Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 Árið 1420 hófu flæmsku bræðurnir og myndlistarmennirnir Hubert og Jan van Eyck að mála af miklum metnaði flennistóra altaristöflu í 24 hlutum fyrir St. Bavo-dómkirkjunni í borginni Ghent. Verkið var vart hálfnað þegar Hubert lést en Jan lauk verkinu 1432 og hefur Ghent- altaristaflan, sem sýnir tilbeiðslu á Guðs lambinu, verið talið meðal merkustu og mikilfenglegustu verka myndlistarsögunnar, sannkallað lykilverk flæmskrar myndlistar og listsköpunar á fyrri hluta endur- reisnarinnar í norðanverðri Evrópu. Altaristaflan hefur að mestu feng- ið að standa óhreyfð í kirkjunni í Ghent en hefur engu að síður verið stolið sex sinnum. Til að mynda gerði Napóleon hana upptæka um tíma og stillti upp í höllu sinni í París og síðar lét Hitler fjarlægja hana og fundu hinir svokölluðu „monuments men“, herflokkur bandamanna í leit að listaverkum, hana í saltnámu undir lok seinni heimsstyrjaldar- innar en geymslan þar hafði farið illa með meistaraverkið. Árið 1934 var einu málverkanna á framhliðinni stolið og hefur ekki fundist; er eftirgerð í þess stað. Síðustu þrjú ár hefur staðið yfir viðamikil hreinsun og viðgerð á Ghent-altaristöflunni. Mikla athygli vakti þegar forverðir komust að því að einhvern tímann hefur ásjónu lambsins verið breytt og það gert sauðslegra; hreinsun leiddi í ljós að upphaflega hefur það haft mennskan augnsvip sem er nú aftur sýnilegur. Jan van Eyck lifði í rúman áratug eftir að hann lauk við altaristöfluna og varð afar áhrifamikill listamaður sem olli straumhvörfum, í nálgun sinni við myndefni, fyrir meist- aralega tækni og einnig sem frum- kvöðull í notkun olíulita. Um þessar mundir stendur yfir yfirlitssýning á verkum van Eycks í listasafninu í Ghent, í tengslum við hreinsun altaristöflunnar og að sex aldir eru síðan byrjað var að mála hana. Og gagnrýnendur helstu fjöl- miðla eiga ekki nægilega sterk orð til að lýsa hrifningu sinni. Rýnir The New York Times segist hafa ítrekað verið orðlaus við að skoða sýningu þessa „ofurmennis endurreisnar- innar“, en á henni er, með altaris- töflunni, yfir helmingur allra þekkra myndverka eftir van Eyck. Ofurmenni endurreisnarinnar  Meistaraverk Jans van Eyck hyllt á einstakri sýningu í Ghent Lambið Hin rómaða og flennistóra altaristafla bræðranna Huberts og Jan van Eyck frá 1432 sem sýnir menn flykkj- ast að til að sjá lamb Guðs. Taflan hefur ætíð verið í dómkirkjunni í Ghent, utan þau skipti er henni var stolið. Aðdáunarvert Hreinsunin sýnir að lambið fræga fyrir miðju altaristöfl- unnar hefur mennskan augnsvip. Hreinsuð Gestur rýnir í tvö málverkanna af bakhlið töflunnar, af Jóhannesi skírara og guðspjallamanninum Jóhannesi, í listasafninu í Ghent. AFP Lokaverk Madonna við brunn, síð- asta merkta verk van Eyck (1439). Systir Portrett Jans van Eyck af systur sinni Margréti, frá 1439. ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is WHAT YOU CAN’T SEE CAN HURT YOU EL ISABETH MOSS FEBRUARY 28 T H E INV I S I B LE MAN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell ADifferent Kind of Disaster Movie.  Rás 2  FBL m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN BESTA MYNDIN m.a. ÓSKARSVERÐLAUN4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.