. Það mun ég líka gera og aldrei láta þagga niður í mér. Inga Sæland Pistill Covid-19 Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Útflutningsverðmæti grásleppuafurða sem fluttar voru á erlenda mark- aði í fyrra nam um 2,8 milljörðum. Grásleppukavíar gaf mestu verðmætin eða rúmlega 1,3 milljarða, söltuð grásleppuhrogn um 850 milljónir og frosin grásleppa rúmar 600 milljónir. Mest af frosinni heilli grásleppu hefur undanfarin ár farið til Kína. Grásleppuveiðar eru bundnar veiðileyfum og á vertíðinni í fyrra voru 249 leyfi í notkun, en meðaltal síðustu tíu ára eru 284 leyfi. 2,8 milljarðar fyrir afurðir 249 LEYFI VORU NOTUÐ Í FYRRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.