Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Upptökutæki Þér er í lófa lagið að taka upp ! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við þurfum ekki að óttast endur- skoðun. Hún er löngu tímabær og ég er sannfærður um að hún er for- senda frekari framþróunar grein- arinnar,“ sagði Kristján Þór Júl- íusson landbúnaðarráðherra í ávarpi við setningu búnaðarþings í gær. Þar boðaði hann vinnu við gerð land- búnaðarstefnu fyrir Ísland. Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, ræddi einnig um mikilvægi landbún- aðarstefnu í setningarræðu. „Við þurfum að koma á heildstæðri stefnu um landbúnaðinn og hvaða hlutverki hann á að þjóna fyrir þjóðfélagið. Skýr stefna er grundvöllur þess að íslenskur landbúnaður geti þróast og tekist á við þær áskoranir sem landbúnaðargeirinn og dreifbýlið stendur frammi fyrir.“ Guðrún sagði að örar breytingar á ytra umhverfi og neysluháttum væru áskorun fyrir frumframleið- endur og alla fæðukeðjuna. „Þessar breytingar gera það að verkum að landbúnaðarinn þarf að aðlagast nýju umhverfi og það hratt.“ Vinnan er samvinnuverkefni Ráðherra minnti á að búvöru- samningar hefðu lengi verið önnur meginstoð íslensks landbúnaðar. Síðustu samningar tóku gildi í upp- hafi árs 2016 og gilda til 10 ára en gert er ráð fyrir reglulegri endur- skoðun. „Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti og skapar tiltekinn fyr- irsjáanleika. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að til framtíðar þurfi heildstæðari stefnumörkun fyrir ís- lenskan landbúnað,“ sagði Kristján. Hann tók fram að mótun landbún- aðarstefnu yrði samvinnuverkefni bænda, neytenda og atvinnulífs og stuðlaði að frekari sátt um framtíð íslensks landbúnaðar. Tók landbún- aðarráðherra fram að verkefnið yrði í forgangi í landbúnaðarráðuneytinu á næstu misserum og kvaðst hann vonast eftir uppbyggilegu samtali og samstarfi við bændur. Þarf ekki að óttast endurskoðun  Landbúnaðarráðherra boðar vinnu við mótun landbúnaðarstefnu  Formaður Bændasamtaka Ís- lands segir að skýr stefna sé grundvöllur þess að íslenskur landbúnaður geti tekist á við áskoranir Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahafar Fjölskyldurnar á Espiflöt í Biskupstungum og Garði í Eyjafirði tóku við viðurkenningum sínum úr hendi landbúnaðarráðherra. Garðyrkjubýlið Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum og kúabúið Garð- ur í Eyjafirði fengu landbúnaðar- verðlaun ársins 2020. Espiflöt, fyrirtæki Axels Sæland og Heiðu Pálrúnar Leifsdóttur, er einn stærsti framleiðandi blóma hér á landi með mikið úrval teg- unda og litaafbrigða. „Á Espiflöt hefur verið byggð upp glæsileg starfsemi sem er til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði,“ segir í rökstuðningi fyrir verðlaunaveit- ingunni. Aðalsteinn og Garðar Hallgrímssynir reka hið myndar- lega bú í Garði í Eyjafirði með fjöl- skyldum sínum. Þeir eru með tæknivætt kúabú með mikilli rækt- un. Þá er rekið þar kaffihúsið Kaffi kú. „Í Garði er rekin fyrirmyndar- starfsemi þar sem tækniþróun hefur verið nýtt í því augnamiði að auka verðmætasköpun og bæta velferð dýra. Þá hafa bændur í Garði gefið almenningi gott tæki- færi til að kynnast betur íslensk- um landbúnaði,“ segir í rökstuðn- ingi. Espiflöt og Garður verðlaunuð LANDBÚNAÐARVERÐLAUN 2020 Morgunblaðið/Árni Sæberg Búnaðarþing Allmargir gestir voru við setningu þingsins í ár. Þar á meðal voru núverandi og fyrrverandi alþingismenn og ráðherrar. Sorphirða hófst að nýju í Reykjavík í gær eftir að undanþága fékkst frá verkfalli Eflingar vegna lýðheilsu- sjónarmiða. Var byrjað að hirða sorp í Breiðholti og er gert ráð fyr- ir að hægt verði að hirða sorp í Árbæ í dag, en sorphirða er öll á eftir áætlun vegna verkfallsins og má því víða sjá yfirfullar sorptunn- ur og -geymslur í borginni. Reykjavíkurborg vill brýna fyrir fólki að tryggja aðgengi að sorp- geymslum, sé það ekki gert kann úrgangurinn að verða skilinn eftir. Þá er fólki bent á að setja umfram- sorp í stóra plastpoka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lýðheilsusjónarmið komu sorphirðunni af stað á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.