Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 SMÁRALIND – DÚKA.IS SQUARE NÝIR LITIR Verð 7.290,- stk. STORM T-Light Verð 8.990,- stk. KERTASTJAKAR CRUSH COUPLE NÝIR LITIR Verð 7.490,- stk. Kórónufaraldurinn gæti orðið veru- leg ógn við ítalskan efnahag og steypt landinu í alvarlega kreppu verði útbreiðsla kórónuveirunnar í landinu ekki hamin hið bráðasta. Efnahagur landsins hefur verið í úlfakreppu árum saman og var landsframleiðsla þar í fyrra um það bil sú sama og fimmtán árum áður, og fjórum prósentum undir því sem hún var árið 2007, skömmu fyrir efnahagskreppuna sem þá var í vændum. Spáir minnkandi framleiðslu Atvinnuleysi hefur einnig verið langvarandi á Ítalíu og mælist nú 28,9 prósent meðal fólks yngra en 25 ára. Aðeins Spánn og Grikkland búa við meira atvinnuleysi af Evr- ópusambandslöndum. Roberto Pe- rotti, prófessor við Bocconi-háskól- ann í Mílanó, segir þjóðar- framleiðslu nær örugglega dragast saman á yfirstandandi ársfjórðungi sem tákni að tæknilega séð muni efnahagslægð ríkja í landinu miðað við þá skilgreiningu að tveir árs- fjórðungar í röð með minnkandi þjóðarframleiðslu teljist efnahags- lægð. Ítölsk heilbrigðisyfirvöld hafa farið halloka í baráttunni við kór- ónufaraldurinn síðustu vikur og voru kórónutilfelli í landinu komin yfir 2.000 í gær og tala látinna stóð í 52 undir kvöld. Sýkingar af völdum veirunnar hafa greinst í 18 ítölskum héruðum og hefur heilu bæjunum víða í Lombardy-héraði verið lokað og íbúar beðnir að halda sig innan- dyra. Kemur þetta sérstaklega illa við iðnað landsins, en Lombardy-hér- aðið stendur undir 40 prósentum iðnaðarframleiðslu Ítalíu. Veruleg ógn við ítalskan efnahag  Kórónufaraldur þyngir stöðuna sem var erfið fyrir AFP Í Mílanó Ferðamaður með grímu á Piazza del Duomo í miðborg Mílanó. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var- aði í gær við því að „milljónir“ flóttamanna tækju fyrr en varði stefnuna á Evrópu og hvatti um leið vestræn ríki til að veita Tyrk- landi aukinn stuðning í tengslum við átökin í Sýrlandi. Sagðist Erdogan einnig vonast til þess að samningar næðust um vopnahlé í Sýrlandi þegar hann fundaði með Vladimír Pútín Rúss- landsforseta síðar í vikunni í kjölfar þeirra hörðu átaka sem geisað hafa í Idlib-héraðinu, en rússneskur herafli í Sýrlandi styður þarlend stjórnvöld í átökunum við Tyrki. Evrópa þarf að sögn Tyrklandsforseta að axla sinn hlut flóttamannavandans sem sprott- inn er af átökunum í Sýrlandi, en þúsundir flóttamanna hafa undanfarna daga þyrpst að landamærum Tyrklands og Grikklands eftir að Erdogan forseti tilkynnti á föstudaginn að Tyrkir myndu ekki hindra flóttamenn á leið til ríkja Evrópusambandsins. Flóttamenn neyta allra ráða Erdogan hefur látið í veðri vaka að fjöldi flóttamanna sé mun meiri en almennt hefur verið áætlað, þeir skiptu þegar hundruðum þúsunda og yrðu áður en langt um liði millj- ónir. Hafa flóttamenn neytt allra ráða til að koma sér frá átakasvæðunum og áleiðis til Evrópu, sögðu grískir hafnaverðir að ungur drengur hefði látist þegar bát, drekkhlöðnum flótta- mönnum, hvolfdi úti fyrir ströndum grísku eyj- arinnar Lesbos. Tyrkir hafa tekið við um fjórum milljónum flóttamanna, flestum af sýrlensku bergi brotn- um, og gerðu um það samkomulag árið 2016 að hindra þá í að halda för sinni áfram til Evrópu gegn milljarða evra styrkjum. Sýrlandsstjórn hefur lýst því yfir að hún hyggist hrekja tyrkneskan herafla frá Idlib- héraðinu og hafði SANA-fréttastofan það eftir stjórnarliðum að þeir væru „ákveðnir í að mæta hinni ósvífnu atlögu Tyrkja með fullri hörku“. Vonast eftir vopnahléi Skrifstofa Erdogans Tyrklandsforseta hefur staðfest að þeir Pútín muni funda í Moskvu á fimmtudaginn og ræða harðnandi stríðsátök í Sýrlandi. „Ég vona að hann [Pútín] muni grípa til viðeigandi aðgerða, svo sem vopnahlés, og okkur takist að finna lausn á aðstæðum,“ sagði Erdogan í gær, en yfirvöld í Kreml hafa lýst því yfir að samstarf við Tyrki hafi skilyrðis- lausan forgang. Talið er að tæp milljón manns hafi verið neydd á flótta vegna átakanna í Idlib-héraðinu sem eru ein þau mestu það níu ára tímabil sem væringarnar í Sýrlandi hafa staðið yfir. Herafli Sýrlands hefur hægt og bítandi sótt fram síðan í desember og náði í gær bænum Saraqeb á sitt vald, að sögn samtakanna Syri- an Observatory for Human Rights sem greindu frá því að með aðstoð rússneskra orr- ustuþotna hefðu sýrlenskar hersveitir náð þar yfirhöndinni. Mannfallið „aðeins byrjunin“ Átök Tyrkja og Sýrlendinga mögnuðust í síðustu viku þegar 34 tyrkneskir hermenn féllu í loftárás Sýrlendinga, sem er mesta mannfall sem þeir hafa orðið fyrir í átökunum og svör- uðu Tyrkir með því að skjóta tvær sýrlenskar herflugvélar niður á sunnudaginn auk þess að fella 19 sýrlenska hermenn í drónaárás. Sagði Erdogan forseti í gær að mannfall Sýrlendinga væri „aðeins byrjunin“ drægju þarlend stjórnvöld ekki hersveitir sínar til baka yfir landamærin sem samkomulag náðist um árið 2018. Tyrkir hafa fram að þessu forðast bein átök við Rússa, en löndin eiga hvort tveggja í sam- starfi um varnarmál og vöruviðskipti. AFP Við landamærin Flóttafólk bíður við Meritsaá í Tyrklandi eftir bátsfari yfir ána í von um að komast til Grikklands. Þúsundir flóttamanna komu um helgina að landamærum Tyrklands og Grikklands. Vonast eftir vopnahléi í Sýrlandi  Erdogan Tyrklandsforseti varar við „milljónum“ flóttamanna  Fundar með Pútín á fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.