Morgunblaðið - 18.03.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 18.03.2020, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er búið að vera mikill hasar og það er lítið sofið þessa dagana,“ segir Guðmundur Magnason, for- stjóri Heimkaupa. Mikil aukning hefur verið í net- verslun með matvöru eftir að kór- ónuveirufaraldurinn kom upp. Síðan ljóst varð að samkomubann yrði sett á í byrjun vikunnar hefur enn frek- ari aukning orðið og verslanir eiga erfitt með að anna eftirspurn. „Það hefur verið fjórfalt eða fimmfalt meiri sala í matvöru en var áður,“ segir Guðmundur sem segir að mikið af ferskvöru, svo sem kjöti og fiski, hafi selst upp um helgina. Aukningin er slík að Guðmundur hefur þurft að bæta við vakt í út- keyrslu. „Við fengum Prime Tours í lið með okkur en þeir sjá um keyrslu fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. Það er gott að geta mannað þetta með ein- hverjum sem þarf ekki að láta fara þegar þessi törn er búin, þá fara þeir bara aftur í sína vinnu. Áður keyrð- um við út frá klukkan ellefu á morgnana en núna byrjum við klukkan níu og keyrum út til klukk- an níu á kvöldin.“ Guðmundur kveðst merkja það að eldra fólk sé nú farið að hætta sér út á forað netverslunar og sé það fagn- aðarefni. „Aukningin er hlutfallslega langmest hjá fólki yfir sextugu. Yngra fólkið var kannski bara komið inn en nú hrúgast eldra fólkið inn.“ Mikil ásókn í störf hjá Nettó „Það varð einfaldlega áhlaup í lok síðustu viku en við náðum utan um þetta aftur á mánudaginn,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs Nettó, um netverslun fyrirtækisins. Hann líkir ásókn Íslendinga á þessum tíma við það þegar slegist var um miða á landsleiki í aðdrag- anda EM 2016. „Eftirspurnin var bara margfalt meiri en við gátum sinnt. Starfsfólk okkar lyfti þó grett- istaki og kom okkur í gegnum skafl- ana,“ segir Gunnar en loka þurfti fyrir pantanir klukkan 16 á föstudag og fyrir hádegi á laugardag og sunnudag. Þá var ekki svigrúm til að afgreiða fleiri pantanir þá daga. Gunnar segir að búið sé að teikna upp sviðsmyndir um það hvernig verslun geti þróast næstu vikurnar. Enn sé mikil aukning í spurn eftir heimsendingu á matvöru. Nettó aug- lýsti eftir starfsfólki um helgina og hátt í 300 umsóknir bárust. Gunnar segir að augljóst sé að margir fram- halds- og háskólanemar sjái sér hag í því að vinna meðfram námi á næst- unni. Þá hafi Aha, sem sér um út- keyrslu fyrir Nettó, keypt tíu nýja bíla að undanförnu. „Í dag höfum við ekki áhyggjur af því að það vanti fólk til að vinna hjá okkur og keyra út. Flöskuhálsinn er aðstæður. Við höfum ekki nægilegt rými fyrir pantanir, kæla og frysti- aðstöðu til að geyma pantanir,“ segir Gunnar. Hann segir að áskorunum sem þessum fylgi alltaf eitthvað gott. „Ég held að við séum nú að horfa á neyslubreytingu til frambúðar. Við munum trúlega taka inn fimm ára þróun netverslunar á næstu sex mánuðum. Núna erum við komin á þann stað sem ég bjóst við að við værum á eftir fimm ár.“ Brauð og matur í heimsendingu Veitingamenn bregðast nú við breyttum aðstæðum sem skapast af samkomubanninu. Þannig var til- kynnt í gær að Grandi Mathöll hefði opnað fyrir pöntunarþjónustu á net- inu. Hægt er að panta og sækja eða fá sent heim af veitingastöðum í mathöllinni í gegnum vefsíðu henn- ar. Fyrst um sinn verður sent heim í póstnúmerin 101, 102, 105, 107 og 170 en samkvæmt tilkynningu bæt- ast fleiri póstnúmer við bráðlega. Þá býður Björnsbakarí nú heimsend- ingu í póstnúmerum 101, 107 og 170. Bæta við vakt til að geta ann- að eftirspurn  Sprenging í matarsendingum hjá Heimkaupum  Plássleysi hrjáir Nettó Morgunblaðið/Eggert Netverslun Bílstjórar Heimkaupa höfðu í nógu að snúast í gær. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta gekk nú bara mjög vel. Við einfölduðum skólastarfið mjög mikið og vonumst með því eftir að geta haldið lengur úti einhverri þjón- ustu,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla. Fyrsti kennsludagur var í skólum í gær eftir að samkomubann gekk í gildi. Misjafnt er eftir skólum hvern- ig starfið er útfært en algengt er að þeir séu tvísetnir og nemendur séu um það bil 2-3 klukkustundir í skól- anum í senn. Magnús segir að Seljaskóla hafi verið skipt upp í svæði og inngangar séu afmarkaðir. „Foreldrar hafa greinilega lesið öll tilmæli skilmerki- lega og krakkarnir voru afslappaðir og nutu þess að vera hérna. Það er nú stóra málið, að finna þeim vett- vang til að hittast og líða vel,“ segir hann. Mikið er lagt upp úr þrifum í skól- um og segir Magnús að þar eð að- standendur nemenda í Seljaskóla hafi snemma greinst með kórónu- veiruna sé fyrir nokkru búið að upp- færa þrifaáætlun. Þó vel hafi gengið fyrsta daginn verði að taka einn dag í einu. „Þetta er heljarinnar verkefni en ég er heppinn með starfsfólk. Við förum eftir tilmælum landlæknis og fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma heldur sig heima. Ég missti eina tíu þannig og svo er fólk að fara í sóttkví,“ segir Magnús. Ekkert skólastarf var í Háteigs- skóla í Reykjavík í gær eftir að tveir kennarar við skólann og starfsmaður í félagsmiðstöð greindust með kór- ónuveiruna. Tugir kennara og nem- enda hafa verið sendir í sóttkví. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborg- ar, sagði síðdegis í gær að allir væru að fóta sig í þessu nýja landslagi og kvaðst ekki vita annað en fyrsti dag- urinn hafi gengið þokkalega fyrir sig í skólum borgarinnar. „Ég veit að það kom einhverjum foreldrum á óvart að ekki væri veitt meiri þjón- usta en raun bar vitni. Fólk hefur verið að bera sig saman og sér að lengd og skipulag skólastarfs er mis- munandi eftir skólum. Skýringin er einfaldlega sú að skólabyggingar eru ólíkar og staðan í starfsmannamál- um er það líka. Krafan um fjölda nemenda skýrir þessa uppskiptingu sem víða er. Þetta er bara eðlilegt. Seinast þegar menn voru í svona stöðu, 1918, var grunnskólunum bara lokað. Fólk er vant góðri þjón- ustu og því eru þetta mikil við- brigði.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Seljaskóli Nemendur biðu úti eftir að vera hleypt inn í gærdag. Sumir voru með grímur og hreinlætis var gætt. Krakkarnir afslappað- ir í breyttu umhverfi  Skólastarf hófst á ný í gær eftir að samkomubann tók gildi Heilbrigðisráðherra getur veitt undanþágu frá takmörkun á skóla- starfi vegna farsóttar ef ekki er talin hætta á að slíkt fari gegn markmiðum opinberra sóttvarna- ráðstafana. Þegar liggja fyrir úr- skurðir í þremur slíkum málum. Umsókn MK um undaþágu fyrir tvo hópa nemenda, annars vegar nem- endur með einhverfu á starfsbraut og hins vegar fyrir kennslu í Krýsu- vík, var samþykkt. Svalbarðsstrandarhreppur ósk- aði eftir undanþágu sökum fá- mennis og var umsóknin samþykkt með þeim skilyrðum meðal annars að a.m.k. tveir aðskildir nem- endahópar yrðu í leikskóla og tveir aðskildir nemendahópar í grunn- skóla. Beiðni Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra um undanþágu fyrir kennslu á málm-, raf- og tréiðnadeild var aftur á móti hafn- að. Tveir skólar fá undanþágu ÚRSKURÐIR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari upplýsingumumáhættuogaukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Nýjar umbúðir Dolorin500mg paracetamól töflur - 20stkog30stk Ferðafélag Íslands Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 25. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf Stjórnin. Fundinum verður streymt á facebók / Ferðafélag Íslands KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Foreldrar og aðrir forráðamenn nemenda grunnskóla Seltjarnarness fengu í gær orðsendingu um það frá skólastjóranum, Ólínu Elínu Thor- oddsen, að skólinn yrði lokaður þar til yfirstandandi verkfall Eflingar og sveitarfélaganna leystist. Fyrr væri ekki hægt að þrífa skólahúsnæðið. „Þar sem ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar verður skólinn áfram lokaður þar til verkfallið leys- ist. Þetta gildir um allt skóla- og frí- stundastarf,“ sagði í orðsendingunni. Í skólanum eru um 600 nemendur á tveimur starfsstöðvum og starfs- menn um 120. Grunnskól- inn áfram lokaður  Ekki er hægt að þrífa skólahúsnæðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.