Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Iðnaðarmenn vinna að því í kappi við tímann að ljúka smíði nýrra söluhúsa við Ægisgarð í Gömlu höfninni í Reykjavík fyrir sumarið. Mikilvægt er að ljúka verkinu áður en háannatími hvalaskoðunarfyrir- tækja gengur í garð. Jarðvinna vegna húsanna og lagna hefur gengið heldur brösug- lega að undanförnu vegna tíðarfars, að því er fram kemur í minnisblaði Guðmundar Eiríkssonar, forstöðu- manns tæknideildar Faxaflóahafna, sem lagt var fram á síðasta stjórn- arfundi hafnanna. Nokkur flókin úrlausnarefni Guðmundur bætir við að upp hafi komið upp nokkur flókin úrlausn- arverkefni við útfærslu húsanna út frá gögnum hönnuða. Þessum út- færsluatriðum fari fækkandi svo bundnar eru vonir við að tafir vegna þessa séu yfirstaðnar að mestu. Hafnarstjórn ákvað á fundi 12. apríl 2019 að taka tilboði E. Sig- urðssonar ehf. í byggingu söluhús- anna við Ægisgarð. Tilboðsverðið var 398,6 milljónir króna. Gengið var frá verksamningi 15. maí, 2019 og gerir hann ráð fyrir að verkinu verði lokið 30. apríl 2020. Á verkfundi 23. janúar sl. var bókað að verktakinn reikni með að standa við ákvæði samningsins um afhendingu og lagði hann fram drög að endurskoðaðri verkáætlun því til staðfestingar. Guðmundur segir í minnisblaðinu að það sé álit starfsmanna tæknideildar, sem sjá um verkefnastýringu og eftirlit, að allt þurfi að ganga upp svo verkinu ljúki innan þessa tímaramma. Unnið er að gerð samningsforms vegna væntanlegra leigjenda að- stöðunnar við Ægisgarð. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti í fyrra að gerður yrði afnotasamningur við eftirfarandi fyrirtæki vegna nýrra söluhúsa við Ægisgarð: Special To- urs, Elding, Sea Safari, Seatrips, Reykjavík by Boat, Happy Tours og Katla Whale Watching. Mun aðstaða þessara fyrirtækja til að selja farmiða í hvalaskoð- unarferðir og aðrar ferðir batna stórlega með tilkomu nýju húsanna. Vinna í kappi við tímann við söluhús  Ótíðin í vetur hef- ur tafið framkvæmd- ir við nýju húsin sem rísa við Ægisgarðinn Morgunblaðið/sisi Í byggingu Framkvæmdir í fullum gangi við smíði húsanna við Ægisgarð og er unnið virka daga sem um helgar. Húsin eiga að vera tilbúin fyrir sumarið. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þyrluskíðavertíðin er að hefjast. Enn virðist vera aukning í þessari grein ferðaþjónustunnar sem grundvallast á innflutningi er- lendra ferðamanna að megninu til. „Það er nokkuð vel bókað. Maður hefur þó smá áhyggjur af veir- unni,“ segir Björgvin Björgvinsson skíðamaður sem rekur Viking Hel- iskiing og gerir út frá Siglufirði á fjöll á Tröllaskaga. Áætla má með að um 1.000 manns nýti þessa þjón- ustu hér á landi á ári hverju. Þrjú fyrirtæki stærst Þrjú fyrirtæki eru stærst í þess- ari grein, öll með aðalstarfsemi sína á Tröllaskaga, tvö íslensk og eitt bandarískt. Auk Viking Heliskiing má nefna Arctic Heli Skiing sem Jökull Bergmann rekur og gerir út frá Klængshóli í Skíðadal, afdal Svarfaðardals. Það fyrirtæki aug- lýsir einnig þyrluskíðaferðir til Grænlands og býður slíkar ferðir í Glerárdal ofan Akureyrar. Þriðja fyrirtækið eru Deplar Heli Skiiing í Fljótum. Sex til sjö þyrlur eru í flutningum með skíðafólk allan daginn á hávertíðinni og er ekki pláss fyrir mikið fleiri á þessu svæði, að sögn Björgvins. Þótt fyrirtækin geri út á svipuð svæði segir Björgvin að engir árekstrar verði. Reynt sé að hafa samvinnu þannig að menn séu ekki að fara á sömu fjöllin á sama tíma. Flug- menn og leiðsögumenn ræði mikið saman í þeim tilgangi. Reynt fyrir sér víðar Fyrirtækin hafa reynt fyrir sér á öðrum svæðum. Björgvin segir til dæmis að hans fyrirtæki hafi boðið ferðir í fjöll við Skjálfandaflóa og inni í Eyjafirði. Þá hafi verið reynt að bjóða þyrluskíðaferðir á Suður- og Suðvesturlandi. „Það eru fínustu fjöll þar en snjórinn er ekki nógu áreiðanlegur. Hann er mest hér fyrir norðan,“ segir Björgvin. Til þess að fara inn á nýtt svæði þarf ýmis leyfi, bæði til að nýta landið, til að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og flugöryggi Bergmenn ehf. hafa haft leyfi til að nota þyrlur til að flytja skíðafólk upp á fjöll við Glerárdal inn af Ak- ureyri frá árinu 2017. Leyfin hafa verið gefin út til eins árs og svo var einnig nú þótt fyrirtækið óskaði eftir fimm ára leyfi. Glerárdalur er fólkvangur og þurfti leyfi Umhverf- isstofnunar auk Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Umhverfisstofnun telur í umsögn sinni að þetta form útivistar sam- rýmist friðlýsingarskilmálum fólk- vangsins. Leyfið var veitt með skil- yrðum, meðal annars um að þyrlurnar myndu ekki trufla annað útivistarfólk í dalnum og fjöllunum og gætt yrði sérstaklega að vatns- vernd. Enn aukning í þyrluskíðamennsku  Þrjú stærstu fyrirtækin gera út á Tröllaskaga  Áætlað er að 1.000 manns nýti sér þjónustuna  6-7 þyrlur í flutningum á fólki allan daginn yfir hávertíðina  Ekki nægur snjór á Suðurlandi Morgunblaðið/Snorri Guðjónsson Tröllaskagi Þyrla og búnaður tilbúinn fyrir næsta rennsli niður fjall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.