Morgunblaðið - 18.03.2020, Qupperneq 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020
Heyrðu
umskiptin
Fáðu heyrnartæki
til reynslu
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Teitur Gissurarson
Jón Pétur Jónsson
Alls höfðu 240 smit vegna kór-
ónuveirunnar verið staðfest þegar
Morgunblaðið fór í prentun í gær-
kvöld. Af þeim lágu þrír á sjúkra-
húsi en fimm höfðu náð sér. Þá voru
2.230 í sóttkví.
„Hlutfall jákvæðra sýna frá veiru-
fræðideildinni er um 10% en frá De-
Code um 1% sem er vísbending um
samfélagslegt smit. Veiran er að
greinast í fjórum landshlutum sem
kemur ekki á óvart. Við bjuggumst
við því að dreifingin færi víða.“
Þetta var á meðal þess sem Þór-
ólfur Guðnason sóttvarnalæknir
sagði á blaðamannafundi sem al-
mannavarnadeild Ríkislög-
reglustjóra boðaði til í gær vegna
kórónuveirunnar.
Einblína á þá sem greinast
Þrátt fyrir að fimm væru nú út-
skrifaðir sagði Þórólfur að honum
þætti það ekki stórt atriði að ein-
blína á þá sem hefði batnað. „Við
eigum að einbeita okkur að öðrum
hlutum heldur en þeim hversu stór
hópurinn er sem hefur batnað. Við
þurfum að einblína á þá sem eru að
greinast og þá sem veikjast alvar-
lega og þurfa á spítala að halda.
Hvort það eru fjórir, fimm eða sex
sem hefur batnað finnst mér vera
aukaatriði vegna þess að flestir sem
eru að sýkjast eru með væg ein-
kenni.“
Á fundinn voru mætt ásamt Þór-
ólfi Víðir Reynisson yfirlögreglu-
þjónn og Alma D. Möller landlæknir
ásamt Steingerði Sigurbjörnsdóttur
barnageðlækni.
Ekki hamstra lyf
Alma hóf mál sitt með því að und-
irstrika að birgðir lyfja hefðu verið
auknar vegna kóróuveirufaraldurs-
ins og biðlaði til fólks að vera ekki
að hamstra lyf. „Við minnum í fyrsta
lagi lækna á ábyrgð sína þ.e. að
ávísa hóflegu magni.“ Þá minnti hún
lyfjafræðinga á að afgreiða ekki
meira af lyfjum en venjulega. „Lyf
eru auðvitað ekki eins og hver önnur
neysluvara,“ sagði hún aukinheldur
og biðlaði til almennings að sýna
ábyrgð þegar kæmi að lyfjakaupum.
Þá minntist Alma á bakvarðasveit
heilbrigðisþjónustunnar, en nú væru
400 skráðir í hana. 133 hjúkr-
unarfræðingar, 132 sjúkraliðar, 60
læknar, 34 sjúkraflutningamenn, 34
lyfjafræðingar, 7 lyfjatæknar og
geislafræðingar myndu brátt bætast
í hópinn.
Fer ekki fram hjá börnum
Sem fyrr segir var á fundinn
mætt Steingerður Sigurbjörnsdóttir
barnageðlæknir sem ræddi um geð-
heilsu barna á þeim óvenjulegum
tímum sem nú ganga yfir og benti
hún á að hætt væri við því að
áhyggjur barna gætu aukist vegna
umræðu foreldra eða frétta. „Börn
hafa auðvitað ekki misst af því sem
er í gangi,“ sagði hún og bætti við að
til þess að hjálpa börnum væri mik-
ilvægt að hvetja þau til að halda
þeirri rútínu sem hægt væri að
halda. Hvetja skyldi þau til að fara í
skólann og sinna námi, sofa nóg, fá
hollan mat og hreyfa sig. Að auki
sagði Steingerður að mikilvægt væri
að hvetja börn og unglinga til að
hitta vini sína.
Hrós frá Þórólfi og Ölmu
Eftir að hafa farið yfir stöðuna
hrósaði Þórólfur almenningi, fyr-
irtækjum og stofnunum fyrir það
hvernig þau hefðu útfært samkomu-
bannið sem hófst í fyrradag og tak-
markanir á skólahaldi sem settar
voru á laggirnar. „Ég er mjög hrif-
inn af því hvernig menn hafa tekið á
þessu. Auðvitað skapar þetta mikil
vandamál á mörgum stöðum og við
höfum verið í samskiptum við fjöl-
marga en það er mjög ánægjulegt
að sjá hversu margir vilja leggja lóð
sitt á vogaskálina til þess að reyna
sem mest að takmarka útbreiðslu
þessarar veiru.“
Alma D. Möller tók í svipaðan
streng „Ég ætla að bæta aðeins í
hrósið frá Þórólfi,“ sagði hún og
minntist á að mikið hefði verið rætt
um mikilvægi persónulegs hrein-
lætis og vönduð þrif, bæði heima
fyrir og á fjölförnum stöðum. „Ég
vil þakka öllu því góða fólki sem sér
um þrif, og mikið mæðir á, kær-
lega.“
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 3 23
Útlönd 0 4
Austurland 0 4
Höfuðborgarsvæði 222 1.636
Suðurnes 5 101
Norðurland vestra 0 2
Norðurland eystra 1 102
Suðurland 16 372
Vestfirðir 0 13
Vesturland 0 25
Smit
Sóttkví
Fjöldi daglegra smita frá 28. febrúar
28.2. 29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3.
1 1 2
8
5
13
9 8
6 6
9
13
24
15
19
22
19 18
49
17. mars kl. 20.30
Upplýsingar eru fengnar af
Uppruni smits
Innanlands Erlendis
Óþekktur
28%20%
52%
247 staðfest smit
2.282 í sóttkví
2.278 sýni
247 í einangrun
3 á sjúkra-húsi
Áherslan verður á þá sem veikjast
Kórónuveiran greinst í fjórum landshlutum „Lyf eru ekki eins og hver önnur neysluvara“
„Börn hafa auðvitað ekki misst af því sem er í gangi“ 400 í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu
Ljósmynd/Lögreglan
Upplýsingum miðlað Frá blaðamannafundi sótttvarnalæknis og Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í gær.
Erlendur ferðamaður sem leitaði til
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á
Húsavík vegna alvarlegra veikinda í
fyrradag reyndist smitaður af kór-
ónuveirunni og lést stuttu eftir
komu.
Á blaðamannafundi um miðjan
dag í gær sagði Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir að ekki lægi fyrir
hvort dánarorsökin tengdist kórón-
uveirunni og að þörf væri á frekari
rannsóknum til að skera úr um það.
Hann taldi þó fremur ólíklegt að
andlátið tengdist því að maðurinn
væri smitaður af kórónuveiru miðað
við þau einkenni sem greint hefði
verið frá. Sagði hann, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöld að ekki
hefðu borist neinar nýjar upplýsing-
ar varðandi það hvernig andlát
mannsins bar að höndum.
Sótthreinsa stöðina
„Okkur bárust þær fréttir í morg-
un af Norðurlandi að einn erlendur
ferðamaður hefði látist þar í gær
nokkuð skyndilega með einkenni
sem bar brátt að. Það var ákveðið að
taka sýni frá þessum einstaklingi og
það reyndist vera jákvætt fyrir CO-
VID-19 og sömuleiðis frá eiginkonu
hans sem var á ferðalagi með honum.
Þessi einstaklingur sem lést hafði
ekki verið með nein einkenni um CO-
VID-sýkinguna, þannig að frekari
rannsókna er þörf á því hvort ein-
hver tengsl eru á milli COVID og
andlátsins,“ sagði Þórólfur á fund-
inum í gær.
Í tilkynningu sem kom frá stjórn-
stöð Almannavarna vegna andláts
mannsins sagði m.a. að margþætt
vinna tæki nú við, bæði varðandi
andlát mannsins og stuðning við
hans nánustu. Þá þyrfti að setja þá
heilbrigðisstarfsmenn sem komu að
meðferð mannsins í sóttkví, sótt-
hreinsa heilsugæslustöðina ásamt
því að tryggja nauðsynlega heil-
brigðisþjónustu fyrir Húsvíkinga.
Kórónusmitaður
ferðamaður lést
Ekki vitað hvort
andlátið tengist
kórónuveirunni
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavík Starfsmennirnir sem komu
að meðferð mannsins fara í sóttkví.