Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Endurskoðaðar tölur frá Hagstofu Evrópu, Eurostat, benda til þess að verðlag hér á landi hafi árið 2018 verið 66 prósent hærra en að meðaltali í öðr- um Evrópulöndum. Þegar Eurostat birti í fyrrasumar samanburð á neyslu- útgjöldum heimila í löndum Evrópu ár- ið 2018 kom fram að verðlag á Íslandi væri hæst, 56 prósent hærra en með- altalið í löndum á evrópska efnahags- svæðinu, þannig að endurskoðun taln- anna nú leiðir til verulegrar hækkunar. Fjallað var um þetta á vef Hagstofu Noregs í síðustu viku. Þau lönd sem eru næstdýrust eru Sviss, Lúxemborg og Noregur. Einna lægst er verðlagið í löndunum á Balk- anskaga, svo sem Albaníu og Norður- Makedoníu. Í Tyrklandi er það 62 pró- sent undir meðaltali Evrópulanda. Eins og grafið sem hér fylgir sýnir var matur og drykkur dýrastur í Nor- egi og Sviss en Ísland var í þriðja sæti. Áfengi og tóbak var einnig dýrast í Noregi en Ísland var í öðru sæti. Sam- göngur (bifreiðar og ferðalög) voru og dýrari í Noregi en hér. Aftur á móti voru heilbrigðisþjónusta, menning og tómstundir, skólaganga og hótel- og veitingaþjónusta hvergi dýrari en hér á landi sanmkvæmt þessum endur- skoðuðu tölum. gudmundur@mbl.is Hvergi dýrara en á Íslandi  Verðlag hér var 66% hærra en að meðaltali í öðrum Evrópulöndum 2018 Verðlag nokkurra vöru- og þjónustufl okka Í 6 Evrópulöndum 2018 Matur og drykkur Áfengi og tóbak Heilbrigðis- þjónusta Menning og tómstundir Menntun Hótel og veitingaþjónusta Noregur Ísland Danmörk Svíþjóð Finnland Sviss Heimild: Eurostat og Hagstofa Noregs Morgunblaðið/Golli Nauðsynjar Það kostar oft sitt að versla í matinn hér á landi. Allir reikningar frá ríkissjóði og ríkisstofnunum verða frá og með 1. maí næstkomandi sendir raf- rænt til viðskiptavina. Segir í tilkynningu frá fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu, að markmiðið sé að lækka við- skiptakostnað allra aðila, nútíma- væða viðskiptaumhverfi ríkisins með auknu framboði stafrænnar þjónustu og framfylgja umhverf- issjónarmiðum. Fjársýslan og ríkisstofnanir sjá um að senda reikningana út til viðskiptavina. Þeir verða frá og með 1. maí gerðir aðgengilegir í gegnum pósthólfið á Island.is. Jafnframt verður í boði að fá reikninga senda rafrænt í gegn- um skeytaþjónustu. Reikningar eða greiðsluseðlar, sem verða rafrænir, varða t.d. þing- og sveitarsjóðsgjöld, bif- reiðagjöld, þungaskatt, sektir, komugjöld og fleira. 200 milljóna sparnaður Ráðuneytið segir, að áætlað sé að um 200 milljónir króna sparist á ári með því að nýta rafræna reikninga, m.a. með lækkun prentkostnaðar og póstburðar- gjalda. Unnið hefur verið að því að gera viðskiptaumhverfi ríkisins rafrænt í samræmi við stefnu þar um. 1. janúar síðastliðinn tók gildi ákvörðun fjármála- og efnahags- ráðuneytisins um að allir reikn- ingar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu skyldu gefnir út með rafrænum hætti. Reikningar ríkisins rafrænir Morgunblaðið/Ómar Stjórnarráðið Frá og með 1. maí verða reikningar ríkisins sendir rafrænt.  Markmiðið að lækka kostnað og nútímavæða umhverfið ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.