Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 15
15
Á flakki Þau virtust vel búin, parið sem nýverið gekk um miðborg-
ina í léttri snjókomu. Kom þá gamla regnsláin að góðum notum.
Eggert
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020
Menntatækifæri
hafa margfeldisáhrif í
samfélaginu en ekki
síst fyrir smærri
byggðarlög. Þegar
foreldrar ákveða bú-
ferlaflutninga leika
menntunartækifæri
barna þeirra og ung-
menna stórt hlut-
verk, og það sama
gildir um aðgengi þeirra að íþrótta-
og tómstundastarfi.
Grípum til aðgerða
Nú blasir við mikill slaki í efna-
hagslífinu og hagkerfinu. Töluverð
óvissa ríkir um innlenda efna-
hagsþróun á komandi misserum, af
innlendum orsökum en ekki síður
vegna aukinnar óvissu um alþjóð-
legar hagvaxtarhorfur.
Til þess að koma í veg fyrir lítinn
eða jafnvel engan hagvöxt á næsta
ári þarf að grípa til aðgerða og
veita viðspyrnu. Það er því rétti
tíminn fyrir öll sveitarfélög og rík-
isvaldið að forgangsraða í þágu
menntunar.
Betri fjárhagsstaða
námsmanna
Ríkisstjórnin hefur nú þegar á
teikniborðinu áform um aukna fjár-
festingu í menntakerfinu hér á landi.
Nýtt frumvarp um Menntasjóð
námsmanna felur í sér grundvall-
arbreytingu á stuðningi við náms-
menn. Það mun leiða til betri fjár-
hagsstöðu námsmanna og
skuldastaða þeirra að námi loknu
mun síður ráðast af fjölskyldu-
aðstæðum, þar sem foreldrar í námi
fá fjárstyrk en ekki lán til að fram-
fleyta börnum sínum. Það stuðlar að
betri nýtingu fjármuna, aukinni skil-
virkni og þjóðhagslegum ávinningi
fyrir samfélagið.
Tölum við tækin á íslensku
Meðal annarra mikilvægra fjár-
festingaverkefna má einnig nefna
máltækniáætlun stjórnvalda, sem
þegar hefur verið fjármögnuð. Það
er afar mikilvægt að gera íslenskuna
gjaldgenga í stafrænum heimi og
þróa tæknilausnir sem gera okkur
kleift að eiga samskipti við snjall-
tækin okkar á íslensku. Jafnframt
hefur verið fjárfest ríkulega í fram-
haldsskólamenntun og þá hefur
rekstrarforsendum starfsmennta-
skóla verið gjörbreytt.
Nýir skólar á teikniborðinu
Meðal innviðafjárfestinga sem eru
einnig fram undan í menntakerfinu
má nefna byggingu Húss íslensk-
unnar sem nú er í fullum gangi,
byggingu félagsaðstöðu við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja, viðbygg-
ingu við Fjölbrautaskólann í Breið-
holti og uppbyggingu við
Menntaskólann í Reykjavík. Jafn-
framt er á teikniborðinu undirbún-
ingur að nýjum listaháskóla og nýj-
um Tækniskóla.
Jöfn tækifæri til menntunar
Menntun er lykillinn að framtíð-
inni. Á okkur hvílir nú sú skylda að
horfa fram á við, setja metnaðarfull
markmið og grípa til verka. Það er
dauðafæri til að koma með meiri
innspýtingu og flýta framkvæmdum.
Margar þessara framkvæmda eru
löngu tímabærar og markmið þeirra
allra er að efla menntun og menn-
ingu í landinu. Það er mikilvægt að
allir hafi jöfn tækifæri til menntunar
og geti fundið nám við sitt hæfi. Við
viljum tryggja öllum börnum og
ungmennum slík tækifæri.
Eftir Silju Dögg
Gunnarsdóttur
og Þórarin Inga
Pétursson
» Það er mikilvægt
að allir hafi jöfn
tækifæri til menntunar
og geti fundið nám
við sitt hæfi.
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Höfundar eru þingmenn
Framsóknar.
Fjárfest í menntun framtíðar
Þórarinn Ingi
Pétursson
Það má með sanni
segja að með samblandi
af réttum ákvörðunum,
ótrúlegum vexti ferða-
þjónustunnar og al-
mennri velgengi út-
flutningsgreina okkar
hefur tekist að ná ótrú-
legum árangri í end-
urreisn íslensks sam-
félags á nokkrum árum.
Það er ekki tilviljun, því
grunnurinn er að mestu leyti skyn-
samlegar ákvarðanir sem teknar hafa
verið á hinum pólitíska vettvangi.
Gróskan hefur verið skynsamlega
notuð bæði af fyrirtækjum og hinu
opinbera, m.a. með lækkun skulda og
uppbyggingu hagkvæmra innviða og
fjárfestinga sem aukið hafa hag-
kvæmni rekstrar. Þetta gerir okkur
mögulegt að bregðast við þeim sam-
drætti sem birtist okkur nú um
stundir.
Við þessar aðstæður er mikilvægt
að taka réttar ákvarð-
anir og í raun nauðsyn-
legt, því ef við mis-
stígum okkur getur það
haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir heimili og
fyrirtæki sem birtast
munu í vaxandi erf-
iðleikum.
Kjaramál eru ákveð-
inn grunnur og við verð-
um að byggja á þeirri
víðtæku sátt sem náðst
hefur með lífskjara-
samningum. Ábyrgð
allra aðila er mikil í þeim efnum og
stóryrtar herskáar yfirlýsingar þjóna
engum tilgangi í þeirri umræðu. Ef
taka á ákveðna hópa út fyrir sviga í
þeim kjaraviðræðum sem nú standa
yfir verður það að gerast í sátt við
heildina. Aðstæður bjóða ekki upp á
að hver berjist í sínu horni. Hagsmuni
heildarinnar verður að setja í forgang
og þeir sem bera hér mesta ábyrgð
eru aðilar vinnumarkaðarins.
Á vettvangi stjórnmálanna verður
að stíga fast en jafnframt varlega til
jarðar. Við þessar aðstæður er mik-
ilvægt að send séu skýr skilaboð sem
auka munu traust og von þannig að
fjárfestingar á almennum markaði
taki duglega við sér. Við erum í ein-
stökum færum í þeim efnum vegna
þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið
með hallalausum rekstri ríkisins og
uppgreiðslu skulda á undanförnum
árum. Til eru stjórnmálamenn sem
við þessar aðstæður vilja steypa rík-
inu í nýjar skuldir og má skilja af orð-
um þeirra að þeir gleymi því að skuld-
ir þarf að borga til baka. Slíkt tal er
ábyrgðarlaust, sem er svo sem ekki
óþekkt á vettvangi stjórnmálanna.
Tillaga formanns Sjálfstæð-
isflokksins um að selja lítinn hluta af
eignum ríkisins í fjármálafyr-
irtækjum og nota það fjármagn til
uppbyggingar í verðmætum inn-
viðum er skynsamleg og áhættulaus
leið í anda þess sem hann hefur haft
að leiðarljósi í störfum sínum sem
fjármálaráðherra. En banki er ekki
vara þar sem kaupendur bíða í röð-
um. Slík sala krefst yfirvegunar og
opinnar umræðu til að skapa traust á
þeirri leið sem farin verður. Á sama
tíma verða fjárfestingar að hefjast á
þessu ári og skila sér af fullum þunga
á því næsta.
Til að auka traust á þeim aðgerðum
sem gripið verður til er nauðsynlegt
að grípa til tímabundinnar skuldsetn-
ingar á grunni þeirra eigna sem sett-
ar verða í söluferli. Að mínu mati ger-
ist það best með því að sett verði á
laggirnar opinbert fyrirtæki sem fái
afsalað hlutabréfum í Íslandsbanka
sem á sama tíma verði sett í söluferli.
Því fyrirtæki verði gert að fjármagna
þær milljarðaframkvæmdir, til við-
bótar þeim sem þegar liggja fyrir og
nauðsynlegt er að farið verði í strax.
Jafnframt verði fyrirtækinu heimilað
að efna til lántöku meðan á söluferli
stendur.
Þau verkefni sem verður að horfa
til við þessa viðbótarfjármögnun eiga
fyrst og fremst að vera verkefni sem
augljóslega skila sem mestum arði
fyrir samfélagið. Þar eru verkefni
tengd samgönguáætlun augljós, verk-
efni við vegakerfi, hafnarbætur og
flugvelli. Sama hvernig á það er litið,
þá eru fá ef nokkur verkefni sem
stuðla eins mikið að auknum hagvexti
til skemmri og lengri tíma litið.
Nú á að sýna kjark, áræði og frum-
kvæði. Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins hefur kynnt ábyrga og örugga leið
í þeim efnum. Grundvallaratriði er að
söluferli á fjármálafyrirtæki í eigu
ríkisins sé opið og leiðin vörðuð þeim
markmiðum að um það náist víðtæk
samstaða. Það er hægt.
Nú er kominn tími til aðgerða.
Eftir Jón
Gunnarsson » Tillaga um að selja
lítinn hluta af eignum
ríkisins í fjármálafyrir-
tækjum til fjármögnunar
uppbyggingu í innviðum
er skynsamleg
og áhættulaus leið.
Jón Gunnarsson
Höfundur er þingmaður fyrir
Suðvesturkjördæmi og ritari
Sjálfstæðisflokksins.
Nú er kominn tími til aðgerða
Logi, ég er rétt í þann
veginn að verða sjötíu og
eins árs að aldri og þegar
ég lít til baka og spyr
hvaða sjúkdómar hafi lagt
að velli flesta af þeim sam-
ferðamönnum mínum sem
eru horfnir á vit feðra
sinna, og síðan hvað hafi
helst komið í veg fyrir að
samfélagið fengi notið
þeirra hæfileika sem sum-
ir skólafélaga minna sýndu af sér sem
ungir menn og konur, þá er svarið við
báðum spurningunum áfengi. Sumir
fæðast með mikla tilhneigingu til þess
að verða alkar en allir geta drukkið sig
þangað. Vandamál einstaklinga og sam-
félagsins af völdum áfengis er í báðum
tilfellum í réttu hlutfalli við það magn
sem er drukkið og það er hafið yfir allan
vafa að það magn sem er drukkið er í
réttu hlutfalli við það hversu auðvelt er
að nálgast það. Langtíma áhrif af of-
neyslu áfengis eru auknar líkur á lifr-
arbilun, háþrýstingi, hjartabilun,
krabbameini í vélinda, krabbameini í
maga, krabbameini í lifur og brisi,
krabbameini í blöðru og brjóstum og
sykursýki og alls konar skemmdum í
heila og úttaugakerfi. Skammtíma áhrif
áfengisneyslu í óhófi eru ölvun, sem
eykur líkur á ofbeldi alls konar og slys-
um. Algengustu dánarorsök fólks á
aldrinum 15 ára til fertugs á Íslandi má
rekja til neyslu fíkniefna, þar sem
áfengi spilar mikla rullu og oftar en ekki
er það fíkniefni sem menn
byrja á og nota með öðr-
um efnum. Langtíma og
skammtíma afleiðingar
neyslu áfengis í óhófi
kosta heilbrigðiskerfið
meira en nokkuð annað,
nema ef vera skyldi hár
meðalaldur þjóðarinnar.
Skammtíma afleiðingar af
óhóflegri neyslu áfengis
eru síðan ábyrgar fyrir
meiri kostnaði við lög-
gæslu en nokkuð annað
eitt og sér.
Það er út af þessu, Logi, sem það
væri óábyrgt að auka aðgengi að áfengi
á Íslandi með því að leyfa íslenska net-
verslun og ýta því kröftugar að fólki
með því að leyfa áfengisauglýsingar.
Aukið aðgengi þýðir aukin neysla sem
þýðir aukinn allur sá vandi sem er rak-
inn hér að ofan. Sú röksemd að það séu
áfengisauglýsingar í erlendum fjöl-
miðlum og á fésbók er slöpp í besta falli.
Þær auglýsingar skapa vanda sem slík-
ar, sem réttlæta á engan hátt íslenskar
auglýsingar, sem myndu bæta gráu of-
an á svart. Það er meira að segja vel
þess virði fyrir íslenska ríkið að velta
því fyrir sér að fara í skaðabótamál við
fésbók vegna þess óskunda sem auglýs-
ingar þeirra, ólöglegar hér á landi,
kunna að hafa valdið. Það sama á við um
röksemdina um erlenda netverslun með
áfengi sem fólk nýti sér á Íslandi. Það
væri skynsamlegast að loka fyrir hana
með lagasetningu í stað þess að bæta of-
an á hana íslenskri netverslun og meira
áfengi ofan í þá sem síst skyldi.
Logi, þetta er ekki spurning um að hafa
vit fyrir fólki með íþyngjandi forræð-
ishyggju. Þetta er svipað því og að hafa
hámarkshraða á vegum úti. Þetta er ekki
spurning um að koma í veg fyrir að þeir
sem vilja sækja sér áfengi geti það. Það er
enginn bagalegur skortur á aðgengi að
áfengi á Íslandi. Þetta er spurning um að
gera það auðveldara þeim sem ættu ekki
að drekka, að halda sig frá áfengi og það
er ekki íþyngjandi forræðishyggja heldur
fyrirbyggjandi læknisfræði. Í lok greinar
þinnar segirðu: „Treystum fólki og setjum
reglur sem eru skynsamlegar, frjáls-
lyndar og umfram allt eðlilegar.“ Logi, fé-
lagi og fóstbróðir, í fyrsta lagi ef þú færir
á AA fund kæmistu að raun um að alkinn
verður að gera sér grein fyrir því að hann
getur ekki treyst sjálfum sér þegar kemur
að áfengi. Þangað til er hann í bráðri
hættu. Í öðru lagi geta reglur sem eru lík-
legar til þess að auka áfengisneyslu hvorki
talist skynsamlegar né eðlilegar. Í þriðja
lagi hafa reglur ekki lund og geta því
hvorki talist frjálslyndar né íhaldssamar,
en þær geta aukið frelsi á sama tíma og
þær geta annaðhvort aukið eða minnkað
þann kærleika sem við sýnum þeim sem
eiga undir högg að sækja.
Unglingurinn í fjölmiðlum
Eftir Kára
Stefánsson
Kári Stefánsson
» Opið bréf til Loga Berg-
manns í tilefni síðasta
pistils hans í sunnudags-
blaði Morgunblaðsins.
Höfundur er forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar.