Morgunblaðið - 18.03.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 18.03.2020, Síða 12
Heimild: WHO/Samantekt AFP * 15. mars Fjöldi tilfella kórónuveirusýkinga í mars Lönd þar sem vöxturinn hefur verið hraðastur Ítalía ÍTALÍA FRAKKLAND Sjúklingur fluttur á nýtt sjúkrahús í Róm sem sérstaklega var reist fyrir sjúklinga með COVID-19. Mynd/Andreasa Solaro Sacre Coeur hverfið í Montmartre í París, 16. mars en þá hafði öllum veitingahúsum og kaffihúsum verið lokað Mynd/Joel Saget ÍRAN Fólk bíður í röð eftir varnarbúnaði gegn kórónuveirunni sem vopnaðar sveitir hliðhollar stjórnvöldum deila út Mynd/AFP Spánn Íran Sviss* Þýskaland Frakkland BANDAR. BretlandKína Suður-Kórea SPÁNN Hermaður sótthreinsar svæði á flugvellinum í Málaga. Spænsk stjórnvöld hafa sett útgöngubann á í landinu Mynd/Jorge Guerrero Mars 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 4.000 3.000 2.000 1.000 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna samþykktu á fundi sínum í gær að þeir hygðust loka ytri landamær- um sínum til næstu 30 daga. Þetta varð niðurstaðan af leiðtogafundi sambandsins, sem haldinn var með fjarfundabúnaði vegna kórónuveiru- faraldursins og tilkynnti Angela Merkel Þýskalandskanslari um nið- urstöðuna um kvöldmatarleytið í gær. Ferðabannið mun ekki ná til ríkisborgara EFTA-ríkjanna eða Stóra Bretlands. Sagði Merkel jafn- framt að ríki sambandsins myndu samræma aðgerðir sínar til þess að tryggja að allir ríkisborgarar sam- bandsins sem nú væru strandaglóp- ar gætu komist aftur til síns heima. Ákvörðun leiðtoganna náði ein- göngu til ytri landamæra Evrópu- sambandsins og Schengen-svæðis- ins, en 21 af þeim 26 ríkjum sem mynda Schengen-svæðið höfðu þeg- ar gripið til lokana á landamærum sínum, annaðhvort að hluta til eða í heild. Einungis Belgía, Ísland, Lich- tenstein, Lúxemborg og Svíþjóð höfðu ekki kosið að loka landamær- um sínum. Fyrr um daginn hafði nær algjört útgöngubann gengið í gildi á hádegi í Frakklandi en það mun standa næstu tvær vikurnar. Er fólki ein- ungis leyft að yfirgefa heimili sín til að kaupa mat eða lyf og eru um 100.000 lögreglumenn á götum franskra borga til að framfylgja banninu. Áður höfðu Ítalir og Spán- verjar sett á slíkt bann og einnig eru vissar takmarkanir á ferðum fólks í gildi í Þýskalandi. Voru götur borga í þessum ríkjum nær tómar í gær. Í „efnahagslegu stríði“ Ríki Evrópu gripu einnig til ým- issa ráðstafana til þess að tryggja efnahag sinn í gær. Sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakk- lands, að landið ætti í „efnahagslegu stríði“ við kórónuveiruna, sem myndi kalla á að öllum úrræðum rík- isins yrði beitt til þess að takast á við komandi kreppu. Væri franska ríkið því reiðubúið að veita fjárhagsaðstoð við frönsk fyrirtæki og starfsmenn þeirra sem næmi allt að 45 milljörð- um evra. „Ég mun ekki hika við að beita öllum ráðum sem ég hef til að verja stór frönsk fyrirtæki,“ sagði Le Maire, og nefndi sem möguleika að ríkið myndi hlaupa undir bagga, kaupa hluti eða jafnvel þjóðnýta fyrirtæki ef þörf krefði. Þá ákváðu ítölsk stjórnvöld í gær að þjóðnýta Alitalia, fyrrverandi rík- isflugfélag Ítalíu, á ný, en faraldur- inn hafði ýtt því á barm gjaldþrots. Vestanhafs var einnig gripið til að- gerða en Steve Mnuchin, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti að sérstakur „neyðarpakki“ stjórn- valda hefði verið sendur til þingsins til samþykktar en gert er ráð fyrir að um 850 milljörðum Bandaríkjadala verði varið í fjárhagsaðstoð. Þá væri í skoðun að senda á næstunni ávísun til allra Bandaríkjamanna sem væru undir hátekjumörkum. Evrópuríkin skella í lás  Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 samþykkja að loka ytri landamærum sínum til 30 næstu daga  Útgöngubann víða í gildi í álfunni  Tilkynnt um aðgerðir til þess að verja efnahaginn fyrir kreppu 12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 Forkosningar fyrir forsetakosning- arnar í haust fóru fram í þremur ríkjum Bandaríkjanna í gær, þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hefði sett strik í daglegt líf flestra vestanhafs. Michael DeWine, ríkis- stjóri í Ohio, ákvað hins vegar að fresta forkosningunum í ríki sínu fram til júnímánaðar vegna ótta við að þær gætu valdið aukinni út- breiðslu kórónuveirunnar. DeWine, 73 ára gamall repúblik- ani, hefur til þessa gengið lengra í viðbrögðum gegn faraldrinum en flestir kollegar hans, og sagðist Do- ug Ducey, ríkisstjóri Arizona, til að mynda vera efins um að betra færi gæfist á að halda forkosningarnar síðar á árinu. Auk Arizona var einnig kosið í Flórída-ríki og í Illinois, en í öllum þremur ríkjum var Joe Biden, fyrr- verandi varaforseti, talinn vera öruggur með sigur, þó að kjörsókn yrði í sögulegu lágmarki. Í Flórída var til að mynda spáð mjög lítilli kjörsókn vegna faraldursins, og höfðu um tvær milljónir manna þeg- ar greitt atkvæði utan kjörfundar. Gangi spár hins vegar eftir er næsta víst að Biden muni hafa tryggt sér öruggt forskot á helsta keppi- naut sinn, Bernie Sanders, sem þyrfti þá að treysta á kraftaverk til þess að geta unnið útnefningu Demókrataflokksins. Washington-ríki til Bidens Róðurinn varð enn þyngri fyrir Sanders þegar tilkynnt var í gær- morgun að talningu væri næstum lokið í Washington-ríki á vestur- strönd Bandaríkjanna, en forval þess fór fram fyrir rúmri viku. Reyndist Biden hafa unnið naum- an meirihluta gildra atkvæða í rík- inu, sem talið var hliðhollt Sanders, og bætti varaforsetinn fyrrverandi því enn við forskot sitt í fjölda kjör- manna. sgs@mbl.is Ekki kosið í Ohio vegna veirunnar  Róðurinn þyngist fyrir Sanders AFP Frambjóðendur Biden og Sanders heilsuðust með olnbogunum í kapp- ræðum sínum á sunnudagskvöldið. . DUKA.IS GJAFAVARA | HEIMILIÐ | ELDHÚSIÐ | SMÁFÓLKIÐ | TEXTÍLVÖRUR 20% afsláttur af ÖLLU í netverslun duka.is Tilboð gildir 16. -22. mars Enginn sendingarkostnaður Sendum um allt land Opið allan sólarhringinn ICQC 2020-2022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.